Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1068 19 Oliver Guðmundsson prentari, sextugur OLIVER Guðmundsson, prent- ari, Sigríðarstöðum við Reykja- veg er 60 ára í dag. Oliver er Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddur í Ólafsvík, sonur hjón- anna Guðmundar Guðjónssonar, skósmíðameistara og Sigríðar Oliversdóttur. Ungur fluttist Oliver suður með foreldrum sín um. Settust þau fyrst að í Hafn- arfirði, en fluttu síðan til Reykjavíkur árið 1922 og þar hefur hann verið búsettur síð- an. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur eða árið 1925, hóf Oliver prentnám í fsafold hjá Gunnari Einarssyni. Starfaði hann síðan hjá ísafoldarprent- smiðju nær stöðugt næstu þrjá áratugina. Er Gunnar Einarsson tók við rekstri prentsmiðjunnar „Leiftur", fluttist Oliver þangað og hefur hann unnið þar síðan. Góð vinátta tókst þegar í upp- hafi á milli þeirra Olivers og Gunnars og hefur hún verið bundin traustum böndum, þar sem Oliver hefur unnið á Gunn- ars vegum nær óslitið í rúm 40 ár. Mun svo langur starfsferiU hjá sama aðila næsta fátíður nú á dögum. Lengst af hefur Oliver unnið við vélsetningu. Munu þær orðn ar æði margar bækurnar, sem hann hefur sett um ævina. Oft hefur hann valizt til hinna vandasömustu verka, og þó hér sé ekki ætlunin, né þess nokkur kostur í stuttri afmælisgrein, að geta þeirra bóka, sem Oliver hefur vélsett, þá má til gamans minna á fjölda orðabóka, sjó- mannaalmanak, símaskrána og mörg önnur hliðstæð verkefni, sem krefjast mikillar nákvæmn- isvinnu og vandvirkni, og hann hefur margsinnis verið valinn til að leysa af hendi. Utan sinna skyldustarfa eiga flestir menn sín hugðarefni, sín ar leyndu óskir, sem þeir þurfa að svala. Tjáningarþörf er mönnum í blóð borin, en tján- ingarformið er eins margbreyti legt og mennirnir sjálfir. Það er margra álit, að hvergi hafi maðurinn komizt hærra, né náð að tjá sig á annan hátt betur, en í hljómlistinni. Ef nefna ætti hugðarefni Oli- vers Guðmundssonar, þá yrði hljómlistin eflaust efst á blaðL í hennar heimi hefur hann lií- að öðrum þræði. Þegar á unga aldri tók Oliver að semja lög, og eru þau nú mörg landskunn. Hann lagði stund á hljóðfæra- leik um árabil og enn sezt hann við orgelið, ef svo ber undir, og nýir tónar fæðast og lög verða til. Meðfædd hlédrægni og dagsins önn hafa hins veg- ar valdið því, a'ð Oliver hefur ekki lagt fyrir sig tónsmíðar sem skyldi, og mörg lög, sem honum hefur ekki unnizt tími til að full vinna, mun hann eiga í fórum sínum. Oliver Guðmundsson er mað- ur ljúfur í lund, hógvær og ein- staklega hlýr í framgöngu, en kann vel að vera glaður í góð- vina hópi. Kvæntur er Oliver Láru Einarsdóttur frá Hafra- nesi við Reyðjarfjörð. Þeir munu áreiðanlega verða margir, vinir og kunningjar, sem í dag senda Oliver Guðmunds- syni hlýjar árnaðaróskir á þess- um merkisdegi í lífi hans. A. Þorgeir Ólafsson — Minningarorð — HINN 30. des. sl. andaðist Þor- geir Ólafsson, Brunngötu 12A ísafirði. Með honum er horfinn einn þeirra manna, sem öllum, er honum kynntust, er ljúft að minnast. Þeirgeir var fæddur að Berja- dalsá á Snæfjallaströnd 12. febr. 1898, sonur hjónanna Margrét- ar Bjarnadóttur og Ólafs Bjarna sonar. Þeim hjónum, Margréti og Ólafi, varð fimm barna auð- ið, en aðeins tveir synir þeirra komust til fullorðins ára, Þor- geir og Halldór, en hann lézt árið 1955. Einn dreng tóku þau í fóstur, Guðjón Kristjánsson, og er hann búsettur í Bolungar- vík. Árið 1915, þegar Þorgeir var 17 ára, lézt faðir hans, en þeir bræður héldu áfram heimili með móður sinni og ömmu á Berjadalsá. Búskapur var þar alla tíð lítill, en sjómennskan stunduð af því meira kappi. Þeir bræður, Þorgeir og Halldór, munu ekki hafa verið gamlir að árum, þegar þeir fóru og stunda sjóinn. Ungir þurftu þeir að taka á sig mikla ábyrgð að fram fleyta fjölskyldu sinni. Sú ábyrgð gerði þá mjög sam- rýmda og náið samband var alla tíð með þeim bærðrum. Árið 1925 flyzt Þorgeir ásamt móður sinni og bróður til Hnífs- dals og stundar þar áfram sjó- mennsku, og þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Jónu Jónsdóttur, hinni mætustu konu. Þau giftust árið_ 1929 og hafa alla tíð búið á ísafirði. Börn þeirra hjóna eru þrjú. Elzt er Ása, gift Páli Lúðvíkssyni, verk fræðingi, Ólafur og Jóhann, vél- smiður, báðir ókvæntir. — Mér er enn í minni sú snyrtimennska og hógværa gleði, sem var ein- kenni heimilis þeirra Þorgeirs og Jónu, enda voru þau sam- hent mjög. Á ísafirði stundaði Þorgeir einkum sjómennsku, bæði á bát um og togurum, allt fram undir 1950. Síðari árin hefur hann Minning ÞANN 2. janúar 1968 andaðist að 'heimili aldraðra sjómanna ekkjan Sigríður Jensdóttir frá Arnardal. Sigríður var fædd í Arnardal þann 1. febrúar 1801 og voru foreldrar hennar Jens Jónsson, bóndli og fomaður þar, og Sól- borg Sigurðardóttir. Sigríður var tviburi móti Sóllborgu systur sinni. Var hún strax tekin í fóst- ur af Halldóri föðurbróður sínum og ólst þar upp þv*i rnóðir henn- ar dó þá. SVo kom hún 16 ára inn í Æðey til föðursystur sdnn- ar, Guðrúnar Jónsdóttur hús- freyju þar. Kynntist hún þar Guðmundi Jakdbssyni fóstur- syni þeirra og giftust þau 26/7. 1.902 og fluttu til Rokingarvíkur þar sem hann stundaði sjó- starfað við frystihúsið Norður- tangann. Alla tíð sýndi Þorgeir einstaka trúmennsku og dugnað í störfum. Hann mætti síðast til vinnu 28. desember, tveimur dögum áður en hann lézt Ekki skyldi eftir gefið, þó heilsan væri tekin að bila hin siðari ár. Ég vil að lokum fyrir hönd bræðrabarna og Ólafar, mág- konu Þorgeirs heitins, þakka vináttu hans. Við sendum eig- inkonu og börnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. — Við eigum öll aðeins hugljúfar og fagrar minningar um þennan góða dreng. mennsku, fyrst á árabátum en síðan á mótobbátum, en hann drukknaði í ofsaveðri 27/11 1915. Með Guðmundi átti hún 6 ibörn sem öll dóu ung nema EMsabet, sem gift var Magnúsi Rögnvalds syni, verkstjóra í Búðardal, og fórst hún í flugslysi 13/3. 1.947. S'vo giftist Sigríður Elíasi Magn- ússyni, útvegabónda 16/4. 1919. Með honum átti hún 3 dætur, en ein þeirra dó img, en hinar eru Guðmunda Jakobína, söngkona, nú búsett í Danmörku, en hin Þorgerður, ekkja hér í Reykja- vlk. Áður en Sigr'íður giftist Guð- mundi, fór hún norður í Eyja- fjörð til Septínu Sigurðardóttur sem var gift Rósinkar bróður ökkar, og lærði hjá henni fata- saum. H'ún hafði Iþá lært hann í Kaupmannahöfn. Hún stund- aði því alla ævi ásamt hússtörf- um sínum sauma og kom henni það oft vel á hennar erfiðu sevL S'Vo var hún ágætlega söng- hneigð sem kom mest fram í Bolungarvík, þar sem hún söng í kirkjunni þar í mörg ár. í gegnum alla þessa erfiðu ævi sjúkdóma og ástvinami'ss- is, var hún oftast kát, og það sagði mér gamall maður á elii- heimilinu, að síðasta kvöldið sem hún lifði, hefði hún verið hin kátasta. Guð iblessi þig og þína alla tíma. Þess óskar þinn einlægi frændi Ástgeir Guðmundsson frá Æðey. Sigríður Jensdóttir frá Arnardal Fimmtugur / dag: Bjarni Tómasson BJARNI Tómasson, deildarstjóri í Iðnaðarbanka fslands h.f., er fimmtugur í dag. Hann er Reyk víkingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Austurbænum, nán ar tiltekið við Laugaveginn. Að vísu er föðurætt hans að aust- an en móðurættin af Snæfells- nesi. Það má því segja um hann, eins og raunar fleiri Reykvík- inga, sem komnir feru á miðjan aldur: Sterkar rætur tengja hann bæði borg og sveit. Borg- in hefur mótað hann og þrosk- að en merkir þættir fornrar sveitamenningar eiga sterk ítök ífari hans og háttum. Foreldrar hans eru hjónin Tómas Jónsson, trésmiður og verkstjóri, er stofnaði Efnalaug Reykjavíkur og starfrækti um árabil og Bjarnína Bjarnadóttir. Faðir hans lézt á bezta aldri fyrir meira en þrjátíu árum en móðir hans er enn á lífi. Bjarni fór ungur í Verzlunarskóla ís- lands og lauk þaðan burtfarar- prófi vorið 1936 með mjög hárri einkunn. Faðir hans andaðist sama vorið og tók þá Bjarni, sem er elztur systkina sinna, við stjórn Efnalaugarinnar að hon- um látnum. Hann var síðan for- stjóri hennar í þrjátíu ár, eða þar til í maíbyrjun 1966. Þá réðist hann í þjónustu Iðnaðar- bankans og er nú deildarstóri í innheimtudeild bankans. Bjarni hefur haft mikil af- skipti af félagsmálum, enda þótt honum sé ógeðfellt að láta á sér bera í þeim efnum og forðist, eins og heitan eld, að ota sjálf- um sér fram á þeim vettvangi. En hann hefur getið sér traust og virðingu félaga sinna með hógværð og prúðmennsku. Og þeir hafa jafnan komizt að raun um, að hverju máli. sem hann snýr fangi að, er vel borgið í höndum hans. Ég kann fátt eitt að telja í þeim efnum. Hann var um árabil formaður Félags efnalaugaeigenda. Þá hefur hann verið í stjórn Félags frímerkja- safnara og formaður þess um skeið. Hann hefur starfað mik- ið í félagsskap Oddfellowa og er mér kunnugt, að þar hafa honum verið falin fjölmörg trúnaðarstörf. Ekki hafði hann starfað lengi í Iðnaðarbankan- um, þegar samstarfsfólki hans þar varð ljóst, að málum þess yrði vel ráðið, ef hann myndi um þau fjalla, en hann er nú formaður starfsmannafélags bankans. Bjarni Tómasson er gætinn maður og orðvar, stilltur vel og einstakt prúðmenni. Hann er athugull og glöggur að greina aðalatriði frá aukaatriðum í hverju máli. Ég ætla, að stærð- fræði og raunvísindi hafi legið vel fyrir honum í skóla og í skóla lífsins hefur hann reynzt raunsær en um leið mannlegur (humanisti) í beztu merkingu orðsins. Mér er kunnugt, að Bjarni nýtur mikils og vaxandi trausts yfirmanna sinna í Iðnaðarbank- anum, enda að verðleikum. Engum, sem hefur af honum kynni, blandast hugur um, að þar er rúm vel skipað, sem hann á sæti. Enginn þarf að efa, að spor drengskaparmanns og mannkosta hefðu hvarvetna sézt, þar sem hann hefði haslað sér völl í þjóðfélaginu. Vel má vera, að þjóð vorri sé það meira tjón en metið verði, þegar miklir hæfileikar og farsælar gáfur koma ekki að þeim notum, sem efni standa til, vegna eðlislægr- ar hógværðar og hlédrægni ein- staklinganna sjálfra. Margir hafa hvorki geð né löngun til að olboga sig áfram — allra sízt með takmarkalausri frekju, eins og sumra er háttur — á hinum mikla Iðavelli mannlífsins. Bjarni er kvæntur Idu Tóm- asdóttur, sem búið hefur manni sínum fagurt heimili og vistlegt, þar sem gestrisni og einlæg alúð mæta þeim, er að gerði ber. Hún er mikill kvenkostur og kven- skörungur en það er mál þeirra, er til þekkja, að með þeim sé jafnræði mikið. Þau eiga eina dóttur, Birnu, sem nú er senn tvítug og kjördóttur, Hildi Hall- dóru, er verður tveggja ára i þessum mánuði. Hún er sann- arlega sólargeisli heimilisins og yndi þeirra beggja og eftirlæti. Ég þakka Bjarna Tómassyni margra ára vináttu og trausta, svo að þar hefur aldrei fallið skuggi á. Slík vinátta verður raunar aldrei metin né þökkuð eins og vert er. Ég og fjölskylda mínum sendum honum og þeim hjónum einlægar óskir á merk- um tímamótum. í dag hafa þau tvöfalda ástæðu til að gleðjast, því að þau fagna nú einnig silf- urbrúðkaupsdegi. Við þökkum margar ljúfar stundir á heimili þeirra og óskum þeim allrar blessunar á komandi árum. X. Framtíðarstarf Laghentur reglusamur maður óskast til starfa í verksmiðjunni Varmaplast, við Kleppsveg. Upplýsingar veittar hjá Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Suðurlandsbraut 6. Flutningaskipið „ÍSB0RG“ er til sölu og sýnis, þar sem það nú stendur uppi hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi vor Björn Ólafs hdl., sími 16312. SEÐLABANKI ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.