Morgunblaðið - 24.01.1971, Page 20

Morgunblaðið - 24.01.1971, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1971 UMSJON: JENS R. INGOLFSSON Þá sagði Gunnar ... Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið orðrómur um vænt- anlegrar breytingai í helztu pop hljómsveitum iandsins. Einkum Eiefur þó verið rætt um fram- tið þeirra Gunnars Jökuls Hákonarsonar og Karls Sig- hvatssonar. Á timabili leit út fyrir að þeir færu í hljómsveit með Jóhanni G. Jóhannssyni úr Óðmönnum, Þórði Árnasyni, er eitt sinn lék á gitar með l.itla Matjurtagarðinum og Tómasi Tómassyni, sem lék með Mods. Hljómsveitinni var spáð miklum frama þvi aliir eru þessir menn framariega i röð okkar beztu pop-hljóðfæraleikara. Um svipað leyti var Trúbrot einnig í sviðsljósinu. Hljómsveit Ln hefur farið mjög hnignandi undanfarið hálft ár. Var talið að hljómsveitin væri að leysast upp. Gunnar Þórðarson var sagður á leiðinni í Ævintýri, Magnús Kjartansson átti að endurvekja Júdas. Um Rúnar Júliusson og Ólaf Garðarsson var ekkert sagt, nema þá helzt að þeir ætluðu að leggja hljóð- færin á hilluna. En fyrir tíu dögum fóru mál- in að skýrast. Gunnar Þórðar- son vildi reisa Trúbrot úr dvala, í stað þess að fara yfir i Ævin- týri. Hann bauð því Gunnaré Jökii og Karli Sighvatssyni að koma yfir í Trúbrot. Eftir nokkra umhugsun ákváðu þeir Gunnar og Karl að taka boði Gunnars Þórðarsonar. Óiafur Garðarsson , sem verið hefur trommari Trúbrots í hálft ár, hættir núna um helgina, en Magnús Kjartansson ætlar að verða sér úti um rafmagnspianó hið skjótasta. En hér eftir verð ur Trúbrot þannig skipað: Gunn ar Þórðarson, gítar, Rúnar Júlí- usson, bassi, Karl Sighvatsson, orgel, Magnús Kjartansson, raf- magnspianó og Gunnar Jökull trommur. Jaínframt lætur Erl- ing Björnsson af störfum sem umboðsmaður og framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar. Við náð- um tali af Gunnari Jökli skömmu eftir að endanlegar ákvarðanir höfðu verið teknar. — Jæja Gunnar, hvernig lízt þér á þessar Dieytingar? — Eg verð að segja, að mér lizt mjög vel á þá hljómsveit, sem við byrjum með eftir heigina. Þó að ég hafi spilað með þeim flest- um áður, þá eiru þeir um margt nýir menn, hálft ár er liðið sið- an við spiluðum síðast saman og menn breytast á skemmri tíma en hálfu ári. — Er einhverra breytinga að vænta á lagavali hljómsveita'r- innar. — Það mun tíminn einn leiða í ljós. Trúbrot er núna samnings bundið í Fást. Líklegast tökum við Kalli við þar eftir helgina, en Þjóðleikhúsið mun verða eini staðurinn, þar sem Trúbrot kem- úr fram næsta mánuðinn að minnsta kosti, þvi öðrum tíma verður varið til æfinga. Við ætl- um að reyna að flytja sem mest okkar eigin lög, þó að þau verði í minni hluta þess efnis, sem við flytjum á dansleikjum. Annars er það mjög nauðsynlegt fyrir okkur erlendis að vera með okk ar eigin lög. Ég get nefnd það sem dæmi, að þegar við fórum fyrst í Revolution skemmtistað- inn í Kaupmannahöfn, þá vökt- um við athygli vegna eigin laga, en þegar við komum með okkar útsetningar á lögum ann- arra þá var jú sagt, að þetta væru athyglisverðar útsetning- ar, en heldur ekki meir. Næst þegar hljómsveitin fer utan munum við einbeita okkur að okkar eigin músik. — Hefur það aldrei komið til mála að þið færuð erlendis í eitt ár eða svo og reynduð að skapa ykkar nafn á erlendum vettvangi. — Nei, við viljum heldur fara út svona tvisvar til þrisvar á ári og koma fram sem íslenzk pop- hljómsveit, í stað þess að lifa við sult og seyru í svo og svo langan tíma og þurfa að berjast áfram eins og þarlendar hljóm- sveitir. Það er ekki eins auð- velt og margir halda að komast áfram í pop-bisness úti. — Nú varð það svo, að söngur inn á siðustu Trúbrotsplötu var gagnrýndur og jafnvel kallaður hvísl. Er væntanlegur nokkur nýr söngvari i hijómsveitina? —- Nei, hérlendis er ekki til neinn söngvari, sem jafnast á við meðalgóðan söngvara er- lendis. Svo er þessi söngmáti, sem einhver hefur kailað hvisi svolítið sérstæður og jafnvel skemmtilegur. — Fyrir rúmu ári voru allir í Trúbrot nema þú uppvisir að neyzlu tnarijuhana. Ertu mótfall inn neyzlu fíknilyfja. —- Nei, ég vil ekki banna nein- um að neyta þeirra, en ég áiít að neyzla þeirra hafi iamandi áhrif á þjóðfélagið. Fólk verður sinnuiausara, þegar það hefur neytt cannabis að staðaldri. Hættan er sú að fólk fari að byggja á þessum lyfjum og að lokum geti það ekkert gert án þeirra. En ég tel ekki rétt, þeg- ar einhverjir kauphéðnar úti í bæ eru að básúna vandlætingu sína á neyzlu þessara efna, verzl unum sínum til hagsbóta. Það held ég að í sumum tilfellum geti haft þveröfug áhrif. — Fyrir skömmu var fulltrúi ungu kynslóðarinnar valinn. Hvað viltu segja um það? — Ja, mér fannst fyrirkomu- iag þessarar keppni i einu orði sagt hlægilegt. Þarna voru sam- ankomnir menn i kjól og hvitu, sitjandi yfir dýrindis veizluföng um og drekkandi kampavín, á samkomu þar sem velja skal full trúa fyrir þá kynslóð, er hafn- að hefur öllu slíku. Ungt fólk í öllum löndum á eitt sameig- inlegt, það er tónlistina. Tón- listin hefur sameinað unga fólk ið í friðarbaráttu þess. Mér finnst sjálfsagt að pop-hljóm- sveitir, sem hafa geysimikil áhrif í heiminum beiti áhrifum sínum til góðs. Ég hef að vísu ekki verið sjálfur viðstaddur einhverja af þessum stóru pop- hátíðum erlendis, en ég hef trú á þvi, að slikar hátíðir sameini ungt fólk í framfaraviðleitni þess. Nú hin síðnstu ár hafa ýmsir aðilar notað pop-hljómsveitir mikið til að komast í samband við æskuna, ef svo má að orði komast. Þetta er um margt eðli- leg þróun, en ég er ekki jafn hlynntur því að einstakir þröngir hagsmunahópar virki þessi áhrif sem pop-hljómlistin hefur í þjónustu þröngra eiginhags muna, en þvi miður stefnir allt í þá átt. Ég nefni sem dæmi sam- komur fyrir friði í Víetnam. Ég er fús að spiía hvenær sem er á samkomum til stuðnings friði í Víetnam, samkomum sem gætu vakið athygli fólks á þvi að í annarri heimsáifu eru meðbræð- ur okkar að drepa hverjir aðra. En ég er ekki hrifinn af þvi, ef einhver ræðumaður á slíkri há- tíð heldur þvi fram, að Viet Cong verði að drepa alla Bandaríkja- menn til þess að friður komist á eða öfugt. — En svo að við víkjum nú talinu að öðru, ertu hlynntur vin sælda kosningum eins og þær tíðkast hérlendis? •— Nei, ég er ekki hrifinn af vinsældakosningum. Það er i sjálfu sér ekkert takmark að vera kosin vinsælasta hljóm- sveitin. En við ætlum að stefna að því, og ég undirstrika það, að verða bezta hljómsveitin hér- lendis, þó það kosti þrotlausa vinnu. — Að lokum Gunnar, hvernig eru kjör íslenzkra pop-liljómlist armanna? — Þau eru mjög léleg. Fyrir nokkrum árum var eitthvað upp úr þvi að hafa að spila i beat- hljómsveit, en það er liðin tið, Við erum á sama taxta og kall- ar, sem kunna að spila svona tuttugu lög og hafa spilað þau síðastliðin fimm ár. Þeir bæta kannski einu lagi á prógramm- ið á tveggja mánaða fresti, og hafa hljóðfæraleik aðeins sem aukavinnu. Viðo sem þurfum að æfa á milli tuttúgu og þrjátiu tíma á viku til þess að fá vinnu, getum alls ekki og höfum ekki efni á þvi að vera á sama taxta og þessir menn. Þó að við spil- um fjögur kvöld í viku höfum við tæplega Dagsbrúnar kaup fyrir alla okkar vinnU og æf- ingar yfir vikuna. Fjárhagur inn hefur verið svo bágborinn, að við höfum ekki einu sinni efni á að fá okkur mannsæm- andi æfingarpláss. Trúbrot tók á leigu fyrir nokkru lekan bíl- skúr vestur i bæ til að æfa í. Við höfum unnið þar á hverjum degi við að gera skúrinn upp, svo að hægt verði að æfa þar. Allt annað húsnæði er of dýrt. sok^abuxur^ ^ ÖGEEYMANEEGAF^ u UTAVER LITAVER augíýsir Til hagræðis fyrir þá sem eru að byggja, breyta eða bæta veitum við Litavers stórafslátt af öllu vinyl veggfóðri næstu 2—3 vikur. Glæsilegt litaúrval. Sendum um allt land gegn póstkröfu. LITAVER. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðsins 1970 á hluta í Laugavegi 71, þingl. eign Sigríðar M. Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri, fimmtudag 28. janúar 1971, klukkan 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.