Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 24
Klóþang Sjá bls. 3. 0argptittl>(ð$i$ 199. tbl. — Föstudagur 2. september 1960 IÞROTTIR eru á bls 18 og 19. Sólfaxi fann týndan bát 1 GÆR var áhöfnin á Sól- faxa svo gæfusöm að finna grænlenzkan bát, sem iýst hafði verið eftir. Eins og skýrt er frá ann- ars staðar í blaðinu, kom Sólfaxi i gær frá Meistara- vík með Sir John Hunt og leiðangursmenn hans. Áður en flogið var frá Meistara- vík, voru flugmennirnir beðnir að skyggnast eftir báti, sem saknað var á leið- inni frá bænum Scoresby- sund inn til F0hnefj arðar. Hér var um vélbát að ræða, og munu tveir menn hafa verið um borð. Sólfaxi fiaug nokkru vest ar en venja er, og var svip- azt um eftir bátnum. Hann fann svo bátinn, þar sem hann hélt kyrru fyrir inn- arlega í Scoresbysundi, und an norðurströndinni, fyrir utan svonefndan Hallfjörð, um það bii hálftíma flug frá Meistaravík. — Sólfaxi sveimaði yfir bátnum í þrjá stundarfjórðunga, þar til flugvél frá bandaríska flot- anum kom á vettvang. — Kastaði hún ýmsum tækj- um niður til bátsverja, en síðan mun ætlunin hafa ver ið, að bandarískur ísbrjótur kæmi bátnum til aðstoðar. Flugstjóri á Sólfaxa í þess- ari ferð var Björn Guð- mundsson. Utanríkisráðherra- fundur Norðurlanda Norðurlönd styðja Thor Thors UTANRÍKISRÁÐHERRA, Gu» mundur I. Guðmundssvon, kom 1 fyrrinótt frá Osló, þar sem hann sat utanríkisráðherrafund Norðurlanda. Blaðinu tókst ekki í gær að ná tali af ráðherra, og Kennaraþing á Akureyri AKUREYRI, 1. sept. — Áttunda þing Sambands norðlenzkra barnakennara var sett i Barna- skóla Akureyrar í morgun. Mætt ir voru um 70 kennarar. Formað ur sambandsins, Þórarinn Guð- mundsson, setti þingið með á- varpi, þar sem hann ræddi gildi kennaranámskeiða. Forsetar þingsins voru kjörnir Hannes J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri og Jón Kristjánsson, Víðivöllum. í>á flutti dr. Broddi Jóhannesson erindi. Fjallaði það að mestu um hlutverk kennara og skóla og kennaramenntunina. Var góður rómur gerður að hans ágæta erindi. Síðar í dag flutti Þorsteinn Ein arsson, íþróttafulltrúi, erindi, og í kvöld flutti Gestur Þorgríms- son erindi. — Þá hófst í dag kennsla í teiknun og meðferð lita. Kennari í þeirri grein er Einar Helgason. Stefán Kristjánsson íþróttakennari veitir leiðbeining ar í leikjakennslu. í kvöld verð- ur opnuð bóka- og kennslusýning sem Ríkisútgáfa námsbóka stend ur fyrir. Ákveðið er, að þingið standi fram á sunnudag. — St. E. Sig. þar sem utanrikisráðuneytið hef ur ekki enn gefið skýrslu um fundinn, verður hér stuðzt við frásagnir erlendra blaða af honum. Stöðvun kjarnorkutilrauna Fundurinn var haldinn dagana 29. og 30. ágúst, og sátu nann ut- anríkisráðherra Finnlands, Ralf Törngren, Svíþjóðar, Östen Und- én, Noregs, Halvard Lange. Dan- merkur J. O Krag og Íslands, Guðm. I. Guðmundsson. Danska blaðið „Dagens Ny- heder“ segir, að ráðherrarnir telji, að fundur sérfræðinga i kjarnorkumálum myndi verða heppilegur undanfari pólitískra viðræðna um afvopnun. Ráð- herrarnir álíta, að stöðva beri hið allra fyrsta tilraunir með kjarnorkuvopn, og nákvæmt eft- irlit eigi að hafa með því, aí. slíkt bann verði haldið Styðja S. þj. i Kongó Utanríkisráðherrarnir segja, að Norðurlönd muni veita Samein- uðu þjóðunum allan þann stuðn- ing, er þau megni, við að koma ró á í Kongó. Þá lýsa þeir yfir ánægju sinni vegna þess, að hin nýju, sjálfstæðu ríki Afríku hafa ákveðið að ganga í Sameinuðu þjóðirnar. Styðja Thor Thors Þá ítrekuðu ráðherrarnir þá ákvörðun, sem tekin var á fund- inum í Helsingfors í apríl, að Norðurlönd styddu framboð Thor Thors í embætti forseta Allsherj arþings Sameinuðu þjóðanna. í HÁLFAN þriðja mánuð hafa Stokkseyringar skorið sæferskt klóþangið zf skerj unum skammt framan við þorpið, og nokkrum stund- um siðar framleiða Eyr- bekkingar grænleitt mjöl með milda sjávarlykt í beinaverksmiðjunni á staðn um. Þanginu er fleytt á land í netjum, sem dregin eru af báti og sýnir myndin netjatrossurnar að koma í land. Sjá nánar á bls. 3. Ljósm. Mbl.: Markús. Allir fyrir utan SAMKVÆMT upplýsingum frá landhelgisgæzlunni eru ekki mjög margir erlendir togarar nú hér við land, eða svipað og venju Jegt er um þetta leyti árs. Þeir eru flestir undan V,- og Austur- landi, eða frá Bjargi og norður úr, og frá Hvalbak og norður undir Langanes. Allir eru þeir djúpt og á dreifðu svæði. Ein- staka togari hefur komið nálægt 12 mílna mörkunum, en enginn svo nærri, að máli skipti. „Samstaða" meb Rússum fyrir öllu — Segir Lúðvik Jósefsson I GÆR ritar Lúðvík Jósefs- son eina af endemisgreinum sínum um landhelgina í Þjóð- viljann. Segir hann nú, að það sé „ófrávíkjanlega" „grund vallaratriði“ að rjúfa ekki „samstöðuna“ við kommún- istaríkin, og telur það stór- hættulegt, að Bretar „hafa jafnvel látið í það skína að þeir vildu viðurkenna viss friðunarsvæði við ísland utan 12 mílna línunnar‘“. Þetta telur Lúðvík hið allra versta, sem fyrir gæti komið, því að „ætlun Breta er að splundra þeirri samstöðu 12 mílna þjóðanna, sem náðst hefur“. Þá telur Lúðvik „breytilega landhelgisbreidd“ útilokaða vegna „samstöðunnar" við Rússa, hvað sem líður ís- lenzkum hagsmunum og víð- áttu landhelginnar við ísland. Koma þessar yfirlýsingar Lúðvíks í framhaldi af hótun. um hans um, að Rússar mundu hefja veiðar innan 12 mílna markanna ef okkur takist að tryggja rétt okkar, án „samstöðu“ við þá. Um þetta mál er nánar rætt í forystugrein Mbl. í dag. Morðinginn fundinn? Amman, Jórdaníu, 1. sept. — (Reuter) — LÖGREGLAN i Amman hefur handtekið fjölda manna í sambandi við sprengjumorðið á Majali, fyrrv. forsætisráðherra sl. mánudag. Meðal hinna handteknu er Salah Safadi, sem talið er að hafi komið sprengjunni fyrir í skrif- borði ráðherrans. Safadi er lýst þannig að hann sé ekki ákveðinn í stjórnmálaskoðunum, en mundi selja sig til hvers sem væri. Segja fréttirnar Þverárrétt endurbyggð AKRANESI, 1. sept. — Fjárflesta rétt á landinu hefur heldur en ekki tekið stakkaskiptum í sum- ar. Hafizt var handa snemma í vor að byggja nýja rétt í Þverár- hlíð, en gamla réttin, sem reist var 1911, brotin niður og henni rutt fram í ána. í sumar hefur verið unnið að því að steypa upp nýja rétt, og er verkinu lokið. Yfirsmiður var Ólafur Jónsson, Kaðalstöðum í Stafholtstungum, en við réttarsmiðina unnu að jafnaði 12 fastamenn auk íhlaupa manna. Safngirðingin hefur verið stór- lega stækkuð og rúmar nú 27—30 þúsund fjár. Réttin er hringlaga, rúmir 90 metrar í þvermál. — Hriginn í kringum almenninginn eru 33 dilkar, ákaflega misstórir. Þeir stærstu taka 1700 fjár, en þeir minnstu 250. Járngrindur eru fyrir öllum hliðum. Oddur. að hann hafi verið í þjón- ustu útlægra Jórdaníubúa, sem nú búa í Damaskus í Sýrlandi. Hussein, konungur Jór- daníu, hefur ásakað stjóm Arabaríkjanna um að hafa haft vitneskju fyrirfram um að tilraun yrði gerð til aS myrða forsætisráðherrann, en sjálfur var konungurinn nýsloppinn úr ráðuneytis- byggingunni þegar spreng- ingin varð. Útvarpsstöð ríklslns í Amman hvatti í fyrrakvöld íbúa Damaskusborgar sS losa sig við „svikarana og glæpamennina sem eru aS sá ósamlyndi og eyða almanna fé í hættulegan undirróður". Settu stjórann niður Enn er verið að rannsaka kær ur þær, sem borizt hafa um að ýmsir dragnótabátar hafi togað með laiisu, en eins og kunnugt er, er dragnótaveiðileyfi m. a. bundið því skilyrði, að dregið sé við fast. Þess var getið í Morgunblað- inu á sunnudag, að leyfissvipting væri yfirvofandi hjá sumum bát- um (leyfin eru bundin við bát en ekki nafn skipstjóra), og hef ur blaðið frétt, að sumum skip- stjórum hafi orðið svo mikið um, er fréttin var lesin fyrir þá á mánudag, að þeir hafi sett stjór- ann samstundis niður Reynf að hvítþvo Daníel TIMINN gerir í gær hjákát- lega tilraun til að reyna að hvítþvo Daníel Ágústínusson bæjarstjóra á Akranesi af þeim sökum, sem leiddu til þess, að honum var vikið úr bæjarstjórastarfi og segir sak argiftirnar á hendur honum hafa verið ómerktar i úr- skurði fógetaréttar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fógetaréttur fjallaðí alls ekki um sakargiftirnar, heldur kvað einungis upp úr- skurð um, að Daníel bæri að láta af hendi umráð yfir eignum Akranesskaupstaðar. í því efni skiptu sakir á hend- ur honum engu máli, því að svo augljóst var að hann hlaut að verða að víkja sæti, þegar 7 af 9 bæjarfulltrúum höfðu lýst á hann vantrausti. Hitt má þó gjarnan benda á, að einnig þeir tveir bæjar- fulltrúar, sem ekki stóðu beinlínis að frávikningunni, höfðu þó sjálfir borið fram tillögu um vítur á bæjarstjór. ann og greitt henni atkvæði í bæjarstjórninni. Var hann þar víttur fyrir framkomuna í elliheimilismálinu. Tíminn getur þvl ekki hreinsað Daníel af sakargift- unum, en sjálfur getur hann auðvitað höfðað mál á hend- ur bæjarstjóm Akraness til að reyna að fá greiddar bæt- ur vegna brottvikningarinnar og í því máli yrði þá fjallað um sakir á hendur honum, og virðist skynsamlegra fyrir Tímann að hafa hljótt um nafn Daníels Ágústínussonar, þar til sá dómur lægi fyrir. Á þetta mál er einnig minnzt í Staksteinum í dag. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.