Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 196S „Fjölmæli" — doktorsritgerð Cunnars Thoroddsen komin út hjá Menningarsjóði KOMIf) er út á vegum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs ritið Fjöl- mæli eftir Gunnar Thoroddsen, sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn. Uagadeild Háskóla íslands hefur tekið rit þetta gilt til doktorsprófs, og er fyrirhugað, að doktorsvörn fari fram laug- ardaginn 24. fehrúar n.k. Ritið fjallar um æru manna og vernd hennar, ærumeiðingar og viðurlög við þeim. í inngangs- orðum gerir höfundur svofellda grein fyrir heiti ritsins: „Orðið æra fyrirfinnst ekki í fornum lögum. Um hugtakið æru voru orðin sæmd, sómi, virðing. Hið almenna heiti Grágásar á æruroeiðingum var fullréttisorð. Járnsíða og Jónsbók nota eink- um orðin fjölmæli og fullréttis- orð. Fjölmæli táknar, að mælt sé mikið, mælt um of, svo að meiðandi sé. Fjölmæli og fjöl- mælismaður eru algeng orð í dómum frá því tímabili. Eftir lögleiðslu Dönsku laga 1838 og einkum hegningarlag- anna frá 1869 komast í notkun orðin æra og ærumeiðingar, svo og meiðyrði, aðdróttanir og móðganir. Er það orðaval einnig staðfest með almennum hegn- ingarlögum frá 1940. í rösklega eitt hundrað ár hafa árásir á æru manns verið nefnd- ar ærumeiðingar. Um þriggja alda skeið, á þjóðveldistímanum, var hið almenna heiti fullréttis- orð. En í nærfellt sex aldir Jóns- bókartímans hétu ærumeiðingar fjölmæli. Með hliðsjón af því hefur rit þessu verið valið heit- ið Fjölmæli“. Fyrsti þáttur ritsins heitir: „Frá Grágás til gildandi laga“. Eru þar fyrst rakin ákvæði hinna fornu iaga, sem varveitt eru í Grágás, um fullréttisorð og fjöl- mæli. Meiðyrði voru ýmist í óbundnu máli eða bundnu, en við hinu siðara voru mun strang- ari viðurlög. Til skýringar og samanburðar eru nefnd allmörg dæmi úr íslendingasögum og öðrum fornritum um meiðyrði og móðganir, lýst saknæmi þeirra, dómsúrskurðum og refs- iagum. Því næst er stuttur kafli úr Járnsíðu, sem var lögtekin á árunum 1271-1273 og gilti til 1281. Þá er kafli um Jónsibók, sem var í gildi um fjölmæli frá 1281 til 1838. Gerð er grein fyrir nýmælum í Jónsbók á því sviði réttarins, sem fjallað er um í rit- inu, og getið margra dóm>súr- Gunnar Thoroddsen skurða úr Alþingisbókum og fornbréfasafni. Loks er rakin lagasetning um fjölmæli á tíma- bilinu 1838 fram til 1940, er gild- andi hegningarlög voru sett . Annar og lengsti þáttur ritsins nefnist: „Æran og vernd henn- ar“. Er þar fjallað rækilega um þær réttarreglur, sem taldar eru gilda um þau efni, greint frá kenningum ýmissa fræðimanna, andstæðar fræðikenningar vegn- ar og metnar, vitnað til fjölda- margra íslenzkra dómsúrskurða og nokkurra erlendra dóma og niðurstöður höfundar studdar fræðilegum rökum. Hér er m.a. skilgreint hugtakið æra, skýrt frá því, í hverju árásir á æruna séu fólgnar, hverjir njóti æru- verndar og hvenær ærumeiðing sé fullframin. Fjallað er um við- horf réttarins til sanninda um- mæla, um almennt málfrelsi og prentfrelsi, lifandi fyrirmyndar í skáldskap og myndlist, mái- frelsi alþingismanna, útbreiðs-lu Framhald á bls. 17. Ekið á bruna- hana i Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi sagði í viðtali við Mbl. í gær, að vöru- bifreið, eða stór bifreið, hefði bakkað utan í brunahana við Hl'íðarveg 11. Taldi hún likur til þess, að bifréiðastjórinn hefði e.t.v. ekki orðið þess var, en þar sem brunahaninn hefði skemmzt, væru það eindregin tilmæli til ökumannsins, að hann gæfi sig fram við íögregluna í Kópavogi. í Árnessýslu: 38 kærðir vegna ölv- unar við akstur s.l. ár — 296 bifreiðar í árekstrum Kerfisbundin verkkennsla iðn- nema að hefjast í nýju húsnœði Iðnskólans í Landsmiðjunni NÆSTU daga verður tekinn upp nýr þáttur í starfsemi Iðnskól- ans», en það er kerfisibundin verk- kennsla iðnnema. Iðnslkólinn hefur fengið til umráða samtals 1200 ferm. í húsi Landsmiðjunn- ar. Illvirki í kindokofo f INNRI Njarðvíkum er gömul kona sem á 2 ' sauðkindur, og heldur þær vel í litlum skúr skammt frá heimili sínu. Fyrir skömmu síðan kom hún að kind um sínum illa til reika — hafði þá verið brotist inn í skúrinn og greinilega höfð mök við skepnurnar og þær illa meðfarn- ar á annan hátt. Lögreglan í Keflavík hefur haft þetta mál tilmeðferðar und anfarið, en engin niðurstaða er fengin, þó grunur hvíli á ákveðn um manni. Gamla konan hefur haft mikla ánægju af að annast um þessar rollur. — hsj. -- Frá því í haust 'hefur Iðnskól- inn haft eina deild á þessum stað í tilraunaskyni, og fer þar fram verkleg kennsla húsasmiðanema. Einnig hefur verið unnið frá því í haust að gera ýmsar breyt- Spojnia vann ÍBA með 23-21 í GÆRKVÖLDI lék pólska lið- ið Spojnia síðari kappleik sinn í handknattleik á Akiureyri og að þessu sinni við ÍBA (íþrótta- bandalag Akureyrax). Unnu Pól- verjar með 23 mörkum gegn 21, en í fyrri hálfleik höfðu Akur- eyringar yfirhöndina. Höfðu skorað 14 mörk, en Pólverjar 12. Þess ber að gæta, að Akureyr- ingar höfðu lánsmarkmann, Loga Kristjánsson, Haukum, og lék hann með ágætum. í gærdag höfðu Pólverjarnir sýnileik í íþróttaskemmunni, er tókst ágætlega. Þar sýndu þeir upphifcunaræfingar, leikaðferðir ýmiss konar og þjálfunaraðferð- ir. Áhorfendur voru 200, flest ungt fólk. ingar á húsnæðinu, lagfæra ýmislegt og útvega þau tæki, og verkfæri, sem ekki voru fyrir hendi í Landsmiðjunni. Er gert ráð fyrir að hægit verði að hefja þar verklega kennslu málmiðn- aðarnema um miðjan mánuðinn. Þessi breyting hefur það í för með sér, að Landsmiðjan leggur niður trésmíðaverkstæði sifct í húsinu. Sjúklingar tjá þakkir sínar LIONSKLÚBBUR Húsavíkur hefur undanfarin ár sett jólatré upp fyrir framan sjúkrahúsið, fallega raflýst og til augnayndis fyrir sjúklinga. Á þessum jólum gaf klúbburinn ennfremur öllum sjúklingum í sjúkrahúsinu jóla- gjafir. Þá gaf Slysavarnadeild kvenna borðskreytingar til sjúkrahússins og jólasveinar barnaballs kvenfélagsins komu að venju í heimsókn með mal sinn og hresstu upp á sjúkling- ana. Fyrir þetta hafa þeir beðið Mbl. að tjá viðkomandi beztu þakkir sínar. — Fréfctaritari. Síldin á leið til Noregs? Peningakassinn fannst — en ekki peningarnir PENINGAKASSINN, sem hvarf frá skrifstofu Síldarútvegs- nefndar, kom í leitirnar í fyrra- kvöld. Fannst hann inn í matar- búri þarna í húsinu, og hafði hann ekki verið brotinn upp. í honum var mikið af skjölum og ennfremur eitthvað af peningum. Á hinn bóginn hefur kassi sá. LOFTLEIÐIR auglýstu fyrir nokkru eftir flugfreyjum og er umsóknarfrestur nú útrunninn. Alls hárust 261 umsókn, þar af 132 frá íslenzkum stúlkum en 129 frá erlendum, einkum frönsk um. AUs mun þurfa að ráða eða endurráða 80 til 100 flugfreyj- ur. Það er ekkert óvanalegt að Akureyri, 9. janúar. FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrarvar Iögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi í dag. Tekjur eru áætlað- ar kr. 113.422.000, rekstrargjöld kr. 98.265.000 og eignabreyting- ar kr. 15.157.000. sem var í eigu happdrættis Há- skólans, ek-ki komið í leitirnar, en í honum voru 12 þúsund krónur, sem voru í eigu happ- drættinsins og einnig mun um- 'boðsmaður happdrættisins Páll Árnason hafa átt eitthvað af pen ingum í honum. Loftleiðum berist umsóknir er- lendis frá um hvers konar störf, og nú eru um tuttugu erlendar flugfreyjur ráðnar hjá félaginu. Nauðsynlegt er að ráða þýzkar og franskar flugfreyjur, þar sem ekki hafa nógu margar ís- lenzkar stúlkur vald á þeim mál Þessir gjaldaliðir eru helztir: Félagsmál kr. 27.860.000, gatna- gerð og skipulag kr. 22.645.000, menntamál 11.189.000 kr. og hreinlætismál 6.685.000 kr. Bergen, 9. janúar, NTB. HAFRANNSÓKNARDEILD fiski deildarinnar í Bergen hefur bor- iz,t eftirfarandi frétt frá Finn Devold, leiðangursstjóra um borð í skipinu „Johan Hjort“ varðandi rannsóknir á síld milli Færeyja og fslands: — Hef kannað svæðið milli 5. og 10. gráðu vestlægrar lengdar. Síldin er á svæðinu 63 gráður 25 roín. til 64 gráður norðlægrar breiddar og milli 8. og 9. gráðu vestiægrar lengdar. Á hægri hreyfingu í ausfcurátt. Sfldin stendur djúpt. Þetta æfcti að þýða það, að síldin væri á hægri hreyfingu til Noregs. Um miðjan nóvemfoer skýrði hafrannsóknaskipið „G. O. Sars“ frá því, að síldin væri á 64. gráðu norðlægrar breiddar og mifli 8. og 10. gráðu vestlægrar lengdar. — Einar. 129 erlendar stúlkur sóttu um flugíreyjustöður hjú Loftleiðum um. Fjárhagsáætlun Akur- eyrar lögð frarn Á SL. ÁRI voru 38 kærðir vegna meintrar ölvunar við akst ur í Árnessýslu, 1960 voru þeir 16 og 25 1966. Þá lentu 296 bílar í árekstrum, en nokkru færri 1966, og 96 árið 1960. Bif- reiðaslys urðu 38 og slys af öðr- um toga jafnmörg eða 38. Mbl. hafði í gær samband við Jón Guðmundsson yfirlögreglu þjón í Árnessýslu og gaf hann eítirfarandi upplýsingar varð- andi sl. ár. Fyrir ölvun á almannafæri voru 64 kærðir. í fangelsi voru hnepptir 66, mest vegna ölvun- ar, en fáeinir vegna rannsókna. Kærur vegna meintrar ölvunar viðakstur eru 38. 296 bifreiðar lentu í árekstrum, en 22 bílar höfðu oltið. Rúðubrot í bifreið- um vegna steinkasts var í 111 gkipti. 38 slösuðust í umferðar- slysum, og slys af öðrum sökum voru jafnmörg, m.a. á vinnustöð um og af völdum dráttarvéla og búvéla. 52 sinnum var kært vegna þjófnaðar eða innbrota. Umferð arlagabrot og brot á lögreglu- samþykkt bárust 163 og ýmis konar kærur voru 78. Eldsvoða rannsóknir voru 11 og farnar voru 308 ferðir á árinu með sjúka og slasaða. Auk þess hefur svo verið um minniháttar brot að ræða, sem af greidd hafa verið með lögreglu- sekt. 1960, 96 bílar í árekstrum. 16 út af ölvun við akstur, en svipaðar tölur og sl. ár, en held ur aukning, sérstaklega í árekstr um. 25 1966 ölvun við akstur. Helztu tekjuliðir eru: Útsvör 68.882.000 kr., aðsötðugjöld 16.700.000 kr., framlag úr Jöfn- unarsjóði 12 millj. kr., fasteigna- skattar 6.740.000 kr. Framhalds- aðalfundur LÍIJ í dag FRAMHALDSAÐALFUNDUR Landssambands ísl. útvegsmanna, sem frestað var 9. des. s.l., kem- ur saman á morgun (miðviku- dag 10. janúar). Fundurinn verð ur haldinn í Átthagasal í Hótel Sögu og hefst kl. 16.00 (Kl. 4 síðdegis). Mobutu hótar Kinshasa, 9. janúar — NTB FORSETI Kongó, Joseph Mo- butu, hótaði í dag að rjúfa stjórn málasamband við Rwanda, verði hvítu málaliðarnir, sem þar dvelj ast nú, ekki afhentir Kongó- stjórn. Um 110 málaliðar hafa dvalizt í Rwanda síðan þeir flúðu frá Kongó 5. nóvember sl. Mobutu forseti segir, að stjórn sín muni endurskoða afstöðu sína gagnvart OCAM-ráðstefnunni, sem halda á í Niger 23. janúar, en Rwanda mun senda fulltrúa til ráðstefn- unnar. Kvaðst Mobutu ekki vilja sitja við sama borð og fulltrúi þeirrar stjórnar, sem verndaði leigumorðingja. Sýning á bókamerkjum Landsbókasafn fslands verður 150 ára 28. ágúst 1968. Er ætlun- in að minnast þess með ýmsum hætti og þá m.a. með nokkrum sýningum á afmælisárinu. Hin fyrsta stendur þessa dagana í anddyri Safnaihússins við Hverf- isgötu, og er það sýning ís- lenzkra bókmerkja. Sýnd eru alis um 60 bókmerki. Safnlhúsið er opið alla virka daga kl. 10—12. 13—19 og 20—22 (nema laugardagskvöld). Öllum er frjálst að skoða sýn- inguna. (Frétt frá Landsbókasafni Lslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.