Morgunblaðið - 24.01.1971, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.01.1971, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1971 : Á sólarey j u í skammdeginu MEÐAN skammdegið er í al gleymingi á íslandi og vetrar kuldamir í hámarki dveljast íslenzkir skemmtiferðamenn í góðu yfirlæti á Kanaríeyj- um á vegum Flugfélags ís- lands og una sér vel á bað ströndum í glampandi sól- skini. Tvær ferðir hafa ver'ið farnar á vegum Flugfélagsins til Kanaríeyja frá áramótum, og nokkrir hafa ákveðáð að dveljast þar lengur en þá 15 daga sem venjuleg ferð tek- ur. Sjö fleiri ferðir eru fyrir hugaðar til 29. apríl, þar af ein 22 daga ferð. íslenzkir blaðamenn, sem nýlega fóru til Kanaríeyja í boði Flugfélagsins, komuist fljótlega að raun um það hve mikil tilbreyting og upp lyfting dvöl þar er íslending um í skammdeginu. Hitimin er þægilegur, 20—25 stig, sól skin flesta daga og sjaldan rigning. Slíkar vetrarorlofsferðir eru nýjar af nálinmi og hafa ef til vill ekki vafeið eins mikla athygli sem skyldi. En komið hafa fram hugmynd- ir um, að verkalýðsfélög og fyrirtæki styrki fólk til þátt töku í vetrairorilofsferðum. Á síðasta Alþingi var lögð fram tillaga þingmanina úr öllum flokkum um vetrarorlof, og á yfinstandandi þingi ligguir fyr ir tillaga um, að kannaðir verði möguleikar á að auð- velda almenningi að taka sér vetrarorlof. Með þessum hætti má gera möirgum kleift að stytta vetr arskammdegið, og auk þess eiga margir atvinnu sinnar vregna auðveldara með að táka sér onlof að vetrarlagi en á sumrin. LÁGT VERÐLAG Óhætt er að segja, að fs- lendingar þeir sem dvalizt hafa á Kanaríeyjum séu ánægðir með dvölina. Staður inn, sem dvalizt er á, er Gran Canaria, sem er þriðja stærsta eyjan í eyjaklasan- um, niæsta ey við Tenerife og í honum miðjum. Dvalarstað ir íslendinganna eru tveir, höfuðborgin Las Palmas og ferðamannastaðurinn Playa del Inglés nánar tiltekið Maspalomas. Báðir þessiir stað ir eru á eynnii austanverðri, Las Palmas nyrzt en Playa del Inglés sunnarlega. Flug- völlurinin, Gondo, er miðja vegu milli þessara stáða. Segja má, að Kanaríeyjar hafi upp á flest það að bjóða er ferðamenm hafa áhuga á. Ferðaskrifstofur og flugfé lög um allan heim hafa skipulagt ferðir til eyjanna. En ferðamenn eru lausir við stórborgarys þó að öll nútíma þægindi séu fyrir hendi. Lágt verðlag vekur undr un ferðamanna,, íslenzkra ekki síður en annarra, enda er það óvíða lægra í heimin um. Vörutegundir úr öllum heimsálfum fást á Gran Can aria, og í Las Palmas eru toll frjálsar verzlanir. Oft má semja um lægra verð en gef ið er upp. Vægt verð á sjónvarpstækj um og heimilistækjum vekur ekki hvað sízt athygli ferða- mainna. Flaska af rommi, sem er bruggað á eyjumum, kost ar 45 peseta, en einn peseti er jafnvirði 1,25 ísl. kr. — Flaska af innfluttu rommi kostar 60 peseta. Mikið er flutt inin af matvælum, og kostar dós með danskri skinku 40 peseta. Skjalataska úr krókódílaskimmi kostar 1000 peseta þegar búið er að „ixrútta“. Vaindaðax skyrtur kosta 100 peseta. í höfuðborginnm Las Palm- as, sem hefuir um 250.000 íbúa, eru stórar baðstrendur og glæsilegir næturklúbbar. Hvarvetna hafa risið stór og vegleg hótel á skömmum tíma. Við strætin er urmull af börum, verzlunum og veit ingahúsum, og af svölum hót elanna er fallegt útsýni. — Sundlaugar eru á þökum hót elanna eða í görðum þeiiira. Þjónusta er góð á hótelunum og eyjaskeggjar hafa sérstakt orð fyrir að vera vingjarn- legir. Maturinn er prýðisgóð ur, en sem annars staðar verður að forðast lélega mat solustaðL Playa del Inglés er rólegur og friðsæll staður, sem hent ar vel fjölskyldum. Þar búa íslendiingar í rúmgóðum og mýtízkulegum íbúðum og geta eldað mat sinn sjálfir. Hafvindar, sem leika um Kanaríeyjar, gera það að verkum að veður er aldrei of heitt á sumiriiin og aldrei of kalt á veturna, þótt þær séu skammt firá megiinlandi Afríku og Sahara-eyðimörk- inni. Hitinn fer aldirei niiður fyrir 14 stig í janúar og aldrei yfir 25 stig í septem- ber. Uppi hafa verið getgát ur um, að Kanaríeyjar séu hæsti tindur hins horfna Atl antis, en senfliilegt er talið að þær séu framhald af Atlas- fjallgarðinum í Norður-Afr íku. í janúarmánuði eru venjulega 24 sólardagar á Gran Canaria. FERÐALÖG Blaðamönnum gafst kostur á að fara í skoðunarferð um eyjuna, og er óhætt að segja að landslag og gróðurfar sé fjölbreytilegt. Á Gran Canar ia skiptist á auðn og gróður sæld. Skammt frá dölum með hitabeltisgróðri eru sannkall aðar eyðimerkur, og yfir döl unum gnæfa smæviiþafciln fjöll. Á Gran Canania er mikið um furuskóga og hvarvetna er urmull af ávaxtatrjám. — Mikið blómaskrúð setur svip sinn á eyjarnar. Úlfald- ar, kakfusar, pálmaviður, asn ar og fjölskrúðugt plöntulíf eru meðal þess sem vekur at Séð yfir Las Palmas. V etr ar orlof sf er ðir til Kanaríeyja hygli ferðamannsinis. And- stæðumar em ótrúlega mikl ar með tilliti til þess að Gran Canaria er aðeiins 1530 kílómetirar að flatarmáli. Tal ið er, að plöntutegundir á eynmi séu 1500. Mikið landflæmi hefur ver ið tekið undir bananarækt ná lægt sjónum, enda þrífast bananaflinir ekki í mikilli hæð. Efnahagur eyjaskeggja byggist mest á landbúnaði auk tekna þeirra, sem þeilr hafa af ferðamönnum. Ban- anar eru ein helzta útflutin- ingsvaran, en tómatar koma næstir, Fiskveiðar eru mikið stundaðar á Kanaxíeyjum og aflimin nýttur á alla lund. Fiskifloti eyjaskeggja er stærri en víðast þekkist á Spáini. Engar jámbrautír eru á Gran Canaria, en ágætt vega kerfi. Nýlega tók íslending ur bíl á leigu og ók umhverf is eyjuna, en vegirniir voru slæmir á kafla. Nýtázku ak- braut liggur frá Gondo-flug velli til Las Palmas, og um flugvöllimn em ferðir til margra staða í Evrópu, Afr- íku og Ameríku. Höfnin í Las Palmas, sem kallast Puerto de La Luz, er meðal hinna stærstu í heimi, og þangað em stöðugar kom ur flutningaskipa, olíuskipa og farþegaskipa hvaðanæva að úr heiminum. Þanniig er Gran Canaria í beinu sam- bandi við borgir á Spáni, öðr um Vestur-Evrópulöndum, S- Ameríku og Afríku. GÖMUL MENNING Segja má, að ferðamenn eigi erfitt með að gera sér grein fyrir því sem bíður þeirra á Gran Canafia. And stæðurnar eru miklar, og alls staðar mætast gamli tím iran og sá nýi. Enm eimiir eft ir af gömlum áhrifum. — Gömul hús og byggingar virðast vera í stíl, eem sam einar spænskan og suður- amerískan byggingarmáta Nokkrir Islendingar á Playa del Inglés líkt og sjá má í Bandaríkj unum, þar sem spænskra áhrifa hefur gætt. f gömlu hverfunum í Las Palmas og sérkeönilegum gömilum bæ skammt þar frá, Teror, ber mikið á svölum úr fallega út skonnum viði og fallega út- skonnum hurðum. Slíkar hurðir eru jafnvel í nýtízku hótelum. Hreinlæti íbúamna á Gran Canaria vekur athygli ferða maransins. Öll hús virðasþ vera nýþvegin og máluð. Verkamenn koma snyrtilega klæddir heim úr vinnu og bera viinnufötin í litlum tösk um. Fólkið í Gran Canaria er einstaklega þægilegt í við móti og ljúfmannlegt. Með því hefur varðveitzt sérkemni leg menning, sem virðist sambland af innlendri menn ingu og spænskri, auk þess sem suður-amerísk áhnif virð ast greiindleg. Sumir söngvar eyjaskeggja virðast hafa vairðveitzt frá dögum þeirrar meniningar er ríktó fyrir komu Spánverjanina þangað á ofanverðni 15. öld. Á Gran Canaria er maxgt sem minnir á sæfaranin Kól umbus, sem kom fjórum sinn um til Kamaríeyja. Skammt frá Playa del Inglés er stór viti, þar sem Kólumbus varp aði akkerum er hanin fór síðustu ferð sína tíl Ameríku. Sjóræningjar héldu uppi stöð ugum árásum á eyjannar á 16. öld, Hollendingar gerðu strandhögg um aldamótín 1600 og Bretar rúmlega hálfri öld síðar. S'íðustu árás ina gerði Nelson árið 1797 og milsisti þá hægri höndina. Sagá eyjaskeggja er for- vitmileg á margan hátt. Ekk ert er vitað um uppruna frumbyggjanina, sem hafa fyrir löngu runnið saman v'S Spániverja. Frumbyggjarnir kölluðust Guanche, bjuggu í hellum, sem enn má sjá víða á Gran Canaria og lifðu frum stæðu lífi. Menn hafa getið sér þess til að þeir hafi upp hiafilaga vemið Föraiikíumorun, Kanþagóoniemm eða Egyptar. Skemmtilegasta tólgátan er sú, að frumbyggjanniir hafi verið norrænir víkingar, enda er því jafnan haldið fram á Gran Canaria að þeiir hafi verið ljósir yfirlitum. G. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.