Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 11. jan. 1961 — Útgerðarmál Framh. af bls. 11. að Krossanesverksmiðjan væri búin að taka á móti 31 þúsund málum af þessum uppfæðingi .— Þetta er hryllileg rányrkja, sem tafarlaust ætti að banna. Það væri sönnu nær að rækta fisk og síld heldur enn að drepa ung- viðið áður en það kemur að gagni. 1 ágætri grein Halldórs Jónssonar í Morgunblaðinu 5. þ. m. er vikið að fiskræktunarmál- um og eru það orð í tíma töluð. Dragnótaveiðar Það var orðin áberandi trú manna, að hér í Faxaflóa væri orðið svo mikið af skarkola og öðrum flatfiski að hann hefði beinlínis ekki pláss á botninum, heldur væri hann i margföldum röðum hver ofan á öðrum og af því að svo mikið magn væri sam- ankomið, bæri nauðsyn til að veiða talsvert af þessum dýra fiski til þess að stofninn gæti þró azt eðlilega og dræpist ekki úr hungri. Eftir veiðarnar í sumar og haust, hefur komið talsverð reynzla, sem sýnir að flatfisks- magnið í flóanum er mjög mik- ið minna en reiknað var með og ekki meira enn það, að Jiaumast þýddi að draga yfir sama flekk- inn nema einu sinni til að verða var. En í driagnætur hefir aflazt talsvert af ýsu og þorski og hef- ur það aðallega verið ungur fisk- ur. Ýsa hefur veiðst nú undan- farið óvenju mikið á færi og lóð- ir hér í Faxaflóa og má þakka það algieriega fniðuninni. Mér sýnist vegna þeirrar reynslu, sem fengin er, beri tvímælalaust að banna alla dragnótaveiðar hér í Faxaflóa. Síldveiðin Nú eru veiðar byrjaðar að nýju eftir jólaleyfið og hafa bátarnir aflað vonum fremur, t. d. í dag fengu Akranessbátar 5 talsins, um 2600 tunnur, tveir þeir hæstu Sigurður og Höfrungur II. um 900 tunnur hvor. Við gerum ráð fyrir að halda áfram þessum veið um svo lengi sem veður leyfir og afli fæst. Mjög mikið magn af síld er nú á miðunum undan Jökli. Lokaorð Jólin eru liðin að þessu sinni og sagt er að allar kirkjur lands- ins hafi verið fullsetnar, það er dásamlegt að heyra og það er staðreynd, að við erum öll betri á jólahátíðinni, heldur enn aðra- daga ársins og svo syngjum við á gamlárskvöld: Nú árið er liðið í aldanna skaut. Og aldrei það kemur til baka. Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut . . . og ennfremur: I hendi Guðs er hver ein tíð. I hendi Guðs er allt vort stríð. Hið minnsta happ, hið mesta tár. Hið mikla djúp, hið litla tár. O svo þegar hátíðaljóminn er af okkur runninn, erum við áð- ur en varir, búnir að gleyma jóV unum og áramótasálmunum fögru og tökum upp þráðinn, þar sem frá var horfið og byrjum á hatrömum kjara- og vinnudeil- um og eins og svo oft áður sýnist sitt hverjum. Við skulum vera þess minnug að verkföll og verk- bönn eru öllum til tjóns og að Islendingar mega ekkert slíkt láta sig henda nú í vertíðar- byrjun, aðal aflatíma ársins. Víti eru til þess að varast þau og er nú nærtækt dæmi um verk- föllin og neyðarástandið í Belg- íu, sem getur orðið mjög örlaga- ríkt fyrir belgísku þjóðina. Sé nauðsynlegt að semja um ný kjör, þá er það staðreynd, eins og reynzla undangenginna ára sýn- ir, að það sem samið verður um, er hægt að gera strax, en verk- föll eru þjóðarböl og ber að af- stýra í tíma. M. ö. o. verkfall til tjóns fyrir alla aðila og svo eftir langan tíma eru teknir upp samningar- að nýju og þá loks samið um það sem hefði mátt gera strax. Með óskum um frið og farsæld á árinu sem er að byrja. Akranesi, 8, jan. 1961. MORGUNBLAÐIÐ 17 Attræður # dag: Einar Bogason frá Hringsdal ÞAÐ er ekki hægt að tala um. elli, þegar litið er á Einar Boga- son. Hjá honum býr æskufjör og lífsþróttur. Eg sé brosandi andlit hans og kynnist ljúflyndi hans og elskulegu viðmóti, er hann talar um áhugamál sín og lýsir með einurð aannfæringu sinni. Mér þykir vænt um að j hafa þekkt Einar um allmörg! ár, og get borið því vitni, að þar er stefnufastur maður, sem með stillingu leiðir rök að réttu máli, enda getur hann talað af lífsreynslu, því að hann hefir leyst af hendi heillaríkt starf i átthögum sinum. Fæddur er hann í Hringsdal í Arnarfirði 11. janúar 1881 og hefur búið með sæmd á ættaróðali sinu. Ég veiti því eftirtekt, að það er venja hinna fróðu manna, sem rita afmælisgreinar að tala um hinar fornu ættir, og ætti það vel við, er getið er um Ein- ar. Því miður kann ég lítið í ættfræði, og var ég nú áðan að hugsa um að hringja til Einars á Hja.llaveg 68, og biðja hnnn að hjálpa mér og segja mér, hvern- ig hann væri ættaður. En ég hætti við það, því að ég vildi ekki láta hann vita, að ég með þessum línum væri að senda honum árnaðaróskir. Verð ég því að fara fljótt yfir sögu, en veit vel, að Einar á til góðra að telja, og geymast i ætt hans fagr ar sögur um glæsilegt mannval. Foreldrar Einars voru Bogi Gíslason og korva hans Ragn- heiður Árnadóttir, sæmdarhjón til orðs og æðis. Við lestur og athugun sé ég, að Þórunn amma Einars er dóttir séra Einars Gíslasonar, er prestur var í Sel- árdal. Vlar hann hraus'tmenni, raddmaður mikill, og valmenni. Faðir séra Einars var séra Gísli Einarsson 1 Selárdal, en hann var sonur séra Einars Jónssonar Skálholtsrektors. Var Gísli son- ur hans í þjónustu Finns biskups Jónssonar og var kirkjuprestur í Skálholti, en varð síðar prestur i Selárdal, maður vel að sér og ágætur fræðari. Kona séra Gísla var Ragnheiður Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Má ' af þessu sjá, að ætt sína á Einar Bogason að rekja til hinna merk- ustu manna. Ég þori ekki að hætta mér lengra út.á braut ættfræðinnar. En það veit ég um Einar Boga- son, að þar er prúðmenni, dreng ur góður, er eignazt hefir vin- áttu samferðamanna sinna, og það vita þeir, er hann þekkja, að fagurt dagfar hans stjórnast af heilbrigðu hugarfari. Kvæntur er Einar ágætri konu, Sigrúnu Bjamadóttur, sem starfað hefir með honum að heill og heiðri heimilisms. Þar var um margt að hjigsa, og mörg voru störfin, er unnin voru á þeim stað, þar sem heimitisfað- irinn var útvegsbóndi og kenn- ari. Þar var margt í heimili, og oft glatt á hjalla, er vinir og gestir áttu hátíðlega samfundi með hjónunum og bömum þeirra. Börnin þeirra, átta að tölu, hafa átt þvi láni að fagna að njóta frábærrar umhyggju for- eldranna, enda hefir það ætíð verið gleði foreldranna, að börn um þeirra mætti vel vegna. Einar hafði á unga aldri !ok- ið gagnfræðaprófi, og það má með sanni um hann segja, að hann hefir alltaf verið að bæta við þekkingu sína, og það hefir verið honum hjartfólgið starf að gefa öðrum hlutdeild í fjársjóði þekkingarinnar. Þegar ég hugsa um fræðslustarf Einars, geym- ast i huga mínum hi-n ógleym- anlegu orð um hinn góða mann, sem ber gott fram úr góðum sjóði hjartans. Þessu bera bæk- ur Einars vitni, og má af þeim sjá, að hann hefir verið kennari með ágætum. Með þessi orð Ein- ars Benediktssonar í huga: „Ljóð er það, sem lifir allt“, hefir Ein-. ar Bogason samið leiðbeiningar í ljóðum, landfræðilegar minnis- vísur, tilsögn í stærðfræði og í stafsetningu, og hafa margir á þann hátt lært að ráða við tor- skilin fræði. Ljóðlínurnar hafa Brotizt inn ™ AKRANESI, 9. janúar: — I fyrri nótt var brotizt inn í benzínaf- greiðsluskúr Magnúsar Gunn- laugssonar bílstjóra að Vestur- götu 25. Ekki er hægt að sjá að nokkru hafi verið stolið, en hurðarlæsingia var skemmd. Benzínpeningana tekur Magnús inn með sér á hverju kvöldi síð- an brotizt var þarna inn fyrir fimm árum og peningakassinn tekinn með öllu sem í honum var. — Oddur. opnað þeim leið að lausn hinna margvíslegu viðfangsefna. Hafa margir náð framförum í stærð- fræði, er þeir hafa lært hin stærð fræðilegu formúluljóð. Gott er við fróðan mann að tala, og á- nægja er að því að lesa bréf frá hendi hans, því að handskrift hans gleður augað. Eftir að Einar lét af starfi sínu fyrir aldurssakir, hafa þau hjón- in átt heimili hér í bæ. Fyrir nokkru áttu þau gullbrúðkaup, og oft halda þau hátíð með börnum, tengdabörnum og niðj- um sínum. Það er svo um heimili þeirra, að þar sameinast friður- inn brosandi gleði. Ég ber fram þá ósk, að æsku- gleði megi nú og áfram búa hjá Einari Bogasyni, að sönn heill hlotnist honum og konu hans, og allt snúist börnum þeirra og ást- vinum öllum til vaxiandi far- sældar. Á þesaari afmæliíhátíð skal því fagnað, að hækkandi sól mun á góða vini geislum hella. Bj. J. 1 Sl M|: 3V333 AvauT Tl L IEIGU K"RANA3ÍLAR VÉ'i.S kótl UR Dráttarbílar RUTNIN6AVA6NA1Í. . pUNMVMt/VMJtd 3ÍM' 3V333 Símanúmer á skrifstofum vorum Ódýrara en á útsölu Kvenkápur Kvenkjólar Notað og nýtt Vesturgötu 16. Chevrolet '55 til sölu eða í skiptum fyrir góðan Dodge Weapon. Bílasala Guðmundar Sími 19032 Skautar margar gerðir allar stærðir Austurstræti 17. Símanúmer okkar er 3 7 2 7 5 Útsala á ýmsum vefnaðarvörum. Verzlun \Jerzt. Jtnyiljaryar Jtohwon Lækjargötu 4. Fiskimenn sem þurfið að kaupa báta, fá þá fyrir milligöngu okkar. Austurstræti 14, 3. hæð. Sími 14120. Akurnesingar munið skemmtifundin í Breið firðingabúð uppi, 12. þ. m. Stjórnin. Blómaskálinn við Nýbýlaveg og Kársnes- braut. — Sel ódýr blóm. Opið frá 2—10 alla daga. Sími 16990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.