Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1908 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j órnarf ulltríu Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. EyjóLfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innsmiands. Kr. 7.00 eintakið. NÝ RÖDD KVEDUR SÉR HLJÓDS k undanförnum mánuðum hefur í vaxandi mæli gætt nýrra hreyfinga meðal ungs fólks og aukins áhuga á stjórnmálum. Þessar hreyfing ar eru engan veginn bundnar við ísland. Sl. vetur og vor - var mikil ókyrrð meðal æsku fólks í fjölmörgum Evrópu- löndum, austan og vestan járntjtlds og riðaði stjórn de Gaulles, Frakklandsforseta til falls vegna óróa í hópi franskra stúdenta. Hinar nýju hreyfingar meðal ís- lenzks æskufólks koma ekki fram í jafn kröftugum mót- mælum gegn ríkjandi skipu- lagi og t.d. í Frakklandi, en þær mótast greinilega af sterk um umbótavilja, ekki sízt í þá átt að breyta sjórnmála- baráttunni og starfsemi stjórn málaflokkanna til betri veg- ar. Vegna þessara nýju við- horfa meðal íslenzks æsku- fólks hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna nú ákveðið * að boða til aukaþings samtak anna í septemberlok, þar sem annars vegar verður fjallað um þjóðmálaverkefni næstu ára og áratuga og hins vegar um stjómmálaflokkana, störf þeirra og skipulag. í viðtali sem Mbl. birti sl. sunnudag við Birgi ísl. Gunnarsson, for mann Sambands ungra Sjálf- stæðismanna sagði hann m.a.: „Það leikur enginn vafi á því, að undanfarna mánuði hefur komið fram vakning meðal ungs fólks og aukinn áhugi á stjómmálum. Þessi áhugi rennur ekki í sömu farvegum • og íslenzk stjórnmál hafa ver ið í um langt skeið. Unga fólk er opnara og meira leitandi en oft áður og það vill um- ræður á breiðum grundvelli um íslenzkt þjóðfélag og ís- lenzka stjórnmálaflokka og vill geta gagnrýnt óháð flokks böndum. Það er þessi mikla þörf ungs fólks til umræðna um íslenzkt stjórnmálalíf, sem er meginástæða þess, að Samband ungra Sjálfstæðis- manna hefur ákveðið að boða til aukaþings til þess að ska|>a vettvang fyrir almennar um- ræður um stjórnmál.“ Þessi orð formanns Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna sýna vissulega rétt mat á þeim hreyfingum, sem nú eru meðal ungs fólks. Þær hafa valdið því, að þrátt fyr- ir ískyggilegar horfur í efna- hags- og atvinnumálum þjóð- arinnar, blása nú ferskir vind ar um íslenzkt stjórnmálalíf, tákn þess að nýir tímar eru í vændum og merki þess að ný kynslóð kveður sér hljóðs. Nú er tækifærið fyrir ungt fólk til að láta til sín heyra. Kynslóðaskipti eru aldrei glögg, en þó má merkja það svo ekki verður um villzt, að nýtt fólk með ný viðhorf sæk ir á — og hvers þurfum við fremur á erfiðleikatímum? „Því aðeins getur ungt fólk gert raunhæfar kröfur um aukin áhrif, að það sé sjálft reiðubúið til að starfa og berj ast fyrir hugðarefnum sín- um“ sagði Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar í við- tali við Mbl. í gær. Það eru orð að sönnu. Þess vegna er nauðsynlegt að ungt fólk not- færi sér það lag, sem nú er fyrir hendi og flykkist til starfa að stjórnmálum í stór- hópum. Samband ungra Sjálf stæðismanna hefur boðið öll- um þeim, sem hug hafa á að taka þátt í störfum þingsins að hafa samband við skrif- stofu sína og er rík ástæða til að hvetja ungt fólk til að þekkjast það boð. Það er sér stök ástæða til að láta í Ijós þá von, að aukaþing ungra Sjálfstæðismanna verði til þess að valda straumhvörfum í stjórnmálastarfsemi ungs fólks í landinu og jafnframt að það setji fram markvissar tillögur um þær þjóðfélags- umbætur, sem ný kynslóð vill beita sér fyrir í íslenzku þjóð félagi á næstu áratugum. AFTURHALDS- MENNIRNIR tla mætti að stjórnarand- stæðingar hefðu lært listina að þegja, þegar það á við, svo oft sem þeir hafa orð- ið berir að skammsýni og hreinræktuðu afturhaldi í við horfum sínum til umbóta- mála ríkisstjórnarinnar. Þetta á alveg sérstaklega við um af stöðu stjórnarandstæðinga til álbræðslunnar og Búrfells- virkjunar. Hvernig halda menn, að ástatt væri í atvinnu málum landsmanna, ef fylgt hefði verið stefnu Framsókn armanna og kommúnista fyr- ir tveimur árum, þegar háð var einhver harðasta orusta, sem staðið hefur í þingsölum um þessar framkvæmdir. Það kom í ljós miklu fyrr en nokkurn gat grunað, að forsjálni ríkisstjórnarinnar átti eftir að koma sér vel. Samt sem áður er kommún- VŒJ rjr UTAN ÖR HEIMI að snúa Rúmenar neyddir til sér til vesturs Óska eftir auknum viðskiptum við Vest- urlönd - Ceausescu talinn traustur r sessi I SÍÐUSTU viku bar svo til í Búkarest að allmargir sendi- herrar vestrænna ríkja í Rúmeníu voru kvaddir tii rúmenska utanrikisráðuneyt- isins, og þeim afhentir listar yfir fjölmargar vörutegundir, allt frá tómötum til véla, sem Rúmenía vill selja til Vestur- landa í auknum mæli. Að því er góðar heimildir segja, munu Rúmenar hafa tjáð sendiherrunum að sökum innrásarinnar í Tékkóslóvakíu og ógnunum þeim, sem Rúm- enar hafa sætt af hálfu Sovét- ríkjanna, hafi ferðamenn, sem væntanlegir voru til landsins afturkallað farseðla sína og herbergjapantanir á gistihúsum, og verði þetta augljóslega gjaldeyrisöflun landsins til verulegs tjóns. Einnig mun hafa verið í það látið skína, að Sovétríkin og bandalagsríki þess hafi kippt að sér hendinni varðandi kaup á rúmenskum útflutningsvör- um. Boðskapurinn liggur ljós fyrir. Mundu Vesturveldin vera fáanleg til þess að auka verzlun sína við Rúmena og sjá landinu þannig fyrir bráð nauðsynlegum erlendum gjaldeyristekjum í því skyni að styrkja aðstöðu landsins og aðstoða það í viðleitni þess til að viðhalda þeirri skipan mála, að það sé tiltölulega óháð Sovétríkjunum? Sendi- herrarnir munu hafa tjáð ut- anríkisráðuneytinu, að þeir myndu taka málið til athug- unar. Þrátt fyrir að í Rúmeníu sé haldið uppi harðsvíruðum kommúnisma innanlands, hef ur landið valdið Sovétríkjun- um gremju og óþægindum með hinni sjálfstæðu utanrík- ismálastefnu sinni. Rúmenía hefur viðurkennt stjórn V- Þýzkalands, haldið uppi árás- um á gagnrýni Sovétmanna á Kína og neitað að slást í för með Rússum og bandamönn- um þeirra varðandi afstöðu til ísrael í styrjöldinni í Austur- löndum nær á sl. ári. Enda þótt Rúmenar hafi að nafninu til haldið áfram eðli- legri þátttöku á yfirborðinu í Varsjárbandalaginu, hafa þeir verið tregir til virkrar þrátttöku í bandalaginu og hafa ennfremur neitað að styðja tillögur Rússa um al- þjóðaráðstefnu kommúnista- flokka í Moskvu á þessu hausti. Ceausescu eflist Eftir innrásina í Tékkósló- vakíu er með öllu óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi Rúmeníu og við- leitni landsins til að halda upp eigin tegund af þjóðleg- um kommúnisma. En svo virðist sem éistandið í Tékkó- slóvakíu hafi treyst hina þjóð ernislegu kommúnistastjórn Ceausescu forseta í sessi og jafnvel ýtt Rúmenum nær vestrinu. Eftir er að sjá hvort Sovét- ríkin muni beita þvingunum til þess að koma Rúmenum aftur inn á „línu“ Kreml í ut- anríkismálum. Þar eð fyrir- ætlanir Moskvumanna eru ekki kunnar, eru það lítil und ur þótt liðssamdráttur Sovét- manna við rúmensku landa- mærin fyrir nokkru hafi vak- ið ugg í brjósiti almennings í Rúmeníu og jafnvel í brjóst- um kommúnistaleiðtoganna þar sjálfra. Nokkuð dró úr kvíða manna er Johnson Bandaríkjaforseti varaði Sovétríkin við innrás í Rúmeníu, og þær fullvissan- ir, sem Sovétmenn komu á framfæri i Washington um að þeir hefðu ekkert slíkt í hyggju. Illa útbúinn her. Enda þótt Rúmenar hafi strengt þess heit að berjast, verði á þá ráðizt, og kvatt til vopna heimavarnarlið sitt á ný, er það staðreynd að rúmenski herinn, sem telur 200,000 menn, er illa búinn vopnum og mundi naumast geta veitt langt viðnám. Er- lendur sendiherra í Búkarest lýsti ástandinu svo, að „her- inn væri gagnlegur en ekki hættulegur“. Landvarnir hafa ekki skipað háan sess í fjár- hagsáætlunum Rúmena. Þvinganir Rússa gætu kom- ið með öðrum og minna áber- andi hætti en beinni hernaðar ógnun. Þannig gætu Rússar t.d. dregið úr hömlu afhend- ingu véla og járngrýtis til Rúmeníu en þetta mundi hafa í för með sér að iðnaðarvöxt- ur landsins, sem er ærinn, myndi tefjast mjög. Hótanir Ceausescu Rúmeníuforseti í Moskvu myndi einnig draga mjög úr lánsviðskiptum Vest- landa við Rúmeníu. Sovétríkin kynnu einnig að grípa til þess að þvinga Ceaus escu til þess að sýna í verki hið yfirlýsta traust hans til Varsjárbandalagsins og COM- ECON, Efnahagsbandalags kommúnistaríkjanna, en traust hans hefur fyrst og fremsit verið í orði en ekki á borði, því Rúmenar hafa lát- ið hvorttveggja sig litlu skipta að undanförnu. Ljóst er að Ceausescu get- ur einnig gripið til þess að láta undan Sovétríkjunum á sumum sviðum, sem liitlu varða, eins og t.d. með endur nýjun vináttu og aðstoðar- samnings við Sovétríkin Ul 20 ára, sem þegar hefur verið rætt um og ákveðið að endur nýja. Þrátt fyrir þebta eru engin teikn á lofti þess eðlis að Rúmenar hafi gefið eftir í neinum mikilsverðum mál- um. Enda þótt að í Búkarest hafi verið dregið úr árásum halda kommúnistaleiðtogai-n- ir þar áfram gagnrýni sinni á hernámi Tékkóslóvakíu, krefj ast brottflutnings hernáms- liðsins þaðan og halda fram rétti hvers kommúnistaríkis til þess að halda stefnumálum sínum óáreittum af utanað- komandi öflum. En um leið heldur Ceauces- cu áfram að stjórna harðsvír- uðu kommúnistaríki þar sem það eitt heyrist að einróma stuðningur sé við allt, sem flokknum dettur í hug að gera það og það veifið. Að því er vestrænir sendimenn telja, eru engir Moskvuvelunnarar í stjórninni, hún er talin styrk í sessi og enginn keppinautur Oeausescu er sjáanlegur. Ceausescu er nú orðinn Framhald á bl«. *• istablaðið enn að nöldra um það að ríkisstjórnin hafi „leit að forsjár erlendra aðila um atvinnurekstur í landinu,“ þeir flytji utan „auðæfin, sem íslenzkt vinnuafl skapar úr íslenzkum auðlindum“ o. sv. frv. Hvað skyldu kommúnist ar lengi ætla að reka þá aftur haldsstefnu í atvinnumálum, sem glögglega kemur fram í svona nuddi. Það er einnig fráleitt að halda því fram, að vanrækt hafi verið að auka vinnslu síldaraflans innan lands. Má sérstaklega benda á hina full komnu niðursuðuverksmiðju, sem reist var í Hafnarfirði. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að aukin vinnsla síldar aflans er ekkert töfraorð eins og reynslan af verksmiðj- unni í Hafnarfirði sýnir. Það þarf að vera fyrir hendi stöð- ugt hráefni, mikil verkþekk- ing og sæmilega stöðugt verð lag innanlands eins og í öll- um útflutningsgreinum. En kommúnistar hafa manna dyggilegast gengið fram í því að hvetja til óraunhæfrar kröfugerðar á hendur atvinnu vegunum, sem hafa skert mjög samkeppniaðstöðu þeirra. Verkalýðssamtökin hafa að vísu tekið upp hóf- samari stefnu hin síðari ár, en það er ekki kommúnistum að þakka. Kommúnistablaðið hefur aldrei sparað frýjunar- orðin til verkalýðsforingjana, þegar kaupdeilur hafa staðið yfir og það hefur heldur ekki staðið á hatursskrifum í þeirra garð, þegar þeir hafa neitað að fylgja forskriftúm kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.