Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 8
8 MOTtCmHLAÐIÐ Þriðjudagur 2. október 1962. Sýning Þorvalds S kúlasonar ÞAÐ ERU eitbhvað um þrjú ár, síðan Þorvaldur Skúlason hélt stórmerkilega sýningu á verkum sínum hér í Lista- mannaskálanum. Þá reit ég langa grein hér í blaðið og hlóð miklu lofi á sýninguna, enda ekki að ástæðulausu, þar sem Þorvaldur hafði þá til sýn is nær því sex ára starf, sem borið hafði mikinn árangur. Þorvaldur hefur nú efnt til sýn ingar aftur í Listamannaskál- anum á nýjustu verkum sínum, og sýnist mér jafnvel vera um enn meiri árangur að ræða þessu sinni en á fyrrnefndri sýningu hans. Allt frá því er Þorvaldur Skúlason hóf starf við mynd- list, hefur það auðkennt verk hans, hversu breiðu litasviði hann hefur ráðið yfir og hve lif- andi hann ■ hefur gert sjálfa teikninguna í verkum sínum. Hann er einn þeirra fáu lista- manna, sem beitt hefur mörg- um stílbrögðum, en jafnan hald ið sínum sérkennum, ekki hvað sízt í litameðferð. Viðhorf hans til myndlistar hefur ekki breytzt ýkja mikið, en þroski og reynsla aftur á móti ráðið miklu um myndgerð hans í hvert skipti. Hér er um merki lega þróun að ræða, sem ein- ungis meistarar á hverju sviði geta öðlast. Það er nokkuð langt síðan þeir, sem eitthvað vita um myndlist, urðu þess full- vissir, að Þorvaldur Skúlason væri óvenjulegur málari og einn af okkar fremstu lista- mönnum á sínu sviði. Það er raunverulega óþarft að minn- ast á þetta hér, en samt er nú sannleikurinn sá, að enn mun það fólk til á þessu landi, sem ekki virðist vita, hvern afreks mann um er að ræða, þar sem Þorvaldur er. íslendingum er gjarnt að vera upp með sér af bókmenntum sínum, en ég hefði gaman af að sjá og lesa þá skrifuðu bók frá hendi núlif- andi íslendings, sem staðið gæti listrænan samanburð við verk Þorvalds Skúlasonar, þau sem nú eru til sýnis í Lista- mannaskálanum. Vaeri ekki hægt að telja þær bækur á fingrum annarrar handar? Á þessari sýningu Þorvalds Skúlasonar verður maður þess fljótt var, að enn hafa .miklar breytingar átt sér stað í mál- verki hans. Hann hefur skorið sér miklu þrengri stafek í við- fangsefnum en áður og vinnur upp sömu stefin aftur og aftur. Oft með miklúm breytingum í formi og lit, en hann á það líka til að spila þannig á liti og Blómlaukarnir eru komnir. Hagstætt verð. Lítið í gluggann. Blóm og Avextir Hafnarstræti. Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur 10 vikna Ballct-námskeið hefst 8. október n.k. — Kennt verður í Edduhúsinu Lindargötu 9A Keykjavík og Auðbrekku 50, Kópavogi — Upplýsinar og innritun í síma 1-24-86 frá kl. 1—7 daglega. Blómaverzlun Til sölu er ein elzta blómaverzlun i Reykjavik. Til- boð óskast send blaðinu fyrir 6. þ.m. merkt: — „Blómaverziun — 3470“. Frá Vélskólanum Ákveðið er að breyta námsskrá fyrsta bekkjar raf- magnsdeildar Vélskólans í samræmi við inntökuskil- yrði í danska og norska tæknifræðiskóla. Inntöku í bekkinn geta fengið: a. sveinar allra iðngreina. b. aðrir, sem að dómi skólastjórnar hafa hlotið nægilega verklega þjálfun. Inntökubeiðnir þurfa að berast, sem allra fyrst, enda gert ráð fyrir að kennsla hefjist fyrir 10. okt. — Vélskólinn verður settur miðvikudaginn 3. október kl. 14.00. Gunnar Bjarnason, skólastjóri. form að grannskoða verður verk in til að sjá, hversu árangur- inn er mismunandi. Hann vinn- ur stundum meir í sjálfan flöt- inn en hann áður gerði og set- ur t.d. oft inn einhvern sterk an lit, sem er svo þróttmikill, að það er eins og sjálf bygging verksins riði. En hann er svo hárfínt stemmdur, að allt helzt á sínum stað, og maður verðift- undrandi yfir þvi, hvað unnt er að skapa sterk áhrif með litlu, ef svo mætti að orði kveða. Það, sem ég á við, er auðvitað, hvað Þorvaldur hefur mikið vald á litum, formi og myndfleti. Það er sannarlega ekki á allra valdi að vinna þau verk, sem Þorvaldur Skúlason hefur unnið nú tvö seinustu árin. Honum hefur tekizt að gera liti sína tærari og ein- beittari, og hann agar nú form- ið strangar en hann gerði fyrir einum þremur árum. Ég er ef- inn í, að hægt sé að há öllu sterkari byggingu í málverk en þeirri, sem Þorvaldur sýnir nú. Eg veit ekki um neinn erlend- an málara, sem vinnur 1 sama stíl og Þorvaldur Skúlason, sem ná_ð hefur meiri árangri en hann. Ég veit, að þetta er mik- ið sagt, en ég held, að ekki sé ofsagt. í upphafi þessarar greinar sagði ég, að ég hefði hlaðið miklu lofi á síðustu sýningu Þorv. Skúlasonar. Þar taldi ég marga ágæta kosti Þorv. sem málara, og stendur þar álit enn óhaggað. En þar sem mér finnst hlægilegt að endurtaka sjálfan mig á svo stuttum tíma, læt ég nægja að vekja athygli á þeirri breytingu, sem orðið Málverk Nr. 21. hefur í list þessa merka mynd- listarmanns, sem starfar af sí- felldu þreki og agar sjálfan sig með harðri sjálfsgagnrýni. Þor valdur er einn þeirra örfáu listamanna lítillar þjóðar, sem gerir hana stóra. Þeir, sem eru það gæfusamir að geta edgn- azt þessi verk Þorvalds, eru sannarlega öfundsverðir, grá- móða hversdagsins hverfur við samneyti við slik verk. Verk Þorvalds Skúlasonar hafa nú öðlazt þann mikilfeng- leik, sem aðeins er að finna í sígildum listaverkum. Þau eru áhrifamikil, þrungin spennu, og andstæðum teflt saman á misk- Skrifsfofustúlka óskast strax. AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN Laugavegi 28. — Sími 16688. unnarlausan hátt. Krafturinn ljómar frá þessari sýningu, og hún skilur eftir djúp spor hjá þeim áhorfendum, sem á ann- að borð eru móttækilegir fyrir myndlist. Þjóð, sem á slíkan málara, ér ekki andlega fátæk. Það er mikið ævintýr, að sýn- ing sem þessi skuli geta átt sér stað í smáborg, en gleymum þó ekki, að það er höfuðborg gam allar menningarþjóðar. Það er mikil ábyrgð fyrir smáþjóð að eiga aðra eins risa í listum og við eigum, munum það og ger- um okkur ljóst, hvar við stönd- um. Sagt hefur verið: — „Eng- inn er á undan sinni samtíð, en mjög margir eru á eftir henni.“ Það er ekki einungis fróðlegt fyrir almenning að kynnast þessari sýningu Þorvalds Skúla sonar, það er engu síður fróð- legt fyrir þá, sem íást við myndlist, bæði unga og gamla. Að lokum þakkir fyrir þessa sýningu, Þorvaldur. Valtýr Pétursson. SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.