Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1908 27 Hús þaðsem Ahskenazl hefur fest kaup á við Brekkugerði. Ashkenazy keypti Brekkugerði 22 Þúsundir Kínverja myrtir á Borneó — í útrýmingarherferð Dyak-ættbálksins ÞÓRUNN Jóhannsdóttir og Vladimir Ashkenazy hafa fest kaup á húsinu nr. 22 við Brekku- gerði. Áður höfðu þau verið að leita fyrir sér, og höfðu skoðað mörg hús víða í borginni. Xeikn- ingar af þeaau húsi hafði Þórunn með sér til Bandaríkjanna fyrir skömmu og sýndi hún manni sínum, en honum leizt þá ekki á húsið. Nú fyrir nokkruim dögum, er Stokkhólmi, 9. janúar — NTB FJÓRIR bandarískir hermenn, sem struku af skipi bandaríska flotans í Tokio og nú eru í Sví- þjóð, fengu í dag heimild sænskra yfirvalda til þess að dveljast áfram þar í landi. Nefnd sænska útlendingaeftir- litsins samþykkti þessa ákvörð- un einróma, en kvaðst ekki geta fundið neina ástæðu til þess að líta á Bandaríkjamennina fjóra sem pólitíska flóttamenn. Af mannúðarástæðum hefði nefndin samt komizt að þeirri niðurstöðu, að strokumennirnir ættu að fá tækifæri til þess áð dveljast í Hong Kong, 9. janúar — NTB UTANRÍKISRÁÐHERRA Kam- bodiu, Norodom Phourissara fursti hefur með leynd farið í heimsókn til Hanoi, þar sem hann átti viðræður við Ho Chi Minh forseta Norður-Víetnam. Skýrði útvarpið í Norður-Víet- nam frá þessu í kvöld. Furstinn átti ennfremur fund með utanríkisráðherra Norður- Víetnams, Nguyen Duy Trinh, sem nýlega lýsti því yfir, að Norður-Víetnam myndi setjast að samningaborðinu, ef Banda ríkjamenn hættu loftárásum og öðrum árásaraðgerðum gegn Norður-Víetnam. Samkv. frásögn útvarpsins í Norður-Víetnam á Ho Chi Minh að hafa fullvissað utanríkisráð- herra Kambodiu um, að Norður Víetnam myndi veita Kambodiu fullan stuðning til verndar sjálf- stæði landsins. Utanríkisráðherr ar beggja landanna ræddu sam- eiginleg hagsmunamál ríkjanna, en útvarpið gaf ekki nánari upp lýsingar um viðræður þeirra. Var sagt, að viðræðurnar hefðu farið frammeð vinsemd. Enda þótt útvarpið hefði ekki Vladimir Ash'kenazy var hér á ferð, skoðaði hann húsið og var þá svo hrifinn, að þau hjón ákváðu að festa kaup á því. Ashkenazy er nú í Kaupmanna- höfn, þar sem hann heldur tón- leika og einnig mun hann leika inn á hljómplötur í Dondon. Hús þetta er 170 fermetrar að stærð með lítilli íbúð í kjallara og bílskúr. Svíþjóð. Samtímis aflétti nefndin til- kynningarskyldu, sem lögð hafði verið á Bandaríkjamennina, er þeir komu til landsins og gáfu sig fram við lögregluna. Verður nú farið fram á það við þá, að þeir fái sér sænsk útlendinga- vegabréf. Bandaríkjamennirnir fjórir, Richard Bailey, John Barilla, Michael Lindner og Craig And- erson komu með flugvél frá Moskvu til Arlanda 29. des. sl. Þeir struku af flugmóðurskipinu „Intrepid“ 23. október og fóru fyrst frá Japan til Sovétríkjanna. tekið fram, að Phourissara utan- ríkisráðherra væri ekki farinn frá Hanoi, er talið, að hann sé kominn aftur til höfuðborgar Kambodiu, Phnom Peng. Utan- ríkisráðherrann ætti þá að hafa hin beztu skilyrði til þess að skýra Chester Bowles,sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi, >sem nú er í Kambodiu,hvernig stjórn in í Hanoi líti á möguleikana á því að friðarviðræður verði hafnar í Víetnam, og þá einkum með tilliti til yfirlýsingar Trinhs utanríkisráðherra Norð- ur-Víetnams fyrir skömmu. Ferð Phourissaris utanríkis- ráðherra til Hanoi var senni- lega farinn með tilliti til þess möguleika, að styrjöldin í Víet nam kunni að breiðast út til Kambodiu. Herforingjar Banda- ríkjanna í Víetnam vilja þá sam þykki stjórnvalda Kambodiu fyrir því að fá að elta herlið kommúnista, sem hörfa inn yfir landamæri Kambodiu og nota landsvæði þess sem griðaskjól, þegar Bandaríkjamenn sækja á eftir því. Sihanouk fursti, þjóð- höfðingi Kambodiu, hefur neitað Bandaríkjamönnum ákveðið um heimild til þess. 13 farast í eldsvoða New York, 9. jan. AP-NTB NÍU börn og fjórir fullorðnir fórust í miklum eldsvoða í dag. Fjölmargar íbúðir voru áfastar verksmiðjubyggingunni. Lögregluyfirvöld óttast, að enn fleiri kunni að hafa farizt í brun anum, eða lokazt inni í íbúðum sínum af völdum hans. Var unn- ið að björgunarstörfum í allan dag. Um 30 manns særðust í elds- voðanum og milli 90—100 manns misstu heimili sín og eru nú á götunni í 18 stiga frosti. Upplýst er, að allir þeir sem létuzt í brun- anum eru innflytjendur frá Puerto Rico. Fiskimjöl til manneldis Bergen, 9. janúar. NTB. HINNI efnafræðilegu og tækni- legu rannsóknarstofnun fiski- deildarinnar hér hefur tekizt að framleiða hvítt bragðlaust og lyktarlaust síldarmjöl, að þYí er verkfræðingurinn Lars Aure skýrir frá í blaðinu „Fiskaren". Tilraunum þessum verður hald- ið áfram og ef það tekst að fram leiða þetta nýja mjöl nógu ódýrt, verður unnt að nota það til manneldis. Þegar árið 1959 tökst þessari sömu stofnun að framleiða bragð- og lyktarlaust síldar- mjöl svipaðrar tegundar, og búið var til hið bezta sætabrauð, þar sem 10% af því efni, sem látið var í brauðið, var þe>tta síldar- mjöl. Hins vegar varð eftir líti’J hluti af upplausnarefninu í mjölinu. Það hafði hins vegar raunar ekki neina þýðingu, en var samt ek'ki heimilað í mat- væli handa mönnum. Við hinar nýju tilraunir er notað upplausnarefni, sem leyfi- legt er að sé lítið magn af í mat- vælum. — Hjartaflutningur Framhald af bls. 1. Washkansky á sínum tíma, og hafi ágæta matarlyst. Þá var upplýst í dag, að þriggja mánaða gamlir Síams- tviburar hefðu verið skildir að í sjúkrahúsi í Jóhannesarborg á laugardag. Hér var um tvö stúlkubörn að ræða, sem voru föst saman á höfði. Segja lækn- ar, að tvíburarnir hafi ekki skaðast á heila við aðgerðina og séu þeir við hina beztu heilsu. Síðustu fregnir frá New York herma, að nafn hjarta- sjúklingsins á Maimonides- sjúkrahúsinu sé Louis Bloek. Hann er 58 ára gamall, fyrrv. slökkviliðsmaður. Ekki var þes getið hvernig sjálf að- gerðin hefði gengið. - HRYÐJUVERK Framhald af bls. 1. landamærum Kambódíu, en Viet Cong skæruliðarnir brenndu þetta þorp til grunna og þyrmdu hvorki konum né börnum. Hersveitir Bandaríkjamanna, sem höfðu bækistöðvar skammt frá Tan Uyen, komu þegar á vettvang, er uppvist varð um árásirnar á laugardagsmorgun. Háðu Bandaríkjamenn harðvít- uga baráttu vfð skæruliðana og höfðu fellt 58 þeirra, er þeir loks hörfuðu undan. Sex Bandaríkja- menn féllu í þessum bardögum og fjölmargir særðust. Árásir Viet Cong skæruliðanna á smáþorp í S-Vietnam virðast vandlega undirbúnar og tilgang- ur þeirra sá einn, að fremja hermdarverk á Vietnömum, sem eru á verndarsvæði Bandaríkja- manna. Djakarta, 9. jan — NTB UPPLÝST var í Djakarta í dag, að indónesískir her- flokkar ættu í vök að verj- ast gegn skáeruliðum af Dyak-ættbálknum í frum- skógum V-Borneó, sem fyr ir fjórum mánuðum hófu útrýmingarherferð á hend- ur Kínverjum, sem búsett- ir eru í vesturhéruðum Borneó. Voru indónesísku hermennirnir sendir til þess að liðsinna Kínverjun um, sem sætt hafa limlest- ingum og hryðjuverkum af hálfu Dyak-ættflokksins, sem stundað hafa mannaát fram á síðustu ár. Kínverjamir í þessum hér- uðum em flestir bændur eða verzlunarmenn. Hafa þeir til skamms tíma stefnt að því, að byggja upp samfélag Kín- verja á Borneó í ógreiðfærum og lítt könnuðum frumskógum vesturhluta eyjarinnar. Voru þeir sannfærðir um, að kín- verskir hermenn mundu veita þeim liðsinni, ef á þá yr*ði ráð izt af óvinveittum ættflokk- um í héraðinu. Hinn 23. októ- ber réðust skæruliðar af - HANDTEKINN Framlhald af bls. 1. síðan lagður inn á geðveikra- hæli til rannsóknar. Lítið fór honum fram í geðveikrahæl- inu því hann hélt áfram að gagnrýna ritskoðunina eftir áð hann var látinn laus. í bréfi sínu til réttarforset- ans, sem Grigorjenko afhenti blaðamönnum, mótmælti hann því, að réttarhöldin skyldu vera látin fara fram fyrir lukt um dyrum. Ekkert hefur fregnast af sjálfum réttarhöldunum, utan óglöggar upplýsingar þess efn is, að Dobrövolski, rithöfund- urinn Galanskov og Vera Lash kova hefðu játað. Ekki fylgdi sögunni hvað þau hefðu ját- að. Talið er víst, að hinir tveir fyrstnefndu auk rithöf- undarins Ginsburg séu ákærð ir fyrir að hafa starfað með samtökum Rússa erlendis, sem nefna sig NTS. og hafa það að markmiöi að steypa Sovéf- stjóminni. Sovézk blöð hafa ekki minnst einu orði á réttarhöld- in yfir fjórmenningunum, en Izvestia, málgagn Sovétstjórn- arinnar, birti í dag langa grein um starfsemi NTS. Einu upplýsingarnar, sem erlendir fréttamenn fyrir ut- an dómshúsið í Moskvu fengu um réttarhöldin í dag, komu frá miðaldra rússneskri konu, sem sagðist vera bókasafns- stjóri og kvað sig hafa verið viðstadda réttarhöldin. Sagði hún fréttamönnum, að Galan- skov hefði fáránlegustu brögð í frammi til að bera á móti sakargiftum sínum. Konan sagði, að augljóst væri a'ð Ginsburg væri forsprakki hópsins. Gerði daman það heyrum kunnugt á þrepunum fyrir framan dómshúsið, að auðsætt væri, að Galanskov væri geðbilaður. Um hina sak borningana vildi hún hins veg ar ekki ræða. Dyak-ættflokknum á þorp Kínverjanna, óðir af heift, vegna þess, að uppvíst varð, að Kínverjarnir höfðu myrt menn úr ættflokknum, sem þeir höfðu tekið höndum. Skæruliðarnir myrtu og lim- lestu Kínverjana þúsundum saman og kveiktu í heimilum þeirra. Er nú talið, að öll þorp Kínverja á þessu svæði, sem máli skipta, séu í rústum. Dyak-skæruliðarnir beita fyr ir sig blástursrörum meö eitr- uðum örvum og eiga allskost- ar við Kínverjana, sem skort- ir bæði skotfæri og vistir. Skæruliðarnir telja um 2700 manns og hefur þeim orðið ótrúlega vel ágengt í barátt- unni við indónesísku hermenn ina, sem hafa yfir að ráða sprengjuvörpum, sjálfvirkum rifflum og vélbyssum. Dyak-skæruliðamir beita m.a. fyrir sig í baráttunni stúlkum af ættflokki sínum. Hafa indó nesískir hérmenn verið myrt- ir í hundraðatali, er naktar stúlkur loftkuðu þá í gildrur skæruliðanna. Yfirmaður indónesísku herj anna á Borneó, Witono majór, segir, að hann búizt vfð, að her sínum takizt að stöðva blóðsúthellingar Dyak-ætt- flokksins innan eins árs. Réttarrannsókn ólokið i Bjargsmálinu MBL. HAFÐI í gær samband við Einar Ingimundarson sýslumann í Hafnarfirði og sagði hann, að réttarrannsókn í Bjargsmálinu svonefnda stæði yfir- en saksókn- ari ríkisins hafði nýlega falið embættmu að hafa þá rannsókn með h/öndum. Vildi hann ekkert frekar um málið segja á þessu stigi. - SKÁKMÓT Framihald af bls, 28. þekkzt þetta boð munnlega. Larsen ætlaði að taka þátt í þessu móti, ef hann yrði ekki bundinn í öðru móti á sama tíma, en nú 'hefur komið upp úr kaf- inu að svo verður, og hefur T.R. því leitað til austur-þýzka stúr- meistarans Uhlmanns. Þá hefur rússneska og bandaríska skák- sambandinu verið sent bréf og þess verið farið á leit, að þau sendi hingað tvo menn hvort. Bæði skáksamböndin hafa tekið vel í þetta, og hefur Taflfélagið tilgreint Botvinik og Keres, sem æskilega menn af hálfu Rússa, og Bobby Fischer af hálfu Banda ríkjamanna. Endanleg svör hafa ekki borizt enn. Mótið mun fara fram hinn 29. maí, og verða keppendur 14 tals- ins. Ingi R. Helgason og Friðrik Ólafsson eru báðir sjálfkjörnir á þetta mót, og Guðmiundur Sig- urjónsson hefur þegar tryggt sér rétt til þess að keppa á því, þar sem hann sigraði á Haustmóti Taflfélagsins. Þá mun það skera úr, hvaða skákmenn aðrir keppa á mótinu, hverjir fara með sigur af hólmi á Skákmóti Reykjavik- ur, sem hefst 14. janúar, og enn- frem-ur fær fyrsti maðuir á Skák- þingi íslands rétt til þáitttöku. Þá munu annar og þriðji maður á innlendu mótunum þrernur heyja einvígi innbyrðis, og fá þrír efstu menn rétt til að keppa á þessu móti. Strokuhermenn f á dvalarleyfi í Svíþjóð Viðræðui utanrikisrúðh. Kum- bódiu við stjórnina í N-Vietnam — Verður Chester Bowles skýrf trá möguleikum á friði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.