Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. sept. 1960 MORGVNJiLAÐIÐ 11 Einar £. Kvaran aðalbókari sig eftir nýju umihverfi og nýju íólki. Réttast væri, að míruu áliti, að menn ynnu til sjötugs, en ættu þess kost að hætta 65 ára ef heilsa þeirra brestur. — Hvernig taka framkværnda- stjórar leyfi sín? — Svo virðist, setm flestir taiki sér frí einu sinni á ári, tvær til þrjár vikur í senn. — Er það nægilegt? — Nei, — við mælum öllu held ur með því að menn geti tekið sér hálfsmánaðar fri frá störfum tvisvar á ári. Enda gera það margir. — Ef menn eiga kost á tveggja vikna fríi, ættu þeir þá að taka þær vikur í einu eða skipta þeim? — Taka þær saman, og helzt að vetri til. Á sumrin eiga menn þess kost, að fara í smáferðalög uni helgar og stunda þá útiveru, en á veturna halda menn sig meira inni við. Og við mælum mjög með því, að menn skipti um umhverfi í fríi sínu. I>að er ekki rétt notkun á leyfi, að sitja heima. HÁMARKIÐ EINN PAKKI Á D A G — Að lokum dr. Johnson. Ráð- leggið þér mönnum, sem vita af hjartakvillium í ætt sinni, að hætta að reylíja? —Við ráðleggjum siikum mönn um að hætta að reykja, að minnsta kosti af og til, í nofck- urn tíma. Okkur er ljóst að marg- ir hafa mikla nautn af reyking- um og viljum helzt ekki tafca neitt af mönnum, sem þeim finnst nautn að. En sumir menn ættu alls ekki að reykja, t.d. þeir, sem hafa fengið snert af kransæða- stíflu eða magasári. Vitað er, að reykingum fylgir viss hætta og menn verða að gera það upp við sjálfa sig hvað þeir vilja leggja í sölurnar fyrir ánægjuna. En eitt teljum við öruggt: Menn skyldu aldrei taka þá áhættu, að reykja meira en einn vindlinigapakka á dag. ðiíýru prjúnavörurnar seldar i dag eftir kl. 1. UllarvörubúSin Þingholtsstræti 3. Túnbökur Vélskornar túnþökur afgreidd ar daglega í Breiðholtsiandi. Kr. 5.00 ferm. Heimsent kr. 7,50 ferm. — Gróðrarstóðin við Miklatorg Símar 22822 og 19775. Blómasýningin hjá okkur er alitaf stöðug blómasýning. Nú eru Dahlí- urnar í blóma. — Gjörið svo vel og lítið inn. Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 19-7-75. Magnús Thorlacius Oæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. KVEÐJA FRÁ STARFSFÓLKI ÚTVEGSBANKANS UM DAGMÁL, miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn, andaðist í Heilsuverndarstöðinni í Reykja- vík, Einar E. Kvaran, aðalbók- ari Útvegsbanka íslands, af völdum lungnabólgu. Hafði hann um alllangt skeið átt við van- heilsu að búa, en bar þau veik- indi af einstakri ró og æðruleysi. Einar E. Kvaran fæddist í Winnipeg í Kanada 9. ágúst 1892. Foreldrar hans voru Gíslína Gísiadóttir bónda í Reykholti í Mosfellssveit og hinn þjóðkunni rithöfundur Einar Hjörleifsson Kvaran, prófasts Einarssonar að Undirfelli í Vatnsdal. Einar rithöfundur Kvaran var í tug ára, fyrir aldamót, ritstjóri Lögbergs og Heimskringlu í Vesturheimi og fluttist ,aftur heim til íslands 1895. Dvaldist þá í Reykjavík til 1901 og var aðalritstjóri ísafoldar og Sunn- anfara. Tók þá við ritstjórn Norðurlands á Akureyri til 1904 að hann fiuttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Einar yngri var þá 12 ára og ávallt síðan, í röska hálfa öld, hefur heimili hans verið í Reykjavík. í foreldrahúsum tii 29. júní 1917. Þá stofnaði hann heimili með heitmey sinni, Elin- borgu Böðvarsdóttur, kaupmanns á Akranesi, Þorvaldssonar prests að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Einar E. Kvaran lauk stúd- entsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1911 og hóf næsta vetur nám í læknadeild Háskóla íslands Frá því námi hvarf hann eftir nokkur ár. Þann 1. febrúar 1918 réðist Einar E. Kvaran í þjónustu ís- lanasbanka og vann þar í upp- hafi almenn skrifstofustörf, unz hann um hríð var aðalgjaldkeri bankans til 1. janúar 1925. Frá þeim tíma hefur hann verið aðal bókari íslandsbanka og síðar Útvegsbanka ísiands. Einar E. Kvaran varð í æsku og á uppeldisárum snortinn áhuga á fögrum listum og margs konar menningarstefnum, er hann kynntist í foreldrahúsum, en þar áttu hugsjóna- og for- ystumenn þeirra mála, oft á tíð- um orðþing með hinum áhuga- ríka og fjölgáfaða föður hans. Þar kynntist Einar íslenzkri leiklist í bernsku og hafði alla ævi miklar mætur á. Sjálfur tók Einar þátt í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og kom nokkrum sinnum fram á leiksviðirtu í Iðnó. Naut hann þar einkurn leiðbein- ingar og uppörvunar Jens B. Waage.er var samstarfsmaður hans í íslandsbanka, og þá bezti og snjallasti leikari landsins. Einar E. Kvaran var fjölles- inn, fróður og vel að sér í bók- menntum, en hleypidómalaus í þeim efnum, svo sem á öðrum sviðum. Hann var söngmaður góður, hafði fagra og fágaða tenórrödd. Tók mikinn og virkan þátt í störfum fyrstu karlakóra, er störfuðu í Reykjavík, „17. júní“ og Fóstbræðra, hinna eldri. íþróttum unni hann af heilum hug og hafði ánægju af að horfa á drengilega og fagra knattspyrnu keppni. Hann kunni góð skil á skák. Tefldi nokkuð og hafði unun að. í tómstundum naut hann einnig að vera í hópi góðra vina yfir spilum. Einar E. Kvaran var einlæg- ur trúmaður, og hafði á þeim málum ákveðnar skoðanir, en flíkaði þeim eigi. Síðustu a. m. k. tvo eða þrjá áratugi mun Einar eigi hafa tek- ið virkan þátt í félagsstarfsemi utan vinnustaðar. Mun þar hafa nokkru ráðið áralöng veikinda- 'barátta, er fáir vissu, auk hans sjálfs, hversu eiíið var oft á tímum. Vettvangur hans var heimilið og bankinn og var líf hans og störf samtvinnuð þessum tveim- ur meginþáttum. Ég kynntist Einari E. Kvaran fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þau kynni hafa orðið mér mikilsvirði og þroskandi. Framkoma hans strax í upphafi var sviphrein og traustvekjandi, einlæg og prúðmannleg. Hann var fríður sýnum. frjálslegur og karlmann- legur á velli. Hroki eða yfirlæti var ekki til í hans fari. Hann var mætur og ástsæll starfs- félagi. Einar E. Kvaran var í senn höfðingi og jafningi félaga sinna. Hann var á öllum stundum al- úðlegur og vel nugáandi í hvers manns garð og kom þar aldrei fram manngreinarálit. Honum var einkum hugieikið og lagið að taka málstað þeirra, er minna máttu sin. Starísfólki bankans reyndist hann ósjaldan skjöldur og skjól. Einar E. Kvaran var félags- lyndur maðúr og kom mikið við sögu þeirra mála í Útvegsbanka íslands og einkum í sambandi við stofnun félagssamtaka banka manna. Hann var kjörinn fyrsti formaður Starfsmannafélags Út- vegsbankans og var það sann- arlega mikil gifta og gæfa fyrir félagssamtökin að hljóta í upp- hafi jafn trausta, örugga og við- urkennda forystu Einar E. Kvaran hefur sagt mér, að í sambandi við stofnun félagsins hafi einkum vakað fyr- ir sér og öðrum, er 'ýttu félags- stofnuninni úr vör, að vinna að því að starfsfólkinu yrðu tryggð eftirlaun. Þá voru almannatrygg ingar ekki komnar á stofn og fáir aðrir en nokkur hluti embættismanna höfðu rétt til eftirlauna. Hann starfaði ótrauður og öt- ullega að framgangi og sigri þessa fagra hugsjónamáls og lifði þann dag, að mikilvægum og merkum áfanga í brautryðj- endastarfi hans var náð fyrir nokkrum mánuðum. Einar E. Kvaran átti sæti í stjórn Eftirlaunasjóðsins í tæpa tvo áratugi og verða störf hans á þeim vettvangi seint eða aldrei fullþökkuð eða metin sem skyldi. Þegar Einar E. Kvaran hafði verið bankamaður í fjörutíu ár, bað ég hann að miðla af reynslu sinni heilræðum til handa ung- um starfsmönnum bankans, er legðu út á sömu starfsbraut og hann hefði sjálfur gengið til góðs í fjóra áratugi. Svar Einars var á þessa leið: „Það er ávallt erfitt að leggja öðrum heilræði. En ef ég ætti að fást við slíkt, held ég það yrði helzt, að hinir ungu menn geri sér það ijóst þegar í upp- hafi og gleymi því aldrei, að þeir séu að vinna ábyrgðar- mikil trúnaðarstörf. Sé þeim það nægjanlega hugarhaldið, held ég að þær eigindir, sem þýðingarmestar eru, komi af sjálfu sér, svo sem hirðusemi, reglusemi, stundvísi o. s. frv“. I Með þessum orðum hefir Einar > E. Kvaran látið í ljós á yfirlætis- lausan og hógværan hátt, við- horf sitt til starfsins og þeiraar stefnu, sem hann hefur sjálfur í sannleika og trúmennsku fylgt Eins og áður segir kvæntist Einar E. Kvaran eftirlifandi konu sinni, Elinborgu Böðvars- dóttur fyrir 43 árum. Hjónaband þeirra hefur verið ástúðlegt og farsælt. Heimili þeirra hefur bor ið vitni fegurðar og smekkvísi og á móti gestum hefur verið tekið vinarhöndum. Einn son hafa þau eignast, Böðvar, skrifstofustjóra hjá Skeljungi. Er hann kvæntur Guðrúnu Vilhjálmsdóttur og og eiga þau sex böm. í dag kveðjum vér Einar E. Kvaran með söknuði og trega, en frá hjörtum vorum fylgir ein- lægt þakklæti fyrir trausta sam- fylgd og góðar endurminningar. Við vitum að sárastur er þó söknuður eiginkonu, sonar, tengdadóttur og barnabarna. Þeim öllum vottum vér inni- lega samúð og ástvinum þeirra. Adolf Björnsson. ★ ÉG VAR búinn til burtferðar, er mér var borin andlátsfregn Ein- ars E. Kvarans, svo að örfá minn ingarorð langar mig til að skilja eftir. Hann var hlédrægur maður, einfcum á siðari árum eftir að hann þraut heilsu, blandaði geði við fáa og lifði kyrrlátu lifi inn- an veggja heimilisins og í víðum heimi bóka og mennta, sem hann unni. Þó minnast hans margir írá yngri árum, stúdentsárum hans og hásfcólaárum, hins glæsilega manns, bæði að líkamsgerð og sálargáfum. Menn vitna til þess enn, er heyrðu söngrödd hans og sáu hann á leiksviði á þeim ár- um. Svo fágætlega var tjáning hans fáguð og túlkun. En skólinn var erfð, var gamalt gull sem í göfugum menntaættum hafði mót azt og náði ljóma hins sfcíra málms í lífi hans og gerð. Uppeldi hlaut hann i menn- ingarheimili mikilhæfra foreldra, frú Gíslínu og Einárs H. Kvarans. Um æskuheimilið hans léku menningarstráumar margra átta. í heimi bókmennta var faðir hans víðförulli flestum eða öllium ís- lendingum á þeirri tíð. Þetta svipmót bar Einar E. Kvaran æ síðan. Og hann var gæddur ágætum gáfum. Skiln- ingurinn var ijós. Athugunargáf- an var djúptæfc og kyrrlát. Uim margt minnti hann mjög á föður sinn og margt hið merkasta í fari hans var arfur, sem kunnugum gat ekki dulizt, hvaðan var runn- inn. Ég hefi fáum mönnum kynnzt, sem háreysti og asi var fjarlæg- ari en honum. Yfir vötnum hug- ans var kyrrð hins djúphugula manns. Yfir tjáningu hans var háttvísi óvenju fágaðrar manns- sálaf. Þess vegna hlaut hlédrægni hans að verða rrk, svo rifc að manni gat fundizt hún fjötur á gáfum, sem hefðu átt að fá meiri útrás. Víðlesinn maður í bóklegum menntum. Smekkmaður öruggur á ýmsar greinir lista. Glöggsær á stefnur og strauma. En hóf- samiur í máli og dómum, svo að ekki fóru orð hans fram úr því, sem róleg athugun og skörp gaf efni til. Arfur frá fágætu menningar- heimili æskuáranna og ættum, sem fágað höfðu gamalit gull menningar og mennta kynslóð fram af kynslóð. Já, — og meira en það. Hér fór maður, siem með heiðri hugarsjón Oig kyrriátri at- hugunargáfu kunni að vega og meta verðmætin. Einar E. Kvaran lifði síðustu árin í daglegri návist dauðans. Hann visisi það vel, en hafði efcki mörg orð um það. Hamn horfði kvíðalaus fram. Þá öruiggu visisu hafði hann ungux eignazt í for- eldrahúsum, að það væri byggð á bak við heljarstrauma. Eiginkonu hans og ástvinum öðrum votta ég samúð og sjálfum honum bið ég fararheilla. Jón Auðuns. Skiptafundur í þrotabúi Skinnfaxa h.f., Klapparstíg 30, hér í bæn- um, verður haldinn í skrifstofu borgarfógeta, Tjarn- argötu 4, laugaidaginn 3. september 1960, kl. 10 ár- degis og veröa þá teknar ákvarðanir um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík. Sparis]óðurinn PUINIDIÐ Klapparstíg 25 ávaxtar sparifé með hæstu innlánsvöxtum. Opið kl. 10,30—12 f.h. og 5—6 e.h. Til sölu í glæsilegri nýbyggingu við Melabraut, Seltjarnar- nesi fokheid efri og neðri hæð svo og jarðhæð. Stærð 130 ferm., 5 herb. eldhús, hol og bað. Sér þvotta- hús á hæðunum. Sér inng. Sér hiti. Bílskúrsréttindi. Stórkostlegt utsýni. — Teikningar til sýnis á skrif- stofunni. Glæsileg 1. ha?ð (150 ferm.) í villubyggingu við Flókagötu . íbúð með 6 herb., eldhús, bað og forstofa ásamt herb. í kjallara, tveimur sér geymslum, bílskúrs- réttindum. Harðviðarhurðir og tvöfalt gler. Allir veðréttir lausir. Skipa- og Fasteignasalan Jóhannes Lárusson, hdl. Kirkjuhvoli — Sími 13842.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.