Morgunblaðið - 03.10.1970, Page 16

Morgunblaðið - 03.10.1970, Page 16
16 MORGrUNBLA-ÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBíBR 1870 MORGUNT3LAÐLÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBBR 1970 17 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik, Framkvaemdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasljórí Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. f tausasölu 10,00 kr. eintaklð. VANDAMÁL f FISKVINNSLU F'élag Sambands fiskfram- leiðenda, sem eru fisk- framleiðendur innan Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga hefur sent frá sér grein- argerð vegna athugana bandaríska neytendatímarits- ins á gæði fiskstauta, sem seldir eru á Bandaríkjamark- aði, en eins og kunnugt er fengu íslenzkir fiskstautar heldur lélega dóma í þeirri athugun. í þessari greinargerð koma fram nokkur athyglisverð atriði, sem vert er að vekja athygli á. Þar segir m.a.: „Þó að þessi könnuh „Consumer Reports“ nái aðeins yfir mjög takmarkaðan hluta af fram- leiðslu frys-tihúsa á vegum Sjávarafurðadeildar SÍS er ekki þar með sagt, að öll framleiðsla frystihúsanna sé ailtaf í fylista lagi. Gæða- eftirlit frystihúsanna sjálfra, svo og gæðaeftirlit Sjávaraf- urðadeildar SÍS hefur daglegt eftirlit með framleiðslu frysti húsanna. Þó kemur það oft fyrir, að það dugar ekki. Helztu daglegu vandamál eru þessi: Að halda beinum í lág- marki, að lögun og útlit fram leiðslunnar sé fullnægjandi, að varast mengunarhættu af illa frágengnu umhverfi, að varast mengun í vatni, að hráefni sé hæft í þá fram- leiðslu, sem verið er að vinna í hverju sinni. Þar að auki er skortur á sérmenntuðu fólki til gæðaeftirlits stöðugt vandamál." Þessi ummæli eru afar at- hyglisverð. Hér er það stað- fest af framleiðendum sjálf- um, að við veruleg vandamál er að etja við það að halda gæðum fiskframleiðslunnar í hámarki. Það er bent á rneng unarhættu af slæmum frá- gangi á umhverfi fiskvinnslu stöðvanna og munu margir geta tekið undir það, að þar sé ekki allt eins og bezt verð- ur á kosið. Það er líka vakin athygli á því að skortur sé á sérmenntuðu fólki til gæða- eftirlits. Grundvallarskilyrði fyrir því, að hægt sé að koma fram nauðsymlegum umbótum í fiskvinnslunni er einmitt það, að framleiðendur sjálfir geri sér grein fyrir vandanum. Af greinargerð Félags Sambands fiiSkframleiðenda er ljóst, að skilningur er fyrir hendi á því hjá fiskframleiðendum sjálfum, að hér er stórmál á ferðinni. Málefni, sem varðar afkomuöryggi og lífshags- muni þjóðarinnar í framtíð- inni. Vera má, að ýmislegt sé athugunarvert við þá athug- un, sem gerð var af hálfu bandarísku neytendasamtak- anna. A.m.k. er það skoðun mætra manna, sem hafa mifcla þekkingu á þessum málum. Engu að síður er var- hugavert að láta þá aðvörun sem vind um eyru þjóta. Vísindalegar rannsóknir T samningi ríkisetjórnarinn- ar og Svissneska álfélags- ins um álverið í Straumsvík eru sérstök ákvæði sem varða ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengun frá álver- inu og um bótaskyldu, ef tjón hlýzt af mengun. Samkvæmt þessum samningi er ísal skylt að gera allar eðlilegar ráð- stafanir til þess að hafa hem- iCL á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri álversins. í janúarmánuði árið 1966 var skipuð nefnd til þess að fylgjast með hugsanlegri mengun á svæðinu í kring- um Straumsvík. Á vegum þessarar nefndar eru tekin sýni af Íofti, gróðri og jarð- vegi í byrjun gróðrartíma- bils og lok þess á hverju ári og einnig er safnað mánaðar- legum sýnum af regnvatni. Sýni þessi eru síðan rann- sökuð í nokkrum rannsókna- sitofum, bæði hér á landi og erlendis, og niðurstöður ibomar saman á fundum fram (angreindrar nefndar. í þess- um mánuði verður fundur í nefnd þessari og verða þar lagðar fram niðurstöður rann sókna þessa árs. Ljóst er, að einungis með vísindalegum rannsóknum er unnt að komast að því, hvort um mengun er að ræða frá álverinu í Straumsvík. M.a. þess vegna hófust slíkar at- huganir áður en álverið hóf starfrækslu og hafa síðan haldið áfram, svo að saman- burður sé fyrir hendi. Ál- verið í Straumsvík er samn- ingsbundið til að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengun. Leiði rannsóknir í ljós að um mengun sé að ræða, er álverinu skylt að gera tafarlausar ráðstafanir til þess að stöðva það. Og raunar ætti ekki að taka neina áhættu í þesisum efn- um, heldur koma upp nauð- synlegum hreinsitækjum, svo að engin hætta verði á ferð- um, hvorki nú né í framtíð- imni. u Vildi heldur verða eitthvað en eiga eitthvað Rætt við Jón Jónsson, jarðfræðing, sextugan Á undanförnum árum hef- ur öðru hverju mátt Iesa í Morgunblaðinu um þær rann sóknir, sem Jón Jónsson jarð fræðingur hefiu* verið að vinna að í sambandi við jarð- hita, vatnsból og fleira, sem forvitniiegt hefur þótt. Við manninn er þó annað, engu síður forvitnilegt, og það er hvernig nám hans og líf var, allt til þess er liann lauk há skólaprófi í jarðfræði, 47 ára gamall. í dag á Jón sextugs- afmæli og af því tilefni heim- sótti ég hann í Garðahrepp- inn einn rigningardaginn i vikunni í þeim tilgangi að rekja svolítið úr honum garn irnar, þótt saga hans verði reyndar engan veginn sögð í stuttu viðtali. Að vanda Is- lendinga byrjuðum við á að ræða um upprunann. — Ég er fæddur á Kárs- stöðum í Landbroti, fyrir 60 árum, og þar ólst ég upp hjá foreldrum mínum Jóni Ein- arssyni og Sigurlaugu Einars dóttur. Þau voru leigulið- ar og þróunarmöguleikarnir voru litlir I kotinu og fá- tæktin því mikil. Við vorum fimm systkinin, Jón eldri, Þóranna, Magnea, Guðlaug- ur og ég, og við urðum öll að fara fljótt að heiman til vinnu. Systkini mín fóru ekki fyrr en eftir fermingu, en ég fór 11 ára sem vika- drengur að Rauðabergi i Fljótshverfi, sem er næst aust asti bærinn í V-Skaftafells- sýslu. Næstu sumur var ég á Kálfafelli, þar sem Magnea systir mín var þá gift. Á vet- urna var ég heima og sótti þaðan skóla. — Hvert sóttirðu skóla? — Barnaskóli fyrir Land- brotið var í Þykkvabæ og var um klukkustundar gang- ur fyrir mig hvora leið. Leið- in lá um Landbrotshólana, sem eru líklega stærsta gervi gígasvæði I heimi og nær yf- ir eina 80—100 ferkílómetra. En gervigígar myndast þar sem hraun rennur yfir vot- lendi. Við að vatnið hitnar verður eins konar gos, og hól arnir, sem þá myndast, líta sumir út eins og alvörugígar. 1 Landbrotshólunum er mjög vlllugjarnt, en i skólann gekk ég eftir götu, sem var vörðuð. • DRAKK f MIG LÝSINGAR THORODDSENS — Hafðirðu þá einhverja hugmynd um hve merkilegir hólarnir eru ? — Já. Ég var svo hepp- inn að í Ytri-Tungu var gam- all maður, Guðmundur Jóns son, mikill bókamaður. Hjá honum fékk ég að láni bók, Landnámu, sem hann hafði sjálfur bundið inn, að ég held, og aftan við hana bund ið ferðasögu Þorvaldar Thoroddsens um Vestur- Skaftafellssýslu árið 1893. Það má segja að ég hafi drukkið í mig lýsingar Thor- oddsens. Hann víkur þar nokkuð að Landbrotshólun- um, en rétta skýringu á myndun þeirra hafði fransk- ur vísindamaður E. Robert áður fundið. Hann var i leið- angri Gaimars hingað 1838. Thoroddsen lýsir þarna einn ig ferð sinni í Eldgjá og Laka og faðir minn, sem hafði far- ið um það svæði, gat lýst því fyrir mér. Hjá Guðmundi heitnum fékk ég einnig snemima Bildriitin 1. út- gáfu og báðar þessar bækur fékk ég síðar að gjöf. — Svo jarðfræðiáhugi þinn hefur vaknað snemma? -— Það er óhætt að segja það. Ég minnist þess að á skólapúltinu mínu voru tvær blekbyttur, hvor í slnu horni, og ég hugsaði mér að þær væru stöðuvötn. Síðan teiknaði ég á milli þeirra á, með óshólmum og þetta var það skýrt, að kennarinn sá þegar hvað ég var að gera og varð nokkuð uncirandi. Mér fannst ég koma úr skól- anum með nokkuð góða landafræðiþekkingu og ég held að kennslan þann tíma, sem skólinn stóð, hafi verið töluvert góð og við farið í ýmsu með betri þekkingu en nemendur úr nýtízkuskólun- um nú. Fyrir utan það að landafræðikennslan nú er far in út um þúfur. • FÓR SNEMMA AÐ GLUGGA í ÖSKULÖG — Meðan ég var enn inn- an við fermingu og í skóla fór ég að glugga í öskulög í rofbörðum, og spekúlera í, hvaða lög væru nú úr Skaft- áreldum og hvaða lög úr Kötlugosinu. Bændunum í nágrenninu fannst þetta skrýtið og við lá að ég væri talinn hálf vitlaus. Ég var nefnilega alveg saklaus af að hafa áhuga á sauðkindinni, en í þá daga var sá ekki mikils metinn, sem ekki var glöggur á fé. — Manstu þá ekki eftir Kötlugosinu 1918? — Jú, ég man vel eftir því. Ég varð var við ösku- fallið og vissi að gosið kom úr jökli, en vissi ekki hvort heldur Öræfajökli eða Mýr- dalsjökli, en báðir sáust að heiman. Svo var það eitt kvöld að verið var að ná í hús fé, sem vegnia öiskuintniair vair imjög ókynrlt. Þá sá ég skyndilega eldgusurnar upp úr Kötlu. Vindur hefur lík- lega verið norðaustlægur og gosmökkinn lagt til vesturs. Ég get ennþá séð þetta fyrir mér. Eftir fermingu var Jón i vinnumennsku hjá góðbænd- um í sýslunni og smalaði þá m.a. nokkrum sinnum svæðið, þar sem Skaftáreldarnir geis uðu. — Ég hafði bæði gagn og gaman af þeim ferðum, og þá hafði ég lesið Thoroddsen svo vandlega, að ég gat frætt mér eldri menn um ganginn í gosinu. Oft hefði ég viljað geta stanzað lengur en ég mátti — og strangt tekið gerði ég það nú stundum. Eitt sinn vorum við t.d. send- ir inn með Skaftá, tveir strákar til að leita að fé. Við fundum ekkert, og ákváðum þvi að skoða Laka í heim- leiðinni, og það gerðum við. Enda þótti fjallkóngi við óeðlilega lengi, þar sem við komum ekki með eina ein ustu kind. • DREYMDI UM AÐ KOMAST f SKÓLA — Meðan ég var í vinnu- mennskunni dreymdi mig um að komast í skóla og með hjálp góðra manna komst ég tvo vetur á Eiðaskóla, vet- urna 1928—29 og 29—30. Á ég það mest að þakka Lár- usi á Kirkjubæjarklaustri, þeim mikla sveitarhöfðingja. Ég fór með póstinum til Hafn ar í Hornafirði, þaðan með báti til Fáskrúðsfjarðar, gekk yfir fjallið að Reyðar- firði, síðan með báti yfir að Búðareyri og á bíl í Eiðar. Þetta var lengsta og mesta ferðalag, sem ég hafði farið — áður hafði ég komizt lengst vestur til Víkur með fjárrekstur. — Hafðirðu einhver frek- ari áform um framhaldsnám, þegar þú fórst að Eiðum? — Kannski hafði ég drauma um framhaldsnám, en þeir voru óljósir, þvi mögu- leikarnir voru litlir. Engir möguleikar voru á að fá lán og enginn, að foreldrum mín- um undanskildum, áleit að ég ætti að læra. En á Eiðaskóla kynntist ég fólki, sem hafði séð ýmislegt meira en ég og að þeim tíma liðnum langaði mig að fara utan. Nokkur ár liðu þó, áður en Jón gat látið þann draum sinn rætast. Sumarið 1930 var hann í vegavinnu á Þing völlum og notaði kvöldin og sunnudaga til gönguferða um nágrennið. Síðan var hann I sínum heimahögum og í vinnumennsku í Ölfusi til ársins 1933. • TIL SVÍÞJÓÐAR — Nokkuð margir af skóla félögunum á Eiðum fóru til Danmerkur, á lýðháskólann í Askov og ég var fyrst að hugsa um að reyna að kom- ast þangað. En bæði var að það kostaði töluvert og einn ig hafði ég fengið áhuga á Svíþjóð og sænsku, svo ég fór að athuga möguleika á að komast á lýðháskóla til Sví- þjóðar. Um þessar mundir var Carl H. Lindroth skor- dýrafræðingur og síðar próf- essor, að vinna að doktors- ritgerð sinni, og var þá m.a. að safna skordýrum austur á Síðu. 1 gegnum hann fékk ég nöfn á nokkrum lýðháskól um i Svíþjóð, skrifaði þeim og fékk upplýsingabæklinga. Síðan fór ég til Guðlaugs Rósinkrans, sem þá kenndi við Samvinnuskólann, og spurði hann ráða og hann benti mér á ákveðinn skóla, sem hann hafði verið á. Ég fór í þrjá tíma í sænsku til Guðlaugs og það var allt mitt sænskunám. — Árið 1933 fórum við svo saman út tveir á lýðháskól- ann í Tárna, ég og Einar Einarsson hálfbróðir föður míns, síðar djákni í Grímsey. 1 Tárna var „magnifik" rekt- or, Nils Hjalmar Bosson, sem hafði mikinn áhuga á landa- og jarðfræði. Mun ég alltaf minnast hans með sérstöku þakklæti, þvi bæði greiddi hann götu mína og annarra íslendinga, sem þar voru. Hann gat hagað málum þann ig, að við greiddum aðeins helming skólagjalds og þann ig komst ég af fyrsta vetur- inn. Nú var kreppunnar far ið að gæta og erfitt að fá vinnu nema hjá bændum, og um sumarið vann ég við sveitastörf og fékk 50 sænsk ar krónur á mánuði. Jón var áfram á Tárna næsta vetur, en vann jafn- framt í ígripum við skógar- högg til að borga skólavist- ina. — Veturinn 1936—37 vann ég í Þýzkalandi, í Hol- stein, til að læra þýzku. Ég var kominn inn á það að afla mér kunnáttu í tungumálum og vinna fyrir mér með mála- kennslu, því ég átti heldur auðvelt með að læra mál. Síð- an hafði ég hugsað mér að fara til Frakklands, en þá skall stríðið á. Vorið 1937 hjólaði ég hring um Þýzka- land, austur til Berlínar, suður til Frankfurt am Main og vestur í Rinardal. Ferð- in tók 4 vikur og kostaði 36 mörk og var þá hjólið inni- falið. Þetta var mjög skemmtileg ferð, enda sá ég margt. • STEFNT AÐ STÚDENTS PRÓFI — Þegar ég kom frá Þýzkalandi var ég enn einn vetur í Tárna og skólastjór- inn þar benti mér á þá einu leið, sem mér væri fær til þess að ná þeirri menntun, sem þyrfti til að komast í há- skóla, en það var að fara í bréfaskóla. Um þessar mund ir var að verða betra um at- vinnu og hún betur borguð og ég gat önglað saman nógu til að kaupa námskeið í bréfa skóla, „Hermods Korre- spondensinstitut" í Málmey. Þegar ég var búinn að fást við námið í 1—2 ár fékk ég bréf frá skólastjóra bréfa- skólans, þar sem hann hvatti mig eindregið til stúdents- prófs, og sagðist myndi gera mér fjárhagslegu hliðina eins auðvelda og framast væri unnt. Svo úr varð að ég tók námskeið til stúdentsprófs. Þegar ég var svo búinn að læra það í stærðfræði, efna- fræði og eðlisfræði, sem þurfti, fór ég í menntaskóla og fékk að taka þar próf í þessum greinum. Um svipað leyti taldi ég mig hafa lært nóg í málum og ég safnaði saman öllum mínum vottorð- um, líklega 35, og sendi til há skólakanslarans og sótti um undanþágu frá stúdentsprófi. — Þegar hér var kom- ið sögu, var ég búinn að vera nokkuð lengi I sam- bandi við jarðfræðideildina í Uppsölum og var þar áheyrn arnemandi á þeim fyrirlestr- um, sem öllum voru opnir. Einnig hafði ég í gegnuro Tómas Tryggvason, sem hafði verið þarna við nám, komizt í tímana hjá Nils Gustaf Hörner dósent — og síðan opnaðist jarðfræðideildin smám saman fyrir mér. Árið 1954 fékk ég svo tilkynn- ingu um að stúdentspróf- ið mitt yrði viðurkennt og ég gæti hafið þar nám sem hver annar nemandi. • BYGGINGAVINNA, GRÆNLANDS- LEIÐANGRAR OG KORTAGERÐ Áður en Jón fékk inn- göngu í háskólann hafði ým- islegt gerzt. Árið 1946 fór hann i fyrsta skipti heim, eft ir 13 ára útivist og vann síð an öðru hverju heima, allt til 1954. — Árið 1946 komst ég hér í góða vinnu við byggingu varastöðvarinnar við Elliða- ár og taldi mig á grænni grein fjárhagslega og geta verið rólegan við nám um sinn. Ég fór því út — en áð- ur en ég fékk yfirfærsluna var gengið fellt og það gerði strik í reikninginn og ég varð að hætta, og fara að vinna á ný. Sumarið 1949 fór Jón í Grænlandsleiðangur með Lauge Koch í leit að stein- gervingum fyrir jarðsögudeild ina í Uppsölum, og árið eftir var lagt upp í annan slíkan leiðangur, en skipið lenti i is, lá þar í 3 vikur áður en snúið var heim. — Sumarið 1952 gerði land fræðideildin í Uppsölum út leiðangur til Hornafjarðar og fékk ég að fara með. Út úr þessum leiðangri kom reynd- ar efnið í prófritgerð mína um jarðfræði Hornafjarðar og afstöðu láðs og lagar og reyndar efni í fleiri ritgerð- ir. — Ég var farinn að vinna við Atvinnudeild Háskölans hér, við að gera jarðfræðikort með Tómasi Tryggvasyni jarð fræðingi, þegar ég fékk skeyti I Grænlandsleiðangrimim 1949. I „náttúrufræðiferð" á Selvog sheiði fyrir nokkruni árum. J ón situr liér hjá börnum sinum f jórum. frá Uppsölum, haustið 1954 þess efnis að mér væri hleypt inn í skólann. Þá var ég bú- inn að ná mér í konu, Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Norðfirði, fósturdóttur Valdi mars Snævarr. Við fórum strax út, og nákvæmlega þremur árum og þremur mán- uðum eftir að ég innritaðist lauk ég fil. lic. prófi í jarð- fræði. Reyndar tók ég fil. kand. prófið sama daginn. Fil. lic. gráðu hefur nú verið breytt i doktorsgráðu í Sví- þjóð. — Er ekki óvenjulegt að bæði prófin séu tekin um leið? — Ég veit það ekki — jú, það kann að vera. A.m.k. þótti sænsku blöðunum þetta frásagnarvert. En náminu þarna er öðru vísi hagað en hér og víða annars staðar. Þegar maður er tilbúinn, seg- ir maður við prófessorinn sinn að nú vilji maður taka prófið. Svo sezt prófessorinn niður með nemandanum og spyr hann út úr — og eftir þau kynni, sem hann hefur haft af nemandanum, fer hann nærri um hve mikið hann kann. Mér finnst þetta ólíkt heilbrigðara heldur en þegar prófdómarar edga að dæma margra ára nám á segj- um þremur korterum. Ég þekki þetta nokkuð sjáifur, því ég hef verið skipaður prófdómari við háskólann hér og mér finnst það mjög erfitt og hefði viljað að sænska kerf ið yrði tekið upp. • SVÍÞJÓÐ — HEIMALAND — Fannst þér þú ekki vera orðinn að einhverju leyti sænskur, eftir svo langa dvöl í Sviþjóð? — Jú, og ég lít enn á Sví- þjóð sem mitt heimaland til jafns við Island. Það er eng- um efa bundið, að það er sænskum kringumstæðum að þakka, að ég náði háskóla- prófi. Seinustu árin við há- skólann fékk ég rannsókna- styrki frá Uppsalaháskóla, þá hæstu sem þeir áttu, og slíka styrki hef ég aldrei fengið héðan að heiman. — Ef þú hefðir vitað þegar þú varst ungiuir, hve erfi'tt fjátlhaigslega némiið ættd eiftir að reynast, heldurðu að þú hefðir samt lagt á brattann? — Já, ætli það ekki. Það sem bar allt þetta brölt mitt uppi var sú staðreynd, að ég hafði engu að tapa. Ég viidi heldur verða eitthvað en eiga eitthvað. Kreppuárin voru ekki glæsileg hér heima og hefði ég verið heima á stríðs árunum hefði ég kannski eignazt meiri peninga, en hvað svo ? • TIL JABÐFRÆÐI— STARFA A ISLANDI — Hvað tók nú við að námi loknu? — Sumarið 1957 vann ég við gerð jarðfræðikorts í Klairalvsdial í Vánmalandi í Sviþjóð og var það í sam- bandi við raforkuver. En síð an munaði litlu að ég færi út í olíujarðfræði. Mér stóð til boða að fara á vegum sænsks fyrirtækis til Bandaríkjanna í sambandi við olíu og var farinn að glugga í þá grein. Þá bauðst mér að koma heim til starfa á Raforkumálaskrif stofunni, núverandi Orku- Stofnun. Ég fékk bréf frá Jakobi Gíslasyni orkumála- stjóra, þvl þá vantaði mann til að rannsaka framburð í jökulám. Ég hafði góða að- stöðu til þess, þar sem ég hafði unnið við svipað, og samkvæmt beiðni gaf ég þeim leiðbeiningar um hvernig ætti að undirbúa þetta. Þeg- ar ég fór heim, vissi ég ekki betur en þetta yrði minn starfi, en þegar þangað kom var ekkert til af því, sem til þurfti, vantaði fé, tæki o.fl. Úr varð að Gunnar Böðvars- son vildi fá mig á jarðhita- deildina, og þar hef ég verið síðan. — Ég varð þannig fyrsti jarðfræðingurinn hjá Orku- stofnun, en nú eru þar 7 fast- ráðnir og nokkrir lausráðnir og aldrei er nóg af fólki, því sífellt fjölgar verkefnunum. Mig langar til að taka það fram, að ég held að það sé einn maður, sem unnið hefur meira en nokkur annar að því að koma fótum undir ís- lenzkar jarðvísindarannsókn- ir en það er Jakob Gíslason orkumálastjóri. Það er fyrst og fremst skilningi hans að þakka, hve þróunin i hagnýt um rannsóknum hefur orðið ör. Áður fyrr voru jarðfræð- ingar álitnir skrýtnir náung- ar og ágætir til að tala við ferðamenn, en taldir hafa litla hagnýta þýðingu. Nú hefur þetta breytzt og þótt enn vanti fólk og tæki þá eru þessi mál á mjög glæsilegri framfarabraut að því er ég bezt fæ séð. • VIÐ LEIT AÐ HEIMSINS BEZTA VATNI Hér hefur vinna Jóns aðal lega verið við rannsóknir og kortagerð með tilliti til jarð- hita og mikið af vinnu hans liggur í Reykjanesinu. En hann hefur ekki aðeins hugs- að um heita vatnið heldur og það kalda og farið í vatns- bóaleit um landið þvert og endilangt, allt austan frá Fá- skrúðsfirði norður og vestur með landi og síðan austur Suð urland að Kirkjubæjar- klaustri. —■ Á seinni árum hefur mik ið aukizt að hreppar, skól- ar og einstaklingar fái aðstoð jarðhitadeildar við að leita að góðu, köldu vatni. Vatnsbólum er víða ábótavant, en góð vatnsból eru sérstaklega mik ilvæg í sambandi við matvæla framleiðslu, því hún getur ekki blessazt nema vatnið, sem notað er, sé gott. Og ís- lenzka vatnið er með því bezta, sem til er, og ég tel ekki óhugsandi að vatnið kunni að verða útflutnings- vara — því það er vara, sem ekki fæst á stórum svæðum Evrópu og Bandaríkjanna. Einn minnisstæðasti vatns- leitarleiðangur Jóns var til Raufarhafnar fyrir allmörg- um árum. -— Raufarhöfn stendur við sjó, mjög lágt og lítið um vatn. Ibúarnir höfðu tekið vatn úr tjörn vestur í heiði, sem engan veginn var nógu gott. Eftir nokkrar athuganir ráðlagði ég þeim að bora inni í þorpinu, milli húsa, og leizt nú sumum ekki vel á. En viti menn, það tókst og nú hafa þeir ágætis vatn. Mér er þetta minnisstætt því þetta var eitt af fyrstu verkefnun- um mínum á þessu sviði, þar sem bora varð upp á von og óvon hérna. • RANNSÓKNIR I HEIMAHÖGUM Milli þess að fást við heitt og kalt vatn hefur Jón verið að skjótast austur í Skafta- fellssýslu á æskustöðvarnar til athugana, og m.a. hefur hann skrifað grein um Land Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.