Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. jan. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Iðnaðormália K960 eflir Braga Hannesson fr^mkvæmdastjóra Landsamb. iðnaðarmanna MJÖG er erfitt að segja fyrir um jþróun í hinum 60 löggiltu iðn- greinum árið 1960, þar sem ekki hefur tekizt að koma fastri skip- an á söfnun iðnskýrslna. Ef litið er á lengri tíma og fjöldi nema í einstökum iðnum athugaður, þá er ljóst að samdráttur hefur ver- ið í nokkrum iðnum, sem á ræt- ur að rekja til breyttra atvinnu- hátta. Nú er enginn iðnnemi í beykisiðn, gaslögnum, reiðtygja- og aktygjasmíði, steinsmíði, tág- ariðn og vagnasmíði. Einnig hef- ur enginn iðnnemi verið síðustu árin í feldskurði, hattasaumi, hljóðfærasmíði, eirsmíði, köku- gerð, leirkerasmíði, leturgrefti og myndskurði, þótt þessar iðr.ir ættu að hafa nokkra vaxtamögu leika. Hins vegar má segja, að stöð- ugur vöxtur hafi verið að und- anförnu í iðnum byggingaiðnað- arins, járniðnaðarins, bifvéla- virkjun, bifreiðasmíði, fram- reiðsluiðn, hiárgreiðsluiðn, hús- gagnabólstrun og húsgagnasmíði, prentiðn og útvarpsvirkjun. Til þess að gefa nokkra svip- mynd af þessari þróun, þá hefur Iðnfræðsluráð upplýst, að stað- festir námssamningar í áður- nefndum iðnum í Reykjavík hafi verið við áramótin 1950 og hins vegár áramótir 1960, sem hér segir: 1950 1960 Byggingaiðnaður ....... 63 265 Járniðnaður ........... 34 234 Bifvélavirkjun ........ 17 81 Bifreiðasmíði........... 2 21 Framreiðsla og matr. 1 32 Hárgreiðsluiðn.......... 0 43 Húsgagnasm. og bólstr. 11 82 Prentiðn .............. 13 59 Útvarpsvirkjwn.......... 1 14 Heildartala staðfestra náms- samninga í Reykjavík við ára- mótin var 955, en 1950 samtals 178. í árslok 1950 voru samþykktir námssamningar á öllu landinu samtals 272, en við þessi áramót samtals um 1610. Af þessu má ráða, að iðnaður okkar hefur vaxið mjög síðustu 10 árin. Atvinna hefur yfirleitt verið næg hjá iðnaðarmönnum árið 1960, þótt nokkuð sé þaS mis- jafnt eftir iðngreinum og lands- hlutum. Þó er ljóst að atvinna hefur minnkað í byggingaiðnaði, þótt ekki sé atvinnuleysi í iðn- inni. f Reykjavík var lokið við smíði á 642 íbúðum að meðal- stærð 341 rúmm., en úm 1000 íbúðir eru í smíðum, þar af 600 fokheldar eða meira. Á árinu 1959 var hins vegar lokið við •míði á 740 íbúðum í Reykjavík að meðalstærð 356 rúmm, og þá voru í smíðum 1145 íbúðir. Á sl. ári voru byggðir innan- lands 12 bátar samtals að stærð 315 rúml. br., en árið 1959 6 bát- ar samtals 164 rúml. br. Nú eru 13 bátar í smíðum, sem verða samtals um 540 rúml. br. þar á naeðal er stálfiskibátur, sem verð ur um 130 rúml. br. Iðnfyrirtækin hafa yfirieitt átt við nokkra erfiðleika að stríða vegna lánsfjárskorts og lágrar álagningarheimildar. Gengis- breytingin jók nokkuð á þessa erfiðleika, þótt fullyrða megi að iðnaðinum sé rett gengisskrán- ing hið mesta nauðsynjamál Þá hefur ranglát skattalöggjöf sem fyrr torveldað iðnfyrirtækjum að leggja sér sjálf til rekstursfé, en eðililegt má telja, að stefnt sé að því. Ekki er laust við, að offram- leiðslu gæti i etnstaka iðn mið- að við innanlandsmarkaðinn, en það á rætur að rekja til aukirn- ar vélvæðingar Má þar til nefna húsgagnaiðnaðinn. Hér þarf því að vinda bráðan bug að markaðs könnun erlendis fyrir hlutaðeig- andi iðnir. Árið 1960 hefur verið ár mik- illa viðburða. Samþykkt voru lög á Alþingi um efnahagsmál, þar sem horfið var frá uppbótarkerí- inu, en géngi ísl. kr. miðað við erlendan gjaldeyri ákveðið kr. 38.00 hver bandarískur dollar; ný söluskattslög sett; Innflutnings- skrifstofan lögð niður og innflutn ingur og fjárfesting að mestu gefin frjáls og skattalöggjöfin endurskoðuð. Hér á eftir verður skýrt frá verknámskennslu í nokkrum iðn- um. Er nú kominn vísir að verk- námsdeildum í prentiðn, málara- iðn, rafvirkjun og húsa- og hús- gagnaiðn í skólanum. Félög iðn- aðarmanna í viðkomandi iðnum hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga og lagt fram og safnað fé til áhaldakaupa í deildirnar. Þá hefu r Reykjavíkurbær út- hlutað skólanum lóð, sem nær frá skólahúsinu á Skólavörðu- hæð og út að Frakkastíg. Þar verður, eftir því sem fé fæst til, byggt tveggja hæða hús á kjall- ara fyrir verknámskennslu. Hæfileg skipting náms milli iðnskóla og meistara og iðnfyrir- tækja er takmark allra iðngreina, og því takmarki þarf að ná sem fyrst. Eins og áður hefúr verið skýrt frá, hefur starfað nefnd til þess að semja reglur fyrir væntanleg an meistaraskóla, og er hún í þann veginn að ljúka störfum. Með stofnun meisteiraskóla opn- fagnaðarefni, að núverandi ríkis stjórn skuli hafa heitið gagn- gerðri endurskoðun á skattalög- gjöfinni og þegar fengið sam- þykkt lög í þessu efni, sem miða í rétta átt. Breytingar þær, sem gerðar hafa verið, miða einkum að því að draga úr skattabyrði einstakl- inga. Þannig var tekjuskatturinn lækkaður verulega, lögfestir þrír útsvarpsstigar, — einn fyrir Reykjavík, annar fyrir aðra kaup staði og þriðji fyrir hreppa — og samhliða var reglan um niður- jöfnun eftir efnum og ástæðum afnumin og ákveðið að greidd útsvör verði frádráttarbær. Hvað fyrirtækin snertir, þá voru þau ákvæði einnig sam- þykkt, að greidd útsvör verði frádráttarbær, og tekur þetta líka til veltuútsvars. Hámark veltuútsvars var ákveðið, og er það 3%. Þá var samvinnufélög- um gert að greiða veltuútsvar af veltu vegna viðskipta við félags- framvindu helztu hagsmuna- og áhugamála iðnaðarins á sl. ári. Iðnfræðsla og tæknimenntun Eitt af þýðingarmestu dag- skrármálum iðnaðarins er iðn- fræðslan. Hin öra tækniþróun síðustu ára hefur orðið þess vald andi, að meira er nú undir iðn- fræðslunni komið en nokkru sinni fyrr, hvers við megum vænta af iðnaðarmönnum okkar í framtiðinni. Af sömu ástæðum er nauðsynlegt, að iðnskólakenn- urum gefist kostur á því að fylgj ast með framvindu iðnfræðslunn ar erlendis, og iðnaðarmenn eigi völ á fræðslu í iðn sinni, þótt þeir hafi lokið iðnskólanámi. • Tæknikunnátta er einn af þeim þáttum ,sem á mun velta, hvort iðnaður vex hér eða ei, og þessu til staðfestu höfum við dæmin í kringum okkur. Dönum hefur t.d. tekist vegna mikillar tækni- kunnáttu að gerast iðnaðarþjóð, þótt þeir búi í fremur hráefna- og orkusnauðu landi. í landinu starfa nú 18 iðnskól- ar. Þeir, sem kunnastir eru iðn- fræðslunni telja, að fremur beri að stefna að því að fækka iðn- skólunum en fjölga þeim, til þess að það fjármagn, sem til iðn- fræðslunnar er varið, nýtíst sem bezt. Sú hlýtur líka að verða raunin á, ef verknámskennsla á að verða einn þáttur iðnfræðsl- unnar eins og nú er markvisst unnið að. Iðnskólinn í Reykjavík hefur haft forgöngu um að taka upp Frá húsgagnasýningunnj 1960. ast möguleikar til fjölþættari iðnfræðslu fyrir þá, sem hyggja á verkstjórn í iðn sinni eða vilja afla sér frekari tæknifræðslu. Iðnaðarmálastofnun íslands hafði forgöngu um það, að nokkr ir verkfræðingar fluttu fræðslu- erindi fyrir iðnaðarmenn á ár- inu, og var þessari starfsemi vel tekið. Einnig hefur stofnunin í sinni vörzlu ágætt tæknikvik- myndasafn, og hafa mörg félög iðnaðarmanna úti á landsbyggð- inni fengið þar tæknikvikmyndir til sýninga. Iðnaðarmálastofnunin hefur unnið mikið og þarft verk í sam bandi við stöðlun. Hefur einn af verkfræðingum stofnunarinnar unnið að þessum málum á fjórða ár, starfað hafa nokkrar nefndir til þess að skipuleggja stöðlun á ákveðnum sviðum eins og stein- steypunefnd, mátkerfisnefnd, glugganefnd og hæða- og skipu- lagsmálanefnd. Að forgöngu stofnunarinnar at- hugaði norski verkfræðingurinn, Johan Meyer, vandamál varðandi rekstur og rekstrarhag bifreiða- verkstæða og samdi þar um ítar- lega skýrslu, þar sem m.a. er lagt til að bifreiðaverkstæðin verði skrásett og löggilt. Á Al- þingi er komið fram frv. þessa efnis. Skattamál í síðustu áramótagreinum hef- ur jafnan verið rætt ítarlega um þá annmarka, sem eru á skatta- löggjöfinni. Þess vegna er það m»nn jaft sem utanfélagsmenn. Þótt þessar breytingar séu til bóta, þá eru þær, að því er lýtur að fyrirtækjum, engan veginn nægilegar, til þess að gera þeim kleift að safna fé til eðlilegrar endurnýjunar og aukningar, enda hefur því verið' lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hér sé að- eins um áfanga að ræða og vænta megi löggjafar um skattlagningu fyrirtækja á næsta Alþingi. Á sl. ári voru samþykkt lög um 3% almennan söluskatt af hvers konar starfsemi og þjónustu og andvirði seldrar vöru og verð- mætá. Jafnframt voru numin úr gildi lagaákvæði um 9% sölu- skatt og útflutningssjóðsgjald. Meginreglan er, að söluskatt- ur skuli aðeins greiddur einu sinni, og er það á lokastigi við- skipta. Söluskattskyld er öll starf semi til eigin nota, og það jafnt starfsemi ríkis- og bæjarfyrir- tækja, og er það framför frá því sem áður var og stuðlar fremur að því, að þessir aðilar sjái sér hag í því að leita til starfandi manna í atvinnulífinu með ýmis- konar fyrirgreiðslu. Þá ber einnig að greiða sölu- skatt af vinnu iðnaðarmanna, sem fyrirtæki ráða til sín í eig- in þjónustu. Þannig þarf t. d. fyrirtæki, sem hefur fastráðinn iðnaðarmann í þjónustu sinni að greiða söluskatt af vinnu hans á sama hátt og greitt myndi, ef þjónustan væri keypt af starf- andi verkstæði. Nokkrar undanþágur eru frá Bragi Hannesson. söluskattinum. Að því er lýtur að iðnaðinum, þ* eru þær und- anþágur helztar, að vinna við húsbyggingar og aðra mann- virkjagerð á byggingastað og vinna við skipaviðgerðir er und- anþegin söluskatti. Ennfremur er heimilt að endurgreiða sölu- skatt af efni, vinnu, vélum og tækjum í skip og báta, sem smíð aðir eru innanlands. Aðrar undanþágur eru einkum í þágu útflutningsframleiðslunn- ar og þeirra, sem keppa við er- end fyrirtæki. Eins og gerð hefur verið grein fyrir margsinnis, þá var fyrra fyrirkomulag iðnaðinum óhag- stætt, hvað samkeppnisaðstöðu snertir, og leiddi í mörgum til- fellum til öfugþróunar og mis- réttis. Hér skal ekki fjölyrt frekar um það mál eða þá breytingu, sem gerð hefur verið, en rétt er að geta þess, að iðnaðarmenn munu almennt þeirrar skoðunn- ar, að hin nýju söluskattslög séu til bóta frá því sem áður var. Iiánamál Einn af grundvallarþáttum framleiðslu er fjármagn. Þess vegna er það brýnt úrlausnar- efni fyrir iðnaðinn með hliðsjón af því misrétti, sem verið hefur hérlendis í lánveitingum til at- vinnuveganna, að hlutdeild hans sé aukin í því fjármagni, sem við höfum yfir að ráða. Iðnlánasjóður á að heita stofn- lánasjóður iðnaðarins, en á 26 ár um hafa aðeins runnið um 12 millj. kr. til hans. Ef tekið er tímabilið 1951— 1959 og borin saman fjárframlög hins opinbera til helztu fjárfest- ingasjóða atvinnuveganna, þá er það þannig: millj. kr. Iðnlánasjóður ...... 6,6 Fiskveiðasjóður .... 139,5 Landbúnaðarsjóðir 107,4 Þar við bætist, að Fram- kvæmdabankinn hefur lánað 173.8 millj. kr. til landbúnaðar, 115.9 millj. kr. til fiskveiða- og fiskiðnaðar, en 15,7 millj. kr. til iðnaðar, ef frá eru skildar á- burðar- og sementsverksmiðja. Af þessu má ljóst vera að bæta verður aðstöðu iðnaðarins til öfl unar lánsfjár til langs tíma, ef tryggja á eðlilega þróun hans á næstu árum. Nefnd sú, sem iðnaðarmálaráð herra skipaði á sl. ári með að- ild frá samtökum iðnaðarins til þess að athuga lánamál iðnaðar- ins og gera tillögur í þeim efn- um, er langt komin með störf sín og hefur begar tilbúnar tillögur um eflingu Iðnlánasjóðs. Á Iðnþinþinginu í október skýrði Bjarni Benediktsson, iðn- aðarmálaráðherra, frá því, að ríksstjórnin hyggðist beita sér fyrir útvegun lánsfjár til Iðnlána sjóðs, sem næmi 15 millj .kr. Auk þess var framlag ríkis- sjóðs til Iðnlánasjóðs hækkað upp í 2 millj. kr. í fjárlögum 1960, og nemur það sömu upp- hæð í fjárlögum þessa árs, en það var áður kr. 1.450.000,00. Má af þessu ráða að vilji ríkir hjá ráðamönnum þjóðarinnar fyrir því að sjá iðnaðinum fyrir auknu fjármagni. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.