Morgunblaðið - 18.07.1968, Page 17

Morgunblaðið - 18.07.1968, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 17 Merk sænsk mennta- kona í heimsókn hér Bryndís Víglundsdóttir, kennari, Hr. Waterhouse, frá Perkins Institute for the Blind, og Brand- ur Jónsson, forstöðumaður Heyr nleysingjaskólans í Reykjavík. Forstöðumaður Perkins-stofnun- arinnar fyrir blinda í h eimsókn Forstöðumaður Heyrnleys- ingjaskólans, Brandur Jónsson, boðaði í gær blaðamenn til fund ar, og var tilefnið það, að kynna herra Waterhouse, forstöðun’.ann The Perkins School for the Blind í Washington, D.C. Skóli þessi var stofnaður árið 1837, og hefur útskrifað mikinn fjölda nemenda, en meðal þeirra var Helen Keller. Hefur m.a. einn kennara Heyrnleysingja- skólans dvalið við nám í þess- ari stofnun, Bryndís Víglunds- dóttir. Hr. Waterhouse sagði meðal annars, að þeir hefðu sérstakan áhuga á velferð þeirra barna, sem skaddazt hefðu af því að mæðurnar hefðu fengið rauða hunda um meðgöngutímann. Hann sagði að það væri mikl- um mun erfiðara að mæla greind arvísitölu þessarra barna, en annarra barna, sem til dæmis væru mállaus, heyrnarlaus, eða blind, og kæmi þetta til af því, að oftlega hefðu orðið alvarleg- ar heilaskemmdir á fóstrinu auk sjón, heyrnar- og máltaps. Hann sagði, að þessum börn- um færi yfirleitt lítið fram, kvaðst meðal annars hafa haft litla íslenzka stúlku hjá sér, en lítið hafa getað hjálpað henni. Talsvert margar tilraunir hefðu verið gerðar með það, að setja heyrnarskert börn, eða öðruvísi tálmuð í skóla með al- heilbrigðum börnum, til dæmis hefðu af 300 barna hóp verið tekin 170 börn í tilraunaskyni, og hefðu þau öll dregizt aftur úr, að því er þroska áhrærði. Væri hægt, að geta sér til um það, að meðal orsaka kynnu að vera þær staðreyndir, að börn- in réðu ekki við félagslegan sam anburð, og kenndu því einmana leika um of, og sömuleiðis þess, að þeim kynni að vera sýnd of- gæði, eða þá öfugt, að þau yrðu hreinlega út undan hjá félögun- um! Færri dæmi væru um góðan ár angur af þessum tilraunum, en vænzt hefði verið í upphafi. Nú sagði hr. Waterhouse, að sumir foreldrar blindra barna, eða öðrufvísi tálmaðra, færu bein línis fram á það, að börn þeirra gengju í almenna skóla, og væru þá oft vandkvæði á því að ú.t- vega bókmenntir handa þeim á blindraletri, eða önnur nauðsyn leg hjálpartæki. Oftast sagði hann þó,' að ráðg- ast væji um við sálfræðinga skól anna, ef senda ætti börn í al- menna skóla, þar sem þeim væri íremur kunnugt um hæfni og þroska viðkomandi barna, en öðr um. Hann sagði einnig, að verið væri að byggja upp almennt varnarkerfi í sérskólum, til stuðning þessu tálmaða fólki í framtíðinni, er út í lífsbaráttuna stuðnings þessu tálmaða fólki í almennu skólakerfi. Sagði hann þetta ekki vera kenningu, held- ur hefði reynslan sýnt, að þetta væri algjör nauðsyn. Hvorki foreldrar né nein kerfi gætu markað viðhorf annarra til blindra. Gagnvart heyrnardauf- um mætti bæta úr með kaupum á heyrnartækjum, en yfirleitt yrðu þau börn, sem annaðhvort væru blind eða heyrnarlaus ein maná eða út undan í leik og starfi. Sagðist hann hvetja til samstarfs milli heilbrigðra og tálmaðra, svo lengi, sem bilið væri ekki óbrúanlega breitt. Kennari var þarna staddur, Hallgrímur að nafni, sem hefur veitt heyrnskertum börnum til- sögn, og sömuleiðis vangefnum. Sagði hann, að vandamál okkar lægju í því, að lið það, er við ættum á að skipa til tilsagnar þess konar nemendum, væri svo fámennt. Börnin væru bæði mis- greind, og heyrnardeyfð þeirra á svo mismunandi stigum, að rangt væri að flokka þau í sama hóp. Heyrnardauf börn ættu erf- iðara með að tjá sig, en blind börn, eins og gefur að skilja, og því Væri tilsögn þeirra tímafrek- ari, en fólk gerði sér grein fyr- ir. Perkins stofn-unin er heima- vistarstofnun fyrir nemendur frá fimm ára aldri fram að 18 ára aldri, eða fram að þeim tima, er nemendur byrja háskólanám. Sagði hr. Waterhouse, að fyrir hverja tvo nemendur, sem skadd azt hefðu vagna rauðra hunda, þyrfti aðeins eina fóstru eða eft- irlitsmanneskj u, og einn kennara. Annars væru fimm til sex nem- endur í hverjum hóp eða bekk. Kröfur þær, er gerðar eru til kennara þeirra, er kenna við skóla fyrir tálmuð börn, er að þeir hafi lokið BA prófi, og ein- hverjum aukagreinum, er lytu að tilsögn tálmaðs fólks. Þá senda ríkið og skólarnir fé- lagsráðgjafa heim á heimili tálm- áðra barna og sömuleiðis í skól- ana til þess að skapa samband og skilning. Framtíðaráætlunin er, að sögn hr. Waterhouse, að halda áfram að mennta kennarana og fjölga þeim, og sömuleiðis að fá fyrir- lestrarkennara til tilbre/tingor og til að víkka sjóndeildarhring- Treg sildveiði í fyrrinótt AÐEINS var vitað um að tvö skip hefðu fengið afla á síldar- miðunum í fyrrinótt og gærdag. Voru það Öm með 100 tonn og Þórður Jónsson með 190 tonn. f gærmorgun köstuðu þrjú skip, og fékk eitt lítilsháttar afla, en sildin stóð djúpt og var erfið viðureignar. Ekkert fréttist um afla skipanna síðari hluta í gær. Haförninn ög Síldin hafa bæði fengið fuillfermi og eru nú á Leið til lands með síld til bræðslu, og byrjað er að landa í noráka sMdarflutningaskipið. MERK sænsk menntakona, frú Karna Asker Ericson, sem var skólastýra Slöjdföreningens Skola, síðar Konst Industriskola í Gautaborg í 37 ár, er stödd hér á landi. Er hún ekkja Sigfrid Ericson, sem var við sömu stofnun, var hann einnig arki- tekt að mennt, og hefur reist margar merkar kirkjur og fieiri byggingar í Gautaborg og víð- ar. Þau hjónin hafa skrifað bók, sem nefnist Textil Mönster Komposition og sömuleiðis rit- aði hr. Ericson hundrað ára sögu skólans 1948, sem nú hefur verið gerður að ríkisstofnun. Þetta er fjögurra ára sköli og verða nemendur að hafa náð 18 ára aldri, er þeir innritast og hafa undirstöðuþekkingu í þeim listgreinum, er þeir hyggjast leggja stund á næstu fjögur ár- in. Skóladagurinn er venjulega 8 stundir, og er margt kennt þar fleira en list, því að þótt fólk vilji leggja stund á batik, kera- mik, vefnað, innanhússarkitekt- úr, myndhögg, grafik eða þvíum líkt, þá verða þeir að læra hin- ar hagnýtu hliðar er að námina snúa um leið, svo sem bókfærslu, hagfræði og þess háttar til þess að geta, er fram líða stundir, gert algerlega fullkomnar áætl- anir um allan kostnað er lýtur að verkefnum er þeir kunna að taka að sér. Hefur stofnunin fengið sér iil aðstoðar sérfræðinga frá ýmsum löndum, er sérhæfðir eru í list- greinum hvers lands um sig, eins og til dæmis Hr. Signorini frá Ravenna, sem er sérfróður um mósaikgerð, einkennandi fyrir Ravenna, Hr. Stálhane, sérfróð- an í postulínsgerð og svo mætti lengi telja. Sjúkraþjálfarar sóttu lengi tíma í þessum skóla og nemend- ur skólans fá inni í Listasafni Gautaborgar á vori hverju með sýningar á listmunum sínum. (Hr. Ericson teiknaði sjálfur listasafnið). Nemendur frá skóla þessum eru mjög eftirsóttir að námi loknu, bæði í heimalandi s:nu og erlendis. Á ári hverju eru farnar kynn- isferðir á vegum skólans, t.il að gefa nemendum tækifæri á því að auðga ímyndunarafl sitt og hefur þetta gefið góða raun. Frú Ericson hefur verið á ferðalagi um ísland undanfarið, og hefur mjög hrifizt af íslenzkri náttúrufegurð og móttökum. Hún var stödd á heimili eins fyrrverandi nemanda síns í gær, frú Sigrúnar Jónsdóttur, eiganda fyrirtækisins Kirkjumunir, og manns hennar, Ragnars Emils- sonar, arkitekts. Lét frú Ericson þau orð falla, að frú Sigrún hefði sannarlega ekki til einskis numið hjá sér í Svíþjóð og væri verðugur fulltrúi þess árangurs og sönnun þess þroska, sem nem endur næðu þar ágætustum. Frú Karna Asker Ericson með bók þeirra hjóna. Myndin er tekin á heimili frú Sigrúnar J ónsdóttur og Ragnars Emilsson- ar aff Háteigsvegi 36. Frá árekstrinum viff Elliffaár. Eins og sjá má, getur talizt mildi skyldi ekki slasast meira en raun bar vitni. (Ljósm. Sv. Þorm.) aff konan, sem ók jeppanum, Árekstur við Elliðaár í GÆRMORGCN varff þaff slys viff Elliffaárnar, aff jeppabifreiff var ekiff aftan á vörubifreiff, sem flutti nokkrar flaggstengur á pall inum. Gengu nokkrar stengur inn um framglugga jeppans og blæjur, en kona, sem ók bifreið- inni mun ekki hafa slasazt, aff öðru leyti en því, aff hún hlaut áverka á höfuð. Jeppabifreiðin hafði ekið á eftir vörubifreiðinni austur yfir Elliðaárbrýrnar. Er yfir kom, sta'ðnæmdist vörubifreiðin við gatnamót, er ökumaðurinn ætlaði að beygja til vinstri. Að sögn rannsóknarlögreglunnar virðist konan ekki hafi tekið eftir þessu og ekið aftan á vörubifreiðina. Var konan flutt í Slysavarðstof- una með áverka á höfði, en með fullri meðvitund. - LANDSLEIKUR Framhald af bls. 26 —Ég held aff þetta sé afskap- lega áriffandi leikur fyrir norska liffiff, eftir 1-6 tap fyr- ir Pólverjum og 1-5 tap fyrir Dönum. Af þeim sökum verða þeir áreiffanlega erfiffir viff- fangs. En ef. okkar mönnum tekst mjög vel upp, þá getur þetta fariff vel og kannski okkur i hag. Norðmenn áttu eitthvað erfitt með liðskipun sína, því breyt- ingar á flokknum sem endan- lega vár valið úr voru fram á síðustu stund. Þetta er merki ■um að uppstillingin sé eitthvert vandamál. Á það skal þó bent, að Norð- menn eiga mjög góða einstaka leikmenn. Það höfum við fengið að sjá m.a. í liði Rosenborgar, norsku meistaranna nú, en ein- mitt frá því félagi er annar meg inhluti norska liðsins, m.a. þeif tveir sem mest er lagt upp úr að skori mörk úr snöggum lörag um sendingum, sem hinir mata þá á. Það er því varlegt að ætla aff liðsmenn séu lakir, þó e.t.v. gangi erfiðlega með uppstilling- uan þegar vinsa á úr stór- um hópi. En sem sagt, allt bendir til aff um, skemmtilega viðureign geti verið að ræða og með góðri aff stoð áhorfena má ná laragt í sig urátt. — A.St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.