Morgunblaðið - 18.07.1968, Side 24

Morgunblaðið - 18.07.1968, Side 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 — Skemmtirðu þér vel? Pam leit upp og brosti. — Já alveg ágætlega. Við borðuðum í Branksome Towers og dönsuð- um á eftir. — Og gerðist nokkuð? spurði móðir hennar. Pam leit á hana, eins og hún skildi ekkert. Gerðist? Hvað áttu við, mamma? Frú Harding sneri baki í Pam. Hún lézt vera að laga eittivað til á snyrtiborði dóttur sinnar, — Já, sagði hún og reyndi að sýnast kærulaus. Ég átti við, hvort hann er búinn að biðj i þín enn? Pam rétti úr sér. Hún slarði á móður sína, alveg agndofa. — Biðja min? stamaði hun. Svo varð hún náföl, en í næsta vetfangi kom liturinn upp i kinnar hennar aftur, og hún varð kafrjóð. — Ég var bara að forv’tnast utn, hvort þið Hugh æt'i5 að trúlofa ykkur áður en nann fer aftur til Rio, sagði eldri konan rólega. Pam sat þarna kyrr og i.reif- ingarlaus og hélt í sokkinn, sem hún var hálfkomin í. Hún varð eitthvað svo slegin af orðum móður sinnar. Slegin og hrædd. Hún hafði alls ekki hugsað neitt um brottför Hughs, enda þótt hún væri nú tekin ískvggilega að náigast. Hún hafði ekki leyft sjálfri sér að hugsa ned.t um hana, því að það er nú einusmni svona, að fólk vill ekki hugsa um vissa hluti. En ef einhver hefði minnzt á þessa brottför, hefði hún sem snöggvast fengið fyrir hjartað kuldahrollur farið um hana alla, rétt eins og blóðið í æðum henn- ar væri að frjósa. — Ég veit ekkert, hvor: við ætlun að trúlofast, mamma sagði hún loks í hálfum hljóðum. — Ég hef bara ekkert hugsaS um það. — Jæja, þér væri nú betra að hugsa um það fljótt. ráðlagði írú Harding henni.. — Það er að segja ef þú ert eins hr'fin aí honum og þú virðist vera. Ann- ars vaknarðu við það einn góð- an veðurdag, að hann er f.irinn, og þá er ofseint að hafast neitt að. Þrátt fyrir allt nýtízkuinn- ræti sitt varð Pam skelfd við þessi orð móður sinnar. Henni fannst það ekki geta vc'ð sin móðir. sem var að tala. — En ef eitthvað á að vera ur þessari vináttu okkar, sagði hún og kafroðnaði, - þá verður það að vera undir Hugh komið — O, vitleysa! sagði eidri konan — f níu tilfeilum af hverjum tíu er það undir stúlk- 6 unni komið. En vitanlega btr maðurinn upp sjálft bónorðið Síðan gekk hún út. Pam h< r/ði á eftir henni, hissa, en ’afnframt dálítið niðurdregin. Var þetta rétt hjá mömmu hennar’ Var það mest undir stúlkunni komið En hvernig gat það verið satt? Hvernig var hægt að láta tnann biðja sín, ef hann vildi þa5 ekki? Og samt lá það í augum uppi að Hugh var ástfanginn af henni. Hann hafði meira að segia sagt það sjálfur* En hversvegna hafði hann þá ekki beðið nennar? Elskaði hann hana ekki nægi- lega til þess? Fannst honum, að hún hefði haft sig ofmikið í frammi og farið með honum hvert sem hann stakk uopá, og ekkert, iagt það í lágina, að hún vildi he'dur vera með hinum en nokkrum öðrum? Þessi hugstin vakti hjá henni blygðun og leið- indi. Hugh h’aut að hafa ráðið það af framkomu hennar, að eitt- hvað væri ekki í lagi, enda þótt hann nefndi það ekki fyrst um sinn. En bráðlpga eftir að þau voru búin með eina holu í golf og ætluðu að taka til við þu næstu. sagði hann snöggt: Hvað er að. Pam. Hefur eitthvað komið þér úr jafnvægi? Hún hristi höfuðið og neitaói því. að neitt væri að henni, og gerði bað með méiri ákafa en venjulega hafð verið. Eftir bað revndi hún að tala við han.n, blátt áfram og áhyggjulaust, eins og venjulega, en það tókst henni ekki betur en vel. Það var leitt til þess að hugsa, að hún hefði ef til vill verið of fröm og gefið ofmikið færi á sér, að hann kynni að líta á hana sem hvert annað leikfang, sem hann gæti fleygt frá sér aftur. Þenn- an dag á baðströndinni hafði hann sagzt elska hana, en það þurfti ekki að vera neitt að marka. . Að minnsta kosti ekki mikið. Karlmenn sögðu oft fall- egum stúlkum, að þeir elskuðu þær, rétt að gamni sínu, án þess að neinn hugur fylgdi máli. Þegar þau höfðu lokið leikn- um og voru aftur á leið að klúbbhúsinu, sagði hanm, svo sem rétt meðal annarra orða: — Þú kemur út að aka með mér í kvöld, Pam. — Nei, því miður get ég ekki að staðið í kvöld, Hugh. Röddin skalf ofurlítið. Hann hleypti brúnum og leit skrítilega á hama. — Geturðu ekki komið í kvöld? Vitamlega geturðu það vel, Pam. Hún hristi höfuðið. — Nei, ég get það ekki, Hugh. Ég segiþér alveg satt, að ég get það ekki. — Hefurðu stefnumót við ein- hvern arnnan? spurði hann hvasst. Hún hristi höfuðið og reyndi að halda röddinni rólegri. — Nei, það hef ég ekki Hugh. En samt vil ég síður koma. Það varð augnabliks þögn. En þá greip hann allt í einu í hand- legg henmar og sneri henni snöggt við og að sér. Hann lyfti olnboganum ofurlítið og sagði með ofurlitlum háðshreim í röddinni: — Þú ert ekki að fara undan í flæmingi, rétt til þess að koma mér til, Pam? Hún varð allt í einu bálvond við hann. Hún vissi ekki sjálf, hversvegna hún þurfti að verða svona bálvond, en hún varð það samt. Kinnarnar urðu kafrjóðar. Og hún hnykkti til höfðinu, svo að rauðleita hárið kastaðist aftur. — Nei, ég er sannarlega ekki að koma þér til. Til hvers ætti ég að vara að því? — Jæja, hvort sem þú ert að því eða ekki, þá hefur þér að minnsta kosti tekizt það. Ég ætlaði að biðja þín í kvöld, Pam. En þar sem svo virðist, sem við förum e^kert út saman í kvöld, þá ætla ég að gera það núna. Viltu giftast mér, elskan mín? Seinna gat hún alls ekki almennilega munað, hvað hún sagði eða gerði, eða hvort hún hefur yfirleitt nokkuð sagt. En hann hlaut að hafa lesið svarið í augum hennar, eða titrandi vörunum, því að hannn hló allt í einu og greip hana í fang sér, þarna úti á miðjum golfvellinum. Þau hefðu vel getað sézt frá k-lúbbhúsinu, en þeim var þá alveg sama. Hún var of glöð til að kæra sig um eitt eða neitt. Svo glöð, að hún fór að gráta. Það var bjánalegt atferli, en henni var alveg sama. Hann tók vasaklút úr vasa sínum, þerraði augu hennar og sagði hörkulega: — Æ, bjáninn þinn, ertu nú farin að gráta? Svo lagði hann aftur arminn um ajflir hennar, kyssti hana aftur og leiddi hana síðan til klúbbhússins. — Guð minn góður, sagði hann hlæj- andi, og hláturinn var hálfrámur, — Hvernig fer maður að því að halda uppá trúlofunina sína? Þetta er svo hátíðlegt tækifæri. Ég get ekki hugsað mér neitt, sem er nægilega hátíðlegt! 1ÍEEI2-24 M4fi:3028ö-32262 LITAVER PLA8TIIMO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. HarfoiÍatkurfar INIMI ITI BÍLSKIJRS SVALA ýhhi- tr tttikuriir H. O. VILHJALMSSDN RANAPGQTU 12. SIMI 19669 Nýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott verð Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Sími 21444 Grensásvegi 22 og 24 Sími 30280. Yfri — Njarðvík Morgunblaðið óskar eftir að ráða frá og með næstu mánaðamótum mann eða konu til að annast dreifingu og innheimtu á Morg- unblaðinu í Ytri-Njarðvík. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Morgun- blaðsins. Alliance Francaise Fyrirlestur verður haldinn í Háskóla íslands á vegum félagsins fimmtudaginn 18. júlí 1968 kl. 8.30 e.h. Emánuel Martin, „ancien éléve de l’école normale superieure de la rue d’Ulm et agrégé de lettres classi- ques“ talar um „Romain Rolland — le mirage alle- mand“. Fyrirlesturinn verður haldinn á frönsku. Allir velkomnir. 18. JÚLÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Ljúktu sem ílestu af i dag, og þú færð góða samvinnu Nautið 20. apríl — 20. ma. Ljúktu af því, sem safnazt hefur fyrir. Kynntu þér hagi þinna nánustu. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Nú skaltu framkvæma áform, sem þig hefur lengi dreymt um að koma í framdvæmd Vertu hjálpsamur. Krabbinn 21. júlí — 22. júlí. Vinir þínir vilja aðstoða þig, en farðu eigin leiðir Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. í viðskiptum skýtur eitthvað óvænt upp kollinum, ágengni er skammvinn. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þú færð góðar fréttir aða hugmyndir, en farðu ekki að hæla þér Vogin 23. sept. — 22. okt. Þú skalt vinna vel framan af, og fylgdu tæknilegum ráðlegg- ingum Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Gakktu úr skugga um hlutina, áður en þú ferð að kvarta Hjúskaparmál eru vænleg. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des Vertu þolinmóður, og athugaður heiLsufar þitt. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Sköpunargáfan er I bezta lagi, þú skalt vinna ved, en ekiki gleyma góðum frágangi Vatnsberlnn 20. jan. — 18. febr. Hjálparlaust verður þú að ráða fram úr einhverjum mistökum, eða frágangi, sem máli skiptir Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Þér gengur vel í dag, og etf þú heíur augun hjá þér, fer allt vel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.