Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 1
32 síður 264. tbl. — Fimmtudagur 17. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vetrardagur í Reykjavík Skurðaðgerðirnar á Johnson tókust vel Æx/ið i hálsinum góðkynja Stjórnarkreppan í Hollandi að leysast? Bethesda, Maryland, 16. nóv. AP — NTB. • Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, gekkst nndir tvo minni háttar uppskurði í dag í Bethesda sjúkrahúsinu í Mary- land. Uppskurðirnir tókust báðir ágæta vei, að sögn lækna forset- ans, og er búizt við, að hann nái sér að fullu á fimm til sex vik- um. • Fjarlægt var stilkæxli á öðru raddbandinu í hálsi forsetans ; og kom í ljós við rannsókn, að það var góðkynja Jafnframt var gert að kviðsliti í örinu eftir gallsteinauppskurðinn, sem gerð ur var á honum í fyrrahaust. Forsetinn var á skurðarborð- inu í u.þ.b. klukkustund. Sex skurðlæknar sáu um aðgerðirn- ar, undir forystu dr. Wilbur Goulds, sem sá um að taka æxl- ið, og dr. George Hallenbecks, sem annaðist kviðslitið, en hann hafði séð um gallsteinaupp- skurðinn í fyrra. Viðstaddir voru fimm aðrir sérfræðingar auk leynilögreglumanna, sem fylgdust með aðgerðunum, klæddir hvítum sloppum og með andlitsgrímur eins og læknarnir. Forsetanum var ráðlagt, að tala ekki eða mjög lítið fyrsta sólarhringinn og reyna ekki á raddböndin að óþörfu á næst- unni. Búizt er við, að hann verði Framhald á bls. 31. 50 fórust í iárnbrautarslysi Rio de Janeiro, 16. nóv.: —- 50 MANNS fórust og 70 særðust er farþegalest og flutningalest rákust saman 40 km frá Rio de Janeiro í Brazilíu í morgun. — Flestir farþeganna voru verka- menn á ieið til vinnu frá Rio. Sjónarvottar segja að flutn- ingalestin hafi staðið kyrr er far þegalestin ók á hana. Farþega- lestin fór af sporinu og reif hlið ina úr mörgum flutningavögnum og ultu tveir þeirra. Myndina tok ljosm. Mbl. 61. K. Magnusson við Tjörnina og þarfnast hún ekki frekari skýringa. Deilur ísraels og Jórdaníu ræddar j Úryggisráðinu New York. 16. nóvember. — AP — NAB — BANDARÍKIN og Bretland fordæmdu aðgerðir ísraels- manna sl. sunnudag, gegn Geimfararnir til Kennedyhöfða. Cape Kennedy, 16. nóv. — AP-NTB: — GEIMFARARNIR Lowell og Al- drin komu til Kennedyhöfða í dag flugleiðis frá flugvélamóður skipinu Wasp, sem tók þá um borð eftir að geimfar þeirra lenti á Atlantshafi. Sögðu þeir við komuna að ferð in hefði verið stórkostleg þrátt fyrir smávægileg óhöpp. Lowell, eem nú hefur alls verið 18 daga í geimnum þakkaði öllu starfs- liði á Kennedyhöfða fyrir frá- bæran undirbúning að ferðinni ©g skipshöfninni á Wasp fyrir góðar móttökur. Jórdaníu er Öryggisráð SÞ ræddi kæru Jórdaníustjórnar á fundi í dag. Hvatti stjórnin Öryggisráðið til að hefja að- gerðir gegn ísrael, sem hefur virt samþykktir þess að vettugi. fsraelsstjórn hefur lýst því yf- ir, að aðgerðir þessar séu rétt- lætanlegar mótaðgerðir gegn hryðjuverkunum sem Jórdaníu- menn hafi hvað eftir annað unn- ið á landamærum landanna. f árásunum sem fsraelsmenn gerðu á þrjú landamæraþorp í Jórdaníu biðu 20 manns bana að sögn fuíltrúa Jórdaníu. . Fulltrúi ísraels sag'ði að að- gerðirnar hefðu verið smávægi- legar og aðeins til þeirra gripið sem síðasta ráðsins gegn hryðju- verkum Jórdaníumanna. Fulltrúi Breta sagði að aðgerð- ir ísraelsmanna hefðu verið vand lega skipulagðar og væru þær gróft brot á vopnahléssamningn- um milli ísraels og Jórdaníu. Slíkar aðgerðir hefðu í för með sér aukna hættu á að til enn meiri átaka kynni að draga milli landanna. ísraelsstjórn bæri á- Framhald á bls. 2 Hag, 16. nóv. — NTB: JÚLÍANA Hollandsdrottning fól í kvöld Jelle Zijlstra fyrrum fjár málaráðherra að gera tilraun til stjórnarmvndunar í Hollandi. Drottningin hafði áður falið Beel aðstoðarforsætisráðherra að gera tilraun til stjórnarmyndun ar, en hann varð að gefast upp. Zijlstra sem er 47 ára að aldri hefur fengið loforð um samvinnu af hálfu Kaþólskra og gagnbylt- ingarflokksins og loforð um stuðning Frjálslyndra og Sögu- lega Kristilega flokksins, en Sós íalistar, sem tóku þátt í stjórnar samvinnu Cals fyrrv. forsætis- ráðherra, virðast vera ákveðnir í að vera í stjórnarandstöðu. Stjórnmálafréttaritarar í Hol- landi segja að útlit sé nú fyrir að unnt reynist að leysa stjórn arkreppuna, sem nú hefur stað- ið í mánuð. Edward Heath til íslands Kemur í boði Blaðamannafélagsins og verður heiðursgestur á Pressuballinu EDWARD HEATH, leiðtogi brezka thaldsflokksins og for- ystumaður stjórnarandstöð- unnar í Bretlandi kemur til tslands i marzmánuði næsta ár í boði Blaðamannafélags Íslands, og situr Pressuball félagsins. Stjórn Blaðamannafélagsins hóf í sumar undirbúning næsta Pressuballs og var snemma leitað til Edwards Heath. i gær barst Tómasi Karlssyni, formanni félagsins, bréf frá hinum brezka stjórn- málamanni, þar sem hann þiggur og þakkar boðið til ís- lands. Það er mikill sómi sem þ e s s i mikilsmetni brezki stjórnmálamaður sýnir Blaða- mannafélaginu — og raunar íslendingum, með því að þiggja boð um að vera heið- ursgestur á Pressuballinu. Edward Heath mun koma hingað um miðnætti aðfara- nótt 17. marz næsta ár og væntanlega verður Pressu- ballið haldið föstudaginn 17. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.