Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNTiL AÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1959 „Við verðum auðug. Við verð- tim auðug, Lúlúa!“ Hann sagði það eins og einhver vseri að segja frá dauðadómi vf- ir sjálfum sér. Daginn eftir heimsókn Luvins, fékk Anton nokkrar línur frá Bóbert Delaporte. Námueigand- inn bauð honum að taka þátt í ljónaveiði á Katanga-svæðinu. Á Katangasvæðinu voru stærstu úrannámurnar í belgiska Kongó. Anton símaði þegar til Her- manns. „Ég býst við að ég eigi þér þetta boð að þakka“, sagði hann. „Monsieur Delaporte er ekki vanur að eiga viðskipti við mig „Ég hef sagt Delaporte, að þú sért bróðir minn“. Það varð dá lítil þögn í símanum. „Þú sér á þessu, að tilgangur minn er góður. Ég ætla að gera þig sam- kvæmishæfari“. „Og til þess að vera „sam- kvæmishæfur", verður að taka þátt í ljónaveiðum". „Þú átt að kynnast nokkrum merkum mönnum". „Ég skil. Ég ætla að kaupa það, sem til þarf, út á þinn reikn- ing“. Hann hengdi heyrnartólið upp. Honum var ljós tilgangur Her- manns, Ef hann átti að koma fram sem vitni gegn Sewe, þá varð hann að skipa ákveðið sæti i samfélaginu. Það var ekki hægt að nota ævintýramanninn An- tóníó. Það átti að breyta honum í heiðursmann í snarkasti. — Sama daginn símaði hann til Veru. „Já, hvað viljið þér?“ Rödd hennar var kuldaleg, nærri því óvingjarnleg. „Mig langaði til að vita, hvort það ætti að taka yður með á ljónaveiðar". „Ég veit það ekki“. „Ég fer því aðeins, að þér komið með“. „Ég segi yður, að ég veit það ekki“. Hún var ekki örugg í mál- rómnum. Hann hló. „Segið þér börnun- um, að við komum heim með ljónsfeld handa þeim“. Hún lagði heyrnartólið á kvíslina. Þegar hann daginn eftir kom á „Sabena“-flugvöllinn í nánd við sláturhús Leopoldville, þá þekkti hann álengdar hið ljós- hærða höfuð frúarinnar. Vera stóð þar í hóp fjögurra eða fimm karlmanna. Antóníó gekk til þeirra. Vera var á tali við mann sinn og hinn handleggslausa námueiganda. Flugið til Elisabethville stóð í tuttugu og þrjár klukkustundir. Vélin flaug alla leið austur yfir þvert Kongó og lenti í Lulua- bourg og á nokkrum litlum flug- völlum, sem tekizt nafði að gera í frumskóginum. Fyrir neðan vængi DC-3 flugvélarinnar breiddi landið úr sér, endalaust, með hinum þykku skógum sín- um, með hinum klettóttu háslétt- um, straumhörðu ám, fossunum, fenjunum, vötnunum, með þorp- um innfæddra manna, nýju land námi hvítra manna, friðuðum þjóðgörðum og borgum, sem komu fram úr auðninni og hurfu aftur í auðnina. Stundum flaug vélin svo lágt, að það var hægt að greina menn og dýr, buffla, ljón, grannvaxnar Pongo-anti- lópur, fílafjölskyldur og Zebra- hjarðir. Anton sat hjá Veru. Það var eins og Anton væri kunnugur öllu landinu, alveg eins og á leið- inni til nýlendu Adams Sewe. — Hann útskýrði fyrir Veru hinar einkennilegu klettamyndanir og benti henni á fljót, þar sem var svo krökt af krókódílum, að þeir voru nærri því eins og brú bakk- anna á milli. Hún talaði lítið, virt ist forðast að líta á hann og starði út um gluggann. En smátt og smátt fékk hún áhuga á nýj- ungunum, því sem hún hafði aldrei séð. Það hljóp roði i hinar fölu kinnar hennar og hún fór að koma með spurningar. —- Stundum snerti hönd hans hönd Popplínkápur NARKADDRINN HAFNARSTRÆTI 5 hennar. Fyrstu klukkutímana kippti hún að sér hendinni, eins og hún hefði verið stungin, en síðan hvíldi hönd hennar á brík inni milli sætanna, eins og hún biði eftir snertingu. Um kvöldið var skipt um sæti. Hermann settist hjá Veru. Anton settist hjá Delaporte hinum meg in í vélinni. Delaporte talaði litið. Anton virti bróður sinn og Veru fyrir sér. Hún sat bein, nærri því hnar reist. Hún var að berjast við svefninn. „Þú mátt til að sofa“, heyrði hann að Hermann sagði við hana. Hermann vafði ábreiðu um hné hennar og lagfærði hinn litla kodda undir höfði hennar. Það voru ástúðlegir tilburðir. Anton fann, að blóðið steig honum til höfuðsins. Delaporte var sofnað- ur. Flugvélin hélt áfram gegn- um náttmyrkrið. Það var auð- fundið, að hún flaug hátt, því það var kalt. Anton reyndi að hugsa um landið, sem lá fyrir neðan. Það var stórt, myrkt, leyndardómsfullt land. Svo auð- ugt land, að allur heimurinn öf- undaði Belgíu af því að eiga það. Það var sofandi — land, sem ef til vill hefði getað sofið enn í áratugi eða aldir, hefði ekki hin svarta mold þess látið í té þann málm, sem réði stríði og friði og ef til vill sigri og ósigri. Anton Wehr tókst ekki að hugsa um Kongó. Stóru ljósin í farrýminu höfðu verið slökkt, en í daufri birtu bláu lampanna sá hann konuna, sem þreytan hafði nú yfirbugað. Höfuð hennar hallaðist til hliðar og hvíldi á öxl manns hennar. Anton fann, hve fingur hans hreyfðust sjálfstætt og krepptust í hnefa. Á þessari stund varð honum það ljóst, að hann elskaði konu bróður síns. Hann hafði blekkt Lúlúu og sjálfan sig. Hann hafði haldið, að hann byggi aðeins yfir hatri. En hatrið gagnvart Hermanni hvarf í ást hans. Hann hefði getað stað- ið upp og slegið Hermann í rot, en það var ekki vegna þess, að hann átti eftir að jafna á hon- um fyrir það, sem liðið var. Hann hefði hatað jafnt hvern mann annan, er við öxl hans hvíldi þetta fíngerða höfuð, hörunds- bjart, með löngum, ljósum augnhárum og hálf-opnum, fag- ursköpuðum vörum. Hann sá fyrir sér þennan munn, eins og hann hafði komið á móti honum í auða innfæddra kofanum á leið inni milli Kwango og Leopold- ville. Löngunin til að stökkva á fætur, ýta Delaporte og Her- manni til hliðar og taka hina sof- andi konu í fang sér varð óvið- ráðanlegri með hverju andartaki, sem leið. Hann neyddi sjálfan sig til að horfa ekki lengur yfir að sætum þeirra beggja. Hann starði út í myrkrið. I náttmyrkr inu yfir hinu sofandi Kongó var ekki önnur birta en ljósið á flug vélinni, sem sveiflaðist hægt til. Vélin lenti um morguninn i Elisabethville. Það var farið úr flugvélinni við hið glæsilega gistihús „Sabena“ á flugvellinum. Vera dró sig í hlé. Delaporte hafði boðið þrem sinna voldug- ustu vina og belgiskum nýlendu- foringja og karlmennirnir voru allan daginn önnum kafnir við undirbúning veiðiferðarinnar. — Það var ráðgazt við Game War- den, skipulagsstjóra veiðinnar og vopnin og skotfærin voru yf- irfarin. Game Warden kom með foringja nokkurn innfæddra manna til gistihússins. Það var hans landareign, sem veiðin átti að fara fram og leyfið varð að greiða í reiðu fé, með dýrum málmi. Það var greitt fyrir Ijón- ið, sem enn hafði ekki verið fellt og verðið var þrjátiu þúsund frankar. Um daginn fóru tiu inn- bornir menn undir forustu hvíts veiðimanns til Kundelungu-svæð isins til að búa út stöðina, það- an sem veiðin átti að fara fram. I skímu morguninn eftir hélt hópurinn af stað í vörubíl og tveim jeppum til Kundelungu. Vera hafði haldið sig í herbergi sinu kvöldið áður. Maí-morguninn var svalur og skýjað loft. Atvinnuveiðimenn- irnir spáðu góðum veiðidegi. — Menn urðu að vera komnir á vettvang áður en orðið var full- bjart. Ljónin fældust sólina og drógu sig inn í runnana, ef hún skein of björt. í dag myndi sól- in ekki skína alveg gegn um ský in. Líkurnar voru góðar. Kundelungu var háslétta, að nokkru leyti grýtt öræfi og að nokkru leyti frumskógur. Loft- ið var svo tært, að það var hægt að aðgreina hvert blað á trján- um. Tjöldin, sem hinir innbornu höfðu reist, litu út í skóginum eins og þau væru teiknuð með hvössu ritblýi. Veiðistjórinn gaf hópnum sið- ustu leiðbeiningarnar. — Allir höfðu tekið þátt í nokkrum Ijóna veiðum nema Hermann og Vera. ,Við skiptúm okkur í tvo hópa“, sagði veiðimaðurinn. Hann var hár og grannur mað ur, með digurt nef og dálítið yfirskegg. Hann talaði valds- mannlega eins og skipstjóri, sem hefur alræðisvald á skipi sinu. Anton hafði haft atvinnu af veiðum um eins árs skeið og hann gaf ráðleggingum veiði- stjórans varla gaum. Hann virti Veru fyrir sér. Hún var mjög falleg í veiðibúningi sínum. Hin khaki-brúnu föt féllu vel að henni og vöxtur hennar naut sin vel. Hún hafði brúnan hatt höfði, sem fór henni vel. „Frú“, sagði veiðistjórinn og sneri sér að Veru. „Þér fylgið veiðimanninum mínum“. Hann benti á annan manna sinna. „Herra Delaporte og herra An- tónió eru báðir æfðir veiðimenn". Hann sneri sér að belgiska liðs- foringjanum. „Ef til vill sláist þér í för með hópnum, herra majór. Þá er frú Wehr vel gætt“. Hann leit yfir þá, sem eftir voru af hópnum og augu hans stað- næmdust við Hermann. „Herra Wehr, þér viljið auðvitað vera hjá frúnni. Við hinir höldum hina leiðina. Ég bið yður enn einu sinni að tala ekki og reykja ekki. Við sjáumst aftur í kvöld“. Hópur Antons hélt af stað. — Tveir innfæddir menn gengu á undan. Þeir gengu hljóðlega, fótatakið heyrðist ekki. Vera gat ekki skilið í því, hvernig þeir gátu komizt svo hljóðlaust áfram yfir fallið laufið og inn- an um lausagrjótið. Á eftir þeim fór hvíti veiðimaðurinn, lítill, úti tekinn maður, sem hafði átt svo lengi heima í Kongp, að hann var orðinn nærri því eins dökk- ur og innbornir menn. Næstir gengu Hermann og Delaporte og Anton og Vera á hælunum á þeim. Majórinn og svartur veiðimaður ráku lestina. „Eruð þér hrædd?“ spurði Anton lágt. „Þér eigið ekki að tala“, svar- aði Vera. „Það er ennþá óhætt að tala hérna“. „Auðvitað er ég hrædd“. „Það er eins hættulaust og i skotfærabúð". „Þér eruð gortari". „Gortarar eru útlendingarnir, sem gera mikið úr ferð eins og þessari". Það ríkti mikil og óhugnanleg kyrrð yfir skóginum. Við og við heyrðist niður í læk, sem ekki sást. „Þeir eru líklega að fara með okkur að vatni“, hvíslaði Anton. „Ljónin eru oft skotin þar sem þau fá sér að drekka“. Hann talaði um veiðina með sömu fyrirlitningunni og hann virtist hafa á öllu. Hún leit á hann. Það voru engin svipbrigði að sjá á andliti hans, en hún þcttist þekkja andlit hans svo vel, að hún sæi að honum var órótt. Þegar taúgar hans komust í spennu, þá dýpkaði örið á enn- inu á honum. Hvers vegna var ég að fara með? hugsaði Vera. Henni var farið að finnast byssan þung á öxlinni. Ég mun ekki skjóta hvort sem er. Og þótt ’íf mitt lægi við, gæti ég ekki skotið. Heima á Þýzkalandi hafði hún tekið þátt í annars konar veiðum. En þær voru i sannleika ekki annað en skotæfingar x samanburði við þetta ævintýri. Hún vissi, að ef hún sæi ljón, þá yrði hún alltof hrædd til þess að hún gæti skot- ið á það. Hún varð að treysta hin- um. ajlltvarpiö Miðvikudagur 26. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir. Tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tilkynningar, 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leikari). 20.50 Tónleikar: Hollywood Bowl-sin- fóníuhljómsveitin leikur vinsæl hljómsveitarlög. Carmen Dragon stjórnar. 21.15 „Ævintýri guðfræðingsins'*, smá saga eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur. (Höfundur les). 21.45 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Norma" eftir Bellini. — Maria Meneghini-Callas, Ebe Stignani og Mario Fillippeschi syngja með hljómsveit Scala-óperunnar 1 Mílanó. Tullio Serafin stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöídsagan: „Allt fyrir hrein* lætið“ eftir Evu Ramm. VII. lest« ur (Frú Álfheiður Kjartansd.). 22.30 í léttum tón: a) Tommy Sands syngur. b) Benny Goddman-sextettinn leikur. 23.10 Dagskrárlok. Hugboð mitt hefur enn ekki lauk kjötsins. Þetta silfurbréf Idreifa því hér um. Nú get ég að-j netzt. Ég verð að nota eitthvað Jhrííur eí til vill. Ég ætla aðjeins beðið og vonað. Fimmtudagur 27. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Á frívaktinni“, sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til- k.). — 16,30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrá frá Færeyjum (Sigurður Sigurðsson). 21.00 íslenzk tónlist: Tónverk eftir Jón Nordal og Skúla Halldórsson. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland, V. lest- ur. (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt- ið“ eftir Evu Ramm. VIII. lestur (Frú Álfheiður Kjartansdóttir). 22.30 Sinfónískir tónleikar: a) Hljómsveitartilbrigði eftir Bor is Blacher um stef eftir Pagan ini. RIAS-sinfóníuhljómsveit- in í Berlín leikur Ferenc Fricsay stjórnar. b) Píanókonzert eftir Einar Eng lund. Höfundurinn og sinfóníu hljómsveit finnska útvarpsins leikur. Stjórnandi Nils-Eric Fougstedt. 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.