Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1908 11 — Við byrjuðum uppi á lofti í gömlu v-erzluninnd í Austurrstræti seint á árinu 1961. Sjálfstæða framleiðslu höfum við ha-ft síðan 1963, og höfum lagt sérstaka áherzlu á karlmannafrakka, kven- kápur, haust- og sumarkápur og stretch-buxur, sem sagt almennan yfirfatnað. Við höf- um verið heppin með sölu, allt hefur selzt vel, en tak- markað er alltaf, hvað til er af peningum. Samkeppnin er svo hörð, að ekki er til nieins að hafa á boðstólum annað en það, sem stenzt allan saman- burð. Sigurður Hjartarson hjá Lady hf, Reykjavik. Bertha Snorradóttir og Bjöm Bjarnason hjá Duk hf, Rvik. Dúkur: Fötin í permanent (Krumpan dauð!) Bertha Snorradóttir og Björn Bjamason veirða á vegi okkar: — Við erum með Sklemmti- lega nýjung. Koratrom! f>að er skylt terylene efni. Við tök- um fötin, úðum þau og press- um og bökum síðan i 18 mín- útur við 160—170 gr. 'hita, og þá þarf aldrei að pressa þau oftair. Við erum mieð Kanters undirfatnað, af öllum hugs- anlegum stærðum og gerð- um straufríar skyrtur og „Slimma“ fatnað á unglimga og dörnur. Ofckur hefur reynzt Koratron mjög vel, enda eftirspumin mikil. Fatagerðin: Gerum allt, sem hægt er hér heima Eigendur eru Elías Guð- jónsson, Friðrik Adólfsson og Guðjón Elíasson. Þeir segja, að tveir ráði, en einn geymi tékkheftið. Það sé auðvitað oftast tómt, en það sé nú tékkhefti samt. Fatagerðin er til húsa á Akranesi, og er ‘hún eina fyrirtækið utain af landi, sem sýnir á kaupstefnunni, sem er utan SIÍS. Þeir segjast prjóna bæði úr innlendu efni og erlendu, og er það þá helzt baxna og herra undir- og náttfatnaður, og sokkar, sem alltaf sé mikii eftirspum eftir enda hafi þeir varla undan! Guðmundur Jónsson & Haraldur Inni. Haraldsson Belgjagerð- Lady: Töluvert aðhald í 37 ár- Sigurður Hjartarson verður fyrir svörum: — Við fáum efni okJkar frá Bandaríkjunum otg víðsvegar að frá Evrópu. Þegar ein flíik er fullgerð hjá ofckur, er kannske komið í hana efni frá 8—10 löndum til að gera hana sem sterfcasta, ódýrasta og bezta. Varan rennur út eins og 'heitar lummur! Mest er selt af brjóstahöldurum, síðan koma beltin, en þau eru svo margar og ólífcar gerðir, og gelst allt vel Við fram- leiðum í tólf litum, stöðugt, og höfum verið að þessu í 37 ár, og veitt töluvert aðhald! M • mrctnM - 7. umw !ML ICnHZevnoc SUVREMENA ISLÁNDSKA POEZIJA Síðan úr blaðinu Telegram þar sem íslenzku ljóðin birtust. ísl. Ijóð í Júgóslavíu Ljóð sex íslenzkra skálda þýdd á serbókróatísku NÝLEGA birtust í blaðinu Tele- gram, sem gefið er út í Zagreh á Júgóslavíu, ljóð eftir sex js- ilenzk ljóðskáld og eiga þau eitt Ijóð hvert í blaðinu. Skáldin eru .Tómas Guðmundsson, Stefán Hörður Grímsson, Jón Óskar, iMatthias Johannessen, Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri. Þýðinguna á serbókróat- ísku gerði Antun Soljan, sem er leinn af þekktustu rithöfundum og leikritaskáldum meðal yngri skáldakynslóðarinnar í heima- landi sínu. Soljan kom til tslands í desember í fyrra. Soljan er einnig mikilvirkur þýðandi og hefur m. a. þýtt ljóð iT. S. Eliots og Rilkes á serbó- fcróaitísku. Hann hefur einnig þýtt ljóð eftir skáld frá hinum Norðurlöndunum og annaðist ásamt öðrum útgáfu á sýnibók .gkandínavískrar ljóðagerðar fyr- ir nokfcrum árum. Þýðiruguna á íslenzku ljóðunum gerði hann úr ensiku. Eru sum gerð eftir þýð- ingu Magnúsar Á. Árnasonar, •sem birtust í tímaritinu Iceland Review, en önnur efitir enskrí gerð Svövu Jakobsdóttur á ljóð- unum. í ráði er, að sum þessara ■ljóða verði tekin í sýnibók er- lendrar samtímaljóðagerðar, sem gefin er út í Zagreb annað eða þriðja hvert ár. Soljan ritar stutt an inngang að ljóðunum umdir fyrirsögninni „Íslenzk nútíma- ljóðlist“. Blaðið Telegram er helzta mál» gagn menningar og lista í Zagreib og mun svipa til franska blaðsins L’Arts, svo að einhver saman- burður sé tekinn. Ljóðin. sem Soljan þýddi, eru þessi: ó, fagra veröld, eftir Tóm- as, Vetrardagur eftir Stefán Hörð, Ljóðið og heimurinn eftir Jón Óskar, Goðsögn, I., eftir Matthías Johannessen, Guðinn Janus eftir Hannes Pétursson og Gesturinn eftir Þorsteinn frá Hamri. Hampiðjan ilytur út iiskilínu til reynslu NÝLEGA sendi Hampiðjan nokkuð af fiskilínu til Konung- legu Grænlandsföruverzlunar- innar á Grænlandi, en þarlendir fiskimenn höfðu heyrt um ágæti íslenzku línunnar og seldi Hamp iðjan þangað um 50 rúllur, en umboðsmaður Hampiðjunnar á þessum söluvettvangi er Agnar Samúelsson, kaupmaður í Kaup maranahöfn. Einnig hefur Hamp- iðjan sent fyrir nokkru nokkrar rúllur af línu til reynslu til Færeyja. Þá hafa Hampiðjunni einnig borizt fyrirspurnir frá Rúsálandi um fiskilínuna. For- ráðamenn Hampiðjunnar vonagt til að geta selt eitthvað af vöru sinni til fyrrnefndra landa og annarra í framtíðinni og telja slíka möguleika líklega. Heimdallarfélagar Hafið samband við skrifstofu félagsins í dag og á morgun milli kl. 16 og 19 í síma 17102 vegna aukaþings S.li.S. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.