Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVNTiT. 4Ð1Ð Mifivik'udagur 26. agúst 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. •Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask.viítargald kr 35,00 á mánuði innani&nds. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG STRJÁLBÝLIÐ r IÁRATUGI hafa Framsókn- armenn staglast á þeirri fullyrðingu, að Sjálfstæð- ísflokkurinn sé „óvinur“ strjál- býlisins og að leiðtogar hans hafi sýnt því fólki, sem byggir sveit- ir og sjávarþorp landsins hinn mesta fjandskap í hvívetna. Ef staðreyndir þessa máls eru athugaðar kemur allt annað i Ijós. Þá verður það augljóst að fjölmargar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til uppbygg- ingar og umbóta í sveitum og við sjávarsíðu hafa verið unnar undir forystu Sjálfstæðismanna. Er þess þá fyrst að minnast, að jarðræktarlögin, sem sett voru árið 1923 og valdið hafa stór- kostlegum framförum í sveitum landsins voru sett fyrir frum- kvæði Sjálfstæðismanna. Sex ár- um síðar fluttu þeir Jón Þorláks- son,. og Jón á Reynistað fyrsta frumvarpið um rafvæðíngu strjál býlisins. Með því var lagt til að aflið í fossum og fljótum íslands væri ekki aðeins hagnýtt til orku framleiðslu í þágu þéttbýlisins heldur og til gagns fyrir sveit- irnar og þá sem þær byggja. Framsóknarmenn tóku þessu viturlega frumvarpi þeirra Jóns Þorlákssonar og Jóns á Reyni- stað með beinum fjandskap. For- maður Framsóknarflokksins sagði að stórvirkjanir í þágu strjálbýl- isins mundu „setja landið á haus inn“. Hann lagði til að „þúsundir bæjarlækja" yrðu með tímanum notaðir til þess að leysa raforku þörf strjálbýlisins!! Skammsýni Framsóknar Framsóknarmönnum tókst að tefja rafvæðingarhugsjón Sjálfstæðismanna um nokkur ár. Þeir rufu Alþingi árið 1931 meðal annars til þess að hindra fyrstu virkjun Sogsins sem Tíminn kallaði þá „samsæri andstæðinga Framsóknar- flokksins“. % Óhætt er að fullyrða að þessi skammsýni Framsóknarmanna, sem fóru lengstum með völd á árunum 1930—1939 hafi átt ríkan þátt í hinum gífurlega fólksflótta úr sveitum landsins á þessum áratug. Það kom svo í hlut Sjálf- stæðismanna er Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn 1953 að bera rafvæðingarhugsjón Jón Þorláks- sonar og Jóns á Reynistað fram til sigurs. Þá tókust samningar um það milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins að stórvirkjanir skyldu framkvæmd- ar í þeim landshlutum, sem orðið höfðu útundan um raforkufram- kvæmdir. Er nú unnið að því að framkvæma þessa djörfu og raun- hæfu áætlun um dreifingu raf- orkunnar um allt Island. Sjálfstæðísmenn beittu sér einnig fyrir því undir forystu Péturs heitins Magnússonar í tíð nýsköpunarstjórnarinnar að lánastofnanir landbúnaðar- ins voru efldar að miklum mun og bændum gert kleift að taka tæknina í þág*u búskaparins. Töðufengurinn þrefaldast í skjóli þessarar tæknibylti.ig- ar hefur framleiðsla bænda auk- izt stórkostlega, ræktuninni fleygt fram þannig að nær allra heyja er nú aflað á ræktuðu landi. Eru líkur til þess að á þessu sumri muni heildar töðu- fengur íslenzkra bænda nema allt að 3 millj. hestburða. Árið 1930 nam heyfengurinn samtals 2 millj. hestburða. En um helm- ingurinn af þeim heyjum var út- hey. Síðan árið 1930 hefur töðu- fengur bænda þannig nær þre- faldast. En útheysheyskapurinn er að hverfa úr sögunni. Engum blandast hugur um það, að það er einmitt vélvæðingin, sem Pétur heitinn Magnússon hafði forystu um, sem á ríkastan þátt í þessari geysilegú breyt- ingu á búnaðarháttum á íslandi. Efling fiskiskipastólsins En það er ekki aðeins á sviði landbúnaðarmála, sem Sjálfstæð- ismenn hafa haft forystu um upp byggingu strjálbýlisins. Fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna hef ur vélbátaflotinn verið byggður upp, stækkaður og gerður miklum mun fullkomnari. Togaraflotinn var einnig endurnýjaður í lok styrjaldarinnar og mörgum byggð arlögum út um land gert kleift að eignast þessi stórvirku fram- leiðslutæki. Hefur af því leitt geysilega atvinnuaukningu og mjög aukið atvinnuöryggi í öll- um landsfjórðungum. Fjöldi nýrra hraðfrystihúsa hefur verið byggður og hin eldri stækkuð, fiskimjölsverksmiðjur reistar og síldariðnaðurinn efld- ur. Allt þetta hefur haft í för með sér vaxandi jafnvægi í byggð landsins, aukna fram leiðslu og traustari afkomu- grundvöli þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að framkvæma þessa þýð- ingarmiklu jafnvægisstefnu. Þeir gera sér það ljóst að afkoma þjóð arinnar byggist fyrst og fremst á því, að góð framleiðsluskilyrði séu hagnýtt, hvar sem þau eru fyrir hendi á landinu. í þessari stefnu er fólgin barátta Sjálfstæð ismanna íyxjr batnandi lífskjör- um og auknu afkomuöryggi í landinu. Eina raunhæfa leiðin til þess að stöðva fólksfækkunina í strjálbýlinu, x senn í sveitum og sjávarþorpum er að skapa þvi fólki, sem þar býr jafn góð lífs- kjör og~ fólkið nýtur í hinum stærstu kaupstöðum og öðru þétt býli. Illindastefna Framsóknarmanna Allt bendir til þess að viðleitni Framsóknarflokksins til þess að skapa úflúð og illindi milli sveita og sjávarsíðu eigi nú minni hljómgrunn en nokkru sinni fyrr. Fólkið finnur að það á sameigin legra hagsmuna að gæta og sér æ betur háskann, sem í því felst að stéítum þjóðfólagsins og starfs hópum sé att saman til illinda og átaka, sem hljóta að lama framleiðslugetu þjóðarinnar og arðsköpun. UTAN UR HEIMI „Benzinn“ er lágur og sfraumlínulagaður DAIMLER-BENZ verksmiðjurn- ar í Þýzkalandi hafa nýlega kynnt nýjar gerðir af hinutn heimskunnu Mercedes-Benz-bif- reiðum. Er hér um að ræða gerð- irnar 220, 220 S og 220 SE, ásamt 180, 180 D, 190 og 190 D í veru- lega endurbættum „útgáfum“. — Það er sjálfsagt engin tilviljun, að þetta gerist skömmu fyrir opnun hinnar alþjóðlegu bíla- síningar í Frankfurt am Main. Hinum nýju 6-cylindra gerð- um er lýst sem „merkum leiðar- mörkum á sviði bílaframleiðsl- unnar í heiminum". Sagt er, að þessir bílar „liggi“ alveg óvenju vel á vegi og séu einstaklega fljótir að ná fullri ferð. Gerðin 220, sem kemur í stað 219, hefir 105 ha. mótor — í 220 S er 124 ha. mótor og í 220 SE 134 ha. — Allar þessar þrjár gerð ir eru annars eins að ytra útliti, en það er nokkuð breytt frá eldri gerðum, þótt vissum einkennum sé haldið. Auk vélaraflsins, er nokkur mismunur á innri bún- aði. ★ Vagninn er nú lægri en áður og „straúmlínan“ meira áberandi. IMýjar gerðir vekja athygli Hinni frægu vatnskassahlíf Benzanna“ hefir einnig verið breytt smávegis til samræmis. — Vagninn er nú nokkru lengri en áður, og kemur það einkum fram aftan farþegarúmsins, þannig að geymslurými hefir talsvert auk- izt. Munar það um 50% miðað við „fyrirrennarann“. Ýmsar fleiri umbætur er að finna í 220-gerð- unum, svo sem á hita og loftræsi- kerfi. Gerðir 180 og 190 hafa einnig verið endurbættar — jafnt benz- ín- og dísil-vagnarnir — án þess, að verðið hafi hækkað. Vatns- kassahlífin hefir verið lækkuð nokkuð og breikkuð, eins og á fyrrnefndum gerðum. Þá hefir afturljósunum verið skipað með nýtízkulegri hætti en áður — og loks fylgir nú með bifreiðunum ýmis útbúnaður, sem áður varð að kaupa sérstaklega. ★ Vélarafl þessara gerða er nú sem hér segir: í gerð 180 er 78 hestafla mótor, 180 D hefir 46 hestöfl, gerð 190 hefir 90 ha. mót- or og 190 D 55. ha. Búizt er við, að þessir nýju Meraedes-Benz-vagnar veki mikla athygli á bilasýningunni í Frankfurt, sem opnuð verður innan skamms, eins bg fyrr segir. Naufseyrun , SÚ villa slæddist inn í frásögn | Mbl. á laugardaginn af einvígi nautabananna Dominguín og Or- dónez, að það væri siður nauta- bana að sneiða m. a. eyru af nautunum, áður en þeir leggðu þau að velli. Það eru áhorfend- ur eða dómnefnd þeirra, sem gerir þetta eftir á og sæmir nautabanana einu eða fleiri eyr- um o. s. frv., eftir því, hvernig þeir hafa staðið sig. Mun mörg- um finnast „íþrótt“ þessi nægi- lega hryllileg, þótt skepnunum sé sálgað í einu lagi. Flóttamenn skipta milljónum Alvarlegt vandamál, sem Sameinuðu þjóðirnar glima stöðugt við ÞRÁTT fyrir mikla og árangurs- ríka hjálp margra ríkja er flótta- mannavandamálið enn mjög ískyggilegt. í Evrópu eru enn 17.000 flóttamenn, sem lifa við þau bágu kjör, sem flótta- mannabúðirnar búa þeim. 1 Hong kong er um ein milljón flótta- manna, og tala flótfamanna frá Alsír, sem nú eru í Túnis og Marokkó, er kringum 180.000. — Fyrir botni Miðjarðarhafs eru um 1.070.000 flóttamenn frá Palestínu. Við alla þessa mörgu Iandflótta menn bætast svo hin- ir fjölmörgu flóttamenn frá Tíbet, sem síðustu mánuðina hafa streymt inn í Indland. — ★ — Forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Svisslend- ingurinn Auguste R. Lindt, lagði nýlega skýrslu sína um starf-' semina á liðnu ári fyrir Efna- hags- og félagsmálaráðið, þegar það hélt fund í Genf, og lagði hann þá jafnframt fram áætlan- Framh. á bls. 19. Eitt af herbrögðum“ Hitlers í styrjöldinni var að setja í umferð milljónir af fölsuðum, enskum peningaseðlum. Þetta bragð heppnaðist þó ekki, en hins vegar hefur frá stríðslokum alltaf við og við verið leitað að „upplagi“ þessara fölsku milljóna, en kunnugt var, að seðlarnir höfðu verið prentaðir í Sachsenhausen. — Það var ekki fyrr en nú nýlega, að „fjársjóður“ þessi fannst — á um 100 m dýpi í Topelitz-vatninu í Salzkammergut. — Á myndinni sjást þrír starfsmenn við leit- ina með tæki sín, þ. á. m. sérstaklega útbúna sjónvarpsmyndavél, en það var með hennar hjálp, að peningakisturnar fundust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.