Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 23
ÞriSjMdagur 2. október 1962. MÖBCUNBLAÐIÐ 23 „EF ég get ekki lifað þessu lífi, þá á ég ekkert líf. Mér finnst ég þegar vera dauð- ur. Ég vil komast í háskól- ann. Þannig vil ég lifa. Fái ég það, get ég lifað mínu lífi; fái ég það ekki, gæti ég eins vel ekki verið til. Það eitt, að lifa og anda — það er mér ekki líf. Eitt- hvað meira verður að koma til“. — Þetta voru ummæli bandaríska negr- ans James H. Meredith, er sýnt var, að nokkrir ráða- menn, með Ross Barnett, fylkisstjóra, í fararbroddi, Mississippi: Lögreglumenn með hjálma og gasgrímur og kylfur í höndum, safnast sam- an sl. fimmtudag, til þess að hindra inn göngu James H. Meredith í skólann í Oxford. „Það er ekki nóg að lifa og anda segir James H. Meredith, blökkumað- urinn, sem reynir að tá skólavist, eftir að hafa gegnt herþjónustu fyrir land sitt Meredith — „Hér vil ég vera“ ætluðu sér að koma í veg fyrir, að Meredith yrði veittur aðgangur að Ox- ford-háskóla í Mississippi. Er Meredith hélt til háskól- ans, til innritunar, fyrir nokkr um dögum, höfðu dómstólar bandaríska ríkisins (sambands ríkisdómstólar) kveðið upp úrskurð um. að honum skyldi heimill aðgangur að skólan- um. „Farðu heim, negri“. Er Meredith kom þangað, beið hans hópur sestra nem- enda, er septu að þeir vildu ekki sjá þeldökkan mann í sinum skóla Sumir septu: „Go home, nigger". Meredith leit í kring um sig, brosti varfsern islega, en hélt síðan í fylgd nokkurra starfsmanna banda- riska ríkisins inn í skólabygg- inguna. Þar var þá fyrir Barn- ett, fylkisstjóri, og sýndi Mere dith honum úrskurð dómstól- anna um að veita bæri hon- um inngöngu — en fylkisstjór inn gerði hann afturreka. Að- spurður, hvort hann gerði sér grein fyrir, að hann væri að fremja lögbrot, svaraði Barn- ett, fylkisstjóri, því til, að hann teldi sig ekki þurfa að svara viðstöddum því — það væri dómaranna að spyrja slíkra spurninga. Dómstólar setja Barnett úrslitakosti. Á fö^tudag var réttur settur í New Orleans. >ar kom saman sambandsríkisdómstóll til að fjalla um mál Ross Barnett, fylkisstjóra, þ.e. kveða upp úrskurð um það, hvort hann hefði sýnt dómstólunum fyrir litningu með því að taka ekki til greina úrskurð þeirra um, að Meredith ætti rétt til skóla setu. 8 dómarar hlýddu á vitna- leiðslur, og að þeim loknum felldu þeir þann úrskurð, að Barnett væri sekur um „fyr- irlitningu á dómstólunum". — Honum var gert að hlíta fýrri úrskurði, og skyldi hann hafa frest til þriðjudags til að breyta framferði sínu — að öðrum kosti skyldi hann greiða 10.000 dali í dagsektir eftir það. Mætti ekki fyrir réttinum. Barnett, fylkisstjóri, mætti ekki fyrir réttinum, þrátt fyr- ir, að honum hefði verið stefnt. Fulltrúar réttarins höfðu reynt að afhenda hon- um'stefnuna, en Barnett neit- aði að taka við. Jafnframt var sýnd í réttinum sjónvarpskvik mynd af því, er Barnett beitti sér persónulega fyrir því í fyrri viku, að Meredith yrði ekki veittur aðgangur að skól- anum. Að öðru leyti setti dómstóll- inn Barnett þau skilyrði, að hann skipaði löggæzluliði fylkisins og öðrum starfsmönn um þess að hætta þegar í stað öllum aðgerðum, sem miðuðu að því að hindra, að úrskurður dómstóla kæmist í framkvæmd, auk þess, er hon- um var gert að sjá til þess, að friður og ró ríkti á háskóla- svæðinu. Forsetinn greip í taumana. ó Á laugardag átti Kennedy, forseti, sírhtal við Barnett, fylkisstjóra. Sömuleiðis ræddi dómsmálaráðherrann, Robert Kennedy, við Barnett í síma. Að því loknu sendi Kennedy Barnett skeyti, þar sem hann bað hann að haga sér í sam- ræmi við úrskurði sambands- ríkisdómstólanna. Jafnframt lýsti forsetinn því yfir, að hann ætlaði sér að halda uppi lögum og reglu í Mississippi- fylki. Síðar um daginn átti forset- inn viðræður við landvarna- ÚTÁORjtÍD ráðherrann, Robert McNa- mara, og aðra háttsetta menn innan hersins. — Kveður til fylkisher. Skömmu eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags gaf for- setinn út yfirlýsingu, þar sem hann skipaði Barnett að hætta að standa í vegi fyrir því, að Meredith yrði veitt skólavist. Þá fylgdi á eftir skipun for- setans til landvarnaráðherrans um að taka fylkisher Miss- issippi í þjónustu ríkisins. — Hins vegar kom í Ijós, að ekki var ætlunin að grípa til fylk- ishersins a.m.k. ekki strax, heldur var þessi ráðstöfun for setans gerð til þess að koma i veg fyrir, að Barnett gæti framvegis notað herliðið í baráttu sinni. Venjulega er fylkisherinn undir stjórn fylkisstjórans, en hins vegar má kveðja hann í þjónustu ríkisins, ef sérstaklega stend- ur á. — Iþróttir Framh. af bls. 22. í stöng en hin beint á mark- vörð. Á síðustu mínútu tókst Skaga- mönnum að jafna. Markið var harðsótt mjög, sótt fast að Heimi eftir hornspyrnu og hann HltrgmíiMaí Þarf aS fá duglega krakka og unglinga, til að bera blaðið til kaupenda þess víðs vegar um borgina og úthverfi hennar. Talið við skrifstofuna eða afgreiðsluna strax. Sími 22480. sló knöttinn í. eigið net. KR-liðið lék mjög vel á köfl- um, einn bezta leik sumarsins og náði skemmtilegum köflum, ekki sizt fyrirgjafirnar frá köntunum og skallmörkin. Heimir átti og annríkt í markinu en bjargaði oft vel. Garðar og Ellert voru drýgstir en er á leið gætti tauga spennu, sem skemmdi hinn áð- ur góða leik liðsins. Skagamenn sýndu einnig góð- an leik og bar framlínan þar af með hraða og dugnað. Vörnin var hins vegar óvenju opin og nýja markvörðinn, Kjartan, skorti reynslu sem vitað var. Þórður Jónsson meiddist í leiknum en meiðslin voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. I MORGUNBLAÐINU BEZT AÐ AUGLÝSA friðinum í Little Rock verið stefnt í hættu. Hins vegar reynir Barnett nú ekki að bera því fyrir sig, að friður í fylkinu sé í hættu, heldur gengur hann i berhögg við lög landsins. Eisenhower, er var forseti 1957, sendi þá her til Little Rock og negrarnir fengu að- gang að skólanum, og hafa þel dökkir og hvítir sótt þar skóla saman síðan. Lokabarátta? Nú eru um 2000 mennta- og háskólar í Bandaríkjunum, og fá negrar skólavist í um 90% þeirra. Aðeins þrjú fylki í Bandaríkjunum viðhalda enn því kerfi, að negrar fái ekki að sækja sömu skóla og hvít- ir. Hvergi hefur andstaðan gegn negrum verið meiri en í Mississippi, en þeir atburðir, sem nú eru að gerast, gefa von um, að hér sé að hefjast lokaþátturinn í baráttunni um skólavist negra. Lagalega hliðin. Ástæðan fyrir því, að fylkis- stjóri getur haldið uppi slíkri andstöðu við stjórn landsins og dómstóla liggur aðallega í tvennu. Dómstóla- og réttar- farskerfi Bandarikjanr a er tvöfalt. Annars vegar er um að ræða dómstóla einstakra fylkja, en hins vegar dómstóla sjálfs ríkisins, sambandsríkis- dómstóla (Federal Courts). Barnett ber því fyrir sig, að hann hafi samkvæmt gamalli lagahefð rétt til þess að neita afskiptum ríkisins af borgur- um einstakra fylkja. Sam- bandsríkjadómstólar hafa dæmt þessa „hefð“ ólöglega og í bága við stjórnarskrá Bandaríkj anna. Stjórn Bandaríkjanna hefur fylgt þeirri stefnu, að allir þegnar landsins skuli hafa sama rétt til menntunar. Því er nú að þvi komið, að stjórn- in kann að þurfa að grípa til framkvæmdavaldsins, til þess að fá framgengt úrskurði sam- bandsríkisdómstólanna. And- staða Barnetts og fylgismanna hans byggist hins vegar i hefð“ þeirri, sem áður hefur verið vikið að, þótt raunveru- leg ástæða sé kynþáttahatur. Little Rock 1957 — Oxford nú. Flestir minnast atburða þeirra, er áttu sér stað i Little Rock 1957, er Orville Faubus reyndi að hindra skólagöngu negra þar. Hann reyndi hins vegar ekki að brjóta í bága við úrskurð sambandsríkisdómstol anna á þann hátt, sem Barnett reynir nú. Faubus hindraði inntöku negranna þá með því að kalla út fylkisherinn, og bar því fyrir sig, að ef hann hefði ekki gert það, þá hefði IJnglIngsstúlka óskast til sendiferða allan daginn í vetur á skrifstofu blaðsins. JMd Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Davíð 8. Jónsson & Co hf. Heildverzlun — Þingholtsstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.