Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Priðjudagur 2. október 1962 Leikhus Æskunnar: Herakles og Agiasfjósið eftir Friedrich Diirrenmatt Leikstjóri: Gísli Alfreðsson eftir Friedrich Diirrenmatt. Leikstjóri Gísli Alfreðsson. í VOR var stofnað hér í bæ, á vegum Æksulýðsráðs, nýtt leik- félag, er nefnist Leikhús æsk- nnnar. Er félagið til húsa í Tjarn arbæ og þar frumsýndi það sl. fimmtudagskvöld fyrsta við- fangsefni sitt, leikritið „Herakles og Agiasfjósið“ eftir svissneska rithöfundinn Friedrich Diirren- matt, en hann er talinn með at- hyglisverðustu leikritahöfund- um síðari ára. Forráðamenn hins nýja leikfélags hafa skýrt frá því að næsta viðfangsefni fé- lagsins verði kynning, undir stjórn Ævars R. Kvarans, á þremur leikritum Shakespeare’s, ir sem sé Macbeth, Henry IV og Romeo og Júlía. Er bersýnilegt að hér er stórhuga ungt fólk á ferðinni, sem ekki ræðst á garð- inn þar sem hann er lægstur. „Herakles og Agiasfjósið" er skopleg útgáfa af frásögninni um fimmtu þraut hins mikla, gríska ofurmennis, Heraklesar, er ráðinn var til að moka hið mikla fjós Agias konungs í Elis. Tímum hinnar fornu sagnar og nútímanum er fléttað saman í leiknum og deilir höfundurinn með bitru háði á þjóðfélagsháttu vorra tíma. Beinir hann einkum skeytum sínum að stjórnmála- mönnunum og dregur upp skop- lega mynd af vinnubrögðum þeirra er þeir undir forustu Agias konungs ræða á þingi hvort moka eigi út eða ékki mykjunni, sem allt er að færa í kaf í landi þeirra. Er málið af- greitt með ótal nefndum og auð- vitað látið þar við sitja. Ekki verður með sanni sagt að leikrit þetta sé sérlega skemmtilegt, þó að sum atriði þess séu allbrosleg, og þá einna helzt hverja útreið kappinn Herakles fær hjá höfundinum. Verður næsta lítið úr hetjunni, sem stynur undir þeirri byrði sem sagnirnar um afrek hans hafa lagt honum á herðar. Leik- ritið er samið fyrir útvarp og ber það nokkuð með sér á svið- inu. Persónur leiksins eru margar og engin tök á því hér að gera grein fyrir þeim öllum. Aðal- hlutverkin leika Jónas Jónasson (Herakles), Helga Löve (Delan- ira ástmey hans), Richard Sig- urbaldursson (Polybios einkarit- ara Heraklesar og sögumann), Valdimar Lárusson (Agias), Karl Guðmundsson (Tantalos sirkussjóra) og Borgar Garðars- son (Fýleus son Agias). Sumir þessara leikara eiga nokkurn leikferil að baki sér og fara dá- laglega með hlutverk sín, en áðr eru nýliðar á leiksviði og gætti þess mjög í leik þeirra. Nokkuð bar á því að leikendur kynnu ekki textann sem bezt. Bendir það til þess að leikurinn' hafi ekki verið nægilega æfður. Leikstjórnina hefur Gísli Al- freðsson haft á hendi. Mun þetta vera fyrsta leikritið, sem hann setur á svið. Hefur Gísla tekizt leikstjórnin vel að ýmsu leyti, en ekkert verður þó af þessum leik ráðið um leikstjórnarhæfi- leika hans. Hafsteinn Austmann hefur málað leiktjöldin, er sómdu sér vel við leikinn. Kurt Zier hefur teiknað bún- ingana og tónlistin er eftir Ragnar Björnsson. Þýðinguna hefur Þorvarður Helgason gert og virðist hafa leyst það verk vel af hendi. Að lokum vil ég árna þessu nýja leikfélagi allra heilla með von um að hinir ungu og áhuga- sömu leikarar þess eigi eftir að verða íslenzkri leiklist góðir liðs menn er fram líða stundir. Sigurður Grímsson. 99 Studia Centenalia ti minningarrit um Benedikt S. Þórarinsson KOMIÐ er út minningarrit um Benedikt S. Þórarinsson í tilefni 100 ára ártíðar hans 6. nóv. 1961. Nefnist ritið „Studia Centenalia“, og eru þar birtar ritgerðir eftir allmarga bókmennta- og fræði- menn. Greinarnar eru: Prologue, eftir Benedikt S. Benediktz, Flærðarsenna síra Hallgríms Péturssonar eftir Sig- urð Nordal, Athugasemdir um Stjórn eftir Einar Ólaf Sveins- son, Eiríkur Magnússon — The Forgotten Pjoner eftir Stefán Ein arsson, Ferhjólaður vagn prent- verksins eftir Pétur Sigurðsson, Oral tadition and the sagas og poets eftir Ida L. Gordon, Fá- ein orð um íslenzk áritunarein- tök eftir Jakob Benediktsson, Er- lend saga og söfnunarskylda há- skólasafns i ungu ríki gamallar smáþjóðar eftir Björn Sigfússon, Bishop Jörondur Þorsteinsson and the relics og Guðmundr inn góði Arason eftir Peter G. Foote, The murder at Port Louis, 1833 eftir Rooert G. Boumphrey, Growth contra independence (A study og Knut Hamsun’s Mark- ens Gröde and Halldór Kiljan Laxness Sjálfstætt Fólk) eftir Ronald G. Popperwell, Time and. space eftir Michael Tombs og Þrír bókahöfðingjar, Gosin, Routh og Sharp eftir Bendikt S. Benediktz. Bókin er 165 bls. að stærð. Út< gefandi er ísafoldarprentsmiðja h/f. Almennur isdagur SÍÐASTLIÐIN ár hefur drykkju- skapur orðði svo áberandi í sam- bandi við ýmis mannamót, að blöðin hata sameinast um að átelja og fordæma þann ósóma. Áreiðanlega nefur þetta komið að góðu gagni. Einnig verður að gera ráð fyrir að hinn almenni bind- indisdagur í fyrrahaust hafi átt sinn þátt í að minna þjóðina all- rækilega á þetta vandamál Þá birtu blöðin áhrifaríkar ritgerðir um áfengismál og bindindi, og flutt voru ágæt útvarpserindi um hið sama, en auk þess var gert ýmislegt fleira víðs vegar í landinu til þess að auka á áhrif bindindisdagsi ns, þar á meðal ágæt þátttaka prestanna, sem þennan dag tóku vel í strenginn með okkur. bindind- 14. okt. Stjórn landssambandsins hefur nú afráðið að næsti almenni bind indisdagur skuli vera sunnudag- urinn 14. október næstkomandi, og heitir hún nú á alla góða krafta í ’.andinu, sem láta sig varða þetta vandamál, að gera þennan bindindisdag sem áhrifa- ríkastan, því að enn er þess full þörf. Sérstaklega sendum við kveðju okkar prestum landsins og biðjum þá vinsamlegast að minnast dagsins í ræðum sínum þennan sunnudag, og bindindis- starfsins. Breyting til batnaðar i þessum efnum verður að fást, og til þess er ‘sterkt almenningsálit, þarf rækilegt fræðslu- og upp- lýsingastarf í ræðu og riti, í blöð um og útvarpi og með margvís- legu félagsstarfi. 9 Tollgreiðslan Blaðalesandi skrifar: Ekki gat ég að því gert, að mér svall eldmóður í brjósti þegar ég las blöðin þann 26. sept. Nú má heimurinn sjá, að andi víkinga og ofurhuga- er ekki dáinn út hjá hinni stór- huga, íslenzku þjóð. Ég á við þá einstæðu atburði, sem gerð- ust á Keflavíkurflugvelli. Vér fslendingar erum að vísu óvanir jafn hádramatískum viðburðum og þarna áttu sér stað, en þjóðin brást við með sóma og hinni alkunnu is- lenzku gestrisni. Að vísu eru tryggingarfélög okkar fá, fá- tæk og smá en til allrar ham- ingju lét ríkisstjórnin það ekki hamla aðgerðum, enda má ekk- ert spara „þegar býður þjóð- arsómi“, eins og skáldið segir. Útlenzkir hefðu sennilega lát- ið sér nægja að senda úbreytta lögregluþjóna og iðnfræðinga, en í stað þess sendum við lögreglustjóra og prófessora. Hins vegar er mér illskiljan- legt, hvers vegna verið var að leggja tollþjóna í hættu, því þótt við séum afkomendur Njáls og lögspeki sé okkur í bióð borin er afar hæpið, að Lufthansa hefði fengizt til að borga toll af sprengjunum, og hefði þar sennilega risið upp mikið lögfræðilegt vandamál. Bandaríski herinn hefur ekki sýnt þarna nærri því eins mik inn höfðingsskap og hefði hann átt að sjá sóma sinn og senda hershöfðingja á' vetvang. 9 Kjarnorkuvísindum beitt Sú staðreynd, að kjamorku- vísindi skyldu vera kölluð til aðstoðar, finnst mér afar at- hyglisverð. Að vísu er látið í veðri vaka, að geiger-teljari hafi átt að finna sjálflýsandi og radioaktíva klukkuvísa, en það er harla ótrúlegt, því venjulegir bófar hefðu áreiðan lega ekki farið að spandera í svo fínar klukkur. Það hefði verið alveg nog að nota gam- alt vasaúr eða vekjaraklukku, sem vísarnir hefðu verið dottn- ir af. Auk þess er ennþá hægt að fá klukkur með góðum og gamaldags vísum. Svo hefði líka mátt nota mákrófón til að hlusta uppi tifckið í klukkunni. Mér datt strax í huig, að lei'kið hefði grunur á að kjarn- orkusprengja væri í vélinni og gæti það bent til, að hér væru engir venjulegir bófar á ferð. Sennilega hafa Rússar viljað fara að gera tilraunir í háloft- unum og viljað spara sér rak- ettukostnaðinn. 9 Ef allir bregðast vel við En ráðsnilld íslenzku þjóðar- innar er söm á æðstu stöðum og yztu nesjum. Allir bregðast við af þegnskap og drenglyndi sem og einnig má sjá, svo dæmi sé nefnt, þegar flytja þarf mann á sjúkraflugvöll á jeppa yfir vondan veg. Grípur þá hver það sem hendi er næst þröngum iðrum jeppans. Jeppa eigendur keppast fyrst og fremst um að bjóða fram bíla sína, aðrir bílstjórar koma með varadekkin til að byggja fjöðr- unarkerfi undir sjúklinginn, bændur og verkamenn drífa upp fjalir og hurðaplanka tE að leggja þar ofaán og hrepp- stjórinn kemur kjagandi með hálfdýnu til að mýkja beð- inn. Húsfreyjurnar koma með úlpur og kodda til að hlúa að sjúklingnum og þegar allt er ferðbúið, klifrar læknirinn upp í hreiðrið og sezt við hlið hins sjúka. Síðan er ekið hægt og tignarlega af stað og börnin og hundarnir fylgja með úr hlaði, svo lengi sem kraftarnir endast. Svipað varð uppi á teningnum í þetta sinn, vér erum .sprengivargar litlir og óvanir að fást við svona vanda máil, en með hjálp guðs og góðra manna má bæta úr öllu og frægð víkinganna á sögu- eynni flýtgur enn einu sinni um allan heim. í guðs friði, Blaðalesandl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.