Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 12
12 MORCWVTtr 4 f)1Ð Miðvikudagur 26. ágúst 1959 Heilsuhæli IM.F.L.Í. óskar eftir stúlkum til eldhúss- og hreingeminga- starfa. Ennfremur eftir karlmanni til aðstoðar í baðdeild. Uppl. í skrifstofu Heilsuhælisins í Hveragerði. Vélbátur til sölu 38 tonna eikarbyggður bátur með nýrri 225 hest- afla Grey-diesel-vél, til sölu. Nánari upplýsingar gefur. GUÐJÓN STEINGRlMSSON hdl. Reykjavíkurvegi 3, HEifnarfirði Símar: 50960 og 50783. - 3/o herb. íbúð til sölu vönduð 3ja herb. íbúðárhæð á góðum stað í bænum. íbúðin selzt tilbúin undir tréverk og máln- ingu. Stórar svalir. 1. veðréttur getur verið laus. Allar nánari upplýsingar gefur. IIGNASALAI • REYKJAVí K • Ingólfsstræti 9 B Sími 19540 og eftir kl 7. Sími 36191— Til sölu Fokheld verzlunarhœð 90 ferm. og fokheld iðnaðarhæð fyrir ofan verzlunar- hæðina á hitaveitusvæði í Austurbænum. Réttur til að byggja þriðju hæðina og rishæð getur fylgt ef óskað er. ISIýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546. íbúZ'r Nokkrar 5 herb íbúðir, 142 ferm. að stærð eru til sölu. Ibúðimar eru við Hvassaleiti í 4ra hæða húsi og seljast þær fokheldar eða lengra komnar, allt eftir ósk kaupanda. Allar nánari uppl. veitir. MALFLUTNINGSSKRIFSTOFA Gústafs Ólafssonar hrl. Austurstræti 17 — Sími 13354 R.o\jal KÖLDU l/,,. ^ I búðingarnir ERU BRAGÐGÓÐIR MATREIÐSLAN AUÐVELD Stúlkan á loffinu Gamanleikur eftir George Axelrod. Sýndur i Framsóknarhúsinu sl. laugardagskvöld. RÓBERT ARNFINNSSON n% leikararnir Helgi Skúlason, Helga Bachmann og Stella Guðmunds- dóttir stofnuðu sl. vetur leik- flokk og tóku til meðferðar hið góðkunna gamanleikrit „The sev- en y ,r itch“, eftir ameríska rit- höfundinn George Axelrod. Heí- ur leikritið í ágætri islenzkri þýðingu Hjartar Halldórsonar hlotið nafnið „Stúlkan á loft- inu“. Leikrit þetta hefur v» ið sýnt víða um heim og alls staðar við miklar vinsældir enda er það bráðskemmtilegt og segir margt satt og rétt um mannlegt ðli í öllum gáskanum. •— Fjallar leikritið um miðaldra mann eða kannski dálitið yngri, sem kvænt ur er konu, sem honum þykir mjög vænt um. Hún bregður sér frá honum um tíma og þá hefst hans mikla stríð við breyzkleik- ann í sjálfuín sér, sem svo marg- ir — jafnvel góðir eiginmenn verð' stundum að heyja. Freist- ingin kemur til hans holdi klædd þar sem er Stúlkan á loftinu, ur.g og fríð og tælandi. Richard Sher- man, vinur okkar stenzt ekki þessa raun og _.ví fór sem fór. En við fáum að vita það, að heið- arlegir og góðir eiginmenn eiga ekki að hætta sér út á hina hálu braut kvennabósans. Róbert Amfinnsson leikur ann að aðalhlutverkið, hinn samvizku hrjáða eiginmann og er leikur hans í þessu skemmtilega hlut- verki afbragðsgóður. Helga Bach mann leikur stúlkuna á loftinu. hinn fagra freistara og þegar Imaður sér hana, skilur maður að Trésmiður óskast strax, helzt vanur vélavinnu. F ram tíðarstarf Timburverzlunin Völundur h.f. Klapparstíg 1 — Sími 1-8430 Vélbátur Höfum til sölu opinn vélbát 5 til 6 lesta. 1 bátnum er Lister Diesel-vél 18 hestöfl með rafmagnsgangsetn- ingu, fullkomin raflýsing, Atlas-dýptarmælir, línu- spil, útvarpstæki og hitunartæki ásamt öðrum nauðsyn útb. Báturinn er smíðaður árið 1956 og er mjög vel með farinn. TRYGGING & FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5 hæð. Sími 13428 og eftir kl. 7 sími 33983 Helga Bachmann og Róbert. — Af sjónarhóli sveitamanns Framh. af bls 11 er flokkshyggjan og valdastreitu- sjónarmiðið í algleymingi. M. Og svo óttinn við það, að Sjálf- stæðisflokkurinn nái meiri hluta. E.t.v. verður það hann, sem rek- ur al'la vinstri: fylkinguna saman í eitt allsherjar hræðslubandalag áður en lýkur — því að nú er svo komið, að einnig Framsókn telur sig vinstri flokk! Sú var þó tíðin að hún taldi sig milli- flokk ,sem mun „vinna eftir mál- efnum“, eins og foringjar flokks ins orðuðu það fyrir einá tíð. En þessi málefna-afstaða hefur nú verkað þannig, að Framsókn hef- ur tekið sér stöðu lengst til hægri í íslenzkri pólitík í dag. í>ess vegna finnst flokksforustunni vissara að taka það fram að hann sé vinstri flokkur þrátt fyrir allt. En í herbúðum „vinstri manna“ er samt ekki glæsilegt um að lit- ast. f leiðara eins vinstri blaðsins er nýlega talað um tvístraðar fylkingar hinna svonefndu vinstri flokka. Þar er allt á ringulreið, stefnan svo á reiki, að enginn kjósandi veit degi lengur hvaða stefnu flokkur hans tekur, hug- sjónir og pólitískt siðferði má ekki nefna á nafn frekar en snöru 1 hengds manns húsi, en heiðar- legir pólitíkusar þykja broslegir og barnalegir. — Framsókr. seg- ist ætla að taka forustuna í þess- ari fylkingu vinstri manna. Til þess ætlar hún að fórna milli- flokksafstöðu sinni, og þá þarf hún ekki að vera með neinar vangaveltur um það, hvort hún á að taka upp „heiðarlegt sam- starf“ við Sjálfstæðisflokkinn. Forustan í vinstri fylkingunni mun þá útiloka slíkt samstarf. Helgi Skúlason og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum. Leikflokkur Róberts Arntinnssonar hinum dyggðuga eiginmanni er mikill vandi á höndum. Er leik- ur Helgu bráðsnjall. Hún er sak- leysið sjálft á yfirborðinu, en töluvert veraldarvön þegar á reynir. Helgi Skúlason, sem leik- ur Dr. Brubaker, hefur skapað. þar skemtmilega' og sérstæða man.igerð og sýnir nú sem oft áður ao hann er mikilhæfur leik- ari. Stella Guðmundsdóttir leik- ur eiginkonu Richards Sher- mans, lítið hlutverk, sem ekki gefur tilefni til sérstakrar um- sagnar. Helgi Skúlason hefur sett leik- inn á svið og haft á hendi leik- stjórnina og leyst hvort tveggja vel af hendi. Leikurinn er nokk- uð styttur og honum hagrætt til sýningar úti á landsbyggðinni, en hann hefur, að mér virðist ekki tapað neinu við það. Áhorfendur tóku leiknum með miklum fögnuði, enda er hann léttur og skemmtilegur. Sigurður Grimsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.