Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1968 Sjóprófun vegna Surprise lokið: Skípið bar af stefnu á Þrídranga Sjóprófum vegna strands tog- arans Surprise lauk í Hafnar- firði í gærkvöldi, og höfðu þá staðið í marga daga. Ekki kom fylliiega fram hvað olli strand- inu. Togarinn var á stefnu norð- an við Þrídranga, en hefur af einhverjum ástæðum borið af réttri leið. Töluverður stormur var er skipið strandaði. Togarinn hafði verið að veið- um sunnan við Reykjanes og var ætlunin að færa sig á annað Ávísanoheftin hækko Bankarnir í Reykjavík hafa hækkað verð á ávísanaheftum til viðskiptavina sinna um helm- ing og meira. Áður greiddu menn 15 kr. fyrir ávísanahefti. Framhald á bls. 2 veiðisvæði út af Vík, eða á Síðu grunn. Var tekin stefnan á Þrí- dranga eða norðan við þá. Er enginn ágreiningur um þá stefnu. En skipið hefur af ein- hverjum ástæðum farið af þeirri réttu stefnu. Um hálftíma áður en strandið varð, tók stýrimann að gruna að ekki væri allt með felldu og skipið væri komið of grunnt. Fór hann inn í korta klefa til að umreikna stefnuna og athuga þetta, en þá tók tog- arinn niðri . Ekki hefur annað verið fund- ið en tæki væru í lagi. Dýptar- mælir var í gangi og notaður af stýrimanni. Hann hafði litið í radarinn, en ekki séð neitt í honum. Eftir strandið tókst skip stjóra þó að sjá í honum Vest- mannaieyjar með annari stillingu Sjóprófin annaðist Guðmimd- ur L. Jóhannesson og þau fóru fram hjá bæjarfógeta í Hafnar- firði. Nokkur skip með sæmileg köst í gær 4 GÆRKVÖLDI voru síldarskip- in farin að kasta og um 10 leytið hafðj Dalatangaradíó þær fréttir að nokkur skip hefðu fen.gið sæmileg eða allgóð köst. Svæðið var aðeins sunnar og vestar en 4 fyrrinótt eða 8.30 a. 1. og 71,7 h. b. Gott veður var á síldarmiðun- ium í fyrrinótt. Veiðisvæðið var 71.08 gráður n. 'br. til 71.20 gr. n. br. og 9.30 gráður a. 1. Runn- ugt var um afla 11 skipa, samtals 390 lestir: Örfirisey RE 25 lestir, ‘Sigurbjörg ÓF 40 1., Örn RE 55 1., Guðbjörg ÍS 55 1., Þórður Jón- ass. EA 40 1., Jóm Finnsson GK '60 1., Faxi GK 40 I, Bergur VE 15 1., Óskar Magnússon AK 15 1., Héðinm f>H 25 1., Ljósfari ÞH 20 lestir. Þýzki flugmaðurinn og þýzka stúlkan við flugvél sína á flugvellinum í Kulusukk. Ljósm. Carlsen flugvallarstjóri. Myndin sýnir skemmdimar á væng litlu flugvélarinnar á meðan á viðgerð stóð. Lokið er að líma yfir rifur á stjómfleti, en eftir er að líma yfir sprungur á væng. Ljósm.: Carlsen flugvallarstjóri. Þýzki flugmaiurinn lagfærði vængskemmdirnar mei límbandi Flugvélin, sem hvarf á leiðinni frá Kulusuk til Reykjavikur, enn ófundin EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hvarf lítil eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper Tri- Pacer sl. sunnudagskvöld er hún var á leiðinni frá Kulusuk í Græn- landi til Reykjavíkur. í vél- inni voru tveir Þjóðverjar, flugmaðurinn og kona með honum. Þrátt fyrir leit úr lofti og á sjó hefur flugvél- in ekki fundizt ennþá. Varn arliðsflugvél leitaði í gær yf- ir sjó, en ekki hefur verið leitað yfir Snæfellsnesi vegna slæms skyggnis. Á sunnudagskvöld hejrrði áhöfn Pan American þotu til litlu vélarinnar og kvaðst flugmaður hennar þá vera í vandræðum vegna bilunar á j afnvægismælum. Elíeser Jónsison, flugmaður, kom sl. þriðjudagskvöld frá Kulusuk, en þar hitti hann m.a. flugvallarstjórann Carl- sen að nafni, sem skýrði Elí- eser frá því, að þýzki flug- maðurinn hefði sýnt vítavert kæruleysi í sambandi við ör- yggi vélarinnar. Carlsen sagði m.a. frá því, að Þjóðverjinn hefði virzt fé- lítill og hefði hann beitt ýmis- um ráðum til þess að spara sér útgjöld og jafnvel mat. M.a. hefði hann lent á vegi við fluigvöllinn í Syðri- Bjarni Benediktsson talar á Fulltrúaráðsf undi í kvöld í KVÖLD efnir Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík til fundar í Sjálfstæðishús- inu og hefst hann kl. 20.30. Á fundínum mun Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra flytja ræðu um efnið: Af hverju er þörf þjóðareiningar? Fulltrúa- ráðsmeðlimir eru hvattir til þess að fjölmenna á þennan fyrsta fund Fulltrúaráðsins á þessu hausti og taka þátt í um- ræðum. Enn reynt að bjarga Surprise Bergur og félagar fara austur Enn verður tilraun gerð til að ná togaranum Surprise út af strandstáðnum á Landeyjarsandi. Hefur Samtrygging isl. botn- vörpunga fengið þá Berg Lárus- son, Pétur Kristjónsson og fleiri, sem oft hafa unnið saman á strandstað, til að reyna að bjarga togaranum. Mbl. náði tali af Bergi í gær- Straumfirði til þess að spara sér lendingargjöld. Síðastl. sunnudag, eftir tveggja daga dvöl í Kulu- suk, ætluðu þau að halda til Islands um miðjan dag, en þar sem þeim var boðið í mat hjá Bandaríkjamönnum í rat- sjánstöðinni tafðist ferðin svo mikfð. að þau lentu í mykri á leiðinni til íslands. Á meðan á dvöl þeirra stóð í Kulusuk lenti stór fLugvél þar. Áður en hún hóf sig á loft á ný fór starfsmaður Framhald á bls. 27 kvöldi. Sagði hann, að þeir fél- agar hefðu litið á aðstæður á isunnudag, og væri ekkert álit- legt að bjarga togaranum. En þeir mundu gera tilraun til þess. Ætluðu þeir austur í dag, en ekki sagði hann að þeir hefðu mikið af tækjum meðferðis. Ætl- unin er að reyna að rétta toig- arann í fjörunni til að byrja með, en hann liggur orðið þvert fyrir. Surprise er kominn svo hátt upp, að ganga má á þurru út í 'hann um fjöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.