Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 24
Togarar... Sjá grein á bls. 6. — en komst aftur á flot BORGÞÓR, línubátur úr Hafn axfirði, strandaði í gærkveldi á Helgaskeri, ska'mmt sunnan við Hafnarfjörð. Kallaði báturinn á hjálp og dreif að fjölda báta. — Einnig kom varðskipið Gautur á vettvang og Eldborg, sem var í höfninni, hélt út hinum strand- aða báti til hjálpar. Borgþór er 12—15 tonna bát ur, í eigu Jóhannesar Jóhannes sonar og Ragnars sonar hans í Hafnarfirði. Var báturinn a3 koma úr róðri milli fel. 6 og 7 í gærkveldi, er hann tók skyndi- lega niðri syðst á Helgaskeri, sem er um 500 metra undan Hvaleyri, skammt sunnan við innsiglinguna í höfnina. Var bát urinn kominn langt af siglinga- leið. Töluverð alda var á strand- staðnum, en vindur var austlæg Ur og því engin hætta á að bátinn ræki á land. Gautur og Eldborg höfðu sig einkum frammi við björgiunartilraunir. Mun ætlunin hafa verið að reyna að koma taug í Borgþór og gerðu skipin nokkrar tilraun- ir til að sigla að bátnum, en hurfu frá vegna þess hve grunnt var þarna. Borgþór hall aðist lítið, en öðru hvoru braut á honum. Var hann baðaður í Ijósgeislum kastaranna á stóru bátunum, en greinilegt var, að vél strandaða bátsins hafði stöðv azt — og ekki var hægt að koma henni aftur í gang, því engin ljós voru uppi á bátnum. 34 þús kr. sekt í GÆRKVÖLDI gekk dóm- ur í máli skipstjórans á belgiska togskipinu Marie Jose Rosette, sem tekinn var í landhelgi í fyrradag við Ingólfshöfða. Skipstjórinn Maurice Brackx var dæmd ur í 34 þúsund króna sekt og afli (20 tonn) og veiðar- færi gerð upptæk. Skipstjóri þessi hefir tví- vegis áður verið dæmdur hér á landi fyrir landhelgis- brot. Hann hefir áfrýjað dóminum tii hæstaréttar. Lögreglumemi í Kcflavík kæra KEFLAVÍK, 11. jan. — Nokkrir lögregluþjónar í Keflavík sendu í gær áleiðis til dómsmálaráðu- neytisins kæru á bæjarfógeta- embættið í Keflavík. Mun þar talið, að óhæfilegur dráttur hafi orðið á að afgreiða allmargar kærur, sem borizt hafa frá lög- reglumönnum, fyrir ölvun við akstur, þjófnað og vegna um- ferðalagabrota síðustu tvö árin. Eins og Mbl. héfur áður skýrt frá, hefur áður borizt kæra á embættið vegna meints dráttar á afgreiðslu mála. Munu kæruat- riði lögreglumannanna svipuð og fyrri kærur. Hins vegar munu þeir krefjast þesa, að bæjar- fógetanum, Alfreð Gíslasyni, og fulltrúa hans, Tómasi Tómas- syni, verði vikið frá störfum meðan rannsókn málsins fer fram. Fregnin barst fljótlega út 1 Hafnarfirði og óku margir bílar fram á Hvaleyri til að fylgjast með björguninni. Allt fór þétta vel. Laust fjuir kl. 9 losnaði bát urinn af sfeerinu og rak suður flóann. Kom Gautur taug í hann, því ekki tókst bátsmönnum að koma vélinni í gang. Ekki var að sjá, að mikill sjór væri kominn í bátinn, því hann vax ekki ýkja hilaðinn og nánari fregnir höfðu ekki borizt, er blaðið fór í prent un. Var Gautur á leið með bát inn til hafnar. Agætur síldarafli dágott á línu Bátar réru ekki i gærkvöldi vegna veðurs AFLI síldarbáta var góður í gær. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá Reykjavíkfirbát- unum. Alls voru 18 bátar að veiðum undir Jökli og munu þeir samanlagt hafa fengið um 10 þúsund tunnur gíldar. Akranes Akranesbátar fengu samtals rúmlega 2300 tunnur. Sigurður Ak 925, Höfrungur I 800, Höfr- ungur II 365, Sveinn Guðmunds- son 219. Sigurður SI landaði í Kefiavík. Sigurvon var á leið til lands, er síðast fréttist í gær- kvöldi, en hjá henni hafði nótin bilað. Ætlaði hún að bíða en hélt svo heim á leið því veður fór versnandi. Bátamir héldu ekki á veiðar aftur í gærkvöldi. Keilir var í sinum fyrsta róðri með línu í dag. Hjá honum var afli tregur, enda veður ekki hag- stætt. Keflavík Til Keflavíkur komu 6 bátar með síld alls um 3000 tunnur. Afl inn var saltaður og frýstur. Helgi Helgason var kominn til Kefla- víkur og var tekið að ferma hann með síld til útflutnings. Frá Keflavík réru 20 bátar með línu í gær. Afli þeirra var 4—6 tonn á bát. Ekki var útlit fyrir að hægt yrði að róa í gærkvöldi vegna veðurs. Grindavík Grindavíkurbátar fengu góðan afla í fyrradag. Hæstur var Þor- björn með 12,7 lestir. 10 bátar voru á sjó frá Grindavík í gær og var aflinn 5—7 lestir á bát. Patreksf jörður Frá Patreksfirði bárust þær fréttir í gær að þar hefði í fyrra- dag verið ágætis sjóveður. Fjór- ir bátar eru byrjaðir róðra það- an og var afli þeirra góður, um 12 tonn á bát. Alls munu verða gerðir þaðan út 6 bátar. kom til hafnar i gær og kom m.a. frá Rúss- landi, þar sem hann tók þessa stóru kassa á þilfar. Eru þetta rússneskir bílar, alls 120, í 60 stórum kössurn. Þessir bílar era keyptir til landsins sam- kvæmt vöruskiptasamningi milli Rússlands og íslands. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) Hafnarfjörður Ágæt og almenn veiði var hjá síldarbátunum frá Hafnarfirði 1 gær, en eirxs og fyrri daginn er mjög djúpt á síldinni, og því erf- itt að fást við hana. Eldborgin hafði mestan afla eða um 700 tunnur, Auðunn 600, Faxaborg 125, Reynir 350 svo nokkrir séu nefndir. Allmikið m,agn af síldinni, eða 90—100 tonn, var sett yfir í tog- arann Maí, sem kom af veiðum i gærmorgun með um 110 tonn af fiski. Sigldi hann með afiann á Þýzkalands-markað í gærkvöldL Þá var nokkurt magn flutt í tog- ara í Reykjavík, en einnig var síldin fryst eins og fyrri daginn. Nokkrir bátanna fóru út aftur, en sneru við sökum storms. Frá Sandgerði réru 13 bátar í gær og fengu samtals 115 lestir. Múninn var hæstur með 12,5 lestir. Tveir bátar frá Sandgerði voru á síld og lönd- uðu báðir í Keflavík. FramhaSdsrannsokn út af Drangajökli í FYRRADAG fór fram hjá borgardómara framhalds rannsókn út af því er Dranga jökull fórst á leið hingað til landsins í fyrrasumar. Hafði Skipaeftirlitinu hér bor izt bréf frá skipasmíðastöð þeirri í Kalmar í Svíþjóð, sem smíðaði Drangajökul, þess efn- is að varað hefði verið við há- fermishleðslu á skipið. Ingólfur Möller, skipstjóri á Langjökli, tók á sínum tíma við Drangajökli ný- FULLFERMI á þilfari síldar- á síldarveturinn mikla h-—" skipsins Guðmundur Þórðar- Faxaflóa fyrir 13 ánu son, er hann lagðist að bls. 6 er frásögn úr síldinni í bryggjunni í gær, minnti mjög gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Alþlngi kemur somon 16 jnn. FORSETI íslands hefur sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra, kvatt Alþingi til framhaldsfund- ar mánudaginn 16. janúar 1961 kl. 13:30. rra forsætisráðuneytinu). smíðuðum. Var hann kallað- ur fyrir dóminn og um þetta spurður. Svaraði skipstjóriim því til að hann hefði aldrei verið aðvaraður um það. — Ráðleggingar um hversu skyldi hagað kjölfestu skips- ins, sem skipasmíðastöðin hafi látið í té, hafi reynzt vita gagnslausar og hann því ekki geta stuðst við þær. Somningn- iundur í dug BOÐAÐ hefir verið til fundar með samninga- nefndum sjómanna og útvegsmanna hjá sátta- semjara ríkisins. Hefst fundurinn kl. 3 í dag í Alþýðuhúsinu. Borgþór strandaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.