Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 Kennaraskortur H j úkr unar skólans gagnfræðaskólastúlkur sér til | neytanna á því að bæta úr aðstoðar. Hefst nú á Alþingi sá | kennaraskortinum með þvi a3 þáttur ráðherra, sem borgurum klina erfiðleikum skólans á — og vandinn að f inna vandann Hugleiðingar borgara við sam anburð á yfirlýsingu Mennta- málaráðuneytis og framkomnum ummælum ráðherra á Alþingi og í f jölmiðlum. Þá er „vandinn" fundinn, skv. yfirlýsingu Menntamálaráðu- neytis í Morgunblaðinu og Alþ. blaðinu 27.3.’71. Fór sem flesta grunaði, að þar væri kennara- skortur einn á ferð. Eftir að ráðherrar hafa með orðskrúði og i dularfullum vé- fréttastil á Alþingi rætt um „vandann að finna vandann" og persónuleg stjórnunarleg vanda mál, hverra lausn væri vand- fundin, eru þeir loks komnir að kjarna málsins. —Það er vandi að finna svo augljósan vanda sem kennaraskort, sérstaklega þar sem þessi skóli virðist ekki vera einn um hann. Vissulega er það gott fyrir okkur borgarana að heyra að háttvirtir ráðherrar hafa loks- ins komið auga á vandamál skólans. Það er auðvitað fyrsta skilyrðið. Annað er svo það að leysa vandamálið. Það er raun- ar auðvelt mál og hefir ailtaf verið, þvi vandi sá og lausn hans liggja í ráðuneytunum sjálfum. VANDINN ER SEM ,SÉ LAUNASPURSMÁL OG EKKERT ANNAÐ Skortur á kennaramenntuðum hjúkrunarkonum hefir um langt árabil háð skólanum. Mennta- málaráðuneytið hefir dauf- heyrzt við beiðnum skólans um að leysa það mál með því að láta ógert að gera slíka kennara- menntunarleið aðgengilega og mögulega með betri launakjör- um, að námi loknu og með styrkj um og/eða lánum meðan á námi stendur. — Hjúkrunarkonur gera það nefnilega ekki að gami sínu (þó að örfáar geri það af idealisma) að leggja í dýrt framhaldsnám, allt að 2ja ára langt, og fá svo sem hjúkrunar- kennarar næstum sömu laun og áður sem hjúkrunarkonur. Er því ekki hægt að byggja á slíku til að fá þá kennara með hjúkrunarkennaramenntun og réttindum, er þarf til að full nægja kröfum og skyldum skól- ans I kennslustarfinu. Þetta hafa ráðherrar alltaf vitað. Samt hefir þetta bjargazt með ómannúúlegu yfirvinnuálagi á kennara og skólastjóra um ára- bil. Það er einnig aðal ástæðan fyrir því, að nokkrir kennarar hafa gefizt upp á því að starfa undir slíku álagi. -— Við athug- un, sem gerð var af tveim vel- unnurum skólans fyrir réttum tveim árum á þessum og öðrum launamálum skólans og lögð var fyrir menntamála- og fjármála- ráðuneytið, kom þetta í ljós: Hjúkrunarkennarar höfðu þá byrjunarlaun i 17. launaflokki, tæp 14 þúsund kr. á mánuði. Hjúkrunarkonur höfðu þá, beint úr skóla, laun i 15. launaflokki, tæpar 13 þúsund kr. á mánuði. — Það var því til lítils að vinna að leggja i dýrt íramhaldsnám. Hjúkrunarkonur gátu án þessa auðveldlega náð upp þessum launamismun og vel það með nokkru vaktaálagi, hvað kenn- arar ekki geta. Kennari er ekki laus, þegar farið er úr skólan- um. Heimaverkefni er ólokið og undirbúningi kennslu næsta dags sömuleiðis. — Það var því augljóst, að greinilegur munur þyrfti að vera á launum hjúkr- unarkennara og hjúkrunar- kvenna, svo til einhvers væri að vinna með allt að tveggja ára framhaldsnámi. — Þarna liggur hundurinn grafinn. Ráðuneytið sinnti ekki þess- ari athugun og ábendingu fyrir tveim árum. Væri þó betur að gert hefði verið. Nýir kennarar væru þá trúlega að koma nú og ráðuneyti, skóli og sjúkra- hús hefðu líklega losnað við leiðindi þau, sem nú hafa orðið, öllum til ógagns. — Lítil hætta var á að umrædd launahækkun til hjúkrunarkennara hefði orð- ið verulegur baggi á ríkissjóði, þar eð það hefði alltaf orðið fá- mennur hópur. En vitað var, að stór sjúkrahús voru þá smám- saman að taka til starfa og þess vegna mikil þörf á fullum af- köstum skólans. — Þetta mál hefir ráðuneytið vanrækt að leysa, svo einfalt sem það er, þó að ljóst sé, að þarna muni vera „lykillinn" að nauðsynlegri og fullnægjandi menntun nægilega margra hjúkrunarkvenna. Með nýrri skipan i launa- flokka nú mun þó nokkur bót verða á þessu ráðin, en slikt verkar ekki aftur fyrir sig og kemur ekki að gagni í þessu Vil kaupa traktors gröfu Tilboð sem tilgreinir tegund og verð, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „7068". Atvinna Iðnfyrirtæki óskar að ráða konu til almennra skrifstofustarfa sem fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25. apríl merkt: „Skrifstofustarf — 7069". Deildorhjúkrunarkona óskast nú þegar að Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði. Upplýsingar í sima 50281 og hjá yfirhjúkrunarkonunni, Helenu Hallgrímsdóttur, sími 13444. FORSTJÓRINN. efni fyrr en eftir nokkur ár. Fyrst þarf að finna hjúkrunar- konur, sem vilja fara til kenn- aranáms erlendis, síðan útvega skólavist, en þeir skólar, sem hér eiga við, eru mjög umsetn- ir og loks tekur námið sjálft allt að tveim árum. Vandi skólans er því enn óleystur um nokkur ár vegna vöntunar á skilningi ráðuneytis á sérstöðu skól- ans og nauðsyn á fullum afköst- um hans, er leysa hefði mátt með aðgengilegri kjörum kennara og námsstyrkjum. Það er þó gott, að loks kemur fram yfirlýsing Menntamálaráðuneytis í dag- blöðum, þar sem vandamál skói- ans eru tekin til skynsamlegr- ar og sanngjarnrar yfirvegunar og ráðuneytinu sæmandi. Þar segir svo í lið 5: „Hjúkrunarkonur hér á landi með kennararéttindi eru ekki nema um einn tugur og helm- ingur þeirra búsettur utan Reykjavíkur. Kennaraskortur er því aðalvandaniál skólans. Ef nægilega margir sérmenntaðir kennarar fengjust, væri unnt að hafa 30 nemendum fleiri í skól- anum og myndu þá um 10 fleiri geta útskrifazt á ári.“ Þetta er gott að gera sér ljóst, þótt of seint sé til að bæta strax úr nú- verandi ástandi. — Starfsliði og kennslukröftum skólans hefir ekki fjölgað í hlutfalli við mjög aukna kennslu og fjölgun nem- enda úr 80 í 230. Kennarar og skólastjóri hafa lagt á sig tvö- falt starf til að verða við óskum ráöuneytis og þörfum sjúkra- húsa um fleiri hjúkrunarkonur. Slíkt er aðeins hægt um tak- markaðan tíma. En sé ekki aukn um nemendafjölda fylgt eftir með auknum kennarafjölda með kennaramenntun, gerist auðvit- að annað af tvennu: kennarar gefast upp eða fást alls ekki, ellegar fækka þarf nemendum svo starfið verði viðráðanlegt. Þetta er einmitt það, sem hefir gerzt, fækka varð nemendum til þess að kennarar gætu haldizt við í starfi. 1 skólanum munu nú vera um 210 nemendur. í sambærilegum skólum á Norðurlöndum er talið hæfilegt að 15—20 nemendur séu á kennara, þ.e. hér ættu því að vera við Hjúkrunarskólann 11—14 hjúkrunarkennarar, en eru 6 (af þeim þó aðeins 2, sem hafa kennaramenntun, utan skólastjóra). Umfram þá tölu, 15—20 á kennara, eru allir Norð urlandaskólar með fjölda tíma- kennara. Hjúkrunarskólinn hér þó með tiltölulega flesta, þ.e. yfir 30, mest lækna og aðra sérgreinakennara. Með slíkum fjölda stundakennara er geysi- legt starf að koma öllu saman á stundaskrám. Allir vita hve læknar eru uppteknir og erfitt að ná til þeirra. En þannig hef- ir þó verið reynt að bæta nokk- uð úr kennaraskortinum, þó sízt muni það kostnaðarminna í launagreiðslum en nægileg- ur fjöldi fastra kennara. —O— Hér hefir verið gerð nokkur grein fyrir vandamálum skólans og orsökum þess ástands, sem nú er í þessum málum. Það hef- ir komið hér fram, að sá veld- ur er valdið hefir, þ.e. yfir- stjórn skólans, Menntamála- og Fjármálaráðuneytin, (það síðar- nefnda ræður mestu um fjárveit ingu til skólans). Auðvitað hafa þau yfirvöld getað séð fyrir að hverju stefndi, ef dregið væri úr hömlu að leysa þessi mál. Málefni skólans hafa árum sam- an verið augljós og á dagskrá og til umræðu i allan vetur á Alþingi. Annar flokkur stjórnarand- stöðu tekur allt í einu málið upp og er það vel. Nokkrir blaðamenn blása málið upp og rangfæra því miður, fá jafnvel er nokkuð óskiljanlegur. — Heil brigðismálaráðherra verður til svars, (þótt skólinn tilheyri ekki hans ráðuneyti, heldur Mennta- málaráðuneytinu). Segir: 1. Nægir kennarar. 2. Fjárveiting ekki fullnotuð. 3. Nægt húsrými. 4. „Vandinn er því að finna vandann." Svona fullyrðingar eru nú ekki skemmtilegar frá ráðherra á Alþingi, þegar þær reynast næstum allar rangar. Skulu nú þessar fullyrðingar athugaðar nánar. 1. NÆGIR HJÚKRUNAR- KENNARAR, en vilja bara ekki kenna við skólann: — Samkvæmt áður nefndri yfirlýsingu Menntamála ráðuneytis eru þeir um einn tug ur á landinu, 5 búsettir og við störf utan Reykjavíkur og hef- ir ekki tekizt að lokka þá að skólanum til þeirra lágu launa- kjara, sem lýst er hér að fram- an. 6 eru í Reykjavik, þar af 2 fastakennarar skólans, 3. er skólastjóri, 4. stundakennari við skólann, 5. sinnir aðstoðarfor- stöðukonustarfi við Borgar- spítalann, trúlega léttari og bet ur launuð staða, 6. starfar á sjúkradeild. — Hvar eru þá allir þessir fáanlegu kennarar? Ráðherra getur tæpast bent á þá. Fullyrðing þessi er því röng. 2. FJÁRVEITING EKKI FULLNOTUÐ Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra ríkisspitalanna, sem hefir á hendi reikningshald skólans, stendur málið þannig. Hjiikrunarskóli íslands. Yfirlits tölur úr ársreikningum og bráða birgða uppgjöri: kennara og skólastjóra og þann ig bjarga andlitinu. Þarna á vandinn að vera fundinn og heit ir „persónulegt vandamál, bund ið ákveðnum persónum við skól- ann.“ Slíkt er víst kallað gróu- sögur og dylgjur og hefir aldrei þótt gott, sízt á Alþingi um mál- efni, er svo mjög varðar velferð allra landsmanna. Mælirinn er nú fullur hjá þol endum slíkra orða. — Bréf kem- ur til ráðherranna og formanna þingflokka, frá kennurum skól- ans, þar sem málin eru skil- merkilega rakin og gefið í skyn, að verði skólinn ekki hreinsað- ur af framangreindum áburði, verði um fjöldauppsagnir að ræða af hendi kennslukrafta og verði þá „vandi“ ráðhérranna fyrst vel finnanlegur. Bréf þetta eitt ætti að nægja til að afsanna, að um sérstök vanda- mál sé að ræða innan skólans, fremur en annarra stofnana. Er nú söðlað um hjá ráðherr- um. Menntamálaráðuneytið birt- ir yfirlýsingu þá, er getið var um í upphafi og undirstrikar: „Kennaraskortur er aðal vanda- mál Hjúkrunarskólans." Er það vel. — En áheyrendur alls þessa spyrja: Hvers vegna allur þessi skollaleikur? Hví ekki að leysa þetta mál án alls þessa? Fyrst það hefur verið vanrækt til skaða fyrir alla þá, er njóta eiga á erfiðleikatímum ævinnar, þegar sjúkleika ber að, þá verð ur að leysa það nú og má ekk- ert til spara. Flestir vita, að þetta er góður skóli, vel stjórn- að og þaðan koma góðar hjúkr- unarkonur, þótt þær séu of fá- ar. — Áburður og dylgjur um skólann og stjórnendur hans eru því ráðherrum ósæmandi. Þær Gjöld umfram Avísað úr Aætluð um- Skuld tekjur ríkissjóði framgreiösla 1. jan. 1968 ........................................ 1.454.737.00 Á árinu ’68 8.206.260.— 6.657.600.— .... 3.003.397.00 — 1969 10.508.390.— 12.961.898,—............. 549.889.00 — 1970 .................... . . . x) 1.278.000,— 1.827.889.00 x) Hæktoun gjalda vegna launahækkana, sem komu til afgreiðslu I des. ev ekki með í þessari tölu. Eins og sjá má af þessu er skuld eða fjárnotkun umfram fjárveitingu orðin 3 milljónir í lok árs 1968. Til að mæta þess- ari umfram greiðslu er ávísað úr ríkissjóði 1969 tæplega 2y2 milljón umfram áætlun. Eftir er þó rúmlega % milljón af skuld- inni. 1970 er umfram greiðsla áætl- uð rúml. 1,2 milljónir. Rekstur skólans fer því um 4 milljónir fram úr áætlun á s.l. 3—4 árum, að meðaltali 1 milljón á ári: Fullyrðing ráðherra er þvi röng. Nú skal því þó ekki haldið fram, að ráðherra gefi rangar upplýsingar vitandi vits. Spyrja mætti, hvort þær stafi frá ráðu- neyti hans vegna ókunnugleika á máli þessu. Einhver mistök virðast i öllu falli hafa orðið þarna. 3. HÚSRÝMI SKÓLANS ONOTAf) A» 40% Um % heimavistarherbergja mun vera ónotaður og stafar af því að vegna hinnar miklu að- sóknar að skólanum, hefir skóla nefnd horfið frá því að skylda nemendur til að búa í heimavist, en margir þeirra eiga heima í Reykjavik. Það er því af val- frelsi nemenda komið. Þetta er ekki kennslurými og hefir ekk- ert með kennaraskortinn að gera. Hins vegar er kennslu- rými fyrir hendi fyrir þá 20 nem endur, er fækka varð um, úr 230 í 210. — En það ættu þá að vera um 9% kennslurýmis. Fullyrðing ráðherra er að þvi leyti rétt. 4. „VANDINN AÐ FINNA VANDANN" Spaklega mælt, skemmtilegur orðaleikur og kannski ekki óeðli leg ályktun, ef fyrri fullyrðing- ar hefðu staðizt. Þetta er þó einn óskemmtilegasti þátturinn í meðferð málsins. Nú virðist eiga að hylma yfir vanrækslu ráðu- hafa ekki verið bornar til baka, né heldur upplýst hið rétta um önnur atriði, s.s. um reksturs- halla í stað ónotaðrar fjárveit- ingar. Þess vegna m.a. þessi skrif okkar velunnara skólans. Þó ber að 'gleðjast yfir lokanið- urstöðu yfirlýsingarinnar: „Ráðuneytið tekur fram, að skólastjóri og skólanefnd Hjúkr unarskóla Islands njóta fyllsta trausts ráðuneytisins og er al- gjör samstaða milli skólanefnd- ar og skólastjóra um afstöðu til málefna skólans. Telur ráðu neytið þessa aðila hafa lagt sig fram um að leysa þann vanda, sem að hefir steðjað. Ráðuneyt- ið mun í samráði við skólanefnd og skólastjóra vinna að því að unnt verði á næsta hausti að fjölga nemendum Hjúkrunarskól ans sem mest.“ Þessari yfirlýsingu viljum við borgarar og velunnarar skólans gjarna mega treysta, þrátt fyr- ir allt, sem á undan er gengið. Hún er að vísu svolítið slöpp í endann, þ.e., fróðlegt væri að fá að vita hvernig „fjölga á nem- endum Hjúkrunarskólans sem mest." Ekki verður það gert með núverandi kennaraaðstöðu. Er t.d. fyrirhugað að gera kennara starfið verulega eftirsóknarvert með góðum launum, námsstyrkj um og/eða námslánum, og bæta þannig úr þeim galla, sem rætt var um i upphafi og er undir- rót og ástæða kennaraskortsins? Áhugi borgaranna er vakinn fyrir flelri raunhæfum aðgerð- um og færri revíum á Alþingi, svo þessi mikilvægi skóli okkar geti starfað i friði og leyst að fullu sitt vandasama hlutVerk. Reykjavík, 9. apríl 1971, Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, Jóhann Hannesson, prófessor, (báðir stundakennarai við skólann) Sigurjón Sveinsson, arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.