Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1961 Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁTÖKIN í BELGÍU KUNNUGIR munu vera nokkuð sammála um, að ástand efnahagsmála Belgíu hafi verið með þeim hætti, að ekki hafi lengur verið hægt að fresta róttækum að- gerðum til að rétta við efna- hag landsins. — Þeir, sem kunnugastir eru þróun mála þar í landi, telja meginorsak- ir átakanna ekki þær, að almennt hafi verið álitið, að stjórn Eyskens hafi gengið of langt í ráðstöfunum sín- um. Hitt telja þeir sönnu nær, að efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið nægilega vel undirbú- ið, skýringar hafi skort við það og menn hafi ekki lagt trúnað á, að það næði til- ætluðum árangri. Jafnaðarmannaflokkur Belg íu fordæmir hryðjuverk þau, sem unnin eru í land- inu. Verður því að ætla, að forystumenn hans og al- menna verkalýðssambands- ins hafi ekki gert ráð fyrir að allsherjarverkfall það, sem þeir boðuðu til, myndi leiða til þeirra óskapa, sem raun hefur á orðið. Baráttan beinist heldur ekki nú orðið gegn efnahagsfrumvarpinu, heldur stjórna aðgerðum verkfallsmanna forystumenn skilnaðarhreyfingar Vallona og helztu öfgamenn landsins. Það hefur nú sorglega sannazt, að lýðræðið stendur ekki traustum fótum í Belg- íu, en í lengstu lög hljóta menn þó að vona, að ofbeld- isverkum linni og leiðtogum landsins takizt að ráða fram úr vandanum, eftir leiðum lýðræðisins, enda hallast menn nú að því að efnt verði til almennra kosninga, áður en langt um líður, svo að þjóðin sjálf geti kveðið upp dóm sinn á lýðræðisleg- an hátt. TÍMINN TILBIÐUR SKRÍLRÆÐI Á SAMA tíma og Jafnaðar- mannaflokkur Belgíu fordæmir ofbeldisaðgerðirn- ar þar í landi, tekur sig til blað uppi á íslandi og lof- syngur hryðjuverkin. Blað þetta telur sig vera lýðræðis sinnað og er aðalmálgagn Framsóknarmanna. Tíminn segir „harðar mótaðgerðir (eru) óhjákvæmilegar“ í Belgíu vegna efnahagsfrum- varps stjórnar Eyskens. Og bætir því við, að við- reisnarráðstafanirnar á ís- landi séu ennþá hrottalegri. ®---------------------------- Er ekkert dult með það far- ið að blaðið óskar eftir sömu skrílslátum hér og þar. Svo er nú komið fyrir málgagni þess flokks ís- lenzks, sem talið hefur sig sérstakan málssvara bænda, að hvergi á jörðinni mega skrílslæti hefjast, án þess að það lýsi í hjartnæmum róm yfir stuðningi við þau. Af skrifum Tímans í sumar varð ekki betur séð, en götu- skríllinn í Japan væri allur Framsóknarmenn, og í haust studdi blaðið hin svonefndu ,samtök hernámsandstæð- inga“, sem stóðu fyrir óspektum í Reykjavík. Nú er samúð blaðsins með skrílnum í Belgíu. Það er vissulega mikið alvörumál, að stór lýðræðis- flokkur skuli líða það, að málgagn hans sé notað til að berjast .gegn hugsjónum lýð- ræðis og þingræðis. Vanda- mál hins íslenzka þjóðfélags eru nægileg fyrir, þó að ekki sé hér alið á öfgakennd og dýrkun ofbeldisaðgerða. SIGRAR DE GAULLE ? R S L I T þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Frakk- landi og Alsír eru hin ánægjulegustu. Þrátt fyrir hatramma andstöðu öfgaafla til hægri og vinstri, sem svo oft sameinast, þegar þeim þykir mest liggja við, hefur de Gaulle öðlazt nýtt umboð til að reyna að fylgja fram stefnu sinni um sjálfsákvörð unarrétt Alsírbúa. Athyglisvert er það við kosningaúrslitin í Alsír, að serkneskir menn hafa fyrst og fremst stutt stefnu de Gaulle, því að andstaðan gegn stefnu hans er mest í þeim borgum í la'ndinu, sem Frakkar byggja. Á hinn bóg- inn er svo ljóst, að í Frakk- landi hafa fyrst og fremst kommúnistar og hinir rót- tækustu vinstrimenn staðið gegn stefnu forsetans. Er þetta vissulega góð vísbend- ing um það, að stefna de Gaulle sé rétt og í samræmi við það, sem heilbrigðir, lýð- ræðislega þenkjandi menn æskja. Enn á forseti Frakka vafa- laust eftir að yfirstíga marga erfiðleika, áður en málefni Alsír séu farsællega til lykta leidd. En einbeittni hans vekur þó vonir um, að hon- um takist að leysa þetta ætlunarverk sitt og eyða þar Þannig hugsar teiknarinn sér jarðarmenn við vinnu á öðrum hnetti. Leit er hafin lífi á öðrum hnöftum VÍSINDUNUM miðar sífellt áfram, og gefa eigi yfirlits- mynd af framförum á helztu sviðurn vísindanna eins og geim- og kjarnorkurannsókn- um liggur við að til þess þurfi radaraugu. Margar uppgötvan irnar eru varla sloppnar út úr rannsóknarstofunum og ann- arra verður ekki getið fyrr en með framförum þes&a árs. Geimfeðir eru reknar sem nokkurskonar kapphlaup stór veldanna fyrir augum um- heimsins. Þess vegna er auð- veldast að fylgjast með þeim. Arangur þeirra rannsókna hef ur ekki fyllilega orðið sá sem áætlaður hafði verið um sið- ustu áramót. Þá höfðu Sovét- með hinni löngu og alvar- legu deilu, sem verið hefur um framtíð Alsír. FJÖLBREYTTNI ATVINNULÍFSINS 1I/|ÖNNUM er tíðrætt um fjölbreyttni atvinnulífs íslendinga, og er það vel, að umræður séu sem mestar um umbætur í þeim efnum. Guðmundur Jónsson, skóla- stjóri á Hvanneyri, skrifar í gær yfirlitsgrein um land- búnaðinn 1960, í Morgun- blaðið. Þar drepur hann á meiri fjölbreyttni landbúnað arframleiðslu, skýrir frá því, að kornyrkja hafi aukizt á árinu 1960, enda hafi upp- skera þá yfirleitt verið góð. Hann bendir á tilraunir til ræktunar holdanauta, aukna svínarækt, uppeldi anda og gæsa, heymjölsvinnslu og loks minkaræktina. Allar eru tillögur Guð- mundar athyglisverðar, en auk þessara búgreina virðist reynsla af fiskirækt vera sú, að hana megi einnig mjög auk'a. Þótt framtíð sauðfjár- ræktar og mjólkurfram- leiðslu sé mikil, er því fleiri stoðum rennt undir traustan og blómlegan landbúnað á íslandi í framtíðinni. ríkin og Bandaríkin kynnt um heiminum geimfara sína — mennina sem Rússar og Banda ríkjamenn voru hvorir fyrir sig að búa undir ferðir út í geiminn. VAR VIÐ MIKLU BÚIZT Rússar fara ekki leynt með það að þeir ætla sér að verða fyrstir til að senda mann út í geiminn. Og ýmislegt bendir til þess að þeir séu á þessu sviði eitthvað lengra komnir en Bandaríkjamenn. En Bandaríkjamenn hafa hins vegar yfirleitt náð betri og nytsamlegri árangri en Rúss- ar. Allt árið 1960 var beðið með eftirvæntingu fréttarinnár 1 miklu fré Moskvu, og oft bentu allar líkur til að nú væri hún að koma. Krúsjeff gat naumast á sér setið og gaf ýmislégt til kynna á toppfundinum í París, og einnig síðar, er hann kom til New York, en engum rúss- neskum geimmönnum var skotið á loft. ÓHÖPP Bandaríkjamenn höfðu þó hálfpartinn sætt sig við að fréttin kæmi frá Rússum. Sjálfir höfðu þeir þrautreynt X-15 eldflaugarflugvél sína, sem fara á út í geiminn, en svo kom óhapp fyrir. Spreng- ing varð í vélinni, sem nærri kostaði flugmanninn lífið. Hvenær ný X-15 vél verður reiðubúin er algjörlega óvíst. Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir fleiri óhöppum. Þannig reyndu þeir til dæmis í síð- asta mánuði í þriðja sinn að koma hnetti á braut umhverf- is tunglið, en án árangurs. Bandaríkjamenn skýra óhöpp sín þannig að eldflaug- ar þeirra séu of flóknar^ og vinna nú að því að gera þær einfaldari. GEIMHUNDAR Vandinn er ekki einungis sá að koma manni út í himin- geiminn, ‘heldur einnig að ná honum aftur til jarðar. I ágúst sýndu Rússar að þeir gátu náð aftur til jarðar fimm tonna geimskipi sínu og var áhöfn þess, tveir hundar, við beztu heilsu er niður kom. Það hafa að sjálfsögðu einnig hent óhöpp hjá Rúss- um, en þó telja menn að búast Framh. á bls. 16. Mikill árangur náðist í rannsóknum á leyndardómum tungls- ins þcgar Rússum tókst að ljósmynö ''nirbilð þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.