Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 20
20 MQRGUNBLADIÐ ♦ Fímmtudagur 23. jan. 1964 GAVIN H O L T: IZKUSYNl 38 NG Hún sat steinþegjandi meðan ég sagði sögu mína, en áður en henni var lokið, var eins og hún vaeri orðin óhrædd. Hún var klók og ég vissi vel, að hún var að hugsa um rá6 til að sleppa ú,t úr þessum ógöngum. Ef til vill hélt hún, að ég vissi nú kannski ekki svo sérlega mikið um hana, annað en það, að hún hafði verið að reyna að múta mér, og hún gat alltaf sloppið frá því á einhvern hátt. Það, að hún hafði farið í skrifborð Sel- inu, þurfti ekki endiíega að standa í sambandi við morðið, en hún varð að finna einhverja viðunandi greinargerð fyrir því. Ég vissi fullvel tilganginn með því en gat bara ekki sannað hann — ekki fremur en hún gat sannað, að hún hefði verið í leik húsinu í gærkvöldi. Eina von mín var sú, að hún myndi hlaupa á sig, þannig að ég gæti getið mér til um það, sem ég vissi ekki enn fyrir víst. Ekki óraði mig fyrir því, þegar ég sat þarna, hve skammt var til endalokanna — sat og var hræddur við klók- indi hennar. Ég sagði 1 henni, hvað ég hefði séð í bjarmanum frá litla vasaljósinu, og ég sagði henni ýmislegt fleira, svo hún gat í engum vafa verið um, að ég hefði þekkt hana. Ég sagðist hafa orðið viss um það, þegar ég sá skuggamyndina hennar i dyrunum. Eins og ég lýsti þessu, hefði mátt halda, að hún hefði gengið fyrir kröftugan ljóskast- ara, en annars virtist mér engin þörf á að lýsa þessu mjög ná- kvæmlega. Hún neitaði engum staðreyndum. Ég lauk sögu minni með skuggamyndinni áður nefndu, en sagði hinsvegar ekk- ert um hælasmellina, af því að mér fannst, að þeir væru veik- asta röksemdin, eftir að ég hafði fullyrt að hafa þekkt hana með vissu. — Eruð. þér búinn? spurði hún. — Já, ég hef lokið sögu minni, sagði ég. Nú kemur að-yður. Og hún hóf sögu sína. Höfum flutt raftækjaverzlun okkar að laugavegi 172 Tfekla XXI Hún var spæjari sjálf. Hún var að vinna fyrir viðskiptavin, sem hét Josie Lacoste, fædd Schlussberg. Að minnsta kosti hófst sagan þannigf ásamt full- yrðingum um heiðarlegan til- gang. Eigingirni átti Josie ekki til. Ekkert nema heiðarleika. Hún þrælaði, öðrum til gagns og góða, og átti sér ekki nema eina ósk: að dyggðin bæri sigurorð af löstunum. Dyggðin og Josie töl- uðu sömu tungu. Þær umgengust hvor aðra eins og kunningjar, svo að það var ekki nema sjálf- sagður hlutur, að Josie segði til, þegar hún uppgötvaði, að eitt- hvert óstand var á ferðinni þarna hjá Clibaud. Því hélt Josie augunum vel opnum og vann yfirvinnu. Hún var ekki heimsk. Hún var greind stúlka og hafði lært reikning í skólanum. Þegar hún fann staka tvo, leitaði hún að öðrum tveimur til að leggja saman við þá og fá úr því fjóra. Stundum komu út úr því fimm. Og út frá þessum reikningsdæm um komst hún að því, að verið var að stela kjóláteikningum frá Clibaud, beint fyrir framan nefið á honum. Þá hljóp í hana skyldu ræknin og hún ásetti sér að leika spæjara. Eg lofaði henni að vaða áfram. Sagði henni ekkert um mínar eigin hugmyndir um tilgang henn ar. Það hafði verið mikið talað um fjárkúgun og þarna bryddi á henni. Ef mbrðið stóð ekki í sambandi við teikningarnar, þá var ég fábjáni. Josie gerði sér þetta samband fullvel ljóst. í nótt sem leið hafði hún náð í mikil- væg sönnunargögn úr skrifborð- inu hennar Linu. Þar var lykill inn að óllu málinu og dauðaor- sök nornarinnar. En Josie hafði ekki nefnt það á nafn við lög- regluna. Hún hafði lagt í þá áhættu að leyna því, af því að það þýddi sama sem peninga í hennar vasa, og hafði hækkað geypilega í verði síðan klukkan hálffimm. Það hafði þotið upp eins og púðurkelling. Maðurinn mundi borga vel til að forðast leiðinlegt hneyksli, en hann mundi láta aleiguna til að sleppa hjá morðákæru. Og í augum Jos ie var þetta lítil áhætta. Hún hafði sloppið við þennan smá- vægilega innbrotsþjófnað sinn, og þurfti ekki annað en bíða þangað til lögreglan gerði skyssu í starfi sínu. Þá gat hún farið að pína fórnardýr sitt og volgrað því undir uggum svo að um mun- aði. Já, þetta var sannarlega snið- ugt og vel undirbúið vélabragð. Það var ágætt, allt þangað til ég greip inn í rás viðburðanna. Josie var sæt stúlka, Þáð mátti sjá, hve vænt henni þótti um mig, jafnvel meðan hún var að Hann vill Heldur jarðarberjaís. halda ræðuna um sakleysi og göfuga viðleitni. Hún hefði gert fyrir mig hvað sem var með öxi eða hníf eða skammbyssu, en hún hafði bara ekkert þessara vopna við höndina. Hún hafði að eins ljóma persónu sinnar og yndisþokka. Eg vorkenndi Abe Schlussberg. Hann var almenni- legur náungi, sem hafði lent í miklum þrautum. Fyrst var það Hitler og síðan Selina og nú þessi ágæta dóttir hans! — Clibaud var alltaf góður vinur minn, sagði Josie. •*- Þess /vegna langaði mig til að hjálpa honum. Eg sagði: — Hvað kom yður til að halda, að hann þarfnaðist hjálpar? Gat hann ekki sjálfur gætt hagsmuna sinna? — Þau voru öll á hnakkanum á honum, ekki sízt Benny. Þess vegna fór ég að hafa auga með Benny. — Vissi Clibaud hvað þér höfðuð fyrir stafni? — Nei, ég sagði engum neitt. — Hvenær byrjuðuð þér á þessari spæjarastarfsemi? — Fyrir um það bil þremur vikum, þegar ég heyrði íyrst, að teikningúm hefði verið stolið. — Og hvernig komust þér að því? — Eg heyrði þegar Clibaud var að tala við Gussie Ochs. — Nú, svo að þér hlustuðuð gegn um skráargöt, áður en þér tókuð til við spæjarastarfsem- ina? • — Eg kann ekki við þennan tón yðar, hr. Tyler! Eg legg það ekki í vana minn að liggja á skrá argötum. Það geta atvinnumenn eins og þér gert. En í þetta sinn gat ég ekki annað en heyrt til þeirra. Þau voru í skrifstofunni hans Clibauds og ég þurfti að fara inn í eitt mátunarherberg- ið. þau töluðu saman á frönsku, svo að líklega hafa þau verið ó- varkárari þessvegna. — Vita þau ekki, að þér skilj- ið frönsku? — Jú, en líklega hafa þau haldið, að ég væri farin úr vinn unni. Líklega hef ég alls ekki dottið þeim í hug. Það var kom- ið fram yfir lokunartíma, og hreingerningakonurnar voru komnar. — Eru nokkrir fleiri þarna í búðinni, sem skilja frönsku? JUMBO og SPORI —þf- - Teiknari: J. MORA „Hvemig skyldum við geta kom- izt héðan?“ spurði Jumbo. „Hja-.... varla getum við farið út um hliðið“, sagði Spori. „Nei, vi-é verðum að fara upp um opið héma! Fljótir, 'vekið prófessorinn. Prófessor Mökkur var ekki alveg á nótunum. En Jumbo og Spori voru ekkert að eyða tímanum í út- skýringar. Þeir bara drógu hann með sér að opinu, upp reipstigann, og upp á þakið. „Hvað er þetta .... hvað gengur eiginlega á? „spurði hann syfjulega, „mig langar ekkert að skipta um svefnstað .... “ „Uss,“ sagði Jumbo, „Verið nú stilltir, „við megum ekki gera óvin>- unum viðvart. Eiiia bjargarvon okk- ar er að þeir haldi að við séum löngu flúnir.“ KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN JpKOSPECT/HG-THB DESEZT, TPE 'OLD-TIMER. HAS 10STMS3UZZO, FOOD.AVD WATEfE--'A LOME APACHE HASPESCUED H/Pl PPOM DY/WG-OF 7HHSST--FE0M THE ihdiaio hebuys food, ah olla (clayjap) OF WATER, asid ahothez Buzeo.- (that CKlTTEd looks 1 KiMDA WILD-EYEO' l WHAT'S HEE MAME? Gamli fór til gull-leitar inn á eyði- nr örkina en týndi þar asna sínum, nesti og vatni .... Apache-indíáni, einn á ferð, bjargaí honum frá að t’eyja úr þorsta .... hann kaupir af indíánanum mat, eina leirkrús af vatni og annan asna .... Skepnan er ekki beint blíð á svip- inn. Hvað heitir hún? Diabla! 2. Diabla? Það þýðir skrattakolla, fekki satt? Ég vona bara að nafnið sé ekki til komið vegna skapsins! 3. Hún er lálítið leikgjörn stund- um. Hægan, hægan, láttu þetta vera! J-eikgjörn, svei, þetta er forhert hrekkjaskepna! Það ætti að lúskra á henni.“ 3|tltvarpiö Fimmtudagur 23. janúar 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir — Tónleikar — 7.30 Fréttir — Tón. leikar — Morgunleikfimi — 8.00 Bæn — Veðurfregnir — Tón- leikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Úrdráttur úr forustu- greirium ^gblaðanna — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleikar — 10.00 Fréttir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Á írívaktlnni" sjómanna,þáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við sem heima sitjum": Sigur- laug Bjarnadóttir talar við Jón Pálsson sálfræðmg. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. —Tónleikar — 16.00 Veðurfregnir — Tónleikar — 17.00 Fréttir — Tónleikar). 18.20 Veðurfregnir. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. lfl.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Berg þóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir). 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kórsöngur: Þýzkir kórar syngja vinsæl kórlög úr óperum. 20.15 Dagskrá Náttúrulækningafélagg íslands: Gísli J. Á$tþórsson rithöfundur hefur umsjón á hendi og ræðir við Björn L. Jónsson, Pétur Guna arsson og Áma Ásbjarnarsou, Arnheiður Jónsdóttir formaður félagsins flytur ávarpsorð. 20.5ö Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íg lands í Háskóiabíó; fyrri hlutt Stjórnandi: Gunther Schuller, Einleikari: Gísli Magnússon. a) Þýzkir dansar eftir Schubert* Webern. *b) Sinfónia op. 21 eftir Anton Webern. c) Píanókonsert 1 D-dúr eftir Josef Havdn. 21.45 Upplestur: Grétaf Fells rithöf* undur les frumort ljóð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Kvöldsagan: „Oli fná Skuld" eftir Stefán Jónsson; IV. (Hö£« undur les). 22.30 Harmonikuþáttur (Ásgeir Sverrig son). • 23.00 Skákþáttur (Guðmundur Ara« laugsson). 23 35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.