Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 28
AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Asíuinflúensan komin til landsins? EKKI er loku fyrir það skotiff aff vart hafi orðið við einhver tilfelli af Asiu-inflúensu hér í bænum, en læknar treysta sér samt ekki til aff fullyrða neitt um þaff enn fyrr en ræktun á vírusnum hefur fariff fram. Að því er Bragi Ólafsson, aðstoðarborgarlæknir, tjáði Mbl. í gær, færist það nú í vöxt, að starfshópar komi í Heilsuverndarstöðina til bólu- setningar. Eru það þá sérstak- lega þeir, sem starfa við mót- töku á útlendingum, sem til landsins komia, svo sem stafs- menn útlendingaeftirlitsins, tollgæzlumenn, og ennfremur mun logreglan hafa látið bólu setja eitthvað af starfsmönn- um sínum. Islenzkur ránsmaður handtekinn í Khöfn — Talið að samverkamaður hans hafi komizf undan til íslands Starfsfólkiff aff koma sölufatnaði fyrir áffur en hitaveituútsal an hefst. Kaupmannahöfn, 9. janúar. Einkaskeyti til Mbl. frá Rítzau. Kaupmannahafnarlögreglan hand tók í dag 30 ára gamlan íslend- ing, sem grunaður er um hlut- deild í sex þjófnuðum og til- raunum til þjófnaffa í síffustu viku. Annar íslendingur, jafn- aldri hans, sem fór nýlega frá Kaupmannahöfn til tslands, er grunaffur um aff vera hófuðpaur- inn í þessum ránum. Lögreglan í Kaupmannahöfn komst á spor mannanna tveggja, er blaðaljósmyndara, sem menn- irnir rændu, tókst að ná ljós- mynd af öðrum þeirra. Telur lög- reglan, að það sé sá, sem fór til íslands. Þá telur Kaupmanna- hafnarlögreglan víst, að þessi maður hafi, daginn áður en blaðaljósmyndaranum var ógn- Vík í Mýrdal 9. janúar. UNDANFARIÐ hefur veðiurfar verið stirt, bæði kalt og snjóa- samt, en brá til hl'áku í gær og hefur verið ágætisveður í dag og þurrt. Allir vegir lokuðust um helg- ina, en hafa nú opnazt á ný. — Sigþór. að, keypt langskeytta loftbyssu, sem hann notaði við ránið. Síðasta ránið frömdu þeir fé- lagar 6. janúar, en daginn eftir hélt annar þeirra til fslands. Það mesta, sem mennirnir tveir höfðu upp úr krafsinu á ránsferðum sníum voru kr. 4.200 isl. í flestum ránsferðunum báru þeir ekkert úr býtum. Kaupmannahafnarlögreglan hef ur ekki gefið upp nöfnin á þess- um mönnum. Ovíst hvort fiskverðið kemur í dag MBL HAFÐI í gær samband viff Jónas Haralz, sem er for- maður yfirnefndar Verðlags- ráffs sjávarútvegsins, og sagffi hann, að ekkert samkomu hefði enn náðst um fiskverffiff. en nefndin hefffi fengið frest til 10. janúar til verffákvörff- unarinnar. Ómögulegt væri um þaff aff segja á þessu stigi, hvort fiskverffiff yrffi ákveðið í dag, miffvikudag. ,Hitaveituútsala' hjá „Vogue" — Stórtjón í verzlun fyrirtœkisins MIKLAR SKEMMDIR urffu í verzluninni Vogue aff Laugavegi 11 í gærmorgun, þegar hitaveitu rör sprakk og gufustrókur og vatn sprautaffist yfir vefnaffar- vöru í hillum. Tjóniff er taliff nema hundruðum þúsunda og eru eigendurnir helzt að hugsa um að hafa „hitaveituútsölu" á Tveir erlendir stórmeistarar hafa tilkynnt þátttöku á alþjððamótið. — Meðal annars reynt að fá Uhlmann, Botvinnik, Keres og Fischer til keppni í VOR verffur haldiff í Reykja- vík alþjóðlegt skákmót, og er allt útlit fyrir aff það verði mjög sterkt, íiamkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaffið aflaði sér hjá Hólmsteini Steingrímssyni, for- manni Taflfélags Reykjavíkur, en þaff mun hafa umsjón með mótinu. T.R. Leitaði til rúmenska skák- meistarans Gheorghiu, sem er fyrrverandi heimsmeistari ungl- inga í skák, og hefur hann þekkzt boðið. Jafnfraimt hefur ungverski stórmeistarinn Sabo Framhald á bls. 27. þeim efnum sem urffu fyrir skemmdum. Jón Einarsson, sagði Morgun- blaðinu, að í frosthörkunum um daginn hefði frosið í leiðslum og ofnar eyðilagst. Viðgerðar- menn töldu sig vera búna að komast fyrir það sem frosið hafði á mánudag, en þegar þrýst- ingur á hitakerfinu jókst í gær- morgun sprakk ein leiðslan með fyrrgreindum afleiðingum. Jón taldi hitaveituna vera ábyrga fyr ir þessu tjóni, hún hefði áður bætt tjón í svipuðum tilfellum. IJtför Jóns IUagnússonar í GÆR fór fram ú/tför Jóns Magnússonar, fréttastjóra Ríkis- útvarpsins, en hann lézt 2. þessa mánaðar. Utförin var m.jög fjöl- menn, kirkjan þéttsetin ættingj- um og vinum hins látna. Útfararræðuna flutti ,sr. Björn O. Björnsson, en söng annaðist Guðmundur Jónsson, ásamt kirkjukór. Umferðarskóli fyrir skólaskyldualdri börn undir — IJppbygging ákveðins um- ferðarfræðslukerfis hafin UMFERÐARSKÓLI fyrir börn undir skólsky ldualdri hefur göngu sána n.k. fimmtudag. Hér er um nýjan þátt aff ræffa í um- ferffarfræffslu á íslandi, en affilar aff rekstri hans eru: Umferffar- nefnd Reykjavíkur, lögreglan í Reykjavík, í samvinnu við Barna vinafélagiff Sumargjöf höfðu for- göngu um stofnun skólans, Kópavogskaupstaður, Hafnar- fjarðarkaupstaður, Garðahrepp- ur, Seltjamarneshreppur og Moefellsflireppur. Fræffslu- og upplýsingaskrifstofa umferðar- nefndar mun sjá um rekstur skólans, sem er bréfaskóli og er öllum börnum heimil þátttaka, foreldrum þeirra aff kostnaðar- lausu. Þá mun fræffslu- og upplýs- ingaskrifstofa umferðamefndar vinna að framkvæmd almennrar umferðarfræffsluáætlunar, sem hefst 20. janúar n.k. og stendur til 15. marz. Skýrslur lögreglunnar sýna þá alvarlegu staðreynd, að meiri- hluti þeirra barna, sem slasast í umferðinni, er innan við skóla- Merki umferðarskólana „Ungir vegfarendur". skyldualdur, eða sex ára og yngri. S.l. ár slösuðust í umferð- inni í Reykjavík 59 börn, þar af voru 36 þeirra 6 ára og yngri. Til að reyna að draga úr þess- um slysum, hefur nú verið stofn- aður umferðarskólinn „Ungir Framhald á bls. 20 Kaupfélagið á Hellis- sandi hættir Hellissandi, 9. janúar. SÁ furðulegi atburður gerðist hér um áramótin, að kauptfélagið hér á staðnum lokaði verzlun sinni og hætti störfum. Kaupfé- lag Hellissands var stofnað 1932. og hefur rekið verzlun hér undir því nafni. þar til fyrir tveimur árum, að það var sameinað Kaup félaginu Dagsbrún í Ólafsvík, og rekið síðan undir natfninu Kaup- félag Snætfellinga. Hefur Kaup- félagið verið eina verzlunin á staðnum s.l. tvö ár. Þegar það fór að kvisast út í desemeber s.l. að kauptfélagið ætlaði að loka verzlnu sinni, lögðu fæstir á það trúnað. Mönn- um þótti ósennilegt. að verzlun fólksins hætti svona fyrirvara- laust eftir 35 ára starfsemi. Um miðjan desember s.l. opn- aði Emil Magnússon í Grundar- firði matvöruverzlun hér, og hef- ur hún firrt algjörum vandræð- því að eftir áramótin voru menn búnir með þær birgðir, sem þeir viðuðu að sér fyrir jólin. Hvort lokun kauptfélagsins sé í nokkru samibandi við þessa verzlun Em- ils Magnússonar skal ósagt látið, en hitt skal fullyrt. að lokun kaupfélagsins hefur vakið gremju hjó þeim sem hafa álitið kauptfélögin allra meina bót fyrir verzlunarhætti landsmanna. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.