Morgunblaðið - 18.07.1968, Page 14

Morgunblaðið - 18.07.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrfil Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 t lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johamnessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kx. 7.00 eintakið. SAMIÐ UM SAMBANDSL ÖGIN ¥ dag, 18. júlí, eru 50 ár liðin frá þeim merka atburði í sögu íslands, er samninga- nefndir íslands og Danmerk- ur luku samningum um Dansk-íslenzk sambandslög og undirrituðu sambandslaga sáttmálann ásamt íslenzku ráðherrunum. Sambandslög- in tóku síðan gildi 1. desem- ber, 1918, er Kristján konung ur tíundi hafði staðfest þau, en áður höfðu þau verið sam- þykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu á fsland, á Alþingi og danska Ríkisþinginu. Með sambandslögunum við urkenndu Danir fullveldi fs- lands, og þar með var náð einum merkasta áfanga í sókn þjóðarinnar til fulls frelsis. Enginn efi er á því, að Danir vonuðu, að með sambandslögunum væri feng in frambúðarlausn í sjálf- stæðismálum íslendinga, og ýmsir fslendingar gerðu áreið anlega ráð fyrir hinu sama. Rás atburðanna varð öll önn- ur. Uppsagnarákvæði sam- bandslaganna voru og slík, að fslendingar áttu undir sjálfa sig eina að sækja úrslita- ákvörðun málsins. Sambands lögin voru bein undirstaða og forsenda lýðveldisstofnun- arinnar 1944. Tímabilið frá 1918—1944 var okkur mikill og dýrmæt- ur skóli, þó að hann væri á margan hátt harður. Ekki mun verða með rökum á móti því mælt, að við vorum miklu betur undir það búnir að taka á okkur þær skyldur, sem stofnun lýðveldis fylgja, árið 1944 en við vorum 1918. Framfarirnar næsta aldar- fjórðunginn eftir 1918 urðu örar og miklar, miklu meiri en flesta hafði dreymt um. Fullveldið og þar með Dansk- íslenzki samningurinn um sambandslögin ýttu þar und- ir.. Við fundum kraftinn í sjálfum okkur og efi margra um, að við gætum staðið á eiginn fótum og værum þess megnugir að hafa sjálfir fulla stjórn allra okkar mála, hvarf og sjálfstraust þjóðar- innar óx. Árið 1944 var reynslutíminn liðinn og okk- ur fannst sjálfum, að við hefð um staðizt raunina. Þess vegna var samhugurinn svo mikill við stofnun lýðveldis- ins. Zahle, forsætisráðherra Danmerkur, og Jón Magnús- son, forsætisráðherra íslands, voru upphafsmenn þess, að samningaviðræðurnar, sem leiddu til gerðar sambands- laganna og sambandslagasátt málans, voru teknar upp. Kusu þing íslands og Dan- merkur hvort um sig 4 manna samninganefndir. Þær hófu viðræður sínar í kennara- stofu Háskóla íslands, sem þá var í Alþingishúsinu, hinn 1. júlí 1918. Þrátt fyrir svart- sýni margra í upphafi um möguleika samkomulags, náð ist það hinn 17. júlí. Og dag- inn eftir var samkomulagið undirritað af öllum nefndar- mönnum, en þá hafði Sam- einað Alþingi fjallað um það á lokuðum fundi. Með gerð sambandslagasátt málans og endanlegri stað- festingu konungs á sambands löguhum var einhver mesti sigurinn í sjálfstæðisbaráttu íslendinga unninn, lokaáfang inn hófst, en honum lauk með stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. VATNSVEITA VESTMANNAEYJA ¥nnan skamms hefst lagning vatnsleiðslu frá Vest- mannaeyjum til lands og verður þá senn náð langþráðu marki Vestmannaeyinga, sem hafa um langan aldur búið við algjörlega óviðunandi ástand í vatnsmálum. Þessi framkvæmd er mikið átak fyrir Vestmannaeyinga. Um margra ára skeið hefur verið unnið að athugunum á því í Vestmannaeyjum hvern ig vatnsþörf staðarins yrði leyst á hagkvæmastan hátt. Gerðar hafa verið ítarlegar boranir eftir vatni í Eyjum, en það vatn, sem fengizt hef- ur með slíkum borunum, hef- ur jafnan reynzt salt. Þá hafa víðtækar athuganir verið gerðar á því, hvort unnt mundi að framleiða ferskt vatn úr sjó, en niðurstaðan varð sú að slíkt mundi verða svo dýrt, að sú leið kæmi ekki til greina. Þegar Ijóst var orðið, að fyrrgreindar leiðir voru ekki fyrir hendi samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja tillögu bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að gerð yrði kostnaðaráætlun um lagningu vatnsleiðslu milli lands og Eyja, og á grund- velli þeirrar áætlunar var ákveðið að leita tilboða í slíka leiðslu og var sú sam- þykkt einnig gerð að tilhlut- an bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. A mkiiii vmj U1 ÍAN UR HEIMI „GRÆNU SIPAHUFURNAR" Kvikmynd sem gerist í Vietnam-stríðinu A-P grein ettir Bob Thomas Bráðlega verður fyrsta meiri hátta kvikmyndin um Vietnam-stríðið tilbúin til sýningar, fyrir elju og þrótt kvikmyndaleikarans John Wayne, sem einnig er leik- stjóri myndarinnar. Hann hefur ekki látið á sig fá neina örðugleik, sem honum hafa maett, svo sem strangar öryggisreglur hers- ins, stopult veður Georgíu- ríkis og aðkast ákafra friðar- sinna. Eftir 4,5 milljón doll- ara (256,5 milljón ísl. kr.) til- kostnað og fjögurra mánaða , upptökutíma er kvikmyndin næstum fullgerð. Eftir 13 vikur í Fort Benn- ing í Georgíu kom John Wayne aftur til kvikmynda- vers Warnerbræðra í Holly- wood til að fullgera síðustu atri’ði myndarinnar. Hvers vegna? „Georgía tók sig ágæt lega út í stað Vietnam, þang- að til hausta tók og laufið fór að skipta litum. Maður sér ekki þessa rauðu og gullnu liti í náttúru Vietnam, svo að við ákváðum að ljúka verk- inu í kvikmyndaverinu,“ sagði Wayne. í hléi frá kvikmyndastjórn- inni, sagði Wayne frá sögu- þræði „Grænu alpahúfunnar". í fyrra tilkynnti Universal kvikmyndafélagið, að það mundi framlefða þessa mynd, en síðan flutti Wayne starfs- lið sitt yfir til Warnerbræðra. Þessi breyting hefur valdið mörgum heilabrotum. Menn í Hollywood telja, að mörg kvikmyndafélögin hafi veigraÉS sér við að sækja efni til stríðsins í Vietnam, vegna þess að það er „óvinsælt stríð“. Wayne sagði um það efni: „Hvaða fjandans stríð hefur ekki veri’ð óvinsælt? Engum geðjast að þessu stríði, en það vill svo ttt að það er alveg nauðsynlegt. Ef við hefðum ekki farið til Viet- nam, þá hefðu Indónesar aldrei vogað sér að þjarma að kommúnistum í sínu landi. Síam, sem er kjarni hrís- grjónasvæðisins í Suðaustur- Asíu, hefði fallið í hendur kommúnistum." „Kommúnistar hafa aldrei hopað fet í neinum samning- um slian byltingin var gerð, 1917. I»eir sitja yfir höfuð- svörðum okkar, og þeir, sem hugsa rökrétt, ættu að sjá, að Vietnafn-stríðið er óumflýjan legt. Auk þess höfum við skuldbindingar við þjóðina þar.“ Eftir að Wayne keypti kvik myndarétt skáldsögunnar „Grænu alpahúfunnar" eftir Robin Moore, hélt hann til hermálaráðuneytis Banda- ríkjanna (Pentagon) til að biðja um samvinnu. Hann sag'ði, að nokkrar breytingar hefðu verið gerðar á sögunni, þar sem hernaðaryfirvöldin voru ekki alveg dús við allt, sem í henni stóð. Hermálaráðuneytið féllst á að hjálpa Wayne, en sam- vinna hersins er ekki á sama máta nú og í síðari heims- styrjöldinni, þegar kvik- myndafélögin gátu sett á svið stórar orrustur með raunveru legum hermönnum. Þetta sveið Wayne sárt. „í fjölda- mörg ár kynntum við Amer- íku á jákvæðan og góðan hátt me'ð þessum kvikmynd- um,“ sagði hann. „Þeir virð- ast ekki vera að hugsa um það núna.“ „Við fengum svo sem ágæt- ar viðtökur í Fort Bennlg — innan ramma laganna. Við máttum nota tæki hersins, ef ekki var verið að nota þau við þjálfun manna, og feng- um að kvikmynda á þeim svæðum, sem stóðu yfir æfing ar á. En við fengum ekki að nota hermennina, eins og áður tfðkaðist, — nema þeir fengju tveggja til þriggja daga frí. Og þá urðum við að greiða þeim venjuleg auka- leikaralaun.“ Wayne stjórnaði kvikmynda tökunni í Georgíu sjálfur í fyrstu með aðstoð Rays Kell- ogg, sem er sérfræðingur í orrustuatriðum, — en Warner bræður sendu honum síðar Mervyn Leroy til aðstoðar. „Einhver hlýtur að hafa hringt neýðarbjöllunni,“ sagði hann. „Ég fékk ígerð í augað og í allri rigningunni þarna tókst mér ekki að losna við hana. Auðvitað gat ég ekki tekið nærmyndir af sjálfum mér í þessu ástandi. Þegar framkvæmdastjórnin frétti, að 1 ég tæki engar nærmyndir, komst« alltí uppnám, og þeir sendu mér Mervyn.“ „Ef það hefði verið einhver annar en Mervyn, þá hefði ég hætt að vinna við þessa kvikmynd. En hann hefur hjálpað okkur við þau atrfði, sem ég leik í. Samt verður kvikmynd að vera hugmynd - eins manns, og þannig vil ég hafa hana, — hrjúfa með hraðri atburðarás." Wayne kærir sig kollóttan um þann úlfaþyt, sem sumir telja að myndin muni valda í röðum amerískra andstæð- inga stríðsins í Vietnam. „Mér sýnist þeir, sem eru á móti stríðinu, vera hávær en mál- snjall minnihluti, sem vekur meiri athygli en fjöldi þeirra gefur tiléfni til,“ sagði hann. „Það glymur alltaf í eyrum I manns sömu nöfnin, — Joan l Baez, dr. Spock og svoleiðis / fólks.“ 1 „Fjandinn hafi það, ég býst \ svo sem vi'ð því, að þessir L svokölluðu frjálslyndu finni einhverja átyllu til að ráðast á mig. Þeir gerðu það út af „The Alamo“, þegar þeir höfðu það eftir mér, að hver sem ekki sæi kvikmyndina, væri lítill föðurlandsvinur. Úr því að þeir gátu ráðist á mig út af „The Alamo“, þá finna þeir víst áreiðanlega einhverja leið til að gera það vegna „Grænu alpahúfunnar“. — Eftir nokkrar athuganir tókust samningar við danskt fyrirtæki um framleiðslu vatnsleiðslunnar, og þrátt fyrir nokkrar tafir á af- greiðslu hennar er nú svo komið, að hún er komin til Vestmannaeyja og mun senn verða hafizt handa um lagn- ingu hennar. í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa Sjálf- stæðismenn haft alla for- göngu um framgang þessa mikilsverða máls, og á Al- þingi hefur Guðlaugur Gísla- son haft forustu um að nauð- synleg aðstoð ríkisvaldsins yrði veitt vegna þessara miklu framkvæmda. Vest- mannaeyingar sjá nú loks fram á viðunandi lausn á vatnsþörf þeirra og hillir þar með undir lok þess ófremd- arástands, sem ríkt hefur í þessum málum í Vestmanna- eyjum. Sjöundi hvei kjósandi vill kjósn WnUnce Wa'shin/gton, 16. júlí AP UM það bil einn af hverjum sjö kjósendum í Bandaríkjunum vill að George C. Wallace, hinn eindregni baráttumaður aðskiln aðar í kynþáttamálum, verði næsti forseti, samkvæmt síðustu skoðanakönnunum Harris-stofn- unarinnar. Rúmlega helmingur stuðningsmanna Wallace, sem býð ur sig fram sem óháður í for- setakosningunum, er frá Suður- ríkjunum. Fylgi það, sem hann hefur aflað sér utan suðurríkj- anna, hefur hann dregið frá repu blikönum, einkum meðal þeirra, sem voru ákafir stuðningsmenn Barry Goldwaters í síðustu for- setakosningum. Enn sem komið er hefur Wallace ekki tryggt sér verulegt fylgi í stórborgum norð urríkjanna, þrátt fyrir erfiðleik- ana í sambúð kynþáttanna. Kom Debrnye upp um Che? La Paz, Bolivía, 15. júlí. AP. Blaðið „EI Diarie“ hélt því fram í dag að franski marxist- inn Regis Debraye hefði komið bólivíska hernum á slóð Erneste „Che“ Guevara í Bólivíu. Debr- afe tók þátt í skæruliðahernaði Guevara í Bólivíu, en situr jiú í haldi. Blaðið birti afrit af bréfi, sem sagt er að Debraye haifi skrifað lögfræðingi sínum í Bólivíu, Walter Flores. Þar kveðst hann hafa lofað Luis Rekue Teran ofursta, yfirmanni hersins á svæði því þar sem Guevara hélt uppi skæruhernaði sínum, að segja ekki blaðamönnum frá dvalarstað Guevara. Debraye á að hafa lofað ofUrstanum því, að segja engum frá dvalarstað Guevaran, allra sízt hernum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.