Morgunblaðið - 18.07.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 18.07.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 196« 3 Hefnir fyrir missi þorsks- ins með því að veiða ísl. lax Brezki sendiherrann Sir Andrew Cilchrist á íslandi Sir Andrew Gilchrist veiðir lax i Laxá í Ásum. STR Andrew Gilchrist, hinn líflegi sendiherra Breta, sem , hér var m.a. í „þorskastríð- inu“, er á íslandi, þar sem hann hefur veitt lax og hitt gamla vini. Sir Andrew er litrík persóna, sem hvarvetna hefur vakið athygli, þar sem hann hefur verið og sagðar eru af honum sögur. Ein er sú, -að hann hafi setið og leik- ið Chopin á píanó meðan grjótkcistið kom inn um gluggana í sendiráðsbústaðn- um við Laufásveg hinn 3. sept. 1968. Önnur að þegar ástandið var verst í Indó- nesíu meðan hann var þar sendiherra, og búið að kveikja í sendiráði hans, skemma bílinn og reyna að skjóta á hann sjálfan, þá hafi hann farið út með sekkjapípu og labbað í kringum eyði- lagða bygginguna með sekkja pípuleik. Sé hann spurður um þetta, brosir hann bara prakkara- lega og segir, að það standi svo margt í blöðunum. Hann vilji ekkert um þetta tala. Það skynsamlegasta, sem eft- ir sér hafi verið haft í blöð- um, séu ummæli er hann við- hafði á flugvellinum í London einu sinni. Hann sagði: „Diplómat getur ekki verið búinn verri eiginleikum en þeim, að muna lengi ill- deilur“. Og er hann var spurð ur um það, hvað hann hefði nú eiginlega verið að leika undir grjótkastinu á sendi- ráðið í Reykjavík á sínum tíma, kvaðst hann hafa haft í heimsókn hjá sér 3 frétta- menn, einn frá BBC, annan frá Reuter og þann þriðja frá AP. Sá fyrsti sagði, að hann hefði verið að leika verk eft- ir Chopin, annar að það hefði verið Bach og sá þriðji lét sér nægja að segja að hann hefðí leikið á píanó. En sann- leikurinn væri sá, að hann hefði spilað Kvartett Bocche- rinis. En svo kíminn var hann er hann sagði þetta, að iik- lega er sagan sönn, sem segir að hann hafi leikið á grammó fón. Fréttamenn hittu Sir And- rew að máli í gær og var hann að venju glaður og hress, hafði ekkert breytzt frá því hann fór héðan nema að skeggið hafði gránað. Hann var spurður hvenær hann hefði farið héðan og hvað hefði á daga hans drif- ið síðan. Hann kvaðst hafa farið 1959, um haustið, „eft- ir að rjúpnaveiði lauk“. Þá var hann sendur til Chicago, þar sem allir gangsterarnir eru, en komst vel af við þá. Og hann sagði frá manni, sem hafði verið staddur nálægt brezka sendiráðinu þar, þeg- ar einhverjir voru að skiptast á skotum, og fann kúlu í peningaveskinu í brjóstvasa sínum, er hann kom heim. Frá Chicago fór Sir Andrew Gilchrist til Indónesíu 1961 sem sendiherra Breta, einmitt þegar óeirðir voru þar mest- ar. Um það sagði hann að- eins: — Já, fólk verður öðru hverju æst. Það gengur svo í 1 heiminum. Ajnnars var þetta voðalegt blóðbað. Haustið 1965 voru V\—% millj. manna drepnir þarna og enginn lét sig það neinu varða. Nú er mikið talað um Vietnam, Bi- afra o.s.frv. Þá gerði enginn neittt, engin mótmæli heyrð- ust og enginn söfnun var til hjálpar. Eftir að Gilchrist fór frá Indónesíu var hann í London um hríð, fékkst við Rhodesíu mál,' rétt svo að hann hefði einhver Vandamál við að. stríða, sagði hann. Þá fór hann til Dublin og er nú sendiherra þar. — Þar er allt með friði og spekt, sagði hann. Ég held, að .menn séu almennt ú það sáttir nú, að leysa málin friðsamlega og fara sér að engu óðslega. Þess vegna hefur sendiherra á ír- landi nægan tíma til að veiða lax bætti hann við. En í þess- um dásamlegu veiðiám á ír- landi gerist nú sá harmleikur, að sýki er að eyðileggja lax- inn. Sú sýki er komin til Eng- lands og Skotlands. Þess vegna flýtti ég mér að koma og veiða hér, meðan maður getur fengið ferskan og heil- brigðan fisk, bætti harnn við. En að slepptu' öllu gamni, þá held ég reyndar ekki að hætta sé á að þessi veiki ber- izt í árnar hér. Bæði eru þær svo langt í burtu' frá sýktu svæðunum, og svo berst smit- ið aðeins milli fiska þegar þeir koma inn í ferskt vatn til að leita uppi árnar sínar og hitta þar vini sína úr öðr- um ám. — Ég hefi veitt lax í ám á írlandi, Skotlandi, í Ameríku og á Nýja Sjálandi, en ís- lenzku árnar eru beztar, sagði Sir Andrew Gilchrist. Hann kvaðst núna hafa veitt í Laxá í Ásum og í Straumum í Hvítá. Saman fengu félag- arnir á tvæi' stengur 29 laxa og 3 sjóbirtinga. — Ég fékk meirihlutann, en ekki stærstu fiskana, sagði hann. Og hann sýndi okkur ljóð, sem hann hafði gert í fyrradag um komu sína til íslands nú, og bætti því við, að hann væri hættur að reyna að yrkja að hætti fornkappanna. Leyfum við okkur að birta ljóðið á ensku: THE VETERAN’S RETURN A prayer, please, for Iceland’s foe, His beard is white, his step is slow; His mind is weak, his v memory dim — Three, six and twelve are one to him. Such strife-provoking fisih as cod He leáves to Icelanders, and God... But still it is his dearest wish To rob poor Iceland of her fish; See him in Straumar take ^ ^ ^ ^ (Ljósm. Björn Bergman) his stand A salmon rod to power his hand, Determined thus to venge the day That Englands’s fleet was chased away. Þar sem Sir Andrew Gil- christ segist í ljóðinu láta ís- lendinga og guð um þann frið arspillir sem þorskurinn sé, en sjálfur snúi hann sér að laxinum, var tal um þorska- stríðið eiginlega þarmeð af- greitt. Þó varð það enn ti'l- efni einnar gamansögu. Ein- hverju sinni var þessi fyrrver andi sendiherra Breta á fs- landi í kokteilboði í París. Hitti hann þar íslending, sem hafði verið mikill ákafamað- ur í sambandi við landhelg- kdeiluna. Þegar sendilherr- ann var að fara, vék íslend- ingurinn sér að honum og sagði: — Réttið mér hendina, mr. Gi'lchrist. Þér eruð ekki lengur óvinur ís'lands. Þér skipið sæti í íslenzkri sögu! Sir Andrew Gilchrist sagði, að þetta væri í fyrsta skiptið síðan hann var hér sendi- herra að hann hefur getað komið og hitt vini sína á ís- landi og kynnzt því hve mik- Framhald á tols. 20 —^------------------------- STAKSTEIMR Grunnhyggni Ritstjóri kommúnistamálgagns ins, sem dvaldist hjá Ho Chi Minh í Hanoi og Mao, fo.-manni, í Peking lengst af meðan kosn- ingabaráttan fyrir forsetakosn- ingarnar hér á Iandi fór fram, en ritar nú um hana og úrslit kosninganna eins og sá, sem vit- ið hefur og allt þykist vita, legg ur í gær blessun sína yfir ílota- æfingar Varsjárbandalagsins um hverfis ísland. Segir hann m.a. að það sé dæmi um ofstæki rit- stjóra Morgunblaðsins að skýra frá þessum æfingum, enda séu þeir „ofstækisfullir menn sem trúi „naumast þessum áróðri“. Þá segir ritstjórinn, að það sé „mikil firra þegar Morgunblaðið reynir að halda því fram, að þvílíkt vopnaglamur sé vottur um viðhorf manna og broun á okkar tímum“. Þar sem „hern- aðarbandalögin bæði hafa vcrið að gliðna í sundur". Ritstjóri kommúnistamá gagns ins forðast að skýra ástæðurnar fyrir flotaæfingum Varsjárband lagsins eða velta því fyrir sér hvaða tilgangi þær þjóni, ef upp lausn bandalagsins er á næsta leiti. Væri það þó verðugt verk- efni fyrir hinn alvitra ritstjóra, einkum þar sem þetta er í fyrsta skipti á þrettán ára starfsferii Varsjárbandalagsins, sem það cfn ir til slikra æfinga. Er fremur grunnhyggið að telja það upp- lausnarmerki hinna stríðsglöðu forystumanna í Sovétríkjunum, Póllandi og Austur-Þýzkaiandi, sem einmitt leggja nú hart að bandamönnum sínum í austri að efla styrk Varsjárbandalagsins og hopa hvergi undan því sam- einingartákni kommúnismans. Sundahöfn. f fyrradag var fyrsti áfangi Sundahafnar tekin í notkun og fyrsta skipið, sem losar farm í nýju höfninni lagðist þar að bryggju. Fyrsti áfangi Sunda- hafnar var boðinn út í febjúar 1966 og var verkinu lokið svo til á tilsettum tíma, en nokkrar óviðráðanlegar tafir urðu á frara kvæmdum. Hin nýja höfn er fyrsti áfangi framtíðarhafnar fyr ir Reykjavík og landið allt, sem smátt og smátt mun verða byggð í sundunum. Höfnin í Reykjavík hefur nm margra áratuga skeið ekki að- eins verið lífæð Reykjavíkur, heldur sú höfn, sem mikill meiri hluti allra flutninga til lands'ns hafa farð um. Þótt mklar end- urbætur hafi verið gerðar á hefur þó lengi verið ljóst að nauðsynlegt yrði að bæta hatn araðstöðu í höfuðborginni, m.a. til þess að koma við greiðari flutningum á farmi úr skipura I vörugeymslur. Mikill aukakostn aður hefur verið samfara því að flytja vörurnar langa leið frá skipi og í vörugeymslur, eins og orðið hefur að gera við gömlu höfnina og þess vegna mun hin nýja aðstaða við Sundahöfn auka mjög hagkvæmni og draga úr kostnaði að þessu leyti, þegar stundir líða fram. Það er því fyllst ástæða til þess \S óska höfuðborginni — og raunar land* mönnum öllum til hamingju með hina nýju höfn. Vafataust mun hún verða öllu athafnahfl í landinu til mikils styrktar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.