Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. jan. 1964 Eyfirzkar konur baka laufabrauð Erla Gunnarsdóttir. l>að er verið að grafa borgina upp, en jamframt hefur hún orðið vinsaell ferðamannastað ur ogL um áramiótin, sem ég var þar, voru þar um 70 þús. ferðamenn, flestir fró Bahda- ríkjunum. Þetta var um MexEkó. Eftir þriggja vikna dvöl þar hélt ég til New Orj^ans og sikoðaði hvert skúmaskot í franska hverfinu. Og svo ég fari fljótt yfir sögu, þá hélt ég þaðan til Florida og dvaldi þar hjá vina fóiki mínu rétt utan við Miami. Mér þótti skrítið að ganga um göturnar í Miami, ljóshært kvenfólk og Kúbuhúar í meiri hluta. Síðan laigði ég leið mina norður á bóginn, fór úr einu beltinu í annað, frá pálma- trjám til grenitrjáa, ög kom til Washington á köldum vetrardegi. Þann dag snjóaði í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Þrátt fyrir kuldann í Was- hington kunni ég afar vel við mig, einhvem veginn fannst mér ég vera svo nálægt Evrópu, og allir voru áikaflega hjálplegir og vinsamlegir í minn garð, ekki sízt sendi- herrahjónin íslenzku. Ég sótti því um stöðu í Alþjóðabankan um, en meðan ég beið eftir svari fór ég aftur yfir þver og endilöng Bandaríkin í grá- hundi, eins og endranær, til San Francisoo. Þar vann ég í sex vikur á gamla staðnum og hélt svo til baka, en fór aðra leið. Fyrsti áfangastaðurinn var á heimissýninguna í Seatt- le, sá næsti Vanoouver, hinin þriðji Ohicago og endastöðin var að sjálfsögðu Washington. Eftir nokkra daga fór ég að vinna í Aiþj óðabankanum og vinn þar enn. — Við hvað vinnurðu í bank anum? — Ég vinn í úthlutunardeild inni, sem úthlutar peningum til vanþróaðra landa. Allþjóða bankinn er annað hús frá Hvíta húsinu, og ég var svo lúsheppin að fá leigða litla íbúð gegnt vinnustað mínum, og er það eina fbúðarhúsið á stóru svæði þar í grennd. Ég þarf varla að taka það fram, að dagurinn sem Kenne dy Bandaríkjaforseti var myrt ur og dagamir þar á etftir, em einhverjir þeir eftirminnileg- ustu sem ég hetf litfað. Ég brá mér fyrir húshornið til að fylgjast með útförinni og það var hátíðleg en dapurleg stund. Þá sá ég Bandaríkja- menn í allt öðru ljósi en áður. — Og er ekki komin nein heimþrá í þig? — Ekki enn. En það fylgir því viss öryggistilffnning að vita, að ég get koimið heim hvenær sem er. Hg. Deigið hnoðað NÚ er þorrinn að ganga í garð og átthagafélögin í Reýkjavík búa sig undir að halda þorra- blót. Næstkomandi sunnudags kvöld heldur Eyfirðingafélag- ið þorrablót á Hótel Sögu og á boðstólum verður að venju kjarnmikill íslenakur matur: slátur, svið, magaáll, hákarl, harðfiskur, hangikjöt, lautfa- brauð, svo fátt eitt sé nefnt. Og það er einmitt lautfa- brauðið, sem við ætlum að gera að umtalsefni hér. Laufa brauðabaksturinn önnuðust sextán konur úr Eyfirðingafé- laginu, og heimsóttum við þær þegar baksturinn var í al- gleymingi. Þær kváðust ætla að baka 888 kökur og tæki það þær tvo daga. Væri það svip- að magn og í fyrra, og hefði þá engin kaka orðið afgangs, enda væm þorrablótsgestir að narta í brauðið aljt kvöldið. LLstin að skera út laufa- brauð er gamall siður norðan lands, og er ekki vitað með yissu hvenær þann hófst. Undu menn við það tímunum sam- an að skera út brauðið fyrir jól við misjafnar aðstæður. Eyfirzku konurnar sem önn- uðust laufabrauðasikurðinn að þessu sinni hafa tekið tækn- ina í sína þágu og nokkrar notuðu þar til gerð skurðjárn í stað hnífa, en flestar héldu sig þó við gamla siðinin að Skera út með hníf. Sögéu þær því, að la-ufabrauðið væri bæði vélskorið og handsktorið, en bragðið væri hið sama. Meðfylgjandi myndir eru teknar af eyfirzku konunum við laufabrauðabaksturinn. Kökurnar skornar út Hlaðar aí fagurskornu laufabrauði Kökumar steiktar ✓ | Ævintýrið að fara utan FLESTAR ungar stúlkur dreymir um það að komast út í hinn stóra heim einihvern tíma á lífsleiðinni, og safna fróðleikskornum í sarp minn- inganna. í mörgum t.lfellum verður draumurinn að veru- leika, sumar láta sér nægja að skreppa út að sumarlagi í 2—3 vikur og flakka landa.á milli, eri aðrar sæikja skóla eða fá sér vinnu á framandi grund. Að sjálfsögðu er tilveran þar jafn öldótt og hún vill stundum verða hér heima, sumum vegnar vel og þær ýmist skjóta rótum eða snúa ánægðar heim, en öðrum vegnar miður og hverfa von- sviknar heim til ástkæra fóst- urlandsins. Við skulum riæstu augna- blikin hlýða á frásögn Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra- Vallholti í Skagafirði af ævin- týrinu mikla. Erla vann um eitt skeið á skrifstotfu Morg- unblaðsins en hleypti heim- draganum í febrúar 1960, og ætlaði að dvelja í Bandaríikj- unum í eitt ár. Árið varð að fjórum og hún kom nú heim í jólaleyfi og flaug aftur vest- ur um haf um síðustu helgi „Ég er ekki enn búin að fiá mig fullsadida," sagði hún um leið og hún kvaddi. Erla sagði: Ég flaug beint til San Francisco í Kaliforníu og fór að leita mér að vinnu. Það gekk heldur treglega, eins og oft vill verða með útlencjinga. Ég veit dæmi þess að íslenzik- ar stúlkur hafa verið upp undir 6 vikur að fá sér vinnu þarna á vesturströndinni og hafa þurft að borga háar fjár- hæðir á vinnumiðlunarskrif- stofum. M. a. sótti ég um vinnu hjá flugfraktfélagi nakkru og þeir sögðu: „Komdu eftir hálft ár, þegar þú ert búin að læra málið betur.“ Nú voru góð ráð dýr, og til að hressa upp á hugann og skapið ákvað ég að fara á vetrarolymipíuleikana í Kerl- ingardal. Þar hitti ég íslenzka skíðaméfin, sem vöktu athygli og aðdáun fyrir fallegan klæðaburð (þ. e. peysurnar), og þar eyddi ég mínum síð- asta eyrL Nokkrum dögum síðar var ég stödd á þorrablóti í San Francisoo og hitti marga góða landa. Þar réði ég mig í vist í staðinn fyrir samlanda minn hjá Andrési Fjeldsted Odd- stad, sem er af íslenzkum ætt- um og kom hingað til íslands ásamt konu sinni, í fyrsta sinn í sumar. Ég var í vist í þrjár vikur, en fékk þá vinnu á skrifstofu Oddstad, en hann rekur gríðarstórt byggingar- félag vestra. Þar var ég í tvö ár. — Eru margir íslendingar í San Francisco? — Fleiri hur.druð, og fé- lagslíf meðal þeirra blómlegt. Það blómstrar allt í Kalifom- íu, loftslagið er svo dásamlegt: gyllt surnur og grænir vetur. Það er veðurblíðan sem held- ur í margan landann -þar vestra. — En þú hefur efcki unað til lengdar í þessari paradís? — Nei, ég vildi rása víðar. Kalifornia hefur marga kosti en einnig galla, t.d. leiddist mér áhugaleysi fólksins þar á um/heiminum, og hafði það ekki áhuga á neinu sem gerð- ist vestan Klettafjalla og aust an KyrraJhafsins. Því var það að í desember mánuði 1961 bind ég saman föggur minar og held ti.l Mexí kó með gráihundi (langferða- bifreið) gegnum Arizona og Kolorado. Það var upphaf þriggja mánaða ferðalags sem spannaði yfir Suðurríki Banda ríkjanna, Lousiana, Missisippi, Florida og síðan austurströnd ina til Washington. Eins og nærri má 'geta' var það við* burðarríkt með afbrigðum, einkum ferðin til Mexikó. Á landamærunum veltu verðirn- ir vöngum yfir fæðingarstað mínum: Syðra-Valliholt, Sfcaga firði, og eftir miklar vanga- veltur komust þeir að þeirri niðurstöðu að sá staður væri í Síberíu og var ég stöðvuð í 27 klúkkustundir, áður en málið upplýstist. Ég eyddi jólunum í Mexíkó City og var borgin skreytt feg urstu jólaskreytingu sem ég hef enn augum litið. Borgin er sérkennileg, einkum vegna þess að hún er byggð á feni, húsin sí^i og hallast ýmist hvort að öðru eða hvort frá öðru. Þau eru yndislega skökk og vinaleg, jafnvel stóru og glæsilegu marmarahallirnar. Það er erfitt að stotfna til kunn ingsskapar við Mexikóbúa og þeir eru á verði gagnvart ferðamönnum. Ég fór þrisvar á markaðstorgið þeirra erinda að kynnast fólkinu. Fyrsta dag inn yrti enginn á mig, annan daginn fór fólkið að horfa á rarig og þriðja daginn ætlaði það bókstaflega að éta mig. ' Það er margt skemmtilegt að sjá í Mexíkó, svo sem Acapulco, sem er unaðslegasti blettur í heiimi. Þar eyddu Kennedy-hjónin hveitibrauðs- dögum sínum og þangað sætaja rnargir ferðamenn. Staðurinn er í tizku eins og kallað er. AcapUlco er eins og kringlótt skál, fuiU af Jritabeltisgróðri. Þar eru tveir frægir píramiíd- ar, píramídi" sólarinnar og tunglsins. Þeir eru ekfci holir að innan og enginn veit um aldur þeirra. Ég fór einnig að. sjá stóra, gamla og löngu yfirgefna borg, Merida Yugatan. Hún stenduir milli tröllvaxinna kaktusa og hrikalegs háfjalla- gróði^rs, þar sem hlébarðar og önnur villidýr hafa bólfestu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.