Morgunblaðið - 03.10.1970, Side 14

Morgunblaðið - 03.10.1970, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÖKTÓBER 1970 Það er einkennilegri tilviljun undirorpið hvenær nýjar kyn- slóðir komast til áhrifa og valda á vettvangi stjórnmálanna. 1 40 ár hefur Sjálfstæðisflokknum raunverulega verið stjórnað af mönnum, sem komust til vits og ára fyrir heimsstyrjöldina síðari. Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis ráðherra, kom fram á sjónarsvið ið á stríðsárunum og að honum fór að kveða að marki skömmu eftir stríðslok er hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi en áður hafði hann verið þróttmik- Árni Ragnar Friðrik ill forystumaður ungra Sjálf- stæðismanna um nokkurt skeið. Hann tengir nú saman tímabil Ólaís Thors og Bjarna Benediktssonar í íslenzk um stjórnmálum og þeirra, sem yngri eru að árum, handhafi þeirrar miklu pólitísku arfleifð- ar, sem þessir menn skildu eftir sig. Um 1950 koma fram á sjónar- sviðið tveir ungir menn, þeir Magnús Jónsson frá Mel og Jónas Rafnar og nokkrum ár- um síðar. Geir Hallgrímsson. Ragnhildur Helgadóttir var kjör in á þing 1956 aðeins 26 ára að aidri, þá nemandi við Há- skóla Islands. 1 lok sjöitta áratugsins er Matthí- as Á. Mathiesen kjörinn á þing, þá 27 ára gamall, en hann er nú yngstur þingmanna 39 ára að aldri og Pétur Sigurðsson, sem var 31 árs er hann var fyrst kjörinn á þing. En á sjöunda áratugnum varð lítil ynging í þingmannaliðinu. Fyrir u.þ.b. tveimur árum birtist grein hér í Morgunblað- inu um Lýðveldiskynslóðina, sem svo var nefnd. sem sum- ir vildu raunar kalla Lýð- veldisbörnin, en þá var fjall- að um aldursflokkinn, sem nú er á aldrinum 40—50 ára eða svo. Augljóst er, að á næstu ár- um mun þessi kynslóð smátt og smátt taka við stjórn Sjálfstæð- isflokksins og forystuhlutverki í landsmálum og engum þarf að koma á óvart, þótt þessi kyn- slóð ríki næstu tvo áratugina enda er þar mikið mann- val á ferðinnir- Fyrirsjáan- legt er, að þessari kynslóð bæt- ast þrir nýir fulltrúar í þingliði Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili, en það eru Geir Hallgrimsson, sem mun taka sæti á Alfþingi, sem aðaimaður þegar í vetur og Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Her- mannsson, sem bæði hafa náð þeim árangri i prófkjöri að þau munu setjast á þing í upphafi næsta kjörtímabils. Á vettvangi stjórnmálanna og Sjálfstæðisflokksins er árið 1970 þó ekki merkisár fyr- ir það eitt, að þessi kynslóð, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni, lætur að sér kveða að marki. Hitt er ekki síður eftir- tektarvert, að á þessu ári hefur komið fram á sjónarsviðið veru- legur hópur ungra manna, sem eru á aldursskeiðinu um og yfir þrítugt og um þá mun þessi grein fyrst og fremst fjalla — árganginn 1970. MIÐST.TÓRNARKJÖR OG SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Fyrsta vísbendingin um það, að fulltrúar yngstu kynslóðar- Halldór flokksins á landsfundi flokksins sl. haust. Nú er mjög langt um liðið síðan svo ungur maður hef- ur náð kjöri í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, en Friðrik Sophusson er 26 ára gamall. Öðrum þræði reyndist þetta mögulegt vegna breyttrar skip unar á kjöri miðstjómar á lands fundi en einnig vegna hins, að vilji var fyrir hendi hjá þeim sem eldri eru til þess að veita svo unigum manni stuðning. Á þessum sama landsfundi náði ungur bóndi úr Borgarfirði Kalmann Stefánsson einnig kosn ingu í miðstjórn og síðan hefur hann hlotið verulegt fylgi í próf kjöri Sjálfstæðismanna í Vest- urlandskjördæmi. Þegar prófkjörið fór fram í Reykjavík vegna borgarstjórnar kosninganna sl. vor vakti árang- ur tveggja ungra manna mikla athygli. Ólafur B. Thors, sem er 32 ára að aldri, náði glæsilegri kosn- ingu í prófkjörinu, varð þriðji í röðinni með bindandi kosn- ingu. Fram til þess tíma hafði Ólafur ekki verið ýkja athafna- samur á vettvangi stjórnmál- anna. Hann hafði að vísu verið formaður Heimdallar um tveggja ára skeið en tókst það trúnaðar- starf á hendur mjög treglega. Með kjöri hans í vetur kom Ólafur B. Thors fram á sjónar- sviðið, sem einn sterkasti og at- kvæðamesti fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar i Sjálfstæðisflokkn- um og maður framtíðarinnar. Markús Örn Antonsson, sem er aðeins 27 ára gamall og hafði til þess tíma nánast engin af- skipti haft af stjórnmálum, náði einnig kosningu í eitt af 8 efstu sætum í prófkjörinu í vetur. Hann var þá orðinn landsþekkt- ur maður fyrir fréttastörf í ís- lenzka sjónvarpinu. Hann vakti athygli í prófkjörsbaráttunni fyr ir ferskar baráttuaðferðir og af honum er mikils að vænta í fram tíðinni. Kjör þessara ungu manna í borgarstjórn Reykjavíkur var staðfesting á þvi, sem fram kom í kosningunni á Landsfundi Sjálf stæðisflokksins sl. haust, að rík- ari skilningur var fyrir hendi en áður hjá eldra fólki, að nauðsyn legt væri að gefa ungu fólki tækifæri til að spreyta sig á vettvangi stjórnmálanna. Um svipað leyti náði ungur maður, Árni Ragnar Árnason, í Kefla- vík einnig athyglisverðum ár- angri í prófkjöri Sjálfstæðis- manna þar, er hann varð efstur í þvi prófkjöri og þar með kjör- inn einn helzti forystumaður Sjálfstæðisflokksins í bæjarmál- um Keflavíkur. Árni Ragnar Árnason á að baki áralangt starf í röðum ungra Sjálfstæðis- manna og er nú útibússtjóri Verzlunarbankans í Keflavík. Hörður lega við því að búast fyrirfram, að sagan mundi endurtaka sig, þegar kæmi til undirbúnings næstu Alþingiskosninga. Til þess lágu margar ástæður. Sam- kvæmt fenginni reynslu er aug- Ijóst að hraðari breytingar verða á skipan sveitarstjóma en Alþingis. Bæði flokkar og kjósendur eru tregari til þess að gefa ungum mönnum tækifæri á Alþingi en i sveitarstjórnum og telja, að sveitarstjórnirnar séu betur til þess fallnar að verða eins konar tilraunavett- vangur fyrir unga menn. Fyrsta vísbendingin um, að einnig á sviði landsmála mundu verða miklar breytingar, var sú frétt, sem barst norðan af landi, að Halldór Blöndal, 32 ára gam all kennari, hefði verið valinn í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks ins i Norðurlandskjördæmi eystra. Halldór Blöndal er af þriðju kynslóð hinnar lands- þekktu Engeyjarættar og hefur haft mikil afskipti af stjórnmála- starfi sl. 10 ár. Hann hefur starf að mikið í samtökum ungra Sjálfstæðismanna, verið erind- reki Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri og gegnt margvíslegum öðrum störfum fyrir flokk sinn. Val hans á framboðslista Norð- lendinga í næsta öruggt sæti kom mönnum skemmtilega á óvart, en enginn vafi er á því, að Halldór Blöndal mun með sín um hætti setja svip á þingstörfin. Hann á það vafa- laust til að kasta fram stöku í ræðustól á Alþingi, en sá siður hefur lagzt af hin seinni árin eftir því sem sérstæðum persónu leikum hefur fækkað í þingsöl- um en að sama skapi fjölgað hinni litlausu, háskólaöguðu stjórnmálastétt, sem hefur gert Alþingi sviplausara en ætti að vera. Sjálfstæðismenn á Norður- landi eystra gerðu það ekki endasleppt við val á framboðs- lista sinn vegna þess, að annar ungur maður, Lárus Jónsson var kjörinn í 2. sæti listans og kemur í stað Jónasar Rafnars, sem ákveðið hefur að láta af þingmennsku. Lárus er nokkr- um árum eldri en þeir, sem að framan hafa verið taldir, en hann hefur lengi verið í fremstu röð ungra Sjálfstæðismanna og einn helzti forystumaður þeirra á Norðurlandi. Lárus Jónsson er viðskiptafræðingur að mennt- un og hefur á seinni árum lagt sérstaka áherzlu á að kynna sér málefni dreifbýlisins og upp- byggingu þess. Hann hefur átt drjúgan þátt í gerð Norðurlands áætlunar og verður tvímælalaust áhrifamikill talsmaður lands- byggðarinnar á Alþingi. Um svipað leyti og þessar fregnir bárust af Norðurlandi fór fram prófkjör á Austur- landi og þar kom fram á sjónar- sviðið ungur maður að nafni Jón Guðmundsson, 28 ára gam- all, sem stundar nám við laga- deild Háskóla íslands. Hann vakti raunar fyrst at- hygli I bæjarstjórnarkosning- unum á Neskaupstað sl. vor er hann átti drjúgan þátt í fylgis- aukningu Sjálfstæðismanna þar, en við lá, að kommúnistar misstu meirihluta sinn'. 1 prófkjör- inu á Austurlandi hlaut hann umtalsverða traustsyfirlýsingu og skipar nú þriðja sæti á fram- boðslista Sjálfstæðismanna á Austurlandi. Má vænta þess, að frá honum heyrist með myndar- legum hætti í framtíðinni austur þar. Þá er komið að prófkjörum Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Þrátt fyrir góðan árangur ungra manna annars staðar á landinú var þess tæplega að vænta, að þeir hefðu mikla mögu- leika í prófkjörinu í Reykjavík enda var þar mikill „stórvelda- slagur“ á ferðinni. Það fór þó á annan veg. Ellert B. Sclirain, sem er aðeins 30 ára gamall, vann þar glæsilegan sigur og Framhald á hls. 18 Kalman r Argangurinn 1970 innar í Sjálfstæðisflokknum | PRÓFKJÖR VEGNA væru að brjótast í gegn, ef svo ÞINGKOSNINGA má að orði komast, var kosn- Þótt ungir menn hafi náð þess ing Friðriks Sophussonar, stud. um árangri í prófkjörum vegna juris. í miðstjórn Sjálfstæðis-1 sveitarstjórnarkosninga var tæp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.