Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 8
8 MUKGUnitSLAÐIÐ Miðvik'udagur 28. maí 1958 Sendisveinn Röskur og áreiðanlegur piltur óskast strax eða 1. júní til sendiferða og innheimtustarfa hjá heildverzlun. Tilboð er greini aldur, sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Röskur — 3966“. Stór stofa eða tvö samliggjandi herb. með nokkru af húsgögn- um og innbyggðum skápum eru til leigu í sumar í einbýlishúsi í suð austur bænum fyrir prúða og reglusama leigjendur helzt stúlku eða stúlkur. Tilb. merkt: „ Sólríkt 3975“ sendist blaðinu fyrir fimmtu- dagskvöld. Byggingarlóð óskast Vil kaupa byggingalóð fyrir einbýlishús á góðum stað í bænum. Staðgreiðsla. Tilboð merkt: 777 — 4014 sendist afgr. Mbl. fyrir 1. júní. REIKIMINGIJR H.f. Eimskipafélags Islands fyrir árið 1957 liggur frammi á skrifstofu félagsins, til sýnis fyrir hluthafa, frá og með deginum í dag að telja. Reykjavík, 24. maí 1958. STJÓRNIN. Suðurnes Bifreiðastöð okkar sem hefur verið rekin undir nafnini Fólksbílastöð Keflavíkur h.f. nefnist hér eftir Bifreiða stöð Keflavíkur h.f. Ef yður vantar bifreið þá hringi í síma 120 Keflavík eða 4141 á Keflavíkurflugvelli. Höfu 5 og 7 manna bifreiðir. Opið allan sólarhringinn. Þe sem aka í B. S. K. bifreiðum frá happadrætttismiða u leið og þeir greiða ökugjaldið. Vinningar eru alls 20 eii. dags ökuferðir með B. S. K. bifreiðum. Dregið verður 25. júní, 25. júlí, 25. ágúst og 25. september um 5 vinninga hvert sinn. Munið B. S. K. BIFREIÐASTÖÐ KEFLAVlKUR H. F. O. Johnson & Kaaber h/f Reykjavilo Snyrtimenni um allan heim nota KIWI Með KIWI gljá skórnir betur og endast lengur Með KIWI natst gljáinn ekki aðeins fljótast heldur verður hann þi einnig bjartastur. KIWI verndar skóna fyrir sól og regni. Ef þér notið KIWI reglulega, munuð þér fljótt sjá hversu mikið lengur skórnir endast og hve þeir verða snyrtilegri. Hlustað á útvarp ÚTAF vingjarnlegri grein í þessu blaði frá Magnúsi Víglunds syni um þátt þennan, sem kom 11. maí vil ég taka það fram, að ég tel val kvæða Einars Bene- diktssonar í Sýnisbókinni, er Alm. bókafélagið gaf út, yfirleitt ágætt. Ég skrifaði aðeins um það, að mér fannst sjálfsagt að kvæð- inu Dagurinn mikli, sé aldrei sleppt úr neinu úrvali eða sýn- isbók kvæða Einars. Þar sem ég gat um „persónulegt viðhorf" þess er kvæðin valdi en „ekki dómgreind" skal ég játa, að það var ekki heppilega að orði kveð- ið. Ég átti við að lífsskoðun sú, er fram kemur í kvæðinu, hefði sennilega ekki geðjazt-útgefand- anum, annað gat hann ekki að kvæðinu fundið. Ég er ekki á því, að öll verk Einars Benediktsson- ar séu úrvalsrit. Vel hefði mátt sleppa þremur af smásögum þeim sem birtar eru í óýnisbókinni, að skaðlausu og hin fjórða, Vals- hreiðrið, er ekkj úrvals-smásaga Aftur á móti hefði mátt fylla rúm það, er sögur þessar taka með úrvals-kvæðum, svo sem t. d. Deginum mikla. Það lá ekki sérlega vel fyrir skáldinu að rita sögur og er síður en svo að hann sé minna skáld fyrir það. Ég vil að lokum geta þess, að er ég sagði að E. B. hefði verið eitt mesta stórskáld sinnar samtíðar, þá átti ég ekki eingöngu við ís- lenzk samtíðarskáld, — það er að segja — ljóðsltáld, heldur einnig erlend skáld þess tíma. ★ Leikritið Misskilningurinn, eft- ir Albert Camus í þýðingu Hjart- ar Halldórssonar, leikstjóri Ævar Kvaran, er prýðilegt og ágætiega leikið af þeim Lárusi Pálssym og Þorsteini Stephensen. Þó hafði ég búizt við frumlegra efni frá Nobelsskáldi, en var í þessu leik riti. Þetta er gamalt, margþ/ælt efni, allt aftur til fornaldar grískra leirrita). Auðvitað sígilt efni um siáifskaparvíti og ógæfu — en alltof líkt með farið og oft hefur áður verið gert. En, sem sagt, umhugsunarvert efni, jafn- an, vel sett saman og vel leikið. Fyrir nokkru var útvarpað þætti fra hátíðahö„,um í Minne sotaíylki í Ba ríkjunum. ís- lendingum var boðið þangað og mætti Thor Thors ambssador þar. Hátíðaræðurnar voru ems og gengur og gerist með slíkar ræð- ur, ágætar í sinni röð. En það, sem athygli vakti og gaman var að heyra var samtal Valdimars Björnssonar frá Minneapolis við nokkra fjörgamla íslendinga. ÁLL S. PÁLSSON hæstaréttarlöj£inaðui. Jankastræti 7. — Sími 24-200. Þorvaldur Ari Arason, hdl. lögmannsskrifstofa Skólavörðustig 38 »/þ f’áll JóU. JjutIntsson h.J. - Pósth 621 Strnat 1)416 og 1)4/7 - Símnrtru 4»» Þessir menn, sem dvalið hafa frá barnsaldri í Bandaríkjunum eða, sumir hverjir, eru fæddir þar, tala merkilega vel íslenzku enn þá. Valdimar Björnsson, sem er eða hefur verið fjármálaríðhera Minnesota-ríkis. talar ágætlega íslenzku, enda oft verið nér heima, þótt fæddur sé í Ameríku. Hann er mjög fróður í ísl. ætt- fræði og öðrum ísl. málum. Mér duttu í hug sumir íslenzkii menn, sem dvalið hafa stuttan náms- tíma í Ameríku og tala jafnan aíðan með amerískum" málblæ — af monti, eða hvtrju öðru? Sumir þessara manna tala oft í útvarp og kannast aliir við þá. A sunnudagskvöldið 18. maí, var útvarpað frá bókmenntakvnn ingu stúde ítaráðs, reK ð á segui- band 27. apríl.Vat það upplest- ur á nokkrum þýduum kvæðum og einu frumsömdu efur Magnns Ásgeirsson bókavórð Hann var, svo sem kunnugt er, mikilvirkur þýðandi kvæða, únkum eftir Norðurlandaskáld. Eru þýðingar hans afburðavel gerðar. Aftur á móti orti hann lítið sjálfur og það, sem hann kvað, er ekki framúrskarandi. Séra Sigurðar Einarsson, skáld, í Holti, flutti langt erindi um Magnus Ásgeirs- son og ætla ég ekki að gera það að umtalsefni héi, enda var ég ekki mikið kunnugur Magnúsi. -y Loftur Guðmundsson, skáld, talaði um daginn og veginn mánudag 19. maí. Sagði hann m. a. að þjóðin treysti Alþingi vel. Áður hafi prestar og sýslumenn skroppið til Reykjavíkur til bess að ráðstafa máium þjóðarinnar Þá voru engir st]órnmálaflokkar Nú eru ramefldir flokkar og há- lærðir hagfræðmgar og þaulvamr stjórnmálamenn á þingi. En fo’k er nú svo óforskammað að æth. að flokkar og einstakir þingmenn berjist fyrir bitlingum og eigin hagsmunum. Hvílík fádæma ósvífni að ætla þeim mönnum slíkt, sem í rauninni berjast stöð- ugt fyrir þjóðarhag, vinna baki brotnu mestallt árið fyrir velferð þjóðarinnar. Sumir vilja líkja nútímanum við Sturlungaöld. Auðvitað er þetta fráleitt, þing- menn vorir, núverandi munu leiða öll mál til lykta á heppi- legan hátt, þjóðinm til sæmdar og sóma Og þmgmenn þeir, sem vér nú höfum, verða sökum verð leika kosn.r aftur og aftur ems lengi og þeir vilja góðfúslega gefa kost á sér til þingmennsku. og leggja hið mikla erfiði á sig. að vinna fyrir fólkið í landinu.Þetta eða eitthvað svipað þessu, sagði Loftur Guðmundsson. Ekki var auðskilið, hvort hann talaði þetta allt í alvöru, eða í hálfkæringi. En ég verð að segja, að flestir þingmenn vilja gera sitt bezta á allan hátt og vinna trúlega sitt ábyrgðarmikla starf. Hitt er. auð- vitað, óeðlilegt og ekki til þess ætlazt af kjósendum. að ríkis- stjórnin kalli saman fjölmennar nefndir frá stéttafélögum og klík um, er segi Alþingi fyrir verkum. Og að ríkistjórnin sé svo sundur- leit og ráðþrota, að hún geti ekki tekið röggsamiega á vandamálum í samráði við Alþingi Þrátt fyrir það að prestar og sýslumenn horf þma tíma. voru menn takmark- aðir og misiafnir að hæfileikum, þá tókst þeim þó að viðhaida fullri virðingu aiþýðu fyrir æðstu stofnun ríkisins og vernda heið- ur Alþingis. En mér virtist Loft- ur Guðm. vilja gera heldur lít.ð úr þessum mönnum. Ég held að heppilegt sé. að sá sem um dag- inn og veginn talar, geri það i alvöru — þannig að hlustendur viti hvort það sem hann segir um dægurmálin og vandamál líðandi stundar sé mælt í alvöru eða skopi. Annars er Loftur Guð- mundsson vel máli farinn og vel ritfær eins og síðasta bók hans sýnir, — þrátt fyrir bað sem Helgafells-spekingurinn segir um iiana. ¥ Þýtt og endursagt: llm undrið okkar, hét erin. i er Ævar Kvar- an flutti í vikunni sem leið. Var það um undarlækningu, er maður nokkur fékk í Lourdes, að vísu ekki á sínu líkamlega meini, en þó engu minna undraverðu. Hann hlaut sálarró og trú til þess að geta dáið í friði og hann hlaut það, sem bezt er af öllu. að geta sjálfur, við dauðans dyr beðið fyrir öðrum sárþjáðum manni og fengið bænheyrslu. Ég er viss um að mörgum hefur þótt þessi frá- sögn Marie de Vrahnos athyglis- verð í álitsgerð Einars Olgeirssonar forseta n.d. Alþingis, sem lesin var í útvarpi nýlega var þess m. a. getið, að heildarfjárfesting í landbúnaði 1954—1957 incl. hefði verið 814 millj. krónur, en á sama tima í sjá/arútvegi 440 mill3. kr. Offramieiðslu telur hann það af landbúnnðarvörum sem ekki er hægt að flytja út úr landinu fynr eins gott verð og sjávaraf- urðir tiltölulfega og mun það rétt athugað. Segir hann að í erlend- um gjaldeyri þurfi 70 aura til þess að framleiða hvern mjólkur- lítra. Þetta er sannarlega umhugs unarvert mál. því telja má víst, að forseti neðri deildar fari ekki með rangar tölur. Virðast lítil rök fyrir því, að framleiða land- búnaðarvörur fram ytir það, sem selt verður eða notað iii heima- þarfa innanlands, meðan verð er svo lágt á kjöti og ostar í raun- inni óseljanlegir. Annars vur þessi áiitsgerð Einars Olgeirs- sonar um fjármál og atvinnumál undarleg að mörgu leyti. Hann er kommúnisti og ráðleggur þjóð nýtingu í flestu strax og öllu síðar. Má vel vert að tölurnar 814 millj. og 440 millj. séu fengn- ar með einhverjum „kúnstum“. Eru t. d. olíur til fiskiflotans taldar með? Sé svo ekki mætti eins oleppa skepnufóðri innfluttu og áburði, sem bændur kaupa. En hitt er augljóst að það í ekxi, fjarhagslega séð, neitt vit því, að flytja út landbúnaðarafnrðir eins og allt er í pottxnn búið nú, þott illt sé að geta ekki aukxð búskap til muna. einkum kúabú. Vafasamt er að landið þoh rr.iklu fieira sauðfé en nú ei að því er margir /roðir menn segja, — vegna skorts á beitilandi. fe orsteinn Jónsson. \ Banana-split . . . .VINSÆLASTI ÍSRÉTTUR BÆJARINS, ★ LjtJFFENGUR ★ NÆRANDI ★ BRAGDGOÐUR Laugaveg 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.