Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1959 Prófessor Donaldson er upphaflega fiskifræðingur. Hefir hann unnið mikilvægt starf við silungs- og laxarækt á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Telur hann að taka beri upp kynbætur og fóðrun vatnafisksins alveg með sama hætti og löngu þykir sjálfsagt við kvikfjárrækt. Þá muni fiskiræktin gefa marg- faldan arð. Á myndinni sést Donaldson með kynbætta regn- oogasii ings-hrygnu. I Meiri geislavirkni frá armbands- úrinu en andrúmsloftinu segir bandarískur vísindamaður í sam- tali við Mbl. í GÆR átti blaðamaður Mbl. tal sitt í hvoru lagi við tvo merka bandaríska vísinda- menn, sem hér voru á ferð. Svo undarlega vildi til að báðir þessir menn hafa gert margs konar athuganir á áhrifum geislavirkra efna á lifandi verur. Annar þeirra hefur stjórnað 1 íffræðirann- sóknum í sambandi við kjarnorkutilraunir Banda- ríkjanna. Hinn starfar við rannsóknir á því, hver hætta manninum sé búin af geislum í sambandi við fyrirhugaðar geimferðir, og hvaða leiðir séu til að fyrirbyggja slík áhrif. Stjórnaði líffræðirannsóknum Sá fyrri þessara manna er próf essor Donaldson frá háskóla Washingtonríkis í Settle. — Hann er heimskunnur vísinda- maður í fiskifræði og er nú á kynningarferð umhverfis hnött- inn. Veiðimálastjóri okkar Þór Guðjónsson stundaði nám hjá honum á sínum tíma. Frétti Mbl. að Donaldson væri gestur hjá honum og fékk að eiga stutt við- tal við hann. Það kom upp úr dúrnum, að prófessor Donaldson var falið að stjórna líffræðirannsóknum í sambandi við kjarnorkutilraunir Bandaríkjanna. Samstarf hans við kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna hófst, þegar Hanford kjarn- orkuverið var byggt á stríðsár- unum við Kolumbía fljótið á Vest urströnd Bandaríkjanna. Hafði Donaldson haft eftirlit með fisk- lífi í fljótinu, og kom nú til hans kasta, að fylgjast með því, að geislavirk efni sköðuðu ekki dýralif í fljótinu. Hanford- stöðin framleiddi Úraníum og Plútoníum í fyrstu kjarnorku sprengjurnar. Síðan var Donaldson viðstadd- ur nær allar kjarnorkutilraunir Bandaríkjanna, ýmist við Bikini eða Eniwetok eða í Nevada- eyðimörkinni. Hann segir að þeg- ar sprenging var framkvæmd hafi menn orðið að vera í fimm milna fjarlægð, þegar um litlar sprengingar var að ræða, en í 30 mílna fjarlægð, þegar vetnis- sprengingar voru framkvæmd- ar. Það var hans verk og aðstoð- armanna hans, að fara skjótlega inn á sprengisvæðið og fylgjast með þvi, hvaða áhrif geislavirkni hefði á plöntu og dýralíf. Risastór rannsoknarstofa — Þið hafið framkvæmt ýmsar tilraunir í þessu sambandi? — Já, við höfum tilraunadýr í ákveðnum fjarlægðum frá sprengistað, en þýðingarmest er þó að rannsaka það dýralíf, sem þarna á eiginlega heima t.d. fisk- ana í sjónum. Sprengistaðirnir hafa orðið eins og risastórar til- raunastofur. Ýmis efni, sem lík- aminn þarf sér til vaxtar og við- halds verða geizlavirk og koma jafnvel fram við sprenginguna. Við höfum svo getað fylgzt með því, hvernig þau breiðast út um líkama dýranna og hvaða áhrif þau hafa. Það er t.d. beinn ár- angur af þessum rannsóknum, að nú vita menn hvaða þýðingu málmurinn kobalt hefur fyrir líkamann. Hann er nauðsynleg- ur við myndun B-12 fjörefms, sem aftur er nauðsynlegt við blóðmyndun. Með þessari vitn- eskju hefur skýring fengizt á blóðsjúkdómum á svæðum, sem eru fátæk af Kóbalti. Sama er að segja um rannsóknir á þýðingu joðs og járns fyrir líkamarm o. s frv. Engin hætta af geislavirkum efnum í hafinu — Er hætta á því, að fiskar í hafinu geti orðið hættulega geisla virkir af kjarnsprengingum? — Slíkt þarf ekki að óttast, segir prófessor Donaldson. Geisla get ég sagt yður sömu skýring- arnar. Fiskurinn af þessu eina skipi var hættulegur af því að rykið settist á hann á þilfarinu Þessi mynd er af ferðaskrifstofufólki frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, sem kom hingað í boði Flugfélags íslands. — Fararstjóri var Jóhann Sigurðsson, fulltrúi F. I. í London. — an áhuga fyrir því, að eldflaug- um til tunglsins verði skotið upp frá íslandi. Við eigum að okjóta þeim upp frá þessum stað, sagði hann og benti á Sprengisand . Islandskortinu. Van Allen-beltið. 1 — En hversvegna endilega frá fslandi? —Það er vegna Van Allen- beltisins. Rannsóknir á háloft- unum sýna, að umhverfis jörðina er geislavirkt belti milli 1C00 og 3200 km frá jörðu. Þetta belti er eins og segulsvið og er lang þykkast við miðjarðarbaug, en þynnist og hverfur út til segul- skautanna. Það _r þetta belti og geislavirkni þess, sem er hættulegast geirn- förunum, þegar þeir leggja af stað frá jörðinni. f því myndu menn fá 2—3 röntgen geisla- virkni við klukkustundarflug í gegnum það, en talið er óvarlegt að mannslíkaminn fái meira en 1/10 úr röntgen á sólarhring. Ef geimfarinu væri s1/ iið frá ís- landi, þarf ekki að ftrra i gegnum Van Allen beltið. Fullkomnir geimhreyflar í vændum. Vér spurðum dr. Helveý, hvernig eldflaugar yrðu notaðar til fyrstu geimferðanna. — Það verður sama tegund og nú er notuð, knúin efnafræðilegu brennsluefni. Annars er það eln sýnt, að það muni borga sig að reisa geimstöð sem sveimar í kringum jörðina. Við getum að vísu skotið eldflaug beint til tunglsins fyrir minna fé, en slik geimstöð kemur til með að borga sig, þegar um fleiri flug verður að ræða og þegar halda skal til annarra reikistjarna. Eftir 40 til 50 ár verður að líkindum búið að framleiða nýja hreyfilstegund til geimflugs. Það er jónhreyfillinn og enn síðar má vænta þess að framleiddur verði Photo-hreyfillinn. Slíkt eru kjarnorkuhreyflar og munu þeir gera það mögulegt, að hafa á g&imferðatækinú stöðugan stíg- andi hraða unz hálfri veglalengd er náð að hraðinn verður stöð- ugur minnkandi. Með því losna menn alveg við hinn erfiða við- bragðshnykk og förin til annarra hnatta verður ósköp þægileg og reynir lítið á líkamann. íverustaður á tunglinu. — Þér haldið sem sagt ekki, að ferðir til annarra hnatta iéu óraunhæfar skýjaborgir? —■ Nei, það getur hver maður sannfærzt um, sem kynnir sér þessi mál. Ég skal segja yður, ég er liffræðilegur ráðunautur hins stóra bandariska fyrirtækis „Radiation Inc“, sem undirbýr geimferðir. Við erum búnir að teikna íverustað fyrir þrjá menn, sem innan fárra ára verður flutt- ur til tunglsins. Þetta er eins konar kringlótt hvóli' V ar í þvermáli. Nei, dvöl manna á tunglinu er að verða að raun- veruleika. Ég er að fara á 10. geimfræðingaþingið, sem haldið verður í Lundúnum. Þar mun vissulega margt koma fram, sem allt bendir í sömu átt, Maðurinn er að sigrast á torleiði geimsins. og lá á honum í lengri tíma. Hins vegar var rykið hættulaust fyr- ir fiskinn í sjónum, því að þar dreifist það svo fljótt og dregur úr því. Armbandsúrið hættulegra — Haldið þér þá að hættan frá geilsavirkum efnum í heim- inum sé ekki eins mikil og stund- um er skýrt frá í blöðum — Við skulum athuga það, seg- ir prófessor Donaldson, að geisia- virkni er allstaðar í kringum okkur. Misjafnlega mikil eftir því hvernig aðstæður eru. Lík- lega er hún meiri hér á íslandi en víða annarsstaðar, af því að | ísland er eldfjallaland. Við getum tekið endurnar á tjörninni og fundið geislavirk efni í þeim með nákvæmum mæli tækjum. Við getum fundið geisla virkni í beinum yðar, herra blaðamaður, þetta er ekkert ann- að en það, sem alltaf hefur ver- ið. Viljið þér lofa mér að sjá úrið yðar. Ég sýni honum armbandsúr mitt af gerðinni Marvin. — Jú átti ég ekki kollgátuna, segir prófessorinn. Úrið er með sjálflýsandi vísum og tölustöfum. Nú skal ég segja yður, að þér fáið að minnsta kosti 10 sinn- um meiri geislavirkni frá úrinu yðar en frá andrúmsloftinu, þrátt fyrir allar kjarnsprengingar. Dr. Helvey um, en það kom í ljós, að hann er einn fremsti líffræðingur, sem starfar nú við geimferða- rannsóknir. ★ Á Sprengisandi 1964? Hann kvaðst ekki vera í neinum vafa um það, að fyrstu mennirnir gætu á næstu árum flogið til tunglsins. Taldi hann að strax 1961 myndu Bandarikja menn hafa yfirunnið tæknilega erfii nka á slíkri ferð. En lík- lega verður hún ekki fyrr en 1963 eða 64, það er að segja í hæsta lagi eftir 5 ár. — Ég hef haft alveg sérstak- frá Sprengi- sandi HINN vísindamaðurinn, sem fréttamaður Mbl. hitti, dr. Helvey, kom utan af götunni. Hann hafði komið hingað með flugvél Loftleiða í fyrra- dag og var að bíða eftir því að flugvél Flugfélagsins færi til Lundúna í gær. Hann var dálítið undarlegur í háttum eins og prófessorar eru stund- Fyrstu tunglförin virknin rýkur mjög fljótt úr efn- unum og auk þess eru hin geisla- virku efni mjög fljót að dreifast í sjónum og falla til botns. Marg- faldar rannsóknir sýna, að á slíku er engin hætta. Fór til Japan 1954 — En hvað þá um japönsku fiskimennina, sem komu að landi með geislavirkan fisk? — Ég þekki nú dálítið til þess máls, svarar próf. Donaldson með því, að það var einmitt ég sem var sendur til Japan til þess að kynna þessi mál fyrir þjóðinni. Málsatvik voru þau, að þann 1. marz 1954 var sprengd mjög stór sprengja á Bikini. Búizt hafði verið við því, að vindurinn myndi bera geislavirka rykið vestur á bóginn og ströng varð- gæzla höfð á hafinu þar. En óhapp kom fyrir, vindurinn bar rykið í austur og það lenti m. a. yfir japanska fiskibátnum Fur- uku* Maru. Á þilfari hans var allmikið magn af túnfiski, sem Tykið settist yfir. Síðan var siglt til Japaiís. Sjómennirnir voru mjög veikir og þegar heim kom lögðust þeir á sjúkrahús og kom í Ijós, að þeir höfðu orðið fyrir miklum geislavirkum áhrifum. Þá var búið að selja allan fiskinn og hann dreifður víða um landið, svo ekki var hægt að taka hann til baka. Blöð og útvarp voru látin auglýsa aðvörunum og nú gerðist það, að öll japanska þjóð- in, sem lifir að miklu leyti á fiski hætti að borða hann. Slíkur ótti greip um sig meðal hennar. Þá fór ég til Japan og skýrði málið fyrir mönnum, byggt á vísindalegum rannsóknum. Og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.