Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. sept. 1960 t Margar nýjungar hjá Málaskólanum MÍMI Ellefu íiingumál kennd í vetur Forsetahjónin, frú Dóra Þórhallsdóttir, og Ásgeir Ásgeirsson, hafa undanfarið dvalizt í Bad Nauheim í Þýzkalandi. Þessi mynd var tekin af þeim þar nýiega með ræðismanni íslands í Helsingfors, Erik Juuranto, og konu hans. FORSTÖÐUMAÐUR Málaskól- ans Mímis, Einar Pálsson, er ný- kominn til landsins eftir þriggja mánaða utanlandsdvöl á vegum skólans. För þessi var farin til að afla skólanum nýrra kennslu- tækja og kennara, svo og til að komast I samband við erlenda Skóla sömu tegundar. Sérstök á herzla var lögð á að afla gagna til barnakennslu og hefur skólinn staðið í sambandi við ýmis fyrirtæki í Evrópu vegna þeirra í sumar. Hef- ur samningur verið gerður við eitt stærsta útgáfufyrirtæki Bretlands, Longmans Green & Co. um kaup á bókum, sem fé- lagið hefur gefið út til barna- kennslu, og tveir kennarar ráðn- ir frá Englandi til að veita barnadeildunum forstöðu, út- skrifaðir frá háskólunum í Cam bridge og Lundúnum. Barnaflokkar Mikil aðsókn var í fyrra að barnaflokkunum þótt þeir væru þá á tilraunastigi, og gat skól- inn ekki tekið við ölluni þeim nemendum sem óskuðu eftir skólavist. Nú hafa verið ráðnir sérstakir kennarar til starfsins, og verða því barnaf'.okkarnir fastur liður í skólahaldinu. Sérstakir flokkar í talmáli verða fyrir unglinga í gagn- fræðaskólum. Verður þeim skipt eftir kunnáttu. í>að sem stefnt er að með barna flokkunum er að kenna nem- endum tungumálin meðan þeir eru ungir, svo að þeir læri rétt- an framburð án verulegrar fyrir hafnar. Kennslan í þessum barna flokkum er gerð að ieik, og fylgja athafnir orðunum í tím- unum. Með hinum nýju hjálpar- tækjum, sem skólinn hefur fer.g- ið frá Englandi verður námið þríþætt: Fyrst og fremst taímál- ið, síðan lestur og svo ofuriitil skrift. Enskunám fyrir iðnaðarmenn Tvær nýjar deildir verða opn- aðar í vetur. Önnur verður fvrir iðnaðarmenn, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla og sérstaklega þurfa að kynna sér mál á tækni- heitum enskum í sambandi við starf sitt. Verður miðað að því að gera iðnaðarmönnum auðvell að lesa ensk tímarit og fagbók- menntir. Prófdeild Eftir jól verður svo stofnuð deild í tungumálum, sem sér- staklega er ætluð þeim, sem að- stoð þurfa vegna prófa í skólum. Kvöldnámskeiðin Kennsla í tungumálum fyrir fullorðna verður hér eftir sem hingað til að kvöldinu, og verða kennd ellefu tungumál í vetur. Þau eru: Enska, þýzka, fran.rka, spænska, ítalska, danska, norska, sænska, hollenzka, rússneska og íslenzka fyrir útlendinga. í hverju máli eru allmavgir flokkar, og er skipað í þá eftir kunnáttu. Nemendafjöldi fer sífellt vax- andi. Verða kennarar sextán í vetur auk skólastjóra. Flestir eru nemendur í ensku, eða um 60% allra nemenda, en næst kemur þýzka. Námskeið utanbæjar í fyrra opnaði Máiaskólinn Mímir deild í Keflavík að bsiðni Iðnaðarmannafélags Keílavíkur. Er nú í athugun, hvort ha-gt verður að halda slíkri starfserni áfram. Kennslubók í íslenzku Mjög hefur skort hentuga bók til íslenzkukennslu. Voru fjöl- ritaðir við skólann nokkrir kafl- ar fyrsta árið sem íslenzkan var kennd, en þeir kaflar voru flýtis verk og því ófullkomnir. Hefur verið unnið að endurbótum á köflunum í sumar, og verður fyrsta hefti íslenzkubókarinnar væntanlega tilbúið í vor. Verða kaflarnir fjölritaðir og notaðir við kennslu áður en endanlega er frá þeim gengið. Myndkennsla Myndkennsla er notuð við skólann sem fyrr. Heíur hún verið gerð fullkomnari, efni myndanna sett í nánara sam- band við kafla kennslubókanna en áður. Fyrir myndkennsluna hafa verið smíðaðir sérstakir kennarastólar. Skuggemyndir frá hinum ýmsu löndum eru á- vallt sýndar og skýrðar á við- komandi máli. Þjálfun kennara Mesta vandamál skólans hefur verið þjálfun kennara. Skóiinn ^•^Þjórsárverjiið Hofsjökul í nýútkomnum Náttúru- fræðingi ræðir dr. Finnur Guðmundsson um verndun Þjórsárvers við Hofsjökul. Segir hann m. a.: „Þjórsárver við Hofsjökul er það landsvæði hér á landi, sem ég tel ríkasta ástæðu til að gera að friðlandi samkv. c-lið 1. gr. náttúruvemdar- laganna. Þetta landsvæði er svo einstakt um landslag, gróðurfar og dýralif, að írá fræðilegu og menningarlegu sjónarmiði tel ég það höfuð- nauðsyn, að tryggt verði með náttúruverndaraðgerðum. að þar verði engu raskað. Þjórs- árverin eru áamfellt gróður- lendi við suðausturjaðar Hofs jökuls. Megin hluti þessa gróð hefur yfirleitt verið háður því, hvaða erlendir kennarar hafa verið staddir hérlendis í hvert skipti, og því ekki alltaf getað fengið hæfustu menn til starfs- ins. En skólinn byggist á því, að hver kennari kenni sitt móður- mál í framhaldsflokkum vegna hins rétta framburðar. Þar sem skólinn hefur stækkað svc mjög undanfarin ár standa vonir til þess, að hægt verði að ráða hæf- ustu erlenda kennara beint frá útlöndum í framtíðinm. Upplýsingar um erlenda skóla Ný starfsemi verður tekin upp við skólann í vetur. Er það upp- lýsingaþjónusta um erlenda skóla. Verður skrifstofa Mímis urlendis er vestan Þjórsár, milli Hofsjökuls og ári.mar. Þessi hluti gróðurlendisxns er sundurskorinn af jökulkvísl- um, sem falla frá jöklinum út í Þjórsá. Milli þessara kvísla eru verin, neðst Tjarn- arver, en síðan taka við Odd- kelsver, Illaver, Múlaver og Arnarfellsver. Austan Þjórs- ár eru svo Þúfuver og Ey- vindarkofaver. Til samans mynda þessi ver svæði það, sem ég tel að friðlýsa beri. Takmörk svæðisins eru glögg, því að það er umlukt gróður- lausum auðnum og söndum nema að norðan og norðvest- an, Þar sem Hofsjökull setur því náttúrleg takmörk. Frá Hofsjökli gengur einhver feg ursti skriðjökull íslands, Arn arfellsjökull, niður í verin. Jaðar hans er hálfhringmynd aður og er hann gyrtur hálf- ingar gefnar um skóla og nám- skeið erlendis. Hefur kennslu- málaráðuneyti Danmerkur stutt þetta nýmæli með þvi að senda upplýsingar um alla skóla og námskeið í Danmörku á þessa ári. Sams konar upplýsingar munu fást frá Bretlandt og fleiri löndum. Auk þess hefur boðsmaður Evrópuskólans hér Málaskólinn Mímir gerzt um- á landi. Sá skóli sér nemendum fyrir kennslu og dvöl í öllum helztu löndum Evrópu. Verður upplýsingaþjónusta þessi opnuð um miðjan október. Málaskólinn Mímir er rekinn án styrkja eða annarrar aðstoðar frá hinu opinbera. Skólinn tekur til starfa 26. hringmynduðu jökulurðabelti með jökullónum í dældum milli urðahryggjanna. í Naut haga og í Jökulkrika eru laugar og á víð og dreií um verin eru rústir hinna fornu gæsarétta, þar sem heiða- gæsir í sárum hafa fyrr á öld- um verið reknar til réttar. • Freðmýrar og túndra Þjórsárverin eru að nokkru leyti freðmýrar eða túndra, því að klaki er þar oft í jörðu allt sumarið Þar eru víða hinar svonefndu rústir, en það eru einkennilegar þúfna myndanir, sem er eitt höfuð- einkenni á freðmýrum ís- hafslanda. Þjórsárverin eru ákaflega gróðursæl og gróð- ur er þar víða með afbrigðum fagur. Meðal annars er gróð- ur í Arnarfellsmúlum og í opin vissa tíma dags og upplýs- sept. ^ FERDIIMAINin ýV Heppnir oð vinna Róm, 27. ágúst. VIÐ vorum heppnir að vinna Argentínu, sagði danski útvarpsmaðurinn Christensen, er ég hitti hann á laugardaginn. — Danska liðið lék alls ekki góðan leik og sigurinn var ekki verðskuldaður. Það var margt sem kom til. Danska liðið var komið í búningana og tilbúið til að hlaupa út á völlinn, er frétt in barst um lát Knud Ene- marks, danska hjólreiða- mannsins, sem fékk sól- sting í hjólreiðakeppni á föstudaginn. Sú frétt hafði mikil áhrif á liðið að von- um. — Arne Sörensen sagði, að það hefði verið misráðið að láta danska liðið frétta af láti hins danska íþrótta- manns rétt fyrir leikinn. — A. St. Sammála Rússum London, 30. ág. (Reuter) RÚMENSKA fréttastofan, hefur það eftir komimúnista — foringj- anurn rúmenska, Gheorghe Ghe- orghiu Dej, í dag, að hann sé þeirrar skoðunar, að ekki sé nauðsynlegt að heyja styrjöld við auðvald.sríkin. Atburðir sem orð- ið hafi undanfarið á alþjóðavett- vangi sýni, að grundvöllur sé fyr ir því að koma í veg fyrir styrj- öld. Tekur hann þar með undir skoðun sovézkra ráðamanna, sem brýtur mjög í bága viö skoð- anir kinver.skra kommúnista á þessu máli. . Arnarfellsbrekku annálaður fyrir fegurð, enda minna þessir staðir mest á vel skipu lagða skrúðgarða. Annars eru verin víðast hvar mýrlend, en á þurrari stöðum setja víði- tegundir (gulvíðir, grávíðir og loðvíðir) svip sinn á land- ið. Reglulegir hvannskógar eru, eða voru að minnsta kosti í Arnarfellsbrekku og í Arn- arfellsmúlum og geysilega stórvaxin burnirót myndar samfelldar gróðurbreiður í Arnarfellsmúlum og víðar. Alls hafa fundizt um 150 teg- undir blómplantna og byrkn- inga í Þjórsárverum. • Mesta heiðagæsa- byggðheimsin^^^ Af dýrum eru það fugl- arnir, sem mest ber á í Þjórs árverum. Alls hafa sézt þar 31 tegund fugia og þar af eru 16 tegundir örugglega varp- fuglar. Einkerjnisfugl Þjórsár veranna er heiðagæsin, en þar er mesta heiðagæsabyggð heimsins. Heiðagæsastofninn í heiminum er mjög lítill og er ætlað að heildarstærð stofnsins sé um 50.000 á haust in, þegar ungar frá sumrinu eru orðnir fleygir og full- þroska. í Þjórsárverum verpa um 2000 heiðagæsapör og síð- ari hluta sumars, þegar ung- arnir eru að vaxa upp, gánga 15.000—20.000 heiðagæsir í Þjórsárverum og er það álit- legur hluti af heildarstofnin- um. Utan íslands verpa heiða gæsir aðeins á NA-Grænlandi og Svalbarða. Grænlenzkar og íslenzkar heiðagæsir hafa vetrardvöl í Bretlandi (Skot- landi og Englandi), en heiða gæsir frá Svalbarða hafa vetrardvöl í löndunum við sunnanverðan Norðursjó".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.