Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. jan. 1964 MORG UN 8 ÍAÐIÐ 11 Dr. Árni Árnason, læknir: Hvað á ai ganc,3 fyrir? L ÞEXJAR talið berst að kirkju og kristindómi og raunar einnig, þ-egar rætt er um nauðsyn skóla- húsa og sjúkrahusa, má heyra þá fullyrðingu, sem er orðin marg- þvæld, að kirkjubyggingar séu lítt þarfar, og að nær sé að reisa sjúkrahús, skóla, lista- og visindastofnanir að ógleymdum húsakynnum handa þeim,a sem eiga heima í heilsuspillandi íbúð um. Ekki hefir annað heyrzt, en 'að aliir játi, að þétta beri að gjöra, en á það eru kristnir menn ekki sáttir, að hitt beri ógjört að láta, að ekki sé Þörf á að fjölga kirkjum, a.m.k. hér 1 höfuðborginni. Sú fullyrðing andstæðinga kirkjunnár héfir á eér yfirskin mannúðar og menn- ingaráhuga og getúr því gengið í fólkið eins og ýmislegur annar áróður gegn kirkjunni, en virð- ist þó sett fram að lítt athuguðu máli. n. Hverjir byggja kirkjurnar og hvaðan kemur þeim fé til þess? hað feru söfnuðirnir sjálfir, sem reisa kirkjur sínar og þeir gjöra það og hafa gjört fyrir eigin fé að langmestu leyti. í þessu skyni er hver safnaðarmaður, 16 til 67 ára að aldri, skyldur til að greiða til kirkju sinnar ákveðið árgjald, sem ákveðið er heima í söfnuðinum, en má ekki fara fram úr 100 krónum á mann, nema sérstakiega standi á og þá með sérstöku samþykki. Þeir sem utan safnaðar standa, greiða ekki þetta gjald,- Þar sem þetta gjald hrekkur skammt til ný- bygginga, þá er gripið til hins venjulega ráðs, að taka lán, ef fáanlegt er. Hér er til tveggja jða að leita, en þeir eru Hinn a,.menni kirfejusjóður og Kirkju- bvggingasjóður. Lán úr þessum sjóðum eru að vísu með góðum kjörum, en það er um þau eins og öll önnur lán, að þau þarf ao greiða, og Það eru lántakend- urnir, söfnuðirnir, sem verða að greiða fjeð á sínum tíma. Auk þessa kemur svo styrkur frá rík- inu, en ein milljón króna, sem er næsta óveruiegur, hvort sem lit- ''ið et á upphæðina í samanburði við aðrar sambærilegar fjárveit- ingar, eða hitt, að þessi eina mill jón er ætluð tii skömmtunar öíl- um kirkjum landsins. Hallgríms- kirkja á Skólavörðuihæð hefir al- gera sérstöðu og ei ekki tii um- ræðu hér. 111. Þegar því er haldið fram, að nær sé að reisa sjúkrahús, skóla og aðrar menningarstofnanir frenjúr en kirkjur, þá er þar með gefið í skyn, að meira yrði reist af slíkum húsum, ef ekki væru reistar kirkjur, að kirkju- byggingar tefji fyrir þessum framkvæmdum. Til þess að um- mæli í pessa átt verði talin byggð á skynsemi og sanngirni, verð- ur að reyna að sýna fram á þetta með rökum, að öðrum kosti verður að líta svo á, að þau séu sprottin af óvinsamlegum hug í garð kirkjunnar. Það er ríkið, sem reisir skól- ana og flest sjúkrahúsin og legg ur fram háar fjárupphæðir til þeirra hluta. Það á sér stað í sumum ríkjum, að þessar stofn- anir eru reistar með einkafram- taki, en hér á landi, í velferðar- ríki'voru, er það hið opinbera, sem sér fyrir þessum þörfum þegnanna, og það er ekki lengur litið svo á, að sjúkrahús og skól- ar séu velgerðastofnanir, sem sýni mannkærleik og göfug- mennsku, heldur séu þau sjálf- sögð gæði og hlunnindi, sem all- ir eigi heimtingu á að njóta og ríki og bæjar- og sveitarfélög- um sé skylt að láta í té. Og Það hefir með réttu verið fallizt á þessa skpðun og hið opinbera greiðir árlega marga tugi mill- jóna króna í þessu skyni þegar litið er á þetta annars vegar og hins vegar á kirkjubyggingarn- ar, eins og að ofan getur, þá er lítil ástæða til að ætla, að nýjar kirkjur standi í vegi fyrir bygg- ingu sjúkrahúsa, skóla og líkfoi stofnana. IV. Þótt sýnt sé, að kyrkjutoygg- ingar dragi ekki fé hins opin- bera frá sjúkrahúsum, skólum og öðrum menningarstofnunum, þá geta andstæðingar kirkju og kristni reynt að halda því fram, að þetta verði óbeinlínis, með því að þær dragi úr áhuga á þessum öðrum nauðsynjamálum og tefji þau. En hefir verið sýnt fram á það" ipeð nokkrúm rök- um, að svo hafi orðið og eru ýfirleitt nokkur rök eða jafnvel Hkur fyrir því? Kristin kirkja er grundvölluð á Kristi sjálfum. Það er hann, sem er stofnandi hennar og fyrirmynd með lífi sínu og kenningupi Kristin Kirkja er því boðberi mannúðar, líknar og mannkærleika og henni ber að starfa í ,þeim anda. Kristin kirkja hefir nú í meir en 900 ár verið frömuður menningar og boðberi kristílegra dyggða með þjóð vorri og af hennar hvötum og í hennar anda hafa menning- ar- og mannúðarstörf verið unn- in. Þeir, sem hafa verið upp- hafsmenn sjúkrahúsa, hafa átt hugarfar miskunnsaina lamverj- ans. Þegar hið opinbera hefir nú tekið að sér menningar- og líknarstarfsemina að miklu leyti, er bá ekki lengur Þörf á þeim hugsunarhætti í þjóðfélag- inu, sem kirkja Krists vinnur að því að efla? Hver neitar því? Kristinni kirkju hefir orðið mik- ið ágengt í starfi sínu í aldanna rás, og eins oig vor kristna menning ber vott um, þótt oft hafi orðið mikili misbrestur á því starfi á ýmsum tímum. Það vitum vér vel, þótt andstæðing- arnir þykist líklega vita það enn þá betur. Það eru til rangsnúnir menn í öllum stéttum og starfs- greinum þjóðfélagsins, en ekki hafa komið fram tillögur um að fordæma þær eða leggja þær niður af þeim sökum. Hvað sem öðru líður og hvern- ig sem dómarnir eru þá bera auknar kirkjubyggingar vott um kristilegan og kirkjulegan áhuga og starfsvilja meirihlutans í því byggðarlagi og þær mega Því samkvæmt eðli málsins vera öll- um gleðiefni, einnig þeim, sem vilja skóla án kristni og sjúkra- hús án kristilegs mannkærleika. V. Það getur verið ýmislegt, sem athuga þarf, áður en farið er að skipta sér af því hvernig ná- granninn hagar lífi sínu öðrum að meinalausu. Hér skal tekið dæmi. Kunmngi miiin og nár granni er lítt efnaður, en mjög hneigður fyrir hljómlist. Hún er hans líf og yndi, og án hennar getur hjnn ekki verið. Ég hef ekkert vit á tónlist og nýt henn- ar ekki. Þegar þessi kunningi minn kaupir sér af litlum efnum og að nokkru fyrir lánsfé dýrt hljóðfæri, sem hann grípur í við ýms tækifæri og þegar hugurinn girnist, þá segi ég við hann: „Það er skakkt af þér að kaupa þetta dýra og ónauðsynlega hljóð færi þú ættir heldur að kaupa þér betri föt eða skrifborð. Hann játar því að vísu, að fötin og skrifborðið séu nauðsynleg, en getur þess um leið, að mér sé ókunnugt um í hve ríkum mæli tónlistin sé sál hans matur og drykkur. Of ef honum rennur í skap, kann hann að segja eitt- hvað á þá leið, að ég skuli ekki skipta mér af þvi, sem ég hafi ekki þekkingu á, eða dæma um það, sem ég sé ekki' dómbær um. Við nánari íhuguj^ verð ég að viðurkenna þetta fyrir sjálf- um mér. Þessu er svipað farið um efnis- byggjumenn og kirkjuna. Kristn ir söfnuðir reisa sér kirkjur, oft af litlum efnum, vegna Þess að þær eru nauðsynlegar til kristni halds, nauðsynlegur ytri helgi- dómur, sem er miðstöð hins andlega lífs í kristnum söfnuðL Þetta skilja efnishyggjumenn ekki og þess er ekki að vænta, en þeim, sem eru orðnir fulT- orðnir að árum, ætti þó að vera ætlandi að skilja, að hugarheim- ur,þeirra nær ekki inn á hið helga trúarsvið kristinna manna, og að það sýnir hvorki sjálfs- þekkingu, menningu né háttvísi að dæma opinberlega hluti, sem þeir hvorki þekkja né skilja. Kirkjusókn er að vísu minni en vera ætti, enda virðist and- stæðingum kirkjunnar það feng- 'ur og sönnun fyrir því, að ekki sé þörf á mörgum kirkjum. En þar koma ýmsar ástæður til greina, ekki sízt beinlínis nei- kvæð öfl, sem draga athyglina og beina áhuganum í aðrar átt- ir. Og þar eru andstæðingar að verki. En vér kristnir menn von- um, að þetta sá tímabundið fyrir brigði með þjóð vorri. Árni Árnason. DSAVIÖGERÐIR% t- Laugavegi 30. Opið kl. 3—5. — Sími 10260. Getum bætt við okkur inniviðgerðum ásamt flísa og mosaik lögnum. 6 herbergia íbúðir tilbúnar undir tréverk, eru til sölu. — íhúðirnar eru í fjölbýlishúsi, í suðurenda. Sér hiti er fyrir hverja íbúð (hitaveita) Tvöfalt verksmiðjngler í glugg- um. Öll sameign, utan húss og innan verður af- hent fullgerð. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR og GUNNARS M. GUÐMUNDSSONAR, Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. ☆ ÚRVALS SVÍNAKJÖT Smisöluver® pr. kg.: Svínalæri ..........................• Kr. 73,25 Svínabógar, heilir .................... — 58,75 Svínahryggir, heilir ................ — 102,75 Lundir ................................ — 118,30 Svínasteikur, vafin læri .............. — 147,40 Svínasteikur, vafðir bógar............. — 115,90 Svínahnakkar, nýir ?................... — 115,90 Svínahnakkar, reyktir ................. — 128,75 Hamborgarhryggir ...................... — 153,30 Reykt svínalæri ....................... — 141,00 Reykt síðuflesk, heilt ................ — 112,00 Reykt síðuflesk, í sneiðum ............ — 130,00 Saltaðar svínasíður ......1........ — 90,00 Svínakjötshakk .............;........ — 100,75 Svínaskankar, nýir og saltaðir . .. — 32,00 Svínasulta ........................... — 65,00 Svínahausar ......................... — 2^ ,00 Svínafeiti — Spekk — Svínamör o. m. fl. MATAR8ÚÐIR SS i ^ Hafnarstræti 5 Sími 11211 Bræðraborgarstíg 43 — 14879 Laugavegi 42 — 13812 Skólavörðustíg 22 — 14685 Grettisgötu 64 — 12667 Brekkulæk 1 — 35525 a Réttarholtsvegi 1 — 33682 Álfheimum 4 — 34020 Heildsölubirgbir: SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagata 20 Simi 11249

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.