Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 24
laugavegi 26 simi ‘209 7Ö 18. tbl. — Fimmtudagur 23. janúar 1964 I Jr/7//&A/dT/ Frá Tfeklu. 11 Auslurstræti Sinti 11687 Le/ð yfir skip- stjórann í brúnni í GÆRMORGUN er Hafrún frá Bolungarvík var að koma til Vestmannaeyja með 1700 tunnur af síld rakst.hún á þrjá aðra báta í höfninni. Var báturinn að koma sér fyrir í Friðarhöfninni, þar sem flestir síldarbátarnir landa og var að bakka. Virtist þá sem eitthvað bilaði, því báturinn hélt áfram aftur á bak og lenti á 3 bátum. Þegar betur var að gáð kom í Jafntefli hjá Tal Á SKÁKMÓTINU í gær- kvöld skildu Guðmundur Pálmason og Tal jafnir. Var skák þeirra hörð og skemmti- leg og átti Guðmundur betra um tíma. Friðrik vann Magnús, Johannesen vann Trausta, Gligqric vann Nonu, Wade vann Arinbjörn. Biðskákir urðu hjá Jóni og Freysteini og hjá Inga og Ingvari.*. Eftir 7 umf. eru Tal og Friðrik jafnir með 6!4, Gli- goric hefur 6. — í kvöld verða tefldar biðskákir. tlmræðurnar um Lpp- kastið tlMRÆÐUFUNDUR Stúdenta- félags Reykjavíkur um Hannes Hafstein og Uppkastið í ljósi sög unnar“ verður haldinn í Sigtúni (Sjálfstæðishúsinu) í kvöld og hefst kl. 8.30. Frummælendur eru þeir Guðmundur G. Hagalín og Sigurður A. Magnússon. Fundurinn er opinn almenn- ingi jafnt og stúdentum, og er aðgangseyrir 25 kr. Þessum umræðufundi Stú- dentafélagsins verður ekki út- varpað síðar. Ijós að liðið hafði yfir skipstjór- ann, en hann var einn í brúnni. Undanfarið hefur verið slæmt veður á miðunúm. Aðfaranótt þriðjudags héldu skipin sjó í slæmu veðri og næstu nótt voru þau í veiði, svo hann var búinn að standa í allt upp í 2 sólar- hringa. Einn bátanna, Haförn, skemmd ist nokkuð, svo hann verður tek- inn 'í slipp á næsta flóði. Hinir, Eyjaberg og Frigg, skemmdust lítið. Skemmdir eru ekki full- kannaðar. Sjópróf verða í dag. Véiskipið Jón Garðar á siglingu. Þriðja síldveiðiskipið sekkur Mannbjðrg Jón Garðar lagðist á / hliðina á siglingu og sökk á 7—10 mínútum VÉLSKIPIÐ Jón Garðar úr Garði sökk um kl. 5 í gær- morgun er það var á siglingu 16 mílur SA af Hjörleifs- höfða með síldarfarm áleiðis til Vestmannaeyja. Mann- björg varð, en skipið sökk á 7—10 mínútum. Skipið var. með fullar lestar síldar og um 100 tunnur á dekki. Vél- skipið Hamravík var nær- statt og bjargaði áhöfninni af Jóni Garðari, 10 manns, og kom með hana til Vestmanna- eyja í gær um kl. 12 á hádegi. Áhöfnin kom svo hingað til Balbo-flugumslag selt á 46,500 kr. Á frímerkjauppboði, sem haldið var hja uppboðsfyrir- tæikinu Edgar Mohrman & Co í Hamborg í nóvembermán uði sl. var selt umsiag með hinum sjaldgæfu og eftir- spurðu íslenzku frímerkjum, sem nefnd eru Balbo-merki," en umslag þetta var eitt þeirra 298, sem send voru héð an þegar ítalski flugflotinn flaug um ísland á leið til Ameríku árið 1933. Umslagið seldist á uppboð- inu á DM 4300, sem svarar ísl. krónum 46.500 með nú- verandi gengi. Þessi gífurlega hækkun á umslögum þessum stafar m.a. af því að eftir- spurn frá ítöiskum og sviss- neskum frímerkjasöfnurum hefur aukizt hin síðari ár, en snémma á sl. ári var verð þessara umslaga um það bil 20 þús. kr. Reykjavíkur um kl. 3 síðdeg- is og hélt suður í Garð. Suð- vestan bræla var, 5—6 vind- stig, og fékk skipið á sig vind- kviku, er lagði það á hliðina, svo það náði ekki að rétta sig við. — Fréttaritari biaðsins í Vest- mannaeyjum, Björn Guðmunds- son, náði tali af skipsmönnum þar, ennfremur átti blaðamaður Mbl. stutt viðtai við skipstjór- ann á Jóni Garðari, Sigurð Brynjóftsson, er hann kom með áhöfn sinni hingað til Reykja- víkur. Nánari atvik slyssins eru sem hér segir: Vélskipið Jón Garðar var að veiðum austur í Meðallandsbugt og hafði fengið gott kast, um 1700 tunnur, að sögn skipstjóra. Úr því var háfað í fulla lest, sem tekur 900—950 tunnur og síðan var háfað um 100 tunnum á dekk. Afgangnum úr kastinu var hent. Lokið var að háfa og ganga frá um kl. 1.20 eftir mið- nætti. Hélt þá skipið af stað á- leiðis til Vestmannaeyja. Upp úr miðnættinu tók að vinda af suðvestri. Nokkur und- iralda var. Allt gekk vel þar til klukkan Íaust fyrir 5 um nóttina að vindkvika lagði skipið á hlið- ina. Vindur stóð á bakborðsbóg skipsins. Jón Garðar var þá staddur um 16 míiur SA af Hjör leifshöfða. Þá var skipstjórinn, vélstjóri og einn háseti á vakt. Aðrir voru í hvílum. Sýnilegt var að skipinu myndi ekki tak- ast að rétta sig við og sendi skip stjóri því út neyðarkall. Vélskip ið Hamravík frá Keflavík var statt um tvær mílur frá, lítið eitt á undan, og höfðu skipstjór- arnir haf-t samband sín á milli fyrr um nóttina. Hamravík ha-fði orðið fyrir því óláni að hengil- rífa nót sína, en hafði litla sem enga síld innanborðs. Áhöfnin á Jóni Garðari náði lausum báðum gúmmíbjörgunar- bátum skipsins og blésust þeir upp þegar í stað. Komust skips- menn allir í annan björgunarbát inn, flestir þó lé-tt klæddir,/mat- sveinninn á nærklæðum einum saman. Skipsmönnum ber saman um að ekki hafi iiðið nema 7—10 Ujósm.: Snorri Snorrason. mínútur frá því skipið lagðist á hliðina og þar til það var sokkið. Ijr skipið hallaðist kveik-tu Þeir öll Ijós og sáu þeir á Hamra- víkinni því greinilega hvar Jón Garðar fór niður. Komu þeir á vettyang eftir að skipbrotsmenn höfðu verið nálegs 10 mínútur í gúmmíbátnum. Náðu þeir á Hamravík skipbrotsmönnum skjótlega um borð og ennfrem- ur náðu þeir báðum gúmmbát- unum. Magnús Bergmann skipstjóri á Hamravík segist hafa heýrt neyð arkallið þegar í stað og greið- lega hefði gengið að finna skip- brotsmennina og ná þeim um borð. Sigurður Bryjólfsson skipstjóri á Jóni Garðari bað blaðið færa áhöfn Hamravíkur alúðarþakkir fyrir björgunina og góða-n við- urgerning. Frh. á bls. 23 síldveiði í FYRRINÓTT var ein bezta veiðinótt síldarvertíðarinnar við Suðvesturland. Fengu 39 bátar 35.400 tunnur, og munu flestir hafa landað í Vest- mannaeyjum. Var síldin á austurmiðunum og fengust þar stór köst. Veður var sæmi legt fyrst en fór að bræla er leið á nóttina. Aflahæstir voru Faxi með 1800 tunnur, Hrafn Sveinbjarnarson II og Hafrún með 1700 tunnur, ogi Guðmundur Þórðarson með 1500. Er þörf öryggisreglna um veiðarfæri fiskiskipa? f Sildveiðar meb kraftblökk og nælon- nót ofviöa minnstu skipunum ÖRYGGISREGLUR um veiðar- fæ-ri skipa hafa fram til þessa ekiki verið tímabærar, en svo virð ist sem þeirra geti orðið þörf, t.d. að miða stærð veiðarfæra og togvinda við skipsstæcð-- At- huga ber / einnig hvort stöðva bæri nú þegar vetrarsáldveiðar minnstu skipanna. Þessi ummæli eru höfð eftir Hjálmari Böðvars- syni, skipaskoðunarstjóra, sem talaði í fréttaauka í útvarpinu um hinar nýju reglur fiskiskipa á vetrarsíldveiðum, sem áður hefur verið frá sagt hér í blað- inu. Það kom fram hjá skipaskoð- unarstjóra að litlu síldarskipin hafa flest tiltölulega litlar lestar miðað við burðarhæfni skipa, sum verið hlaðin að undanförnu með allt að % hluta farms á þil- fari og 1/3 í lest. Og enn frem- ur að síldarnætur fara stækk- andi, eru nú orðnar um eða yfir 6 tonn og sé augljóst að slík yfir þyngd á bátapalli minnki* veru- lega stöðugleika skipanna, en sé að sjálfsögðu hættulegast fyrir minnstu skipin, sem búin eru bátapalli fyrir nótina. Um þetta sagði Hjálmar enn fremur: Hinar nýju reglur hafa sum- um þótt vera róttækar og þaer eru það líka. Þó vaknar sú spur.n ing óneitanlega strax nú eftir síðustu skipstapa-na, hvort þær gangi nógu langt og taki til nægi- lega margra atriða. Það vaknar líka aftur sú spurn ing hvort ekki sé rétt að banna alveg alla þilfarshleðslu á vetrar síldveiðum og þá með það fyrir augum beinlínis að minnstu skip in leggi niður síldveiði með kraft blökk að vetrarlagi. Mér er ljóst að það er dýrt að stíga þetta skref og mörgum sárt að sjá af veiði, en það er líka diýrt að láta skipin sökkva óg enn dýrara er og óbætanlegt að mi.ssa vaska sjómenn í hafið. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.