Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNRT 4ÐTÐ Miðvikudagur 28. maí 1958 * *L Kosningaúrslitin á Ítaiíu : Kristilegir demókrator vinna á RÓM, 7. maí. — Kosningaúrslitin í Ítalíu sýna, að stjórnarflokkur- inn, • Kristilegir demókratar, kommúnistar og Nenni-sósíalistar hafa unnið á, en nýfasistar og konungssinnar tapað fylgi. — I öldungadeildinni fá kristilegir 124 fulltrúa af 246. Hefur flokkurinn unnið 11 sæti. Kommúnistar fá 60 fulltrúa, en höfðu 53 eftir kosn ingarnar j.953 og Nenni-sósíalist- ar fengu 35 fulltrúa, bættu við sig 7. Kosningaþátttaka var geysimik- il. 94% þeirra 32% millj. manna, sem á kjörskrá voru greiddu at- kvæði og er það meira en í öðrum kosningum á Ítalíu eftir strið. Síðast fóru þar fram kosningar 1953. Frjálslyndi flokkurinn og hægri sósíalistaflokkur Saragats bættu einnig við sig atkvæðum í þess- um kosningum. Flokkur Saragats fær nú 5 fulltrúa í Öldungadeild- inni, en hafði 4, Frjálslyndi flokk- Skammur fresfur NÚ liður að því að dregið verði í happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins. En Sjálfstæðismenn hafa sett sér það takmark, að selja fyrir þann tíma alla miðana. Til þess að því marki verði náð þurfa all- ir að vera samtaka. Munið því að gera skil strax í dag fyrir þá miða sem seldir hafa verið og sýnið á þann hátt hug ykkar til Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofa happdrættisins mun hér eftir senda eftir greiðslu til þeirra sem þess óska. Skrifstofan í Sjálf stæðishúsinu er opin til kl. 6 dag- \ega, sími 17104. ,,Mokka" nýtt kaffihús ÞAR sem veitingastofan Vega var hér áður fyrr, að Skólavörðu stig 5, er nú búið að breyta miklu. Þar er nú smekklegt og listrænt kaffihús, og er eigandi þess Guðmundur Baldvinsson, er um skeið lagði nokkuð fyrir sig söng. Kaffihús þetta kallar Guð- mundur „Mokka“. Þegar hann var á Ítalíu við söngnám, kynnti hann sér hin ítölsku kaffihús er hafa á boðstólum hið víðfræga „expressokaffi“. í gærdag bauð Guðmundur nokkrum biaðamönnum tii kaffi drykkju. Kaffihús þetta er mjög skemmtilegt. Geta má þess til dæmis að veggir eru allir klæddir með olíubornum hessianstriga, húsgögnin létt og með fallegu á- klæði, ljóst teppi á gólfi. Á veggj um hanga málverk og myndir eftir Braga Ásgeirsson og Bjarna Jónsson, veggteppi er eftir Bar- böru Árnason og höggmynd eftir Jón Benediktsson svo nokkuð sé nefnt. Niðri í kjallaranum eru snyrtiherbergi. Hefur Halldór Hjálmsson arkitekt ráðið tilhög- un allri. Guðmundur bar síðan fram ýmis afbrigði af ex- pressokaffinu og einnig tyrk- neskt kaffi. Luku menn upp ein- um munni um að hér væri vissu- lega um ósvikið kaffi að ræða. Sumum fannst tyrkneska kaffið jafnvel taka hinu ítalska fram. Guðmundur sýndi gestum sínum expressokaffivélina, en kaffigerð in byggist á því að við gufuþrýst- ing frá þessari vél er náð öllum kraftinum úr kaffi, sem malað er jafnóðum. Eftir að hafa setið góða stund við kaffidrykkju, í þessu skemmtilega kaffihúsi kvöddu gestirnir Guðmund. Hafði Karl ísfeld blaðamaður orð á því, að það slægi út á sér svita eftir þessa kaffidrykkju, enda er því haldið fram af kunnugum að einn expressokaffibolli sé á borð við 4—6 bolla af venjulegu kaffi. urinn fær 4, en hafði 3, Konungs- sinnar fá 7, en höfðu 15 og ný- fasistar fá 8, en höfðu 9. í fulltrúadeildinni skiptist þing mannatalan svo: Kristilegir fengu 276 þing- menn, höfðu 265 (12% milij. atkv., 42,2%, höfðu 40,1%). Kommúnistar fengu 140, höfðu 143 (6,7 millj. atkv., 22,7%). Nenni-sósíalistar fengu 84, höfðu 75 (4,1 millj. atkv., 14,2%). Konungssinnar fengu 23, höfðu 40. Nýfasistar fengu 25, höfðu 29. Saragat-sósíalistar fengu 23, höfðu 19. Frjálslyndir fengu 16, höfðu 14. Rebúblikanar fengu 7, höfðu 5. Aðrir fengu 2, höfðu 0. Talið er, að ástandið í Frakk- landi hafi valdið fylgisaukningu bæði Kristilegra demókrata og Kommúnista. Hinir siðarnefndu sögðust standa í fylkingarbrjósti gegn fasisma í Evrópu, en Kristi- legir sögðu, að flokkur þeirra væri höfuðvígi ítala gegn bylt- ingu. — Óvíst er um stjórnar- myndun á Ítalíu eftir þesáar kosn- ingar, en þess má geta, að aðal- málgagn Vatikansins segir, að kosningarnar seu mikill sigur fyr- ir Kristilega demókrata. Myndin sýnir lax- og silungs- síli, sem nýlega komu úr vatns- pípu við hitaveituborinn við Höfðatún og Hátún í Reykja- vík. — Pípan er hálfur annar þumlungur á vídá og útbuin með renniloku. I henni er vatn úr Gvendarbrunnum. Mokafli hjá fogurunum HAFNARFIRÐI—Togarinn Júní, skipstjóri Benedikt ögmundsson, kom hingað inn á annan í hvíta- sunnu með meiri afla en hann hefur nokkru sinni fengið eða um 370 tonn eftir 12 daga útiveru. Bjarni riddari var hér í gær, og var hann einnig með geysimik- inn afla eða yfirhlaðið skip. Mjög mikil veiði hefur verið undanfarið hjá togurunum, en þeir hafa yfirleitt verið um 12 daga á veiðum og jafnan fengið fullfermi. Aflann hafa þeir feng- ið á svæðinu frá Kóp og norður fyrir Horn, og munu nú vera á því svæði eitthvað á annað hundrað togarar, innlendir og er- lendir. — Ákaflega mikill ís hef- ur verið nyrzt á þessum slóðum, og segja sjómenn hann meiri en mórg undanfarin ár. Vélbáturinn Gulltoppur, sem veiðir í reknet, kom inn á laug- ardaginn með um 100 tunnur, annars hefur verið sáratreg veiði hjá bátunum, sem byrjaðir eru. Þeir komu t. d. ekki inn í gær sökum aflaleysis. —G. E. Erling Bl. Bengtsson Umsögn minnihluta stjórnar Fiskifélags Islands, Péturs Ottesen alþingismanns, u tillöga sfávarátvegsmóla- ráðherra um stækkan iriðanar- svæðanna MEÐ skírskotun til þess, að leitað hefir verið umsagnar Fiskifélags Islands um uppkast að reglugerð um verndun fiski- miða umhverfis ísland, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég legg til, að gerðar verði Erling Blöndal Bengtsson leikur á fernum tónleikum HINN heimsfrægi cellósnillingur, Erling Blöndal Bengtsson, heldur hér tvenna cellótónleika á vegum Tónlistarfélagsins. Verða fyrri tónleikarnir í kvöld kl. 7 í Aust- urbæjarbíói, en þeir síðari á sama stað kl. 7 annað kvöld. Á efnis- skránni eru verk eftir Boccherini, Beethoven, Bach, Rubenstein, Weber Ravel og Bartok. — Ásgeir Beinteinsson aðstoðar cellóleikar- ann við flutning sumra verkanna. Mánudaginn 2. júní leikur Ei*- ling Blöndal Bengtsson hjá Kamm félagsins AÐALFUNÐUR Hins íslenzka Biblíufélags verður haldinn ann- að kvöld, fimmtudaginn 29. maí, kl. 8,30. Verður hann í kapellu Háskólans. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun verða flutt er- indi á fundinum. Hefir dr. Árni Árnason tekið það að sér. Öllum er heimill aðgangur þótt ekki séu þeir félagsmenn. Lögum og starfsháttum félags- ins var nokkuð breytt fyrir nokkr um árum. Var tilgangurinn sá, að reyna að hleypa nýju lífi í þetta elzta starfandi félag vor Islend- inga. Vakti ekki sízt fyrir mönn- uní, að félagar fyndu meira til ábyrgðar sinnar gagnvart verk- efnum félagsins og eignuðust nýj- an áhuga á því. Þá var og tal- in nauðsyn að reyna að auka fé- lagatölu svo sem frekast væri kost ur, þar eð framundan eru mikil verkefni. Starfsemi félagsins hef- ir aukizt jafnt og þétt undanfar- in ár og jafnframt hafa gjafir til félagsins færzt í vöxt. Er það og von félagsstjórnarinnar, að áhugi manna og kærleikur til félagsins aukist, því það er félaginu mest um vert í því starfi, sem það vill vinna meðal þjóðar vorrar. Minnir félagsstjórn meðlimi þess á aðalfundinn annað kvöld. Sjö ára drengur bíður bana í bílslysi ermúsíkiklúbbnum, en þriðjud. 3. júní leikur hann með sinfóníu- hljómsveitinni. Á sinfóníutónleik- unum verða flutt þessi verk: Cellókonsertinn eftir Haydn og Rokokovariation eftir Tjaikovskij. Erling Blöndal Bengtsson hefur ekki komið hingað til lands síð- ustu fjögur árin. Hann gat þess í viðtali við fréttamenn í gær, að það væri mjög ánægjulegt að vera kominn hingað, þó viðdvöl- in verði stutt að þessu sinni. Und- anfarin ár hefur hann haldið hljómleika víða í Evrópu, nú síð- ast í London. Þá hefur hann sl. 5 ár verið prófessor við Musik- Konservatorium í Kaupmanna- höfn. Þar er nú einn íslendingur við nám, Pétur Þorvaldsson. Næsta vetur mun Erling Blöndal Bengtsson einnig kenna í Stokk- hólmi. Þýzkur tog- ari iandar Á annan í hvítasunnu voru los- aðar úr austur þýzkum togara, sem hér er í Reykjavík rúmlega 40 lestir af fiski. Togari þessi heitir Henningsdorf og er frá Rostock í Austur-Þýzkalandi. — Þetta er í annað skiptið, sem þessi togari kemur hingað til Reykjavíkur og honum leyft að landa afla sínum hér. Kom hann hingað til Reykjavíkur laugar- daginn fyrir hvítasunnu með bil- aða vél, en komst þó hjálparlaust til hafnar. Fyrir um það bil sjö vikum kom þessi togari hingað til Reykjavíkur, eins og fyrr seg- ir, einnig þá vegna bilunar og fékk þá leyfi til að landa afla sinum. Gamall togarasjómaður vildi gjarna koma þeirri spurningu á framfæri við þá aðila, sem slík löndunarleyfi heyra undir, hvort með þessu væri ekki verið að auðvelda hinum austur-þýzka togara veiðarnar hér við land? En togarasjómaðurinn taldi þá stefnu hafa verið ríkjandi að auð- velda útlendum skipum ekki að stunda veiðar hér við land með því að veita þeim aðstöðu til lönd unar afla, ef svo ber undir. tvær breytingar á ' reglugerð þessari. 1 fyrsta lagi, að í stað þess að í fyrstu grein er gert ráð fyrir því, að haldið verði við út- færslu friðunarlíunnar óbreytt- um grunnlínum, legg ég til, að núverandi grunnlínum verði breytt, með það fyrir augum, að fækkað verði grunlínupunktum og að bugður á línunni í áttina til lands, sem nú helgast af lög- un strandlengjunnar, hverfi. I öðru lagi, að felld verði nið- ur úr þriðju grein orðin: „Þar til sérstök ákvæði verða um það sett og þau útgefin í reglugerð“. Um ástæður fyrir þessum breytingum vil ég taka þetta fram: ,,Um 1: Þar sem breidd friðunarsvæðisins til hafs er nú miðuö við línu, sem dregin er þvert fyrir flóa og firði, er ó- eðlilegt og óhagkvæmt að sveigja þessa línu til lands, með hliðsjón af legu strandlengj unnar ,eins og nú er gert, t.d. í Eyrarbakkabugt og nokkrum stöðum öðrum. Um 2: Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er af áhrifum botnvörpu- og dragnótaveiða á vöxt og við- gang fiskstofnsins, tel ég að nauösynlegt sé að banna með öllu botnvörpu- og dragnóta- veiðar á þessu 12 mílna friðun- arsvæði. Meðan það er ekki gjört, hvílir efnahagsafkoma ís- lendinga, að því leyti sem hún byggist á fiskveiðum, á mjög ótraustum grundvelli. Það er Is- lendingum því brýn og aðkall- andi nauðsyn að byggja út af friðunarsvæðunum þeirri veiði- aðferð, sem tortímir ungfiskin- um, sem engum kemur að gagni og mokað er aftur í sjóinn, og það því fremur, sem þessi eyð- ing ungviðisins er á sumum svæð um miklu stórfelldari að töl- unni til, en það sem veiðist af nytjafiski. Þar orkar ekki tvímælis, að það sem draga kynni úr botn- vörpuveiðum hér hjá oss við þessar ráðstafanir, getum vér bætt oss í miklu ríkari mæli með aukningu bátaútvegsins. í slíkri ráðstöfun sem þessari felst eins og nú stendur það átak, sem mestu orkar til þess að tryggja fjárhag og efnahagsaf- komu þjóðar vorrar nú og í framtíðinni. Þá er rétt að Islendingar geri séi það ljóst, að nauðsynlegt er að búa nú þannig um hnútana, að eigi verði dregið úr gildi þeirra raka, fyrir nauðsyn auk- innar friðunar, sem fulltrúar vorir beittu í viðræðum við full trúa annarra þjóða um þessi mál. Að öðru leyti er ég sam- þykkur ákvæðum reglugerðar- innar og legg til, að hún ve>'ði gefin út og birt sem fyrst. Reykjavík, 20. maí 1958. Pétur Ottesen. Brél frá þinqi Rússlands til Alþingis SAUÐÁRKRÓKI, 27. maí — Síð- degis s. 1. fimmtudag varð það hörmulega slys á Sauðárkróki, að ungur drengur beið bana í umferðarslysi. Var það Hallgrím- ur Tómasson, sjö ára að aldri. Slysið varð með þeim hætti, að vörufiutningabifreið var á leið út úr bænum og ók suður Skagfirðingabraut. Er bifreiðin kom á móts við sundlaugina, sem er á flöt innanvert víð bæinn, kom Hallgrimur á hjóli frá sund- lauginni. Skipti það engum tog- um, að drengurinn rakst á hlið bifreiðarinnar. Beið hann sam- stundis bana. Foreldrar drengsins eru Rósa Þorsteinsdóttir og Tómas Hall- grímsson, deildarstjóri K. S. á Sauðárkróki. —jón. FORSETA sameinaðs Alþingis, Emil Jónssyni, hefur borizt bréf frá þingforsetum Sovétríkjanna, þeim P. Lobanov og J. Peivo. Hafa þjóðþingum Norðurlanda borizt að undaníörnu samhljóða bréf og eru þau öll sama efnis og hin gamalkunnu bréf Búlgan- ins og síðar Krúsjeffs. Morgunblaðinu barst í gær frá rússneska sendiráðinu afrit þessa bréfs. Mun P. Ermoshin, sendi- herra Rússlands, haf afhent for- seta Alþingis það. í bréfinu segir m. a. að aftur- haldssömustu hernaðarsinnar séu að komast til meiri og meiri áhrifa í Vestur-Þýzkalandi. Þá isegir þar að forustumenn Vestur- Þýzkalands blekki aðrar þjóðir með friðaryfirlýsingum, en séu að þoka landinu lengra og lengra á braut kjarnorkustríðsundirbún- ingsins. Þá segir í bréfinu að Ráðstjórn- arþjóðirnar og ráðstjórnin sjaif heyi ótrauða og sleitulausa bar- áttu fyrir því að varðveita fr’ð með öllum þjóðum, hvort senx þær eru stórar eða smáar. Að lokum er þess óskað að hið islenzka þjóðþing hefji upp raust sína til að mótmæla áætlunum um að breyta Vestur-Þýzkalandi í nýja háskalega „styrjaldar- gróðrarstíu“ í Evrópu. Er þess síðan óskað að forseti kunngjöri Alþingi íslendinga ávarp þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.