Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 26. ágúst 1959 Fjölmennf þing og héraðsmöt Fjórð- ungssambands Sjálfstœöismanna á Vestfjörðum haldin að Núpi í Dýrafirði ISAFIRÐI, 24. ágúst. — Þingr. Fjórðungssambands Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum var haldið að Núpi í Dýrafirði laugardaginn 22. ágúst og hófst kl. 4 síðdegis. — Formaður sambandsins, Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri, tsafirði, setti Jjingið og bauð full- trúa velkomna. Árnaði hann Gísla Jónssyni, þingamnni Barð- strendinga heilla með sjötugsafmæli, er hann átti fyrir skömmu. Xóku fulltrúar undir árnaðaróskir formanns með lófataki. — Þá voru kjömir fundarstjórar, þeir Magnús Amlin, Þingeyri og Ás- mundur Olsen, Patreksfirði og ritarar: Jörundur Gestsson, Hellu oð Baldur Bjarnason, Vigur. Ávörp og ræður Þá flutti formaður sambandsins rseðu og að því loknu fluttu á- vörp þeir Gísli Jónsson, þingmað ur Barðstrendinga, Kjartan J. Jóhannsson, þingmaður ísfirð- inga, Ragnar Lárusson, frambjóð andi Sjálfstæðisflokksins í Strandasýslu, Sigurður Bjarna- son, þingmaður Norður ísfirð- inga og Þorvaldur G. Kristjáns- son, þingmaður Vestur-ísfirðinga. Þá lagði formaður fram Irum- varp að nýjum lögum fyrir sam bandið, með tilliti til breyttrar kjördæmaskipunar. Var frum- varpinu vísað til laganefndar. Framsögumaður nefndarinnar var Guðfinnur Magnússon, ísa- firði. Var frumvarpið afgreitt með fáum breytingatillögum. Síðan var rætt um, hvaða hátt- ur skuli hafður varðandi skipan framboðslista við næstu alþing- iskosningar. Tillögur um það voru samþykktar með öllum at- kvæðum. Kjörin var sérstök kjör nefnd til þess að ganga endan- lega frá framboðslista. Síðan hófust umræður um hér- aðsmál, og tóku margir til máls. Að lokum fór fram kosning for- manns sambandsins fyrir næstu tvö ár. Endurkjörinn var ein- róma Matthías Bjarnason, ísaf. Kosning fulltrúaráðs Frá Isafirði: Guðfinnur Magn- ússon og Jón Páll Halldórsson. Úr Norður-ísaf jarðarsýslai: Frið rik Sigurbjörnsson, Bolungarvík. Friðrik Guðjónsson, Vogum, Þórður Sigurðsson, Hnífsdal. Úr Strandasýslu: Kristján Jóns son, Hólmavík,, Guðbrandur Benediktsson, Broddanesi og Jör- undur Gestsson, Hellu. Úr Barðastrandasýslu: Jóhann- es Ámason, Patreksfirði, Páll Hannesson, Bíldudal og Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum. Úr Vestair-ísafjarðarsýslu: Magnús Amlín, Þingeyri, Jón Þ. Btefánsson, Flateyri og Óslkar Kristjánsson, Suðureyri. Varamenn voru kjörnir: Högni Þórðarson, ísafirði, Guðjón Krist- insson, ísafirði, Guðmundur B. Jónsson, Bolungarvík, Kristján Sveinbjörnsson, Súðavík, Frið- — Eisenhower Framh. af bls. 1. ríkjanna væri hann í rauninni þjóðhöfðingi, og hann mundi fara til Bandaríkjanna sem þjóðhöfð- ingi. Eisenhower kvaðst hafa skuldbundið sig til að fara til Sovétríkjanna og hann mundi þess vegna fara þangað, nema eitthvað óvænt hindraði för hans. Tilgangur Evrópufararinnar Eisenhower hóf fundinn með fréttamönnunum með því að lesa upp yfirlýsingu um tilgang far- ar sinnar til Evrópu á morgun. Tilgangurinn felst í eftirfarandi fimm atriðum: 1) Bandarikin munu styðja ein- huga mótspyrnu Vesturveld- anna gegn hvers konar árás, með valdi ef þörf krefur. 8) Bandaríkin eru fús til að eiga raunsæjar viðræður við Sovétríkin um allar sann- gjarnar áætlanir varðandi afvopnun, sem hægt er að framkvæma á báða bóga, og þau munu gangast inn á að stiga fyrsta skrefið til að leysa vandarrfál Þýzkalands og draga úr alþjóðaviðsjám. 3) Forsetinn mun ræða við ein- staka leiðtoga Vesturveld- anna um þau vandamál, sem þau eiga sameiginleg við Bandarikin. 4) Hann mun fullvissa leiðtoga Vesturveldanna um algera tryggð Bandaríkjanna við At- lantshafsbandalagið. 5) Hann mun leggja til, að Bandaríkin og ríki Vestur- Evrópu athugi í sameiningu möguleikana á að bæta lífs- skilyrði þeirra tæpu tveggja milljarða manna, sem lifa í vanræktum löndum og eru nú að hefja iðnvæðingu sína. r -rsendwr boðsins til Krúsjeffs Um forsendurnar fyrir boðinu til Krúsjeffs sagði Eisenhower, að hann hefði áhuga á að kanna sjálfur hvort Krúsjeff hefði fram að færa tillögur, sem hinn frjálsi heimur kynni að geta rætt og jafnvel samþykkt, þannig að hægt verði að draga úr viðsján- um í heiminum. Ennfremur að Krúsjeff sæi með eigin augum hvernig frjálsir menn lifa og vinna. Einn af lærdómunum sem Krúsjeff gæti tekið með sér heim eftir veruna í Bandaríkjunum væri sá, að fjöldi manns í land- inu væri andvígur heimsókn hans Eisenhower var gramur. Eisenhower var greinilaga gramur þegar hann minntist á þá gagnrýni sem fram hefur komið á heimsókn Krúsjeffs, m.a. frá Truman fyrrverandi forseta. Hann sagði, að forseti sem ekki notaði tíma sinn, áhrifavald og krafta, sem ekki reyndi að finna nýjar leiðir til að tryggja frið- inn ,slíkur forseti ætti skilið for- dæmingu bandarísku þjóðarinnar Orðrómur borinn til baka Eisenhower bar til baka allan orðróm um, að bróðir hans, dr. Milton Eisenhower, hefði haft með sér frá Moskvu ádrátt um, að Krúsjeff kynni að stinga upp á því, að myndaður yrði „gangur“ milli Berlínar og Vestur-Þýzka- lands. Það fylgdi sögunni að ó sama tima mundi Vestur-Þýzka- land taka að sér stjórn Vestur- Berlínar, en Vesturveldin kalla herafla sinn frá Berlín. Eisenhow er sagði að orðrómurinn væri úr lausu lofti gripinn. Óvíst um framhald á kjarna- sprengjutilraunum Forsetinn sagði enn, að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það, að hve miklu leyti Banda ríkin tækju að nýju upp tilraun- ir með kjarhavopn eftir 31. okt., en þann dag lýkur hléinu, sem Vesturveldin gerðu á tilraunum sínum að eigin frumkvæði. Þrælkuðum þjóðum ekki gleymt Að lokum sagði Eisenhower aðspurður, að Bandaríkin mundu aldrei fallast á, að í heiminum væri heilbrigt og varanlegt frið- arástand meðan hinar þrælkuðu þjóðir kommúnismans fengju ekki sjálfar að ákveða örlög sín. Bandaríkin munu nota hvert tækifæri og hvern möguleika til að hjálpa þeim til að láta í ljós vilja sinn, en þau munu aðeins nota til þess friðsamleg meðul, kvaðst hann vilja tryggja það, sagði forsetinn. 'jón Sigurðsson, Hólmavik, Jón Guðmundsson, Stóru-Ávík, Arn- grímur Jónsson Núpi, Baldur Sveinsson, Flateyri, Þórður Jóns- son, Hvallátrum. Fulltrúaráðið kaus úr sínum hópi fjóra menn í stjórn sam- bandsins og voru þessir kjörnir: Varaformaður: Jóhannes Árna- son, Patreksfirði; ritari Jón Páll Halldórsson, ísafirði; og með- stjórnendur: Óskar Kristjánsson, Suðureyri og Friðrik Sigurbjörns son, Bolungarvík. Að lokum þingstörfum þakk- aði formaður sambandsins full- trúum komuna, og einnig þeim, sem undirbjuggu þingið og bað þingfulltrúa að minnast fóstur- jarðarinnar og var svo gert. Síð- an var þlnginu slitið. Þing þetta var hið fjölmennasta, sem sam- bandið hefir haldið. Mættir voru 115 fulltrúar. Á þinginu ríkti mikill eining og áhugi fyrir mál- efnum Sjálfstæðismanna. Héraðsmót á sunnudag Sunnudaginn 23. ágúst hófst svo héraðsmót sambandsins á sama stað kl. 16.30. Jóhannes Árnason, varaformaður sambands ins, setti mótið og stjórnaði þvj. Var mótið mjög fjölsótt. Ræður fluttu alþingismennirnir Sigurð- ur Bjarnason og Þorvaldur G. Kristjánsson. Var gerður mjög góður rómur að máli þeirra. — Skemmtiatriði önnuðust: Harald ur Á. Sigurðsson, Ómar Ragaars son og Hafliði Jónsson. Siðan var dansað. Mótið fór hið bezta fram. Allur aðbúnaður á staðnum var með miklum ágætum og þakkar Fjórðungssambandið skólastjóra Núpsskóla, séra Eiríki Eiríkssyni, fyrir þá velvild, sem hann sýndi með því að leyfa að þinghald og mót væri haldin á þessum ágæta stað. Einnig þakkar Fjórðungs- sambandið öðrum heimamönnum á Núpi fyrir góða fyrirgreiðslu. — Guðjón. George Grosz Skopteiknarinn Grosz nýlótinn HINN heimskunni skop- og aðarandann og stríðsæðið. Hann ádeiluteiknari George Grosz er nýlátinn af hjartaslagi, 65 ára gamall. Hann var fæddur og upp alinn í Þýzkalandi og ætlaði í öndverðu að gerast alvarlegur listmálari. Hann var hermaður í fyrri heimsstyrjöld og komst þá í náin kynni vi& villimennsku stríðsins og höfðu þau kynni óaf- máanleg áhrif á hann. Upp frá því helgaði hann krafta sína miskuiiarlausum ádeilum á hern- Alkirkjuráðið fordœmir kjarnavopnatilraunir RÓDOS, 25. ágúst. — Samþykkt var á þingi Alkirkjuráðsins á eynni Ródos í morgun að skora á leiðtoga kirkjunnar og stjórn- málaforingja og svo alþýðu manna að setja sér ekki lægra markmið en það að afnema i Kðpaskeri, 19. ágúst 1959 \ S KLUKKAN 9 aö morgni mið- s | vikudagsins 19. ágúst, gerö- ) \ ist sá merkisatburöur, aö \ s fyrsta íslenzka fragtskipiö \ \ lagöist aö bryggju á Kópa- S \ skeri. Þetta skip var m.s. • S Disarfell frá Þorlákshöfn. — ; i Skipstjóri var Ingi Halldórs- S \ son frá Vopnafiröi. Fram- i s kvœmdastjóri Kaupfélags i | Noröur-Þingeyinga, Þórhall- S \ ur Björnsson, bauö skip og | s skipshöfn velkomiö, en skip- ; ) stjóri þakkaöi fyrir hönd s • skipshafnar. Aö þessu loknu | S hófu verkamenn uppskipun ; S á farmi skipsins, sem aö s i þessu sinni var harðkol og ) ^ koks og skipuöu upp 230 \ S tonnum á 7% tíma. Unnið s > var aöeins við eina lest. Mega s ^ þaö teljast góö afköst, ekki | s sízt ef miöaö er við uppskip- s s unarbáta þá, sem viö höfum s \ notazt viö undanfarin ár. Er\ s meö þessari skipskomu merk-; S um áfanga náö t samgöngu- s \ málum héraösins enda fyrir \ s henni flaggaö á flestum hús-; S um þorpsins. ! — Jósep. styrjaldir með öllu. Ennfremur var skorað á kjarnorkuveldin að hefja ekki aftur tilraunir með kjarnavopn, heldur gefa fulltrú- um sínum tóm til að semja um bann við slíkum tilraunum. Sérstök ályktun var gerð vegna fyrirhugaðra tilrauna Frakka með kjarnavopn í Sahara-eyði- mörk. Segir þar að engin ein- stök þjóð sé þess umkomin að ákveða upp á sitt eindæmi að gera tilraunjr með kjarnavopn, sem bitnað geti á öðrum þjóðum, sem ekki hafa samþykkt þær. Sízt af öllu sé slíkt framferði réttlætanlegt meðan verið sé að semja um bann við tilraunum þessum og alþjóðlegt eftirlit. Þá fagnar kirkjuþingið því, að stór- veldin skuli nú hyggja á samn- ingaumleitanir sín á milli i því skyni að draga úr stríðsóttanum. Kirkjuþing Alkirkjuráðsins sækja fulltrúar 173 kirkjufélaga mótmælendakirkna og grísk- orþódoxu kirkjufélaganna, en frá rómversk-kaþólsku kirkjunni eru áheyrnarfulltrúar. Jafnt-iU HAFNARFIRÐI — Leiknum milli Akureyringa og Hafnfirð- inga síðastliðinn sunnudag lyxt- aði með jafntefli, 0:0. En í 3. og 4. flokki unnu dreng- irnir að norðan mikinn sigur. í 3. fl. með 10 gegn 1 og 4. fl. með 6 mörkum gegn 0. —G.E. var handtekinn og sektaður þrisv ar af stjórnarvöldunum, en nafn hans var þegar þekkt um allan heim. Árið 1932 var honum boðið að kenna við listaháskóla í New York, og upp frá því átti hann heimili í Bandaríkjunum. Hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Lífið virtist mun bjartara og hann hóf að mála rómantískar landslagsmyndir, blómamyndir og annað sem gladdi hjartað. En skuggi nýrrar styrjaldar hvíldi út við sjóndeildarhringinn, og penni Grosz varð á ný beittur og misk- unnarlaus. En málverk hans urðu aldrei eins markviss og teikning- ar hans, sem margar eru klass- ískar. Fyrir tveimíur mánuðum fór hann aftur til Þýzkalands til að reyna að endurvekja „drauminn** frá árunum fyrir fyrri heimsstyrj öld, en það var of seint. Hann lézt skömmu eftir að hann kom til hins gamla föðurlands. Hins vegar mun list hans skipa hon- um á bekk með meisturum heims- álfunnar. \l etnissprengju* * þota sprakk á mikilli hæ5 SLONDON, 25. ágúst. NTB— s < AFP. — Hin nýja og leynilega S | vetnissprengjuþota af gerðinni \ S Victor, sem Bretar fram- s ) leiddu, sprakk skyndilega í> \ mikilli hæð í reynsluflugi sínu • S á fimmtudaginn, segir í opin- s ) berri tilkynningu, sem gefin i \ var út í dag. Sprengingin varð £ S um klukkustund eftir flugtak, s ) og það virðist öruggt að slysið i \ varð mjög óvænt. Áhöfnin var | S búin tækjum, sem hún gat not s ) að til að skýra þegar í stað > \ frá hverju því, sem koma \ S kynni fyrir, en sjáanlega s ) vannst henni ekki tími til að > grípa til þessara tækja, segir í \ S tilkynningunni. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.