Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1908 Felustnður Bormunns Brezka blaðið birti nákvæma frásögn um flótta Martin Bormans, staðgengils Hitlers, í lok heimsstyrjaldarinnar og hið einkennilega líf sem hann hefur lifað síðan.Upplýsing- arnar eru komnar frá Erich Karl Wiedwald, sem segist hafa verið einn af lífvörðum Bormanns í útlegðinni þar til hann lét af því starfi fyrir sex mánuðum. Anthony Terry, frétta- ritari blaðsins í Bonn, yfirheyrði Wiedwald í ellefu daga og hefur reynt eftir föngum að sannprófa upplýsingar hans. Niðurstaða Terrys er sú, að Wiedwald sé sjálfum sér sam- kvæmur, trúverðugur, sannfærandi og nákvæmur. 1 styrj- öldinni og á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina yfirheyrði Terry marga þýzka fanga, meðal annars stríðsglæpamenn nazista. Frásögn hans fer hér á eftir. í 22 ÁR hefur verið leitað að Martin Borman, staðgengli Hitl- ers og leiðtoga Nazistaflokksins, og þó heáur enn ekki fengizt óyggjandi svar við þeirri spurn- ingu hvort hann er enn á lífi, Nú er fyrrverandi undirforingi úr SS-sveitunuim, Erick Karl Wied- wald, reiðulbúinn að segja op- inberlega að hann viti sannleik- ann um Martin Bortman. Hann kveðst vita hvernig Bormann komst undan, hvar hann hefur búið síðan, hvernig fjárhag hans er háttað og hvaða tekjur hann hefur. Hann gerþekkir núver- andi felustað Bormanrus og býr auk þess yfir mikilvægri vit- neskju um þrjá aðra stríðsglæpa menn nazista. Útiloka má augljósustu ástæð- urnar sem Wiedwald kann að hafa til þess að Ijúga. Hann hef- ur ekki krafizt borgunar og hef ur svo lítinn áhuga á að láta á sér bera að honum stendur á sama um hvort nafn hans er get ið eða ekkL Ef til vill er hann leiguþý vestur-þýzfcu stjórnar- innar, sem kann að vilja stofna brasiiísku stjórninni í vandræði til þess að knýja hana til að framselja Bormann, en hvernig ég komst á snoðir um feril Wied waldis mælir gegn því. Loks get ur verið, að hann starífi fyrir Bormann og sé að reyna að sann færa heiminn um, að Bormann sé nú orðinn gamall og mein- laus, en ef svo er, þá virðist Bormann leggja sig í of mikla hættu að óþörfu. Einnig getur verið að hann segi satt. Til þess hefur hann ríkar, persónuiegar ástæður. Wiedwald er 41 árs og þjáist af krabbameini 1 'hálsi. Hann vill koma á fót töbaksvöruverzlun í Bonn og hélt að hann ætti skil ið að fá aðstoð frá Bormann. Hann fékk enga aðstoð og er beiskur þess vegna. Öll atriði í frásögninni sem hægt er að sannprúfa, koma heim, en margt í henni er hvorki hægt að eanna né af- sanna, miklu meira en maður gæti sætt sig við undir venju- legum kringumstæðum. Einn við urkenndasti sérfræðingurinn á þessu sviði, dr. Simon Wesen- flhal, yfirmaður skjala- og gagna stofnunar Gyðinga í Vín, hefu rætt Mtillega við Wiedwald. Dr. Wiesenthal veit hins vegar ekki um nokfcrar staðreyndir, sem hér er getið, þar sem Wiedwald játar að hann sé ekki reiðubúinn að veita Gyðingum upplýsingar •beint. Sagan er því ósönnuð. En þetta er nákvæmasta frásögnin um fer il Martins Bormanns eftir heims styrjöldina sem birt hefur verið til þessa. MARTIN BORMANN býr í BrasiMu, þar sem landamæri Brasilíu og Paraguay ganga Uppdráttur af Kolonie Waldner og kort þar sem merktir eru inn á dvalarstaðir Bormanns og ann- arra stríðsglæpamanna. WiedwaM segir að landareign- in myndi rétthyrning og áætlar lauslega að hún nái yfir um 60 kíiómetra svæði meðfram ánni og um 160 kílómetra upp frá ánni inn í landið. Ólgandi fljót- ið lokar nýlendunni í austri, en þar er það 16 km breitt. í suðri eru frumskógar og grassléttur Paraguay, svæði sem eru erfið yfirferðar og nánast ófær — hvað sem öðru Mður er ekki hægt í norðri er eini alþjóðlegi flug völlurinn Campo Grande. En vörubifreiðar nýlendunnar eru þrjá daga að fcomast þaðan með birgðir, en verða að vísu að fara ýmsar krókaleiðir. Lofcs er hægt að gera árás á nýlenduna frá Paranafljóti og verður þá að sigla upp fljótið frá sjónum. En þessi möguleiki er alveg eins ill framkvæmanlegur og hinir. Grynningarnar í ánni eru við- Vegabréfið sem Wiedwald varð inni er mynd af varðhúsinu, á lengst í suður. Dvalarstaður hans er nánar tiltekið einum og ihálfum kílómetra frá ánni Par- ana og um 20 km frá landamær unum. Staðurinn heitir „Kolonie Waldner 595“. Þegar komið er þangað, eru hins vegar engin skilti, sem sýna hvað staðurinn heitir, eina vísbendingin um hvar staðurinn er, er varðkofi með stréþaki og hópur 40—60 Pólverja og Úkraínumanna, 6em ökki mundu hika við að fremja morð til þess að verja manninn, sem drottnar yfir þeim. Ef Wiedwald hefur rétt fyrir sér, þá hefur Bormann hreiðrað um sig í einhverju rammgerð- ast virki frá náttúrunnar hendi sem tii er á jarðarkringlunni. að sýna til þess að komast inn í Kolonie Waldner. A annarri hlið- hinni hliðinni eru dulmálsmerki. að brjótast yfir þessi öræfi án þess að Indiánarnir á þessum slóðurn taki eftir því, en marg- ir þeirra eru leiguþý Bormanns. Vegirnir í vestri, frá Ascunci- on í Paraguay eða niður eftir brasiiísku landamærunum frá Bella Vista, liggja- um svæði, þar sem krökkt er af vopnuðum borgarasveitum (sem Bormann hefur einnig mútað) og þýzkum landnemum sem eru jafnvel enn þá fjandsaimlegri. Á svæðinu milH Bella Vista og Kolonie Waldner eru bersýnilega 14 þýzkar nýlendur — og í fleetum þeirra er slangur af fyrrverandi SSmönnum, og Þjóðverjarnir eru allir einstaklega samheMn- Bormann og hús hans í Kolonie Waldner. sjárverðar. og hafnsögumennirnir á Parannaánni eru næstum því undantekningarlaust Þjóðverjar frá Saxelfi. Wiedwald lagði á það áherzlu nokkrum sinnum að upplýsing- ar sínar um staðhætti væru tíu ára gamlar og ef til vill úrelt- ar. Hann fór til Kolonie Waldn- er 555 í desember 1958. Hann ræddi síðast við Bormann í Montevideo í marz 1965 en að- eins stutta stund, og í sumar tal aði hann við lífvörð Bormanns, Sdhwent, í Hollandi En Bormann er þannig skapi farinn að hann skipti-r ekki um bústað nema hann sé neyddur til þess vegna þess að eitthvað óvænt kem-ur fyrir og hann tel- ur öryggi sínu ógnað. Þegar WiedwaM gekk 1 lið með Bor- mann í árslok 1947 bjó Bormann í „Sviss Argentínu". á 5.060 ekra búgarði við vatn nokkurt um 90 km fyrir sunnan Carlos de Bariloche. í nágrenni Andee- fjalla. Þetta svæði er nú ein- hver vinsælasti ferðamannastað ur Argentínu. En þó fluttist Bor m.ann ekki búferlum fyrr en Juan Peron einræðisherra var steypt af stóli 1955. Bormann fluttist ekki fourtu fyrr en póM- tískum verndara hans var velt úr sessi. Að sögn Wiedwalds fluttist hann yfir Andesarfjöll til Ohile, og vinir hans settu á svið nýjan dauða til þess að sannfæra efa- semdarmenn ef þeir tryðu því ekki að hann hefði dáið í lok heimsstyrjaldarinnar. í raun og veru varð Bormann gestur gam- als saimstarfsmanns, Richard Gliicks herdhöfðingja. sem á mektarárum sínum stjórnaði rekstri fangabúðanna og gætti eigna þeirra, sem teknar voru af Gyðingum áður en þeir voru sendir í gasklefana. GMicks var þá foúsettur — og Wiedwald tel ur að hann sé enn búsettur — við Ranco — vatn í Chile, og bendir allt til þess að hann hafi verið óhultur um sig þótt hann ætti heima skammt frá bænum Ranco. Bormann og nofckrir dyggir stuðningsmenn hans í tæp tvö ár. Kolonie Waldner 555 er að öllu leyti öruggari griðastaður en Ranco-vatn. Nýlendan myndar ferhyrning og í miðju er torg og við það standa átta kofar. Vegurinn til nýlendunnar frá fljótsbryggjunni, sem WiedwaM minnir að sé um 1600 metra langur, liggur fram hjá varðkof anum með stráþafcinu (sjá mynd) og í sveig bak við kof- ana. Hús Bormanns, eina traust- byggða timburhúsið í nýlend- unni, stendur lengst til vinstri við torgið frá innganginum. Það er engin furða að hús Bor manns stendur næst undankomu leið nýlendunnar — tveimur léttum Piper Cufo-flugvélum, sem standa við enda flugbraut- ar. Flugskýlinu sem er stolt ný- lendunnar, hefur verið breytt í amerískan keiluspilsvöll, sem liggur eftir skýlinu endilöngu. WiedwaM hefur ekki minnstu hugmynd um, hver keypti útfoún aðinn og man það eitt að helztu viðgerðarstörf í nýlendunni voru í því fólgin að gera við áhöldin, sem eru notuð við keil-uspilið. ■Hin miklu auðsefi Bonmanns tryggja bæði varnir nýlendunn- ar og frelsi hennar frá erfiði og striti hinna sjálifistæðu nýlendna lengra inni í landi. Wiedweld segir að eina ferðalagið er hann viti til að Bormann hafi farið til Evrópu síðan heimsstyrjöld- inni lauk, ti‘l Santaander á Spáni í júní 1958, hafi staðið í sam- bandi við auðæfi hans. Bormann vildi augsýnilega tryggja það. að tveir litlir skjalabögglar yrðu aflhentir réttum manni. Wied- wald var með í ferðinni (hann var þá hvort eð er á förum til Evrópu) og kveðst hafa séð inni hald pakfcanna, þegar Bormann opnaði þá -til þesis að fullvissa 6ig um að ekkert vantaði. Hér var um að ræða frá þrem ur bönkum í Mið-Evxrópu. Wied wall man greinilega eftir nöfn- um og heimilisföngum bankanna. Schwent mun bersýnilega hafa sagt Wiedwald, að hann teldi að tekjur Bormanns næm.u 15.000 punda á tnánuði. Wied- wald telur að Bormann hafi haft tvo tekjustofna og dregur þá á- lyfctun af sögnum þeim sem gengu í nýlendunni þegar hann Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.