Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1960 Mikið um uppsagnir á vinnumarkaðnum — Verður starfsmönnum fækk aS meS haustinu og hvemig er útlitiS fyrir vetur komanda? Þess ar spumingar iagSi Mbl. fyrir nokkra vinnuveitendur hér í borg. — Hjá íslenzka álfélaginu fékk blaðið þær upplýsingar, að nú um mánaðarmót hefðu 872 menn unnið að framkvæmdunum í Straumsvík. Þar af voru 723 íslenzkir Uppsagnir standa nú yfir, og verður á annað hundr- að manns sagt upp störfum. Flestir eru þetta menn, sem starf að hafa við byggingarvinnu. — Ekki munu þó uppsagnir- nar hafa áhrif á heildarstarfs- mannafjöldann því ráðningar standa nú yfir á mönnum, sem koma eiga fjrrir vélum og vinna að öðrum framkvæmdum yfir vet urinn. Uppsagnir hjá BreiSholti. — Það verðuT búið að segja upp megninu af mannskapnum í næsta mánuði, sagði Ólafur Gísla son, verkfræðingur hjá Breið- holti h.f. — Um 250 manns vinna nú að því að ljúka fyrsta áfanga Framkvæmdanefndar byggingaráæltunarinnar í Breið holti, en fyrirtækið er a'ðalverk- takinn þar. — Útivinnu verður að mestu lokið í næsta mánuði og þá hætta flestir verkamenn störf- um, Eftir verða trésmiðir, múrar ar og eitthvað að verkamönnum, sem aðstoða þá við innivinnu yfir veturinn. — Við höfum annars verið að fækka starfsmönnum upp á síð- kastið, en þegar flest var í sum ar unnu þarna um 300 manns. Margir af þeim, sem nú verður sagt upp, eru búnir að vinna við Kviknoði í hjó Vegngerðinni UM það leyti sem blaðið var að fara í prentun fór slökkviliðið inn í Borgartún 5, þar sem kviknað hafði í bifreiðaverk- stæði Vegagerðar ríkisins. Ekki var þó talið að um mikinn eld vseri að ræða. framkvæmdimar frá upphafi, en hluti af þeim eru skólapiltar. — Um næsta áfaniga áætlun- arinnar, sagði Ólafur, að unnið væri að hönnun hennar hjá Framkvæmdanefndinni. Ekki sagðizt hann geta sagt neitt um það, hvenær sjálfar byggingar- framkvæmdirnar hæfust við ann an áfangann. Er því aBt óvíst um endurráðningu þeirra verka manna, sem sagt verður upp í haust. Samdráttur hjá Steypustöðinni. — Hér starfa alls um 50 manns og hefur 30 þeirra verið sagt upp, sagði Sveinn Valfells, verk fræðingur hjá Steypustöðinni. h. f. Uppsagnirnar þurfa þó ekki að vera endanlegar. Þetta eru mienn, sem segja þarf upp með mánaðarfyrirvara og það verð- ur svo undir verkefninu komið hvort þeir geta haldið áfram störf um lausráðnir. — Um steypuframleiðsluna sagði Sveinn, að hún hefði dreg- izt saman um allt að 20 prs. Byggingarframkvæmdir væru minni í ár en í fyrra, og fjár- magnsskortur drægi á langinn að menn geti haldið áfram þeim byggingum, sem þeir hafa í smíð um. Frystihúsin. — Bragi Björnsson, verkstjóri hjá frystihúsi Júpiters og Marz á Kirkjusandi, sagði vinnu hafa Verið með minna móti í sumar. Flest hefði verið þar starfandi um 120 manns, aðallega húsmæð ur og skólakrakkar, og aðeins unnið í öðrum vinnslusal húsis- ins. Nú væru eftir í vinnu ör- fáir karlmenn, enda veiði lítil sem engin. — Við bíðum bara eftir síldinni, sagði Bragi að lok um. — Hjá ísbirninum á Set- tjarnarnesi eru starfandi yfir 100 mnans um þessar mundir. — Þetta fer að verða búið, sagði starfsmaður á staðnum. — Tog- aramir fara að sigla og bátar- nir fá engan afla. Talsvert minna hefur verið hér um fisk en í fyrrasumar. Átta bátar stunda veiðar fyrir Ísbjörninn og auk karfans, sem við fáum frá tog- urunum höfum við unnið úr kola og þorski. Þrír aðolfnndir Sjólistœðis- manna ó Siglufirði FÖSTUDAGINN 13. september verða haldnir þrír 'aðalfundir á Siglufirði, al'lir í Sjálfstæðishús- inu á staðnum. Kl. 20 hefst aðalfundur FUS Njarðar og er fundarefni venju- leg aðalfundarstörf. Kl. 21 hefst aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Siglufjarðar og fara þar fram venjuleg aðalfundar- störf. Á sama tíma hefst aðalfundur fulltrúaTáðs Sjálfstæðisfélaganna og er fundarefni einnig venju- leg aðalfundarstörf. - ÁVÍSANAHEFTIN Framhald af bls. 2S Nú kosta þau kr. 30 og í hlaupa reikningi 50 kr. Mbl. leitaði upplýsinga í ein- um bankanum, sem sagði fyrir- mæli um þetta komin frá Seðla- bankanum, sem segði þetta sam kvæmt samkomulagi hjá öllum bönkum. Seðlabankinn upplýsti, að skrifstofustjórinn hefði haft með málið að gera, en hann væri erlendis. Því væri ekki hægt að fá upplýsingar um það af hverju þessi hækkun stafaði. Kæliturninn veldur 80 % fram- leiðsluaukningu á plastfilmum Jón Þórðarson, framleiðslustj óri, við kælitæki sitt. Myndin er tekin hjá Norsk Sprængestoff í Ósló í maí 1967 er verið var að reyna það. Fyrirtæki stofnab / Bandarikjunum til að annast sölu þar — Rætt við Jón Þórðarson, uppfinningarmann kæliturnsins „Blest om plast“ nefnist sýn- ing á plastvörum og vélum til plastframleiðslu, sem haldin er í Osló um þessar mundir Sýnend ur eru frá 11 löndum m.a. frá öllum Norðurlöndum. Framlag íslands á þessari sýningu er ekki ýkja stórt í sniðum, en hef ur vakið þeim mun meiri at- hygli. Er það kælitum fyrir polyetenlyn-plastfilmur eða svo nefndt pokaplast, sem eykur framleiðslu á þeim mjög og bæt- ir. Kælitæki þetta er uppfinn- ing Jóns Þórðarsonar, fram- leiðslustjóra á Reykjalundi, en er framleitt af norska verkfræði fyrirtækinu Alfsen og Gunder- son. Töldu sérfróðir menn þetta helztu nýjungina á sýningunni. Jón Þórðarson dvaldist í Ósló fyrstu daga sýningarinnar en hann kom heim í fyrrakvöld. Morgunblaðið notaði tækifærið ag fékk hann til að segja nokkru nánar frá þessari uppfinningu sinni. Til að skýra hlutverk kælitækisins vék Jón fyrst stutt ,Þetta var óttaleg vosbúð' Báturinn sökk og mennina rak 13 tima á „ÞETTA var óttaleg vosbúð, rigndi um nóttina og gaf á. Maður var aBtaf ausandi. Það var ekki sérlega notalegt að sitja í því“, sagði Indriði Hjaltason, formaður og eig- andj bátsins Farsæls Hu 16, er rakst á drasl og sökk á hálftíma úf af Skalla á Skaga í fyrrinótt. En Indriði og 15 ára piltur, sem með honum var, Vigfús Elvar, höfðu farið í gúmbátinn og rekið í honum í 13 tíma áður en vitavörður- inn í Kálfshamarsvita kom auga á þá, þar sem þeir voru að reyna að ná landi. Þeir félagar voru í róðri á mánudagskvöld á Farsæli, sem var 5Yz tonn að stærð, en þeir veiddu á færi. Kl. 10.30 rakst báturinn á eitthvað, sem þeir sáu ekki hvað var, og tók strax að flæða inn í hann og gökk að hálftíma liðnum. Indriði sagði Mbl. í símtali, að þarna hefði verið norðaustan kul. Þeir hefðu strax blásið upp gúmbátinn, sem var í prýðilegu lagi, En þeir yfirgáfu ekki Farsæl fyrr en hann sökk. Indriði kvaðst hafa gert sér vonir um að hann mundi kannski fljóta. Hann sagðist hafa átt þennan bát í hálft annað ár og látið stækka hann og umbyggja í fyrra, svo hann var sem nýr. — Undir miðnætti sáum við bát, 4—5 sjómílur í burtu er stefndi þvert á okkur, segir Indriði. Hann virtist vera að toga. Við skutum upp rakett- um og svifblysum, en skip- verjar virtust ékki koma auga á okkur Svo var allt orðið blautt hjá okkur. Það var svoddan kvika á norðan og kröpp undiralda, svo allt hefði fyllt, ef við hefðum reynt að róa í átt að bátnum. Við reyndum því bara að damla undan og vorum komn- ir undir Digramúlann um þrjú leytið, þegar hvessti eða vind- átt breyttist eitthvað. Fór okkur þá að bera inn og vest- ur í flóann. Við reyndum líka að kom- ast upp hjá Tjörn, innan við Hafnir, en það tókst ekki. Þá tókum við það ráð að reyna að komast upp undir ósinn hjá Kálfshamarsvita. Þá var klukkan undir 12 á hádegi. Vitavörðurinn, Sigurður Páls- son á Sviðningi, sá til akkar og kom á móti okkur á kænu með utanborðsmótor. Hann tók okkur um borð og við fórum heim til hans, þar sem við fengum ljómandi viðtök- ur. Þar fengum við þurr föt, mat og allt sem við þurftum. — Pilturinn? Hann var býsna harðgerður, það má hann eiga, en það var ekkert notalegt að sitja i bleytunni alla nóttina. Þarna varð sem sagt mann- björg, en báturinn er farinn. Spurður um það, hvort hann hafi ekki verið vel tryggður, svaraði Indriði: — O, ég veit það ekki. Það hefði að minnsta kosti verið betra að eiga hann. Og hann kvaðst fara aftur á sjóinn í vetur. — Það er ekkert annað að gera. Hér byggist allt á sjón- um. Gamla Lágafellshúsið flutt niöur fyrir hæöina GAMLA húsið á Lágafelli, sem byggt var upp úr síðustu alda- mótum, verður flutt af þeim stað í Lágafellstúni, þar sem það var upphaflega reist og verður sett niður í húsahverf- inu í Iægðinni neðan við brekk- una. Þar hefur verið steyptur grunnur undir það. Lengi hefur flutningurinn ver- ið í undirbúningi og um siðustu helgi var húsinu lyft á langan flutningavagn og dugðu ekki minna en fjórir stórir kranar, því þetta mun vera eitt stærsta hús, sem flutt hefur verið héT á landi. Þurfti a@ rífa útbyggingu af því. í nótt var svo ætiunin að fara með húsið að nýja grunninum, þ.e. ef ekki reynd- Framhald & bl*. n Yfir 18 sfiga hiti dag eftir dag — Næst mesti hiti í september ÓVENJULEGA hlýtt er hér á landi um þessar mundir, einkum sunnanlands. í gær og í fyrradag mældust 18.5 stig í Reykjavík og er það næstmesti hiti, sem komið hefur í septem- ber. Mestur varð hitinn 3. sept- ember 1939 þá 20.1 stig. Hitinn kemur sunnan frá Bretlandi og fylgir svolítið kola ryk. Kveður veðurstofan útlit fyrir sömu átt næstu daga og hlýtt veður. í gær var hlýtt á öllu Buður- landi. Kl. 3 síðdegis voru 19 stig í Síðumúla, 18 stig á Hellu og í Haukatungu í Kolbeinstaða hreppi. Og fyrir norðan voru t.d. 15 stig á Akureyri og 17 á Nautabúi í Skagafirði. En held ur var svalt á Austurlandi og Norðausturlandi, enda þoka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.