Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGl' NBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1961 Á sigiingalein Hans Hedtoft Kaupmannahafnarblaðið B.T. skýrir frá því sl. laugardag að þrír skips- menn á Varla Dan, einu af íshafsskipum útgerðar J. Lauritzens, hafi gengið í land af skipinu áður en það átti að hefja vetrar- siglingar til Grænlands. Hinir 30 skipverjanna sögðu ekkert, sem þýðir að þeir ætla að vera kyrr- ir á skipinu og taka þátt í hinni óþægilegu sigl- ingu. Farin verður sigl- ingaleið Hans Hedtofts og Hanne S. fyrir Hvarf á Grænlandi og síðan norð- ur með vesturströndinni. Varla Dan átti að sigla frá Kaupmannahöfn hinn 10. þ.m. ★ — Ef okkur berast fregnir um ís og slæmt veður höldum við dýpra fyrir Hvarf en hin skipin, hefir blaðið eftir hin- um 46 ára gamla skipstjóra Harald Möller Pedersen, sem áður hefir verið stýrimaður á Kista Dan við Suðurskautið og skipstjóri á Magga Dan á sömu slóðum. Nú stjórnar hann aðeins 6 mánaða gömlu Ishafsfari með 30 manna skips höfn. — Æski sjómaður ekki að vera um borð í skipinu er kjánaskapur að reyna að þvinga hann til þess. Það er aðeins til óþæginda fyrir báða aðila. Við höfum skrásett þrjá nýja menn í stað háset- anna tveggja og léttadrengs- ins, sem hættu. Og á þriðju- daginn siglum við til Juliane- haab, Narssaq, Ivigtut, Grönnedal, Frederikshaab, Godthaab, Holsteinsborg og Sukkertoppen. Farmurinn er stykkjavara til Grænlands og sennilega saltfiskur heim aft- ur. Við komum hingað aftur í febrúarlok. — Farþegar? — Engir. Við flytjum hvorki farþega né heilar fjöl- skyldur að vetrinum. Það er bannað eftir að slysin tvö hentu. ★ Möller Pedersen skipstjóri viðurkennir að vetrarsigling- ar til Grænlands veki nokkra athygli eftir að Hans Hedtoft sökk í þessum mánuði fyrir tveimur árum og Hanne S í apríl 1960 og 113 manns fórust með þeim. — Þegar ég segi að þetta verði slarkferð er það vegna þess að Norðuratlantshafið er ótrygg siglingaleið á þessum tíma árs. En erfileikarnir af siglingunni eru ekki svo mikl ir að ástæða sé til að hætta við ferðina. Skipstjórinn var ekkert um það spurður hvort hann vildi sigla til Grænlands eða ekki. Hinn 12. des. s.l. fékk hann til kynningu um það frá útgerð- inni að búið væri að leigja skipið hinni Konunglegu dönsku Grænlandsverzlun til Vestur Grænlands í janúar- mánuði. Og þeirri tilkynningu tók hann orðalaust. Hann hugs aði ekki eitt augnablik um sambandi til Flugfélags Is- lands og spurðumst fyrir hvenær ísflug félagsins ætti að hefjast fyrir Grænlands- stjórn. Það hefst-1. febrúar og jafnframt því að ísinn verður kannaður verður flugvélin notucr til léitar og athugunar- flugs eftir því sem þurfa þyk- ir. Er þetta einn iiður í björg- unarkerfi, sem verið er að koma á fót við Grænland. Ef til vill hittast faxinn og Varla Dan einhvers staðar við vest- urströnd Grænlands fyrstu dagana í febrúar. 88» Grænlandsís. slysfarir. Hann kallaði ekki saman skipshöfnina til þess að tilkynna henni hvorki um eitt né annað. Hann sagði sínum náustu starfsmönum frá því hvert næst ætti að halda, stýrimanninum, vélamannin- um og brytanum og nokkrum fleiri. Enginn sagði neitt við þessu nema hinir 3 hásetar. — Konan hans? — Ekki heldur. Hún er of skynsöm til þess. ★ Varla Dan er 2675 tonn að stærð og því helmingi stærri en Kista Dan og helmingi minni en Helga Dan svo að til samanburðar séu nefnd tvö önnur af íshafsförum Laurit- zens. Vélin er 2020 hestöfl. Skipið er styrkt fyrir sigling- ar í ís og getur að vissu marki brotið ísinn sjálft. Það er búið ísskera, sem verndar stýrið er það fer aftur á bak og búið er það hlífum að aftan, sem halda ísnum frá skrúfunni. Innangengt er í upphitaðan varðturn í framsiglu. Skip- stjórinn getur því auðveld- lega stýrt skipi sínu, en harm telur ekki að hann þurfi á ísútbúnaðinum að halda í þess ari ferð. Og í ratsjánni sér hann borgarísjakana er kunna að verða á vegi hans. — Hvað ef skipið lendir á ísjaka í slæmu veðri. — Skipið sekkur að öllum líkindum. En það kemur ekki fyrir okkur. Ef við sjáum ekki fram fyrir okkur siglum við svo hægt að skipið aðeins mjakast áfram. — En hvað er að segja um hina hættulegu hnúta? Einn slíkur nægir til að brjóta upp lestaopin og sökkva skipinu á samri stundu — en það kemur sjaldan fyr- ir, og ætti maður að sigla með þá áhættu fyrir augum, mætti allt eins vel hætta siglingum. Það hefir hent að hnútur hefir komið á skip mitt, en hann var næsta vingjarnlegur. Hann lét sér nægja að leggja allan borðstokkinn niður. ★ Lengra höldum við ekki í samtali blaðamannsins og skipstjórans á Varla Dan. Von andi gengur Grænlandsferðin að óskum. Við snerum okkur í þessu Hann ætlar í Grænlands- siglinguna. Samkomur Zion Austurg. ZZ Hafnarfirðj Vakningavikan heldur áfram, samkoma kl. 20.30 í kvöld og annað kvöld. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Hjálpræðisherinn | í kvöld kl. 20,30: Samkoma fyr 'ir karlmenn. Allir karlmenn vel komnir. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins Hörgsihlíð 12, Kvík í kvöld mið- vikudag kl. 8 e_h. Kristniboðssambandið Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8,30 í kristniboðshúsinu Betaníu, Iiaufásvegi 13. Þórir Guðbergs- son kennari talar. Allir eru hjartanlega velkomnir. F élagslíf Skíðaferð í kvöld kl. 7,30. Og annað kvöld kl. 7,30. Stefán Kristjánsson kennir. Farið verð ur í Skíðaskálann, Hveradölum. Afgreiðsla hjá B S R Skíðafélögin í Rvík í FYRSTA SIIMIM í ÍSLEIMZKU BLAÐI VIKUBLAÐIÐ FALKINN er fyrsta íslenzka blaðið, sem gefur lesendum sínum kost á að spila BINGÓ og vinna til glæsilegra verðlauna: FAR FYRIR TVO TIL HAMBORGAR OG HEIM AFTUR MEÐ FLUGVÉLUM FLUGFÉLAGS ISLANDS og auk þess fjöldi bókaverðlauna. Bingóið verður í næstu átta blöðum, en Bingóspjaldið fylgir aðeins blaðinu, sem l**mur ut 1 dag. Verið með frá upphafi! Tryggið yður eintak, áður en það er um seinan. Vikublaðið FÁLKINN NÝTT f NÝTT 1 NÝTT | NÝTT | NÝTT ; NÝTT I NÝTT | ■nc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.