Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. sept. 19G0 — Ofaníburður ÞJÓÐVILJINN hafði ekki þar til í fyrradag' minnzt einu orði á Hannibal Valdimarsson, forseta ASÍ, frá því Mbl. skýrði frá sölu Hannibals á skattfrjálsa ráðherrabílnum og undanskoti hagnaðarins undan skatti. I fyrradag birt- ir blaðið hins vegar meðfylgj- andi mynd af Hannibal við fallegan bíl á veginum fyrir ofan ísafjörð. Er þannig skemmtilega minnzt á Hanni- bals-málið og forseta ASÍ í málgagni hans. Frh. af bls. 1 standa lengi kemur það að litl- um notum. Svo var t. d. í Noregi í fyrra, en þá voru langvarandi þurrkar þar ytra. Ofaníburður í vegi þar er þó mun vandaðri en hér, efnið mulið og blandað bindi efnum. Vegagerðin hefur einnig gert tilraun með að aka sjó á vegina t. d. á Mosfellssveitarveg og Suð- urlandsbraut, einnig á Reykjanes braut. En til þess að slíkt komi að gagni þarf svo gífurlegt vatns magn að heita má ógjörningur að framkvæma það að nokkru ráði. Nýbyggður á votlendi „En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. — í sumar hefur verið hægt að vinna að nýbyggingum vega á blautu landi og hafa þær framkvæmdir gengið mun betur vegna þurrk- anna. Nýbyggingar vega á vot- lendi ganga oft erfiðlega þar sem tæki þau, sem nú eru notuð, eru þung og erfitt að fleyta þeim yf- ir mýrar. — Það gengur þess enginn dul- inn að ástand veganna hér á Suð urlandi er mjög slsemt og millj- ónir þarf til þess að lagfæra þá, sagði Sigurður vegamálastjóri að lokum. Hitaveituframkvæmdir boðnar út Frá bæjarstjórnarfundi í gær Á FUNDI bæjarstjórnar í gær skýrði Geir Hallgríms- son borgarstjóri frá væntan- legum hitaveituframkvæmd- um í Hlíðahverfi. Mælti hann á þessa leið: Á fundi bæjarráðs sl. þriðju dag var samþykkt að fela Inn kaupastofnun bæjarins að láta fram fara útboð hitaveitu lagna í 3 og raunar síðasta áfanga Hlíðarhverfis, en svæði þetta markast af eftir- töldum götum: Miklubraut að simnan, Lönguhlíð, Flóka- götu, Reykjahlíð, Háteigsvegi, Bólstaðarhlíð, Skaftahlíð og Stakkahlíð. Akveðið í aðalatriðum Skipulag af svæðinu norðan og austan Bólstaðarnlíðar aðKringlu mýrarbraut er ákveðið í aðal- atriðum, en þetta skipulag er ekki ennþá fullunnið. Hefir þó verið reiknuð út götuæð í Ból- staðarhlíð, en hún verður .-.ðal- æð fyrir það svæði, og naer út- boðslýsingin þannig til megin- hluta þess svæðis er dælustöðin í Drápuhlíð er byggð fyrir, og enn nýtur ekki hitaveitu. Unnið að 2. áfanga Eins og mönnum er kunnugt var 1. áfangi Hlíðarveitunnar svæðið sunnan við Miklubraut milli Reykjanesbrautar og Stakkahlíðar, og er því verki fulllokið ásamt byggingu dælu- stöðvar í Drápuhlíð. Að öðrum áfanga hefir verið unnið undan- farið, en það er svæðið austan Stakkahlíðar og sunnan Miklu- brautar þ. e. Bogahlíð, Stiga- hlið og Grænahlíð. Hiíaveitan hefir sjálf haft þetta verk með höndum og er nú verið að tengja hús við þessar götur. Auk þess vinnur Hitaveitan sjálf að hitaveitulögnum í Laug- arneshverfi og er þar dæjustöð I smíðun:. Þá samþykkti bæjarráð að fela Innkaupastofnuninni að bjóða út lagningu nitaveitustokks og vatns æðar í Hofsvallagötu til þess fyrst og fremst að sjá Sundlaug Vest- urbæjar lyrir heitu vatni. Þarf að leggja þennan stokk frá gatna mótum Hringbrautar og Hofs- vallagötu suður á móts við Sund- laug Vesturbæjar, en vatnsæðin verður jögð á kaflanum frá Hring braut að Hagamel. I'f NA iS hnútor '/ SV 50 hnútar X Snji/como > úa V Skúrir K Þrumur Vrrali KuUotki! Hifaskit H Hat L Laqi A KORTINU er lægð am 1000 km suðvestur af Vestmanna- eyjum. Hún þokaðist hægt austur eftir í gær, og var þá 1 gert ráð fyrir, að hún yrði suður af Islandi í dag og myndi valda hér hægri aust- anátt. Þá má búast við 6—7 s vindstigum undan Eyjafjöll-1 um. ^ Lægðin, sem er yfir s Labrador, mun hreyfast nærri i því í háaustur og sennilega • ekki hafa bein áhrif á veður s hér á landi. j Fyrir veturinn Verkfræðingar Hitaveitunnar hafa gert verkfræðilega áætlun um þessar hitaveitulagnir, og eru útboðslýsingarnar gerðar af þeim. Ég vil geta þess að skv. út boðslýsingum er heimilt að bjóða í hluta af verkinu, þó minnst heila götu, og ætti þetta fyrir- komulag að verða til þess að flýta verkinu. — Bæjarstjórn Frh. af bls. 1 manna væri bæjarfulltrúum ljóst hvað fyrir þeim vekti með til- löguflutningnum. Tillagan væri flutt í þeim tilgangi, að setja fram vantraust á ríkisstjórnina og gerðir hennar í málinu. Kvaðst hann ekki geta verið flutnings- mönnum sammála um þetta at- riði og bar fram frávísunartil- lögu þá, sem birt er hér að fram- an. Benti borgarstjóri á, að hversu sannfærðir sem við íslendingar værum um rétt okkar í land- helgismálinu þá yrðu þó allir að viðurkenna að ágreiningur ríkti í landhelgismálinu milli Breta og íslendinga. Þegar um ágreining þjóða á milli væri að ræða, væri sjálf- sagt að fallast á viðræður, þegar gagnaðili óskaði þess og gera þannig tilraun til að koma í veg fyrir áframhaldandi árekstra. Urðu nú harðar og langar um- ræður um málið. Þórður Björns- son lýsti vonbrigðum sínum og hryggð yfir að borgarstjóri skyldi ekki fallast á að sam- þykkja tillögu þeirra Guðmund- ar. Guðmundur Vigfússon sagði að viðbrögð borgarstjóra bentu til þess, að undanhald væri hafið í landhelgismáHnu, en síðan nú- verandi ríkisstjórn hefði tekið við völdum hefði verið sýnd linka í málinu og væri sakar- uppgjöfin í vor skír vottur um það. Magnús Ástmarsson kvað allr íslendinga mundu sammála um að fiskveiðilögsagan yrði sem stærst, en það væri engu líkara, en sumir menn teldu málinu bezt borgið með því að vekja deilur og karp um það. Ef það hefði verið einlægur vilji Guð- mundar Vigfússonar og Þórðar Björnssonar að skapa einingu um málið hefðu þeir leitað til fleiri fulltrúa um flutning til- lögu á bæjarstjórnarfundinum. Tilgangur þeirra hefði verið sá einn að fá bæjarstjórnina t;l að Ég hefi í stuttu máli viljað gera grein fyrir þessum útboðum, því að þau eru nýmæli í starf- semi Hitaveitunnar. Hingað til hefir Hitaveitan sjálf séð um all- ar hitaveitulagnir. Útboð þessi verða auglýst nú á næstunni af Innkaupastofnun- inni og er þess að vænta, að þau hljóti góðar undirtektir. Bæjarráðssamþykktin var sam þykkt samhljóða. samþykkja vantraust á ríkis- stjórnina og ef bæjarfulltrúar hefðu verið svo einfaldir að sjá ekki gegnum tillöguna, hlyti málflutningur Guðmundar Vig- fússonar að hafa opnað augu þeirra. Alfreð Gíslason bar fram breyt ingartillögu við frávísunartillög- una. Taldi hann það meginatriði að skapa einingu um málið. Þórður Björnsson bar nú fram tillöguna, sem samþykkt var í landhelgismálinu á Alþingi í maí 1959. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri talaði aftur. Kvaðst hann ekki telja neina goðgá þó reynt yrði með viðræðum að koma í veg fyrir árekstra á íslandsmiðum. Hitt væri alvarlegra er landhelg- ismálið væri tekið til umræðu á ábyrgðarlausan hátt. í morgun hefði Þjóðviljinn flutt fregnir um að samið hefði verið um afslátt á landihelginni. Nú ætti að sam- þykkja tillögu í bæjarstjórninni, sem gæfi þessum' staðhæfingum Þjóðviljans byr undir vængi. Á morgun yrðu svo risafyrirsagnir í Þjóðviljanum um að bæjar- stjórnin væri ósammála rikis- stjórninni í landhelgismálinu. Ef einhverja menn ætti að draga tif ábyrgðar fyrir framkomu þeirra í landhelgismálinu, væru það mennirnir sem beittu slíkum bar- áttuaðferðum. Meirihluti bæjar- stjórnarinnar vildi ekki taka þátt í siíkum leikaraskap, eða láta nota bæjarstjórnina til að koma sannleiksblæ á uppspuna Þjóð- viljans. ★ Þá sagði borgarstjóri, að enda- lausar samþykktir í landhelgis- málinu væru fremur til þess falln ar að veikja málstað okkar en styrkja. Það væri engu líkara en við þyrftum sífellt að vera að sannfæra sjálfa okkur og aðra um að við hefðum rétt fyrir okkur og værum ákveðnir í að hvika hvergi frá réttum málstað. Útá- við myndu þessar eilífu sam- þykktir aðeins vekja grun um að við værum ekki eins fastir fyrir í málinu og við vildum vera láta. Sjóliður óhærð- ir fyrir shemmdarverk LONDON, 1. sept. (Reuter) — Brezku flotayfirvöldin til- kyimtu í dag að fjórir brezkir sjóliðar hafi verið ákærðir fyrir að vinna skemmdarverk i tundurspillinum Dainty, sem nú er til viðgerðar » Portsmouth. Sjóliðarnir, sem eru allir vélamenn, eru í haldi í flota- stöðinni í Portsmouth. Dainty er einn af nýjustu { ‘.undurspillum brezka flotans og voru skemmdarverkin unn in sl. föstudag, rétt áður en skipið átti að sigla á íslands- mið til gæzlustarfa. Urðu talsverðar skemmdir á stýris- útbúnaði og í vélarúmi. | Rannsóknarnefnd hefur unn ið að því undanfarna daga að komast að því hverjir hefðu valdið tjóninu, og var um tíma talið að ástsjúkur sjó- liði, sem ekki hafi viljað yfir- gefa unnustuna, hafi tekið þann kostinn að gera skipið ósjófært. íícyskap langt komið GJÖGRI, 31. ágúst: — Hér hefur verið ágætis veðrátta undanfarna daga, vestanátt og sól. Hefur ver ið óvenjumikið að gera og fólk hefur notað góða veðrið og tínt kynstrin öll af berjum. Heyskap er víðast hvar langt komið og sumir þegar hættir. — Regína Að lokum lagði borgarstjóri áherzlu á, að allar aðgerðir í landhelgismálinu ættu að miðast við að tryggja íslendingum sem mest yfirráð yfir fiskimiðunum með friðun alls landgrunnsins sem lokatakmark. Einar Thoroddsen kvað alla ís- lendinga vera sammála um vernd un fiskimiðanna. Guðmundur Vig fússon og Þórður Björnsson teldu sig sjálfsagt einnig vera að vinna málstað okkar gagn. En ef sá vilji þeirra, að skapa einingu um málið í bæjarstjórn, væri ein- lægur, hefðu þeir átt að undir- búa tillöguflutning sinn betur og lauma ekki vantrausti á ríkis- stjórnina inn í tillögu sína. Einar kvaðst ekki vita hvaðan ótti um undanhald í landhelgis- málinu væri kominn. Ríkisstjóm- in hefði aldrei ljáð máls á undan- haldi og sagðist ræðumaður ekki sjá að viðræður við Breta gætd haft aðrar hættur í för með sér. Einar sagði að lokum, að það væri erfitt að átta sig á hvað flutningsmenn væru að fara með tillögu sinni, hvort þeir væru að veita pólitískum blöðum sínum eða ensku pressunni fréttaefni. Að umræðum loknum var frá- vísunartillaga Geirs Hallgríms- sonar og Magnúsar Ástmarsson- ar samþykkt með 11 atkv. gegn 3 að viðhöfðu nafnakalli. :k Hafi Guðmundur Vigfússon ekki afhjúpað hinn flokkspóli- tíska tilgang tillöguflutnings síns í umræðum fyrir atkvæða- greiðslu, þá tók hann af öll tví- mæli með því að láta bóka orð- Ijóta greinargerð fyrir afstöðu sinni, þar sem helztu staðleysur og sögufalsanir Þjóðviljans í landhelgismálinu eru endurtekn- ar. Segir þar m. a.: „að forustu- menn núverandi stjórnarflokka hafi frá upphafi sýnt hik og und anhaldstilhneigingar — Morgun- blaðið gerði málstað Breta að sínum — og hafa nú loks kór- ónað afstöðu sína með því að taka upp samninga við ofbeldis- aðilann".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.