Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 198« Sextugur í dag: Björn Pálsson flugmaður I DAG verður Björn Pálsson sextugur. Mér finnst svo stutt síðan Björn var heimiliskennari hjá foreldrum mínum á Hafra- nesi. Að vísu var ég þá í skóla á Akureyri, en frétti þó í hverju bréfi af manninum. Síðar lágu leiðir okkar saman, og tekizt hefir traust vinátta milli heim- anna, vinátta, sem aldrei hefir falli'ð, og aldrei getur fallið, neinn skuggi á. f>að er að vísu ástæðulaust að skrifa afmælisgrein um Björn. Ég hygg það séu fáir íslendingar sem fleiri vita meiri deili á en honum. Ég hefi margoft verið með honum á flugferðum. Mér er minnisstætt, hve margir, sem ekki höfðu séð Björn áður, komu út að flugvélinni og sögðu við mig: „Er þetta Björn Pálsson“, með þeim hreim aðdáunar í röddinni, sem ég mun ekki gleyma. Þeir þekktu hann sem sé allir, þótt þeir hefðu ekki sé'ð hann fyrr. Ég skal nú reyna að verða ekki of langorður, en það er erfitt, því fjöldi minninga knýr á. Ég held, að allir séu sam- mála um, að meira traustvekj- andi maður, bæði í sjón og reynd, sé vandfundinn. Ég hefi heldur ekki fyrirhitt neinn þann mann, sem er hræddur við að fljúga með honum, hvernig sem á stendur, þótt beygur hefði verið í þeim að fljúga með öðr- um. Eftir alllanga reynslu er ég sannfærfiur um, að Björn hefir innbyggt í heila sínum miðunar- tæki (radar), þótt ég viti ekki, hvort það sé heldur meðfætt, eða áunnið með mikilli reynslu, nema hvorttveggja sé. Ég spurði hann einu sinni: „Hvernig stendur á því, að þú getur þekkt hvern stað, hvert fjall og nærri því hverja hæð eða þúfu á þessu landi, þótt við sjáum það aðeins augnablik gegnum gat á skýi?“. Hann svar- aði: „Ég varð að temja mér þa’ð. Þegar ég byrjaði þessa starfsemi, þá var svo lítið til af hjálpar- tækjum. Eg varð að þekkja land- ið til þess að vita hvar ég væri staddur. Ég varð líka að taka eftir hvernig loftstraumarnir breytast í nálægð fjalla og eftir lögun þeirra. Oft hefi ég getað vitað, eftir hreyfingu vélarinnar, að ég hlaut að vera staddur út frá þessu eíða hinu fjallinu. Ef ég hefði ekki gert mér far um þetta, þá hefði getað farið illa, og ég ætlaði mér ekki að láta það fara illa, ef ég gæti gert við því“. Ég man ekki svo fá dæmi um þetta af eigin reynslu með Birni. Ég skal þó bara nefna eitt. Um Björn væri hægt að skrifa bæk- ur, og þær sannsögulegar. Við vorum á leið til Miðfjarð- ar, að sækja sjúkling frá Hvammstanga. Veðurspáin var skýþykkni svo miki'ð á þessum slóðum, að ekki mundi vera hægt að komast niður. Hann fór samt af stað. Hann fór vestarlega. Ég spurði, hvað hann ætlaðist fyrir, úr því hvergi væri skýjarof? „I þessari átt hlýtur að vera skýja- rof á dálitlu svæði út af Hrúta- firði. Þar ætla ég mér að fara niður undír skýin“. Það var gert. Lent á litla grasivaxna flugvell- inum. Vindur var svo mikill, að erfitt var að halda flugvélinni á jör'ðinni, þar til sjúklingurinn kom. En allt fór vel. 1. desember 1961 þurfti Björn að sækja sjúkling til Neskaup- staðar. Kona haífði verið skorin upp, en versnað aftur, og lækn- irinn vildi fá hana til Reykja- víkur, þar sem meiri mögu- leikar væru á aðgerð, blóðgjöf- um, o. s. frv. Við lögðum af stað um kl. 11. Hér sunnanlands var bjartviðri, en norð-norð-austan átt um land allt. Frost um 6—8°, vindhraði um 23 hnútar. A Austfjör'ðum gekk á með éljum, og þar sem við vorum báðir Austfirðingar vissum við, að í þessari átt, og með snjókomu, getur verið allra veðra von um firðina, allt frá slydduhríð í kafaldsbyl. Björn fór fljótlega upp úr skýjum og tók stefnu á Neskaupstað, en vissi, að vindur bar 8° af leið til suðurs, enda ætla'ði hann að reyna að komast niður úr skýj- um sunnarlega, þar sem sam- fellt dimmviðri var sagt á Norð- austurlandi. Skýjarof var víða sunnanlands. Við sáum „fjallið fríða“ í norðri, þá Langjökul á vinstri hönd, þá Hofsjökul og Arnarfellin, hið litla og hið mikla. NV tóku ský að þyrpast saman undir okkur og sá nú sjaldnar til jarðar. Nú segir Björn, að kona hans sé vön að búa hann út með kaffi og mat, og neyttum við þess. Ég leit nið- ur í gegnum skýjagat og spurði: „Hvaða lækjarspræna er þetta, heldurðu?". Hann svarar óðar: „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði. Áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði. Mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskar’ði". Hvannadalshnúkur er nú á hægri hönd og hrikaleg, stórskor- in fjöll beint undir. Við höfðum rétt skorðað kaffibrúsa og matar- kassa, þegar friður er rofinn, eins og fjandinn sjálfur hafi tek- ið í taumana. Flugvélin þeytist til, ýmist til hægri eða vinstri. Nú dettur hún. Að sama skapi lyftist ég upp úr sætinu og svíf í lausu loftið, að því er mér finnst. Björn hefir þegar tekið við stjórninni af „sjálfstjórnar- anum“ og segir: „Það er rólegra 7 mílum norðar, við erum óþarf- lega nærri Vatnajökli", og snýr nú beint í norður. Tók þá brátt áð lægja ölduganginn í loftinu. Á Austfjörðum var éljagang- ur og stundum dimmviðri. Björn fór niður yfir Hornafirði og var þar bjartviðri. Flogið er yfir Almannaskarð, líklega út- sýnisfegursta fjallveg á landinu Lónsfjörður. Eystrahom. Álfta- fjörður. Þarna er Þvottá, þar sem Síðu-Hailur bjó. Fyrir norðan Papey fór Bjöm að lækka flug- i’ð, mjög fljótt, að því er mér virtist, þótt ekki hefði ég orð á því fyrir kurteisis sakir. En vél- in fór bókstaflega á hliðinni, enda komumst við fljótlega nið- ur í 150 metra hæð frá sjó. Gekk nú á með vaxandi éljum inn til fjarða. Við rýnum báðir fram- undan. Þarna er Skrúður á hægri hönd. Vattarnestangi. Björn seg- ir: „Við fljúgum inn Reyðar- fjörðinn og bíðum élið af okkur“. Vattarnes, Kolmúli, Hafranes. En élfð þéttist. Björn flýgur yfir Staðarskarð til Fáskrúðsfjarðar, til þess að eyða tíma, þar til létti yfir Norðfirði. Síðan á svip- stundu yfir Eskifjörð, en milli hans og Neskaupstaðar er fjall- vegurinn Oddsskarð. Við höfum nú haft samband við Egilsstaði, sem segja, að dimmvi’ðri sé yfir öllum Norð- urfjörðum og ekki viðlit, að leita eftir Norðfirði. Björn er þó ekki alveg á því að gefast upp. Við höfum nú verið á flugi í 3 klst., en með eldsneyti til 4% klst. Björn hringsólar nú þarna yfir fjöllum nokkra stund enn. I 10 000 feta hæð rofar allt í einu til í norðaustri og Bjöm segir: „Þarna er Norðfjörður", stýrir þangað og lækkar sig svo fljótt hann má. Þarna á milli élja var ekki nema lítil glufa og spenn- andi, hvort hann kæmist nógu fljótt niður. Mér hafði verfð falið að hafa útbreitt kort milli handa, til þess að Björn gæti sem bezt áttað sig á afstöðu. En nú er flugvélin svo óróleg, að kortið er ýmist niðri á hnjám, ellegar al- veg uppi í loft, án þess ég fengi við gert, því að flugvélin dett- ur ýmist niður eða hún þeytist í loft upp. En ég hafði Björn við stýrið. Það var mér nóg. Nú erum við yfir Oddsskarði og stefnum beint niður á Nes- kaupstað. Þá kemur allt í einu, sem hendi væri veifað, storm- sveipur, upp úr hinum þrönga Norðfirði. Hann beinlínis tekur flugvélina, kastar henni yfir til hægri og á hliðina, þannig að hægri vængurinn, mín megin, snýr beint niður. Ekki datt mér annað í hug, en að þessi vind- hviða ætlaði í reiði sinni áð kasta okkur niður í björgin við Odds- skarð. Ekki var Björn lengi að rétta vélina við, en sagði svo: „Nei, nú hættum við. Þetta er ekki hægt“. Ég sagði víst ekki neitt, en við litum hvor á annan. Mér fannst Björn dálítið kankvís, eins og hann hefði gaman af þessu. Nokkrum dögum seinna spurði ég hann, hvort hann hefði ekki séð, að ég varð dálítið hræddur? „Ekki hræddur, en auðvitað verður manni dálítið bilt við“. Síðan var haldið til Egilsstaða til þess að taka þar eldsneyti og komist niður við illan leik, en við hjálip radars þar. Eg verð að segja lok þessarar sögu, þótt það lengi greinarkom þetta. Mega þeir þá láta vera að lesa, sem eigi kæra sig um. 5. desember um hádegisbil var Björn að koma úr flugi til Vest- fjarða. Hann lætur hringja til mín, að nú skyldum við aftur reyna flugið til Norðfjarðar. Ég var þá langt kominn með skurð- aðgerð, en lét skila, að ég mundi verða kominn á flugvöll eftir rúma klukkustund. Þessi töf mín vegna átti eftir að koma sér vel, svo sem síðar skal að vikið. Veðrátta hafði ekki breytzt mikið þessa dagana, en norð- austan átt var þó heldur að ganga niður á Austfjörðum. Nú er flogið með stefnu beint á Norðfjörð í 10—11 000 feta hæð. Lágskýjað var, en sá þó til jarð- ar við og við og því meir, sem austar dró. Norðfirðingar höfðu hamazt við að ryðja flugvöllinn frá því um morguninn, með sínum al- kunna dugnaði, og töldu sig verða búnir að því í tæka tíð. En snjóþyngslin voru meiri en þeir hugðu, og kom sér nú vel, að burtför okkar frá Reykjavík hafði tafizt. Því að þegar við komum yfir flugvöllinn kl. 15,10 voru enn sýnilega stórir snjó- kekkir hér og hvar á lendingar- brautinni. Sáum við vel, hvem- ig mennirnir hömu’ðust við að koma þeim frá. En nú er ekki langur tími til stefnu. Rökkva tekur. Auk þess er ískyggilegt él að safnast saman inni í daln- um. Hér er fjörður þröngur og skammt milli hárra fjalla. Svipti vindar miklir, en allhvasst var Flugbrautin er á leirum í botni fjarðarins. Björn lækkar flugið skjótt og kemur lágt utan af firði. Fer í stefnu á flugbraut- ina og mennirnir þjóta út til hliðar, til þess að verða ekki fyrir. Flugbrautin er ekki nema svo sem 16 metra breið og háir snjóskaflar beggja megin, en vænghaf flugvélarinnar 14 metr- ar, svo að engu má muna. Nú kemur sviptivindur, sem kastar vélinni til hliðar, svo að fara verður upp aftur. Björn fer aftur út fjörðinn og mennirnir ham- ast á meðan. Þeir eru að hjálpa veikri manneskju og vita, a’ð eft- ir fáeinar mínútur verður ekki hægt að lenda, vegna myrkurs og snjókomu. Aftur reynir Björn lendingu, en allt fer á sömu leið, og munaði þá ekki miklu, að vélin fýki út í snjóskaflinn Aftur verður Björn frá að hverfa. Nú heyrist undarlegt hljóð í vélinni, er Björn þarf að snúa henni út með hinu bratta fjalli, en vindur hefir aukizt. Flugvélin beinlínis orgar á flug- manninn. Hún segir: „Ég missti hæð. Ég kemst ekki upp, nema þú hjálpir mér“! Þá er ekki um annað að gera en beina flugvél- inni niður á við, svo að hún fái meiri hra’ða, til þess að komast upp. Þetta gerði náttúrlega þessi reyndi flugkappi og vélin straukst nærri jörðu. Út yfir fjörðinn enn. Nú var élið skoll- ið á innan úr fjarðardalnum og sást ekki langt framundan. Björn stefnir nú ákveðið á flugbraut- ina, og þóttist ég sjá á svipnum, að nú skyldi láta til skarar skríða. Flugvélin hallaðist til hægri og vinstri, en niður kom hún, á réttum kili og á réttum stað. Nú var skollin á iðulaus stór- hríð og ekki viðlit áð leggja upp' til Reykjavíkur fyrr en næsta dag. Þá var það gert, og gekk vel. Sjúklingurinn fékk fullan bata, Ég veit um margt fólk, sem telur sig eiga Birni Pálssyni, dugnaði hans og fórnfýsi líf sifct að launa. Ég held ég þekki engan mann, sem þykir eins gaman að lifa, eins og Björn Pálsson. „Mikið skelfing er gaman að lifa!, bara að vera til!“ er oft orðtak hans. Og hver skyldi geta skilið þetta betur en hann, sem svo oft hefir teflt djarft við dauðann? Björn er mjög hamingjusamur í einkalífi sínu. Ekki hefi ég fengið neitt umboð til að segja þetta, fremur en annáð, sem hér hefir verið sagt. Ég veit það samt. Björn var á Vattarnesi við Reyðarfjörð hjá Þórarni Víkingi. Eitt sinn fór Þórarinn með skipi frá Reyðarfirði til Fáskrúðs- fjarðar. Þegar hann kemur heim að Vattarnesi, segir hann við Björn: „Ég hitti konuefnið þitt á skipinu í dag“. Björn, stein- hissa: „Konuefnið mitt, hvað áttu við?“ — Ég held þáð hafi verið þó nokkrum árum seinna, að þau hittust af tilviljun, Björn og Sveina Sveinsdóttir, kona hans, en sú var stúlkan, sem Þórarinn hafði hitt á skipinu. Einkenni- legt. En Björn hefir alltaf verið gæfumaður, og það er vegna þess að hann er eins gerður og hann er. Ég hefi verið með Birni undir öðrum kringumstæðum en á sjúkraflugi og á hinu ágæta heimili hans og Sveinu. Við höf- um verið saman á veiðum í dönskum skógum með gó’ðum vinum. Allsstaðar er Björn hrók- ur alls fagnaðar. Ég man fyrsta skotið, sem hann hleypti af á Holmegaard á Sjálandi. Því gleymir enginn svo vel var hitt, en ég vil ekki lýsa því hér. Þeg- ar ég hitti félaga mína erlendis á sumrum, og lýsi því yfir, að ég muni ekki koma á veiðar í haust, þá spyrja þeir þó alltaf: „En kemur þó ekki Björn Páls- son“? Björn og Sveina eiga yndisleg börn, tengdabörn og bamaböm, sem þau hafa tekið miklu ást- fóstri við. Megi Guð og gæfan fylgja þeim öllum. Hjartanlegar hamingjuóskir. Hveragerði — Ölfus ÚTSALA Stórkostleg útsala er byrjuð. Kjólar frá kr. 450.—, dragtir 785.—, peysur 195.— Sérstök gæði, sérstakt verð. Stendur aðeins í nokkra daga. Gjörið svo vel og lítið inn. Verzlun BERTU, Bláskógum 3. Hafnarstúdentar í tilefni 75 ára afmælis Stúdentafélagsins í Kaup- mannahöfn verður haldið hóf með Þorláksblóts- sniði fyxir fyrrverandi félagsmenn og maka þeirra, að Hótel Borg föstudaginn 19. þ.m. Vegna undirbúnings er áríðandi að þátttaka sé tilkynnt sem fyrst. Þátttökulistar liggja frammi í Lyfjabúðinni Iðunni og í Reykjavíkurapóteki. Einnig verður svarað í síma 32886 fimmtudagskvöld 11. jan. Aðgöngumiðar verða seldir í gestamóttöku hótelsins, þann J8. og 19. þ.m. Klæðnaður: dökk föt. AFMÆLISNEFND. Nauðungaruppboð Eftir kröfu gjaldheimtunnar í Reykjavík, inn- heimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi, Tollstjórans í Reykjavík, Hákons H. Kristjónsson hdl. og Jó- hannesar Lárusson hrl. verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 17. janúar 1968 kl. 15. Y-18, Y-57, Y-217, Y-827, Y-1275, Y-1714, Ý-1728, Y-2128, Y-2289, R-2147, R-3149, R-5854, R-9288, R-10174, R-11742, R-13849, R-14999, R-19122. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Fr. Ein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.