Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Hægviðri. Léttskýjað. jtttMnMfe Fisksölumálin Sjá bis. 10. 117. tbl. — Miðvikudagur 28. maí 1958 Mikill peningaþjófnaður framinn í ,Fjalakettinum' 1 FYRRINÓTT var innbrotsþjófn aður framinn í skrifstofu Guð- jóns Hólm Sigvaldasonar héraðs- lögmanns, sem er á annarri hæð í „Fjalakettinum“ við Aðalstræti. Var þar framinn verulegur pen- inga- og skjalaþjófnaður. Innbrotsþjófurinn eða þjófarn- ir, því ekki er enn vitað hver hér var að verki, þurfti ekki að sprengja upp nema eina hurð. Útihurð hússins var hægt að opna, því rúða í hurðinni var brotin. Mátti auðveldlega seilast í smekk- lásinn. Framan við skrifstofu Guð jóns er skrifstofa Sigurgeirs Sig- íbúð skemmist af eldi Á annan í hvítasunnu, um nón- bil, var bví veitt eftirtekt að reyk lagði úr rishæð hússins Spítala- stíg 4 hér í bæ og var slökkvi- liðinu þegar gert viðvart. Brunaverðir komu að luktum dyrum í risíbúðinni, sem eldur var kominn upp í, því heimilis- fólkið, Matthías Jónasson sjómað- ur, kona hans og fimm börn, voru ekki heima. Slökkviliðsstarfið tókst vel. Eldurinn var orðinn allmagnaður er slökkviliðið kom á vettvang. Varð af eldi þessum töluvert tjón og íbúðin óhæf til íbúðar. — Innanstokksmunir skemmdust einnig, fatnaður eyði- lagðist o. fl. Var innbúið allvel vátryggt. Ókunnugt er um elds- upptök. Breytingar gerðar á póststofunni NÆSTA mánuð verður bréfa- póststofan til húsa í kjallara pósthússins (gengfci inn frá Aust- urstræti). Hefir afgreiðslusalur bréfapóststofunnar verið fluttur niður í kjallarann vegna þess að gera á allumfangsmiklar breyt- ingar á aðalafgreiðslunni. Mun ætlunin vera sú að stækka af- greiðslusalinn svo, að hann nái yfir alla fyrstu hæð pósthússins. urjónssonar konsúls Israels. Var hurðin sprengd upp. Úr þeirri skrifstofu er innangengt í skrif- stofu Guðjóns Hólms. 1 peningaskáp hans voru geymd ir peningar og tékkar. — Þjófur- inn gat opnað skápinn því lykil- inn að honum fann hann í skrif- borðsskúffu sem var opin. Guðjón Hólm hafði gleymt skáplyklinum í skúffunni. Þjófurinn hafði á brott með sér tékka að upphæð alls 150—160.000 krónur. Þetta voru tryggingartékkar og var að- eins einn þeirra í lagi. Þá voru í skápnum 200 sterlingspund í seðlum og 600—700 danskar krón- ur og íslenzkir peningar að upp- hæð 2000—3000 krónur. Þessu var öllu stolið. Mál þetta er í rannsókn. Hvalfangarar hafa látið úr höfn HVALVERTÍÐIN hér við land er nú að hefjast. Fjöldi manns kvaddi hvalveiðimennina að kvöldi hvítasunnudags vestur á Ægis- garði hér í Reykjavík, en þar lá Kommúnistar hafa reynt að spilla málstað íslands sem mest Einstök og ábyrgðarlaus framkoma sjávarútvegsmálaráðherra ÞJÓÐVILJINN, blað sjávarútvegsmálaráðherra, hélt enn á laugardaginn fyrir hvítasunnu áfram að fara með örgustu blekkingar og ósannindi um landhelgismálin. M. a. segir blaðið að „Sjálfstæðisflokkurinn hefði neitað að standa að stækkun landhelginnar í 12 mílur“! Þessi staðhæfing kommúnistablaðsins, eins og aðrar fullyrðingar þess um afstöðu Sjálfstæðismanna, á ekki við minnstu rök að styðjast. Mun það koma í ljós síðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn telur tímabært að birta þjóðinni nauðsynlegar upplýsingar um þátt sinn í viðræðunum milli stjórnmálaflokkanna um framkvæmdir í þessum þýðingar ■ miklu málum. En Sjálfstæðisflokkurinn miðaði þá eins og jafnan áður afstöðu sína við það eitt að hinn íslenzki mál- staður sigraði, án þess að þjóðin leiddi yfir sig stórkostleg vandræði vegna átaka við aðrar þjóðir, um hinar nauðsyn- legu ráðstafanir til verndar íslenzkum fiskimiðum. Sjávarútvegsmálaráðherra kommúnista og blað hans hefur hins vegar hagað framkomu sinni í þessu örlagaríka máli þannig, að engu er líkara en að það hafi viljað spilla sem mest fyrir málstað Islands og leiða sem mestar hættur yfir þjóðina. Mikið tjón í eldsvoða í Njarðvíkum KEFLAVÍK, 25. maí — S. 1. laugardag kom upp eldur í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur og urðu allmiklar skemmdir. Eldurinn kom upp á verkstæði stöðvarinnar um kl. 12,30, en þá var vinnu að ljúka. Breiddist eldurinn mjög fljótt út svo þeir er voru við vinnu fengu ekki við neitt ráðið og urðu að hörfa út úr húsinu. Einn mannanna brenndist nokkuð á höndum og í andliti og var gert að sárum hans hér í sjúkrahúsinu en hann siðan fluttur heim. Líður honum vel eftir atvikum. — Slökkvilið Keflavíkur og flugvallarins komu brátt á vettvang og gátu ráðið niðurlögum eldsins á fremur skömmum tíma, en þá höfðu þeg- ar orðið allverulegar skemmdir í húsinu. Eins og kunnugt er, hefur skipasmíðastöðin undanfarið unn ið að smíði nótabáta úr nýju gerviefni sem nefnist deborine. Var einn bátur í húsinu, sem nærri var fullgerður og skemmd- ist hann nokkuð en þó ekki svo að unnt verður að gera hann aft- ur sem nýjan. Hefur hiti verið geysimikill yfir bátnum og sýnir það gæði þessa nýja gerviefnis að báturinn skyldi ekki skemm- ast meir en raun varð á. Þá varð stöðin fyrir tilfinnanlegu tjóni þar sem mót það, sem bátarnir eru gerðir í eyðilagðist með öllu, en það er metið á um 200 þús. kr. Var verið að móta nýjan bát, sem hefði orðið sá fimmti i röð- Skattafrumvarp samþykkf Á FUNDI efri deildar Alþingis i gær var frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á skattalög- unum samþykkt sem lög. — Sjálf stæðismenn fluttu tillögur um ýmsar leiðréttingar á frumvarp- inu, en þær náðu ekki fram að ganga. Frá málinu verður nánar sagt síðar. Ungur sjómaður hrapaði til bana í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 27. maí — Sviplegt slys varð hér í Vest- mannaeyjum á laugardagsmorg- uninn. 24 ára sjómaður, Þorsteinn Gunnarsson að nafni, hrapaði til bana. Þorsteinn var, ásamt þrem mönnum öðrum, úti í svonefndu Geirfuglaskeri, en þangað er um tveggja klst. sigling á trillu. Höfðu þeir farið þangað til eggjatöku, þó svo mjög sé liðið á varptímann. Var Þorsteinn í svonefndum lærvað, ofarlega í bjarginu, en það mun vera um 100 m hátt. Vildi þá svo slysa- lega til að hann hrapaði. Kom hann niður í sjóinn. Félögum hans tókst að ná hon- um stórslösuðum uþp í bátinn og sigldu síðan heim. Var Þorsteinn enn með lífsmarki er komið var með hann í sjúkrahúsið hér, en þar lézt hann af afleiðingum hinna miklu áverka nokkru síð- ar. Þorsteinn lætur eftir sig konu og tvö ungbörn. Hann átti for- eldra á lífi hér í Vestmannaeyj- um. —Bj. Guðm. flotinn, allir bátarnir nýmálaðir fyrir hafnarmynnið flautuðu þeir hátt og lágt. — Klutkkan á slag- inu 11 losaði „flaggskip“ hval- veiðiflotans, Hvalur 5, sem er stærstur hvalveiðibátanna, land- festar og brunaði út úr höfninni. A þeim báti er Jónas Sigurðsson skipstjóri. Nssstur kom Hvalur 3, skipstjóri Ingólfur Þórðarson, þá Hvalur 4, skipstjóri Kristján Þor- láksson og lestina rak Hvalur 2, skipstjóri Friðbert Gíslason. Þeg- ar bátarnir voru komnir rétt út i kveðjuskyni, en fjöldi ættingja og vina veifaði. Á einum bát- anna er kona, sem annast mun matreiðslu fyrir áhöfnina á Hval 3, en á hverjum bátanna er 14 manna áhöfn. Hvalveiðivertíðinni lýkur í lok septembermánaðar. Ljósmyndari Mbl. tók mynd þessa af hvalveiðibátunum er þeir voru í þann mund að sigla út um hafnarmynni Reykjavíkurhafnar. Fjölsótt vormót S.U.S. í Njarðvikum á mánudag SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna efndi til vormóts í sam- komuhúsinu í Njarðvíkum að kvöldi annars hvítasunnudags. Vara-formaður sambandsins, Þór Vilhjálmsson blaðamaður, setti mótið, en aðalræðu kvöldsins flutti Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Talaði hann um síðustu stjórnmálaatburði, ræddi fyrst efnahagsmálin en fjallaði síðan um það, sem gerzt hefur í landhelgismálinu síðustu daga. Kristján Guðlaugsson, formað- ur Heimis, félags ungra Sjálf- stæðismanna í Keflavík, þakkaði Eldhús 4 4 // nœstu viku ÚTVARPSUMRÆÐUR („eld- hús“) verða á Alþingi á mánu- dag og þr-iðjudag í næstu viku. Munu þinglausnir sennilega verða skömmu eftir að þeim umræðum lýkur. Ólafi Thors ræðuna og tóku mótsgestir undir þakkir hans. Kristján þakkaði einnig S.U.S. fyrir að gangast fyrir vormótinu. Auk nefndra ræðumanna komu fram þrír listamenn, þeir Árni Jónsson, Fritz Weisshappel og Klemenz Jónsson. Að lokum lék hljómsveit fyrir dansi. Sjálfstæðismenn á Suðurnesj- um fjölmenntu á vormótið. Brotizl inn í Hraun- sleypuna hl. HAFNARFIRÐI — Um hvíta- sunnuna var brotizt inn í Hraun- steypuna, sem er fyrir sunnan Hvaleyrarholtið, og stolið þaðan tveimur hjólbörðum undan bif- reiðum og miklu af ýmiss konar verkfærum og olíudælu frá kynditæki. Biður lögreglan þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið varðandi innbrot þetta, að láta sig vita, sem allra fyrst. —G. E. Bezta veðrið sem komið hefur í vor Á SAMA tíma sem veður hefur mjög mildazt um vestanvert landið, eru enn kuldar um það austanvert og það svo að í gær- kvöldi kl. 6, er 11 stiga hiti var á Eyrarbakka, sleit úr honum snjó austur í Vopnafirði og þar var hitinn aðeins 3 stig. Dagurinn í gær var bezti dag- urinn sem komið hefur á þessu vori. Geta má þess t.d. að á Ak- ureyri var í gærkvöldi 6 stiga hiti, en hér í Reykjavík var 9 stiga hiti. Þó taldi Veðurstofan sennilegt að næturfrost myndi verða noðanlands í nótt er leið. Vindáttin er norðaustanstæð um land allt. Nú hefur það gerzt með háþrýstisvæðið sem var yf- ir Grænlandi og olli hinum miklu kuldum, að það er nú yfir Græn- landshafi og hér yfir landinu. Af þeim sökum hefur dregið mjög úr veðurhæðinni og má heita stillt veður um land allt. Aðspurður, upplýsti veðurfræð ingurinn, að svo gæti farið að í kjölfar þessa háþrýstisvæðis og sólbjörtu daga, myndi draga til suðaustanáttar, — rigningarátt- arinnar um suðvestanvert land- ið a.m.k. Þá myndi þykkna upp. Svo gæti farið að suðaustanáttin myndi hefja innreið sína í ríki norðaustanáttarinnar á fimmtu- daginn, en_gkki mætti þó á þessu stigi fullyrða það. Akranesbálar húasl til síldveiða AKRANESI, 27. maí. — Flestir Akranesbátanna munu fara norð- ur á sildveiðar í sumar. Rúmlega helmingur bátanna er nú langt kominn í að búa sig undir síldar. vertíðina. Fimm reknetjabátar fóru á veiðar í dag. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.