Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 17. nðv. 1966 MORGUNBLADID 25 Ingela Brander verður fyrir stórtjóni Indverja að draga úr matvælaneyzlu Svo mikill flýtir var á þjófinum að hann mátti ekki vera að þvi aö taka með sér dýrindis pclsa, sem liengu á slá i sama herbergL INGELA Brander, danska söng- konan og þokkadísin, sem fyrir stuttu skemmti hér í Reykja- Á myndinni sést svalarhurðin, sem er brotin. ^ík varð nýlega fyrir miklu tjóni, er brotizt var inn í íbúð hennar í Kaupmannahöfn og frá hennar er, borðað kvöldmat með 90000 ísL kr. Dag einn í sl. viku hafði Ing- ela Brander, svo sem venja hennar er, borðað évöldmat með umboðsmanni sínum Fritz Ruz- icka, sem kom ásamt henni til íslands. Hringdi Ingela til um- boðsmanns síns og á meðan á samtalinu stóð komst hún að því að búið var að róta í skúff- um hennar og að svalarhurðin var brotin. Þegar hún svo leyt- aði nánar í kommóðuskúffunni, þar sem hún geymdi peningana sína, sá hún að búið var að stela þeim. Svo segir frá í einu Kaup- mannahafnarblaðanna nýlega. Þar segir Ingela sjálf ennfremur svo frá. — Peningarnir, sem voru í senn dollarar, pund, danskar og sænskar krónur, lágu í pappakassa, þar sem einnig voru ávísunarhefti. Allt var þetta horfið. En svo mikill flýtir hefur ver- ið á þjófnum, að hann hefur ekki mátt vera að því að taka með sér dýrindis pelsa sem hengu á slá í sama herbergi. Nýju Delhi, 16. nóvember — AP. FRÚ Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, flutti í dag út- varpsávarp, þar sem hún bað íbúa Indlands um að borða minna til þess að hægt væri að sjá íbúum héraðanna Bihar og Uttar Pradesh fyrir mat, en þar hefur ríkt mikil hungursneyð síð an í ágúst að þurrkar eyðilögðu alla uppskeruna. Jafnframt fór hún fram á samstöðu allra flokka um lausn vandamálsins. Sagði forsætisráðherrann áð margar milljónir manna syltu heilu hungri í þessum héruðum vegna þess að grænir akrar hefðu orðið að ösíku eftir margra mán- aða strit bændanna. Fólkið hefði flosnað upp af jörðum sínum og flakkaði nú um landið með þær fáu skepnur sem eftir eru. Þurrk arnir í ár bættust ofan á mjög siæmt árfer'ði og því væri ástand ið alvarlegt. Forsætisráðherrann lýsti þvi yfir í lok ávarpsins, að hún myndi beita sér fyrir stofnun hjálparsjóðs til að safna teppum, fötum, lyfjum, matvælum og vatnsdælum. Lögreglunni í Nýju Delhi hef- ur bætzt 15000 manna liðsauki till að leita uppi stúdenta sem komu til borgarinnar til að taka þátt í mótmælagöngu gegn þingi landsins nk. föstudag. Hefur ríkisstjórn landsins ákveðið að bregðast hart við öllum kröfu- göngum eftir óeirðirnar sem urðu við þinghúsið í byrjun mánaðar- ins, er ofstækisfullir Hindúar fóru í kröfugöngu til að knýja í gegn bann við að heilögum kúm verði slátrað til að vega gegn hungursneyðinni sem ríkir í landinu. —- Æskan Kvikmyndaleikkonan fræga, Gina Lollobriglda, sem er ný- Ekilin við mann sinn, Júgóslavn- eska lækninum, Milko Skofik, hefur nú sést oftar en einu sinni með sama manninum, sem er hinn arabiski prins Khaly Ben Saud, en hann er náinn ættingi Saud fyrrv. konungs í Saudi- Arabíu. Orðrómur hermir, að hjónaband sé í vændum, en þá öðlast kvikmyndaleikkonan prinsessutitil. Myndin sýnir þau Ginu og prinsinn saman við kom una á dansleik í Rómaborg ný- lega. Þessi skemmtilega mynd er af Britt Eklund, hinni fallegu sænsku eiginkonu brezka gam- anleikarans Peter Sellers. Mynd- in er tekin á grasfletinum fyrir framan búgarð hjónanna í Eng- landi, þar sem þau nú hvíla sig eftir nýafstaðnar kvikmynda- upptökur í Róm. Framhald af bls. 12 aðstöðu fyrir skyldunámið og tveggja vetra gagnfræðanám. Iðnfræðslu og húsmæðranámi verði búin sem bezt skilyrði. Síðast en ekki sízt ber að hraða uppbyggingu menntaskóla á Aust urlandi, og þakkar þingið lög- gjöfina um Menntaskóla Austur- lands og byrjunarfjárframlög. Aðstaða til leikfimi- og íþrótta- iðkana verði efld með fimleika- húsum, sundlaugum og íþrótta- völlum. 5. Heilbrigðisþjónusta í kjör- dæminu verði bætt og henni komið í nýtízku horf með mynd- un læknamiðstöðva og byggingu sjúkrahúsa eftir þörfum. Ennfremur verði opinber styrk ur til byggingar dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðs fólks stóraukinn. 6. Þingið leggur áherzlu á stóraukna raforkuframleiðslu og er einhuga um virkjun Lagar- foss hið allra fyrsta. Jafnframt verði stórauknar framkvæmdir í dreifingu rafmagns um sveitir Austurlands og lagt kapp á, að 1970 verði raforkudreifingu lok- ið til sveitabýla með tveggja km meðalvegalengd milli býla. Enn- fremru- verði raforkumálasjóði gert kleift að veita hærri lán til einkarafstöðva í sveitum en nú er. 7. Sjálfvirkur sími verði kom- inn í alla kaupstaði, kauptún og þorp árið 1970, og strax á næsta ári verði fjölgað nægilega talrás um innan fjórðungsins og til ann- arra landshluta. 8. Samgöngur á sjó verði tryggðar sem öruggastar og hag- kvæmastar til vöru- og fólks- flutninga að og frá og innbyrðis milli staða. 9. Farþega- og póstflutningar milli þéttbýlisstaðanna að aðal- ferðamiðstöðvunum verði felldir í kerfi er geri lífsaðstöðu fólks- ins sem bezta. Þingið þakkar jafnframt það sem áunnizt hefur um skipulegar áætlunarferðir bifreiða og þátt Flugfélags fs- lands í þeim efnum, jafnframt þakkar þingið þeim flugfélögum, er annast reglubundið flug til. Austurlands, stórbættar sam- göngur í lofti. 10. Aðstaða sú sem skapazt hefur með hinum mörgu mynd- arlegu félagsheimilum verði not- uð í vaxandi mæli fyrir ýmsar listgreinar svo sem hljómleika, leiksýningar, til myndlistasýn- inga og allt sem til menningar- og yndisauka er. Stefna ber að því, að samkomur í félagsheim- ilunum verði áfengislausar eins og lög gera ráð fyrir. JÚMBÖ ~K— ~K- ——-k- Teiknarú J. M O R A Með mikilli varkárni opnar þjófurinn hurðina að herbergi Júmbós og skipstjór- ans. Hún er ekki læst og ekkert hljóð heyr ist, fyrr en allt í einu að vatnskanna fell- ur með miklum hávaða. Júmbó stekkur á fætur — og er á samri stundu glaðvakandi. — Hvað er nú þetta skipstjóri? spyr hann. Veltir þú könnunni um? — Ég ...... ekki svo að ég viti, segir skipstjórinn þreytulegri röddu. Ég lá hér minnsta kosti og svaf. JAMES BOND - ->f Hurðinni er skellt aftur og þeim er þeg- ar Ijóst að ókunnugur maður hefur reynt að komast inn í herbergið. — Flýtið ykk- ur, segir skipstjórinn skipandi röddu, viB þurfum að komast að því hvað hann vildL Eftii IAN FLEMING Veikur Rússi til Neskaups taðar RÚSSNESKA móðurskipið fyrir síldveiðiskip Rússa á Austfjarða- miðum sendi í gær hjálparbeiðni til Neskaupstaðar vegna veiks manns um borð. Kom skipið til Norðfjarðar í gærkvöldi með manninn, sem var með heiftarlega botnlangabólgu og var hann þegar lagður inn á sjúkrahúsið í Neskaupstað. James Bond BY IAN FLEMIN6 DRAWING BY JOHN McLUSKY ME OP Wf/ SULLETS HJMD ftS TACSCT TlFFANy AND I WATCWED SPANS'S COFRKI HUETLE W'P TOWARPS TUE SLIADOWY WALL OF TWS SPECTEE MOJNTAIIMS L U Ein kúiua ímnna hæioi í mara. Tiffany og ég horfðum á líkkistu Spangs pjóta í áttina að hinum skuggsæla dal bpecire~ij<uiAui.u.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.