Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 4
r 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR ÍVIAGIXIÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir k>kun simi 40381 sml I-44-44 miiiFm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigngjald Sím/14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 GLERULL Amerísk og dönsk glerullar- einanrgun með ál. og asfaltpappa. Glerullarmottur og laus glerull í pokum. GleruIIarhólkar til einangr- unar á pípum. J. Þorláksson & Norðmann hf. AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Þus og þras um réttritun „Austurbæingur" skrifar: „Ágæti Velvakandi! Hér, eins og í Noregi, er mikið og sífellt þus og þras um réttritun, kommusetningu o. s. frv. í Noregi er þó talið, að treysta megin opinberri staf- setningu, þ,e.a.s., að hún sé sjálfri sér samkvæm og „rétt“, miðað við þá mállýzku eða ríkismiál, sem skrifað er á hverju sinni. Hér virðist því aldeilis ekki að heilsa. Þráfaldlega rek ég mig á hiinar undarlegustu am- bögur í opinberum plöggum. Tökum dæmi: Dóttir mín var að koma heim frá fæðingardei'ld Landsspítal- ans fyrir nokkiru. Hún hafði meðferðis skjal, sem henni var afhent á þessari ríkiisstofnun, og heitir „Æfingar eftir fæð- ingu“. Ég sleppi því nú að fara að tína til dæmi um ranga kommusetningu og klaufalegt orðalag. EN: Iljar eru alltaf skrifaðar yljar. í stað þess að „slaka á“. Dýna er skrifuð dína. Þágufall af „stóll“ er stól. Orðið „fótur“ er kvenkennt. Sbr.: „liggja með beinar fæt- ur", „stytta fæturnair til skipt- is, draga þær upp“ (og hvað er að stytta fætuma?) Kryppa er skrifuð krippa. Skyldi er skrifað skildi. Talað er um að „vera á 4 fótum“. Hver skrambinn er það nú eiginlega? Er nú að furða, þótt rnörg- um skjöplist í réttritun, þegar ríkisstofnanir ganga á undan með vitleysuna? „Svívirðilegt óréttlæti“ Fimm stúlkur senda þetta bréf: „Kæri Velvakandi! Við sitjum hér nokkrar ungar stúlkur á ráðstefnu um vanda- mál lífsins þ.á.m. pilta. Við höf- um komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé svívirðilegt óréttlaeti, að ungir piltair hafi einir rétt til að bjóða upp í dans. Stúlk- urnar geta orðið að sitja allt kvöldið eða dansa við hina og þessa dela sem þær kæra sig ef til vil'l ekkert um, því að alltaf þykir það ókurteisi, ef stúlkur neita piltum. Piltarnir geta hins vegar ráðið, hvort þeir dansa yfirleitt eða þá við hverja, ef þeir dansa. Við komum þessu á framfæri til þess að fá álit einhverra annarra (sérstaklega pilta) á máli þessu. Með ósk uim birtingu og fyrirfram þakklæti. Fimm alvarlega þenkjandi“. Ljótt er að brjóta boðorðin Sigurður A. Magnússon sendir Velvakanda bréf, og fer hér á eftir meginhluti þess: „Það ku vera auðveldara að kenna boðorðin en halda þau sjálfurr, og sannast það átakan- lega é Velvakanda. Hann kvaddi árið með því að hug- leiða blaðamennsku fyrr og nú, og er helzt á honum að skilja, að hún hafi lítið batnað, sem vel má vera rétt, enda gerir hann sér far um að sanna þá skoðun í verki. Hann tekur grein í blaðinu ,,Degi“ á Akuir- eyri sem dæmi um óvandaða biaðamennsku, en fellur í þann fúla pytt að ástunda nákvæm- lega það athæfi sem hann er að atyrða. Hann segi-r orðrétt: „Vitnað er í Samvinnuheftið um sumarbústaðina við Þing- vallavatn, eins og þar sé um heilagan sannleik að ræða, þótt bæði hafi verið viðuirkenndar villur í þeim greinarflokki, auk þess sem öðrum deiluaðila var ekki gefinn neinn kostur á svari“, Hvaða viðurkenningu á Velvakandi eiginlega við? Þá leiðréttingu sem fylgdi hverju hefti Samvinnunnar, að ein eig enda sumarbústaðanna væri eiginkona en ekki ekkja? Aðrar „villur“ hafa ekki verið viður- kenndar, enda sennilega vand- fundnar. Ekkja Ólafs Thors lét þess getið að kún sjálf en ekki „fjölskylda Ólafs Thors" eigi sumarbústað innan þjóðgarðs, og þar er enganveginn um „villu“ að ræða, heldur mismun andi orðalag samahlutar, „Leið rétting Gunnars G. Schram hef ur ekki við nein rök að styðjast því hann sótti um lóð í Gjá- bakkalandi bæði fyrir sjálfan sig og tvo kunningja sína, og hefði Velvakanda verið í lófa lagt að kynna sér það hjá þeim ritstjóra Morgunblaðsins, sem á sæti í Þingvallanefnd. Það eru helber ósannndi að „öðrum deiluaðila" hafi ekki verið gef- inn kostur á svari. Ég ræddi málið bæði við Jónas Jónsson, sem ber meginábyrgð á bygg- ingum innan þjóðgarðs, og Emil .Jónsson, núverandi for- mann Þigvallanefndar, og rakti sjónarmið þeirra beggja sam- vizkusamlega í rumræddu hefti Samvinnunnar, enda hafa þerr ekki gert neinar athugasemdir við þann málflutning. Sigurður A. Magnússon. „Sauðarhaus almennings“ Nú, nú, leitt er til þess að vita, að skammargrein um blaðið Dag á Akureyri særi tii- finningar Samrinnumanna 1 Reykjavík. Velvakandi dirfist samt að ösla upp úr þeim fúla pytti, sem SAM segir hann hafa hratað ofan í, og leyfir sér að kalla það viðurkenningu á villu, þegar lausum miða með afsökunarbeiðni er stungið inr. í hvert eintak umrædds Sam- vinnu-heftiis. „M smunandi orða lag sama hlutar" er subjektivt; sumár mundu kalla það villu, en aðrir ekki, eins og gengur. Dr. Gunnar G. Schram sá ástæðu til þess að leiðrétta um mæli á bls. 23 í umræddu Sam- vinnuhefti. þar sem hann er titlaður ellefti Gjábakka-gæð- ingur Þingvallanefndar. SAM segir þá leiðréttingu ekki hafa við nein rök að slyðjast, og blandar Velvakandi sér ekki I þá deilu. — Þá kemur að „hel- berum ósannindum" Velvak- anda; þ. e., að öðrum deiluað- illja hafi ekki verið gefinn koet- ur á svari. í efnisyfirliti þessa heftis er skráður heill flokkur, sem ber yfirskriftina „Friðun Þ':ngvalla“. Undir þeirri fyrir- sögn eru skráðar átta greinar, sem bera nöfn á borð við „Mannlegt volæði“, „Gjábakka- hneykslið“ (tvær greinar) og „Þingvallaihneykslið". Höfundair þeirra eru allir skráðir, og er þar hvorki að finna Jónas Jóns- son né Emil Jónsson. Hins veg- ar segir ritstjóri stuttlega frá viðtali sínu við Emil Jónsson í eins konar ristjórarabbi, og 1 grein inni í blaðinu skýrir rit- stjórinn ennfremur frá nýleg- um ummælutm Jónasar frá Hriflu, en lætur hann síðan vitna gegn sjálfum sér með til- vitnunum í Þingtíðindi frá ár- inu 1928. Sem sagt: átta skrifa deilugreinar, en enginn svarar nema tveir í gegnum munn rit- stjóra, sem er greiinilega ekki hlutlaus í málinu. Einn greinarhöfundanna seg- ir, að hið óhugnanlegasta í þessu „ógeðfellda" máli sé „sauðarhaus almennings“ og sé hann hættulegur váboði ís- lenzku lýðræði. — Guð gefi, að lýðræði á íslandi þurfi aldrei að standast meiri raunir en þessa. Talað er um að „slappa af“ KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Matvörukaupmenn Kjötkaupmenn Almennur félagsfundur verður haldinn á morgun, fimmtudag 11. jan. kl. 8Yz í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: Rætt um ýmsar sameiginlegar ráðstafanir til aukins sparnaðar í rekstri svo sem lokun verzl- ana í matartíma o. fl. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Félag matvörukaupmanna, Félag kjötverzlana. ÚTSALA Útsalan hefst í dag, góbar vörur á góðu verði. Meðal annars blússur, og peysur frá kr. 100.— sokkar frá kr. 25.— ,magabelti frá kr. 100.— brjóstahöld frá kr. 75.—, undirkjólar frá kr. 145.- náttkjólar frá kr. 190.—, slæður frá kr. 25.— Komið tímanlega á meftan úr nógu er að velja. Útsalan stendur aðeins fáa daga. Stórkostleg útsala á barnafatnaði hefst í dag. Utsalan stendur aðeins fáa daga Verzlunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.