Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 20
20 MO RGTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. október 196? HOWARD SPRING 45 RAKEL ROSING setti eftir að upplýsa allan him- ininn með auknum ljóma. Og þetta var einmitt ekki svo fjarri sanni, því að ,,Veikur ís“ er leik- inn enn í dag. 2. Þennan mánudag sama köm Maurice Bannermann heim til sín úr sjúkrahúsinu. Mike Harti- gan ók honum í einskonar hjóla- körfu. Nú orðið gat Maurice beygt sig ofurlítið í bakinu og þurfti heldur ekki lengur að liggja á bakinu. Koddi, sem var hafður undir herðum hans 1 körfunni lyfti þeim upp svo að hann gat litið til hliðanna og kring um sig. Þetta fannst hon- um ganga kraftaverki næst. — Hann heimtaði, að Mike æki hon um tvisvar hringinn í kring í garðinum vð Portmantorg. Þar horfði hann á trén, sem nú voru orðin algræn og svo á bílana, sem fram hjá fóru og svo blóma- kassana undir gluggunum og léttu vorskýin, sem liðu yfir blá- an himininn, og einnig þau sýnd- ist honum eiga einhverja yfir- náttúrlega eiginleika. Manstu, Maurice, sagði Mike, þarna í Blackpool, þegar ég sagði, að það mundi vekja eftir- tekt ef ég æki þér um í barna- vagni? Jæja, það er nú komið fram. Gefðu mér bara hjúkrun- arbúning, og þá er myndin full- komnuð. Jæja, komdu nú inn að fá pelann þinn. Maurice setti upp dræmt deyfð arbros. Einn hring enn, Mike, viltu vera svo vænn. Hann lyfti máttförnum armi í áttina að trján um og húsinu. Þetta er fallegt. Þetta er gott. Svo fóru þeir einn hring enn, en við dyrnar beið Oxtoby til að hjálpa Mike að koma sjúkravagn inum inn og þarna var líka kom- inn leikubílstjórinn, sem hafði hjálpað Maurice þegar hann varð fyrir slysinu forðum Og langaði nú að vita, hvernig sjúklingnum liði. Enn beið Bright gamli, alvarlegur en glaður, en ekki nógu sterkur til að geta hjálpað þeim neitt, og frú Bright, eitt bros yfir allt kringlótta andlitið sem bauð húsbóndann velkom- inn og hafði komið blómum fyr- ir um allt húsið. Allir virtust vera þarna á höttunum, til þess að hjálpa Maurice við heimkomu hans inn í húsið, undir rauðeygðu augnatilliti gömlu gyðingakon- unnar yfir arninum, sem Rem- brandt málaði endur fyrir löngu. Allir virtust vera þarna viðstadd ir ...... Hvar er Rakel? spurði Maurice og leit á Mike Hartigan. Hún kom líðandi niður snúna stigann, hljóðlaus eins og skuggi, og mjög hægt. Hún hafði staðið uppi á stigagatinu meðan verið var að hjálpa honum inn, og stutt hvítu hendinni á gljáfægt rauða- viðar-handriðið. Andlit hennar var enn eins og útskorið úr fíla- beini og þegar augu hennar voru hreyfingarlaus, voru þau mjög stóir og uppglennt, eins og af skelfingu. Hún hreyfði sig ekki meðan verið var að koma hon- um gegn um dyrnar og aka hon- um að arninum. En þegar hún heyrði, að hann spurði um hana fór hún að hreyfa sig niður stig- ann, en ofurhægt og lét höndina strjúkast laust við handriðið. — öll hin hurfu af vettvangi, er þau sáu hana koma. Hún var svartklædd, en það jók enn á fölva hennar. Nú laut hún yfir körfuvagninn og kyssti hann. Jæja, þá ertu kominn heim, sagði hún. Já, Rakel. Svo er guði fyrir að þakka. Nú verður það ekki eins slæmt — að vera veikur — þegar ég er kominn heim — þegar ég er hjá þér. Hann hók hönd hennar og þr/sti henni að vörum sér með ákafa. Það hefur verið það versta — að vera ekki hjá þér. Hún lét hönd sína hvíla mátt- lausa í hendi hans, leit undan og horfði í eldinn. En nú fer þér að batna, sagði hún. Já, með tímanum, vona ég. En það tekur langan tíma. Við verðum að þola það eins og bezt gengur. Já, það ætti ekki að verða svo mjög vont. Allt í einu lét hún fallast á hné, grúfði höfðinu í kjöltu hans og sagði. Ó, guð minn. Maurice strauk svarta, slétta hárið á henni og tautaði: Ó, Rakel elsku Rakel mín. Hún hætti brátt að snökta og stóð á fætur, fölari en áður og sagði. Hvað viltu gera, Maurice. Viltu vera hér kyrr stundar- korn? Nei, svaraði hann. Mig langar að sjá myndirnar mínar. Biddu Mike Hartigan að koma. Hún studdi á bjölluhnapp til hliðar við arininn, og stóð síðan og starði í eldinn meðan Mike ók Maurice burt. Þá gekk hún aftur upp stigann hægum skref- um og með sorgarsvip. Mike Hartigan ók Maurice hægt um kring í danssalnum, sem var orðinn að málverka safni. öðru hverju skipaði Maur- ice honum að stanza svo að hann gæti horft á eitt eða annað, hvort sem það nú var toginleitt andlit eftir Modigliani, eða glitrandi þoka eins og af pappírsögnum, sem Seurat hafði gert að Jands- lagi. En hugur Maurices var ekki við myndirnar. Mike, sagði hann allt í einu. Þú getur farið hve- nær sem þú vilt. Maurice staðnæmdist með hjólakörfuna og sneri sér að Maurice. Eg á við fyrir fullt og allt, sagði Maurice. Hvern fjandann sjálfan ertu nú að þvaðra? spurði Mike. Eg er að segja þér að fara og finna þér aðra atvinnu. Þú þolir ekki lengi að vera hjúkrunar- kona, eða hvað? Eg get alltaf fengið einhvern karlmann til þess. Það ráðlögðu þeir mér í sjúkrahúsinu. Eg verð að láta aðra koma mér í rúmið og þvo mér og raka mig og guð veit allt hvað. Farðu nú og láttu mig sjá um hitt. Hann horfði ögrandi á Mike. Þessi skáldsagnafram- leiðsla, sem við vorum að tala um í Blackpoöl er nú liðinn draumur. Og líklega hefur það aldrei verið annað en bölvuð vitleysa. En hvort sem það hefur verið eða ekki, þá verður bæði ár Og dagur þangað til ég get borið penna að pappírs blaði. Þess vegna er skrifarastað an líka úr sögunni, Mike. Þú getur farið leiðar þinnar. Maurice kinkaði snöggt kolli. hjólakörfuna og sneri sér að Maurice. Eg á við fyrir fullt og allt, sagði Maurice. Hvern fjandann sjálfan ertu nú að þvaðra? spurði Mike. Eg er að segja þér að fara og finna þér aðra atvinnu. Þú þolir ekki lengi að vera hjúkrunar- kona, eða hvað? Eg get alltaf Ertu búinn að tala út? spurði Mike. Maurice konkaði snöggt kolli. Láttu mig þá að minnsta kosti — Farðu bara á undan mér. Ég kem þegar ég hef lokið við þessar sex myndir, sem eiga að fara á sýninguna á morgun, ég verð enga stund að því. ekki heyra svona bölvaðan þvætt ing oftar, Maurice. Með hverju rakarðu þig? Hníf eða vél? Það er það eina, sem ég veit ekki um þig enniþá. Þakka þér fyrir, Mike. Ég sagði þeim líka í sjúkrahúsinu, að þeir gætu sjálfir átt þennan andskotans hjúkrunarmann sinn. Ég vonaði, að ég þyrfti aldrei á honum að halda. Annaðhvort væri! Ég er búinn að leggja mér til slæman ávana, Mike. Ég er far- inn að reykja sígarettur. Þeir vildu ekki leyfa mér vindla. Og það er nú ekki ætlazt til, að ég reyki sígarettur heldur, nema þá örfáar á dag. Mig langar í eina núna. Mike tók upp vindling, stakk honum upp í Maurice Og bar eld að. Reyktu pípuna þína, Mike, ef þig langar til. Hún gerir mér ekki neitt. Þeir reyktu nú í makindum stundarkorn, en allt í einu sagði Maurice: Mériíður betur að vera kominn heim. Nú veit ég hvar ég er. Ég á að fá þennan beina- fræðing hingað á hverjum degi, en þess utan verðum við ekki fyrir neinu ónæði, Mike. En segðu mér nú fréttirnar. Hvernig 'hefur gengið hjá ykkur? Hvern- ig gengur Rakel að venjast við hérna, veslingnum? Mike brá ekki svip. Hún hefur verið talsvert úti með Minu Meath — dóttur Upavons lávarð- ar, þú veizt — hún er leikkona. Maurice kinkaði kolli. Já, ég hef séð hana. Rauðhærð eins og eldsvoði. Fjörug eins og fjandinn sjálfur. Hún er góð leikkona. Merkilegt, að hún skuli vera dótt ir Upavons. Hann er hálfgerður leiðindapési. Jæja það gengur ekki hnífur- inn á milli hennar og frú Banner- mann. Hún kemur hér flesta daga og svo fara þær í leikhús saman. Ekki svo að skilja, að frúin nefni það á nafn við mig. Hún lítur Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov ws Ég spurði einu sinni náinn vin Johnnys um samband hans við Marilyn, og hann svaraði: „Hún var alls ekki hans meðfæri. Þeg- ar ég heyrði, að þau væru farin að vera saman, leið mér fjanda- lega. Hann var hjartveikur, og það er ekkert fyrir hjartveikan mann að vera með Marilyn“. Leikstjóri, sem ég spurði um tilverknað Hydes við frama Marilynar, sagði við mig: „Það var ekki nema einum manni að þakka, að hún varð nokkurn tíma stjarna, og það var Johnny Hyde. Hann hafði trú á henni, þegar hún var bara smástjarna og það af lakasta tagi. Hver sá sem komst inn á Johnny var þar með búinn að fá samband við alla stórkarlana í Hollywood. Hann kjaftaði hana upp hjá þeim öllum, og þú getur skilið, að náungi eins og Johnny, sem hafði allsstaðar aðgang og hafði frama margra stjarna sér til ágætis, var ekki þýðingarlaus ef hann vildi koma einhverjum á framfæri. Og hann kjaftaði hana upp alla tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins. Hann gaf borg- inni smekk fyrir Marilyn Monroe — og þegar ég segi borginni, þá á ég við allar viðeigandi klíkur í Bel-Air og Brentwood, sem hafa eitthvað að segja, en ekki við skrílinn. Hann seldi hana for- stjórum og leikstjórum, rétt eins og hún væri Rita Hayworth eða Lana Turner. Hann kenndi henni að klæða sig og tala við fólk. Hann gerði hana veraldarvana. Það var gamla sagan um Trilby og Svengali. Svengali getur gert stjörnu úr Triiby, en hann getur ekki gert hana skotna í sér. Það ber sjaldan við, að Marilyn láti gremju í ljós. Sjálfsagt get- ur henni gramizt, en hún leynir því undir hlédrægni-grímu. En ef það er nefnt við hana — eins og mér varð einu sinni á — að Johnny Hyde eða Natasha Lytess hafi verið hennar Svengali, ætlar hún að sleppa sér. Hún segir, að Johnny Hyde hafi verið ágætur, en hvorki hann né Natasha, né heldur Milton Greene hafi verið hennar Svengali. ,,Ég er einskis manns ambátt og hef aldrei ver- ið. Enginn dáleiðir mig til að gera eitt eða annað. Núna sem stendur er verið að skrifa um það, að Lee Strassberg sé minn Svengali. Ég las í einhverri blað- tusku, að ég hafi verið suður á Eldlandi og einhver ljósmyndari hafi beðið mig að sitja fyrir og ég hafi þá spurt Strassberg, hvort ég mætti láta taka mynd af mér í fjörunni. Fyrst og fremst hef ég aldrei verið með Strassberg í neinni fjöru. Og Arthur Miller er heldur ekki minn Svengali. Hitt er satt, að ég hef fengið kennslu — og það hjá ýmsum kennurum, Michael Chekov. Lee Strassberg. Ég hef trú á að læra og þroskast. Og hversvegna ætti ég þá ekki að hafa kennara? Ég hafði enga leiklistaræfingu fyrr en ég fór í kvikmyndirnar. Vissulega vildi ég hafa Natasha Lytess við hend- ina, til þess að setja út á leikinn hjá mér, og nú vil ég hafa Paulu Strasberg. Þú veizt, að ég hef hvort sem er aldrei fengið að dæma sjálf um myndirnar, sem af mér eru teknar — en líklega hefurðu heyrt alveg það gagn- stæða. En það vald hafa leik- stjórarnir en ekki ég. Og ef maður er í höndunum á góðum leikstjóra, er þetta allt í lagi. En það var ekki einungis það, að ég hefði ekki haft neina æf- ingu heldur var líka hitt, að fyrst til að byrja með, lenti ég hjá mönnum, sem höfðu aldrei stjórnað mynd fyrr, og höfðu ekki hundsvit á svipbrigðum eða framsögn. Sérðu það kannske aldrei á myndum, að þessari eða hinni hefur stjómað maður, sem hafði hvorki smekk né kunn- áttu? En almenningur kennir alltaf stjörnunni um það, sem aflaga fer. Mér. Ég hafði svo heimska leikstjóra, að þeir gátu einu sinni varla tuldrað hlutverk ið fyrir mér og farið rétt með það. Því fékk ég heldur litla hjálp hjá þeim, en varð að leita hennar annarsstaðar. Allar leikkonur hafa nú annars þessa sömu skoðun á leikstjórum. Flestir þeirra eru taldar vera til- finningalausar leikbrúður sem eyða öllum tímanum í að þusa um ljósin og myndavélina og bluti á sviðinu í stað þess að beina sér fyrst og fremst að persónunni, sem sýna á. Hortense Powdermaker, sálfræðingur, höf- undur bókarinnar Draumaverk- smiðja Hollyw°od byggir þessa bók sína á 900 viðtölum við liina og þessa, sem vinna að kvik- myndaiðnaðinum og segir þar, að leikstjórarnir viðurkenni ekki. að nema 5% af starfsforæðrum sínum hafi neina skapandi gáfu, og leikararnir tóku enn dýpra f árinni. Þetta var Marilyn Ijóst þegar í upphafi og því útvegaði hún sér kennara, sem hugsuðu ekki um annað en hennar hags- muni. Þar sem Johnny Hyde var, hafði Marilyn bezta umboðs- manninn, sem til var í Holly- wood, og auk þess hafði han ágætan leikkennara. Það eina, sem hana vantaði nú var gott „stökkbretti", þ. e. heppilega mynd til að leika í. Og hana fékk hún fyrir tilviljun. Einn október- dag 1949. voru saman safnaðir hjá Metro-Goldwyn-Mayer í sýn- ingarsalnum margir „stjörnu- spæjarar", ráðningarstjórar og leikstjórar. Þeir voru þar að horfa á ýms sundurleit sýnishorn af nýjum og óþekktum leikurum. Það er sem sé siður, að félögin lána hvert öðru svona sýnishorn. Nú vildi svo til, að gamla, þögla litmyndin af Marilyn hafði ekki verið meðal þeirra, sem átti að sýna, en einhver starfsmaður hjá 20th hafði sent hana með hinum í misgripum. Þegar svo sýnishornin voru sýnd, vildi svo til, að Luceille Ryman, sem stóð í ráðningum fyrir Metro, varð hrifin af Marilyn. Að vísu hafði hún ekkert hlutverk handa henni í bili, en hana langaði að kynn- ast þessari ljóshærðu stúlku nán- ar. Hún heyrði, að Hyde væri umboðsmaður hennar og fyrir hans milligöngu kynntist hún henni. Fyrstu orð hennar voru mælt í fullri hreinskilni: „Ungfrú Monroe, þér hafið mikla hæfi- leika, mikla leikgáfu". Að sjálfsögðu var þetta eins og englasöngur í eyrum hennar, ein- mitt vegna þess, að ungfrú Ry- man var þarna að hrósa andleg- um hæfileikum hennar, en ekki vaxtarlaginu. Marilyn sagði henni nú frá öllum vonbrigðunum, sem ■hún haíði orðið fyrir síðustu þrjú árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.