Morgunblaðið - 02.09.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.09.1960, Qupperneq 22
22 M n rf r. rnv t> r 4 m Ð Föstudagur 2. sept. 1960 Stjarna Bandaríkjanna hrapaði í hásfökkinu Tveir Rússar skipuðu lyrstu sœtin GÆRDAGURINN var einn svartasti dagur Bandaríkja- manna á frjálsíþróttaleik- vanginum. Aðalstjarna þeirra og heimsmethafi í hástökki, Thomas, bilaði af taugaæsingi í Iokasennunni og komst að- m elti Þa- Þóttl Það fniðulegt að Faust sem hefur stokkið yfir eins með herkjum yfir 2,14, þótt heimsmet hans sé 2,22. Og súrast í broti fannst hin- um fjölmenna bandaríska áhorfendahóp, að það skyldu vera tveir Rússar, Robert Shav Lakadze og Valeri Bru- mal, sem fóru við þetta fram fyrir Thomas, komust báðir yfir 2,16 og tóku gull- og silf- ur-verðlaunin. Óheppnin elti Bandaríkin 32 menn hófu undankeppni í hástökki kl. 10 í gærmorgun, og var þeim sett 2 m hæð sem lág- mark. Fimmtán keppendanna duttu þá þegar út, en kl. 3 síð- degis hófst úrslitakeppnin með tilraun við hæðina 2,03. Þrír Bandaríkjamenn voru með í keppninni, Thomas, Charles, Dumas og Joe Faust. En óheppn- 2,14 skyldi ekki komast yfir 2,03. Fífldirfska Thomas Nú var hækkað upp í 2,04. Voru þá aðeins sex keppendur eftir. Rússarnir Lakadze, Brum- el og Bolsjov, Bandaríkjamenn- irnir Thomas og Dumas og Sví- inn Stig Petterson. Það vakti athygli, að Thomas hóf ekki keppnina og sagði hann við leikstjóra, að hann ætlaði ekki að reyna fyrr en við 2,14. Þótti mönnum þetta ægilegar aðfarir og menn töluðu um fífl- dirfsku hjá kappanum. En þegar annar landi hans, Dumas komst ekki yfir 2,06, þá Irina Press Rússnezku stúlkurnar unnu tvö gull RÓM, 1. sept. — Rússnesku stúlk urnar unnu tvenn gullverðlaun í frjálsíþróttakcppni Olympíuleik- anna í dag og höfðu Rússar þar með unnið 11 gullverðlaun. ★ SPJÓTKAST Undankeppni spjótkastsins fór fram fyrir hádegi og komust 13 stúlkur í úrslitakeppnina. Yfir- burðir rússnesku stúlkunnar Ozolina komu fljótlega í ljós. Vann hún undankeppnina með 53.04 m kasti, sem er 83 cm frá Glympíumetinu. í úrslitakeppninni kastaði hún spjótinu rúmurn tveim metrum lengra en frú Zatopkova (kona hins fræga hlaupara F,. Zatopek frá Tékkóslóvakiu) og B. Kaled- ene, Rússlandi er varð þriðja. Lengsta kast Ozolinu mældist 55.98 metrar, sem er nýtt Olymp- íumet og 3,51 metra lengra en gamla metið, sem B. Kaledene setti í Melbourne á síðustu Olymp íuleikum. Frú Zatopkova hlaut silfurverðlaunin (53.78), Kaled- ene bronzverðlaunin (53.45 m). ★ 80 m grindahlaup kvenna Hin heimsfræga íþróttakona Irin-a Press vann gull fyrir Rúss- land, er hún varð Olympíumeist- ari í 80 m grindahlaupi í dag. Hún var öruggur sigurvegan bæði í milliriðli og i úrslitahlaup- inu. í úrslitahlaupinu hljóp hún á 10.8 sek. Brezka stúlkan Carol Quinton hlaut silfurverðl-aunin, og bronzverðlaunin hl-aut þýzka stúlkan Gisela Birkemeyer (11.0 sek.). fór að fara um Thomas, því að Framh. á bls. 23. QÓP Hary bezfi hlaupari sprett- heims Undirstrikaði það með Olympíusigri RÓM, 1. sept. — Úrslitakeppni 100 metra hlaupsins á Olympíu- leikunum hefir oft verið tvísýn og hörkuspennandi, en fá eru dæmi um jafnari keppni en Þjóð- verjinn Hary og Bandaríkjamað- urinn Sime háðu í dag um fyrsta sætið. Báðir fengu tímann 10,2 sek. Dæmt eftir myndum Bftir að myndir höfðu verið rannsakaðar var Hary dæmdur sigurinn og þar með gullverðlaun in. Myndirnar sýndu að Si-me er komin með annan fótinn yfir endam-arkið, en brjóst Hary slít- ur snúruna — og Bandarí-kjamað- urinn var dæmdur annar og hla-ut silfurverðlaunin. Jafntvísýn keppni var um 3 sætið, en um það börðust Bret- inn Badford, Figuerola, Kúbu og Budd, USA. Allir hlupu á 10,3 sek., en Badford var dæmdur sjón armun á undan og hlaut því bronzverðlaunin. Geysi hörð keppni Aðeins 5/10 úr sekúndu skildu að fyrsta og sjötta mann. Hary fókk sem við var búizt gott við- bragð og var fyrstur hel-ming leið arinnar, er Sime komst upp að hlið hans. Er þeir komu að enda- línunni gerði Sime örvæntingar- fulla tilraun til að slíta sn-úruna á undan Hary með að kasta sér fram, en það dugði ekki til. Við þetta féll Bandaríkjamaðurinn endilangur á hlaupabrautina. Hratt einveldi Bandarikjamanna Vinningstíminn í hlaupinu er sa-mi og Olympíumetið. Með si-gri snum braut hinn 23 ára gam-li efnafræðistúdent frá Saarbruck- en veldi Bandaríkjamannanna í 100 m hlaupinu á bak aftur, en spretthlaupin ha-fa þeir sigrað 10 sinnum á þeim 13 Olympíuleik- um, sem haldnir hafa verið frá 1896. — Hary er handhafi heimsmetsins í 100 metrum, 10,0 sek. sem hann setti í surnar og var viðurkennt se-m met a-f alþjóða laga- og regl-u gerðarnefndinni daginn áður en Oly-mpíuleikix'nk' hófust í Róm. Jerome tognaði Kanada-maðurinn Harry Jer- ome, sem einnig hefir hla-upið 100 m á 10,0 sek. í s-umar, togn- aði illilega í undan-úrslitunum og varð að hætta. Og Ray Norton, sem talinn hefir verið fótkvat- asti maður veraldarinnar, varð að láta sér nægja 6. sætið. Sigurvegarinn Hary ÞJÓÐVERJINN Amin Hary sigraði í gær í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Sigur hans kom mönnum ekki á óvart. Þetta er einmitt piltur- inn, sem setti í Zúrich í sum- ar hið ótrúlega nýja heims- met í 100 m hlaupi á 10 sek. sléttum. Hary er 23 ára og starfaði áður við vélsmíði í Saar, en hcfur síðar fengið starf sem verzlunarmaður. Hann er trú- lofaður 17 ára stúlku og á blá- an Fólksvagn. Hann kom fyrst fram 1956 á íþróttamótum fyrir félag sitt, „Saar 05“. Var hann þá mjög alhliða. Stökk 6,50 í lang stökki, 3,50 í stangarstökki, kastaði spótinu 55 metra og hljóp 100 m á 11,3 sek. Varð hann Saarmeistari í tugþraut. Nokkru seinna keppti hann fynr félag sitt í 100 m og náði 10.8. Þá uppgötvaði þjálfarinn Ralph Hoke hann og næsta ár var tími hans í 100 m kom- inn niður - 10.4. Þá einsetti Hary sér, að hann skyldi sigra hinn krýnda kon- ung þýzku 100 m hlauparanna Manfred Germar, sem átti óslitinn sigurferil. Hafði hann þá keppt 75 sinnum í óslitinni röð af 100 m hlaupum og unn- ið í hvert einasta skipti. Einvígi þeirra Harys og Germars hafa nú síðustu tvö árin verið sú keppni a íþrótta- móium í Þýzkalandi, sem beð- ið hefur verið eftir með mestri eftirvæntingu. Nú er Germar, hinn gam]i kóngur, farinn að eídast og Hary tekur við há- sæti hans. Germar tók einnig þátt í 100 m hlaupinu. en nú komst hann ekki einu sinni í úrslit. Jón úr leik Vilhjálmur keppir i langstökki 400 m grindahlaup RÖM, 1. sept. (NTB): — Milli- riðlar og undanúrslit fóru fram í dag í 400 m grindahlaupi. Bezt- um tíma náðu Bandaríkjamenn- irnir Cusham og Howard. Hlupu þeir í sama riðli í undanúrslitun- um og fengu tímann 50.8 sek. Heimsmethafinn og Olympíu- meistarinn frá Melbourne, Banda ríkjamaðurinn Glenn Davis vann sinn riðil á 51,1 sek. Úrslit fara fram á morgun og verða eftirtaldir í úrslitahlaup- inu: J-anz, Þýzkalandi, Glenn Davis, USA, Jussi Rintamaki, Finnlandi, Howard USA, Gush- m-an, USA og Galliker, Sviss. QQP Einkaskeyti frá fréttaritara Morgunblaðsins. RÓM, 1. sept.: — 17 af 32 kepp- endura komust í aðalkeppnina í hástökki, en takmarkið var 2 metrar. Jón Pétursson keppti af hálfu íslands í þeirri grein. — Byrjunarhæð hans var 1,90 m., og fór hann yfir í annarri tilraun. Næstu hæð, 1,95 m., fór hann í fyrstu tilraun. Fyrsta tilraun hans við tvo metra var slæm, en í öðru stökki var hann kominn yfir, en felldi með fæti á niður- leið. I þriðju tilraun hljóp hann að, en stökk ekki og fór undir út í gryfju. Tilraunin var fullgild og var Jón þar með úr leik. — Hann varð 22.^23. í röðinni. Af þeim 17, sem komust í aðal- keppnina, voru Svíarnir Petter- son og Nielsson, einu Norður- landabúarnir. Stukku þeir báð- ir yfir 2 metra í fyrstu tilraun. Hitinn of mikill Svavar Markússon sagði mér í dag, að hann hefði verið þungur þegar í byrjun 800 m. hlaupsins og erfitt hefði verið að hlaupa. Ekki væri ósennilegt að hitinn hefði ráðið þar miklu um. Vilhjálmur í langstökki Vilhjálmur Einarsson verður meðal keppenda í langstökki, sem fram fer á morgun (föstu- dag). Gerir hann það mestmegnis til þess að kynnast atrpnnubraut inni fyrir þrístökkskeppnina, sem fram fer í næstu viku. — A. St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.