Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 Guðmundur Hermann Friðfinnsson — Kveðja Fæddur 23. ágúst 1910. Dáinn 12. april 1971. Óttastu ei! Sú hðnd er mild og hlý, sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn. Sjá! Nóttin dvínar, dagur ris við ský, því dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Þessi orð komu mér fyrst I hug, er ég frétti hið sviplega frá fall vinar míns, Guðmundar H. Friðfinnssonar, þvl þau voru eins og töluð út frá hans eig- in munni. Hann sem alla tíð var svo sterkur og æðrulaus, leit raunhæft á lífið, og trúði þvi í einlægni að bak við nótt dauð- ans, risi dagur framhaldslífs og áframhaldandi þroskabraut. Guðmundur varð bráðkvadd- ur að kvöldi annars páskadags, er hann var staddur í ferming- aiveizlu hjá vinafólki i Tjarnar café. Var liðið nær miðnætti þetta kvöld, er Guðmundur gekk út til þess að anda um stund að sér tæru kvöldloftinu. Úr þeirri för kom hann ekki aft- ur. Skyndilega hafði dauðinn vitjað hans og hann verið kvaddur í aðra og lengri för, för hins eilífa lífs. Guðmundur var rúmlega sex- tugur, er hann lézt, og því enn á miðjum aldri, fæddur 23. ágúst árið 1910 að Kjaransstöðum í Dýrafirði, elztur af 12 böm- um merkishjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Friðfinns Þórðar- sonar bónda að Kjaransstöðum. Þau hjónin Jóhanna og Frið- finnur voru bæði af góðu bergi brotin. Jóhanna ættuð þar úr nágrenninu, myndarleg kona og sköruleg til allra verka. Frið- finnur og faðir hans voru báð- t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir og amma, Josefine Charlotta Olsen, Skeggjagötu 7, andaðist 20. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Jónsson. t Bróðir minn og mágur, Sigurður Gylfi Sigurðsson, Herjólfsgötu 6, Hafnarfirði, andaðist að kvöldi þess 19. þ.m.. Útför fer fram frá Þjóðkirkj- imni í Hafnarfirði laugardag- inn 24. þ.m. kl. 11 f.h. Sjöfn Sigurðardóttir, Baidvin Einarsson. ir dugmiklir bændur að Kjarans stöðum. Þeir voru einstaklega handlagnir, og til marks um það, má geta þess, að þeir smíð- uðu sjálfir báta sína einir, en nokkra smáútgerð munu þeir hafa rekið sem búbjörg með bú- skap sínum. Guðmundur hefur eins og að likum lætur, sem elztur barn- anna, orðið að leggja fram krafta sína til heimilishaldsins, og hefur áreiðanlega þar ekki legið á liði sínu. Hann hafði erft handlagni og listhneigð forfeðra sinna og var jafnvígur bæði á tré og jám. Hann smíðaði einn- ig sína báta sjálfur og þótti með afbrigðum ráðsnjall og úrræða- góður og skörulegur og hjálp- fús sem móðir hans. Guðmundur hafði þvi gott veganesti er hann fluttist um tvi tugsaldur búferlum frá Kjarans stöðum til Reykjavíkur, og hugði á sémám í einhverri iðn grein. Fór það svo að hann hóf nám í pípulögnum og hafði meist araréttindi í þeirri grein. Löng- um vann hann sjálfstætt að þess ari iðngrein án aðstoðarmanna, en nemendur hafði hann stund- um á fyrri árum. Þann 13. nóvember 1937 gift- ist Guðmundur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Áslaugu Magnús- dóttur, og hafa þau jafnan átt heimili sitt i Reýlíjavik þar til fyrir 3 árum, er þau fluttust I ný byggt hús sitt við Mánabraut 1 í Kópavogskaupstað, en það hús byggði Guðmundur að mestu sjálfur í frítimum sínum. Hið fagra hússtæði við Kópa- voginn minnti hann á æskustöðv ar hans að Kjaransstöðum, enda hafði hann orð á því, að þar vildi hann eyða elliárum sínum við nið sjávarins og fagurtlands lag. Heimili þeirra Áslaugar var rómað myndarheimili, þar sem systkini hans og aðrir ættingj- ar úr sveitinni áttu víst athvarf er þau komu til bæjarins. Ann- ars missti Guðmundur móður sína fyrir 9 árum, en föður sinn löngu áður og nú er Guðmundur sjálfur fimmti bróðirinn sem fell ur í valinn. Eftir lifa þá 5 bræð- ur og 2 systur. Ég kynntist Guðmundi fyrir nálega 20 árum, og hefur hann alla tíð siðan verið einn af mín- um beztu vinum og heimilis míns. Guðmundur var hár maður og t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður, Braga Ingólfssonar. Hólmfríður Finnsdóttir, Ingólfur Pálsson og systkini hins látna. sviphreinn, einarður og rökfast- ur, mælskur á mannfundum, en Utt gefinn fyrir að trana sér fram eða hampa mannkostum sin um. Engu að síður var eftir hon- um tekið, því mannkostir hans komu skýrt í Ijós í öllum hans verkum. Hann var því eftirsótt- ur starfsmaður og naut trausts starfsbræðra sinna, enda vel til stjórnunar — og forystu fall- inn. Samt sem áður var heimilið fyrst og fremst hyrningarsteinn lífs hans, og hann þreyttist aldrei á að prýða það og fegra hvar sem það stóð. Kona hans og einkasonur þeirra, Magnús, garð yrkjufræðingur og sérfræðing ur í blómaskreytingum, hjálpuð- ust líka að við þetta uppbygging arstarf. Magnús rekur nú blóma búð að Álftamýri 7 hér í borg með myndarbrag. Guðmundur var sérstaklega barngóður maður, enda sóttust börn eftir návist hans, og fóru min böm ekki heldur varhluta af þvi. Hann tók hiklaust ætið málstað lítilmagnans, og þoldi ekki að mönnum væri gert rangt til. Sannleiksást og heiðarleiki voru honum í blóð borin. Ljóð- elskur var Guðmundur og víð- lesinn. Hann kunni utanbókar kynstrin öll af ljóðum, sögum og sögnum, enda bráðminnugur og skarpskyggn. Sjálfur gat hann ort kvæði eða botnað vísur á svipstundu ef hann þurfti þess, en lítt hélt hann þessum mann- kostum á loft fremur en öðrum. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannfundum og í hópi vina sinna og félagslyndur. Hann var tryggur vinur vina sinna og hjálpfús, og aldrei man ég eftir því öll okkar kynni, að ég hafi beðið hann um nokkurt verk, sem hann ekki vann með gleði. Hann var ætíð boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd og á þetta bæði við á tímum sorg- ar og gleði. Aldrei var Guð- mundur svo þreyttur eða hvíld- arþurfi að ekki mætti kalla til hans ef eitthvað þurfti að lag- færa, enda þótt venjulegu dags- verki hans væri lokið. Vissu- lega hefur Guðmundur oft ver- ið þreyttur, eftir erfið og eril- söm störf, einkum á síðari ár- um, enda vann Guðmundur aldrei raunverulegt eins manns verk, heldur margra, ef störf hans í frítímum eru meðtalin. Samt kvartaði hann aldrei, og gat jafnvel klætt sig upp úr rúminu til að vinna aðkallandi störf, sem vinir hans þurftu með. t Amma okkar og systir, Þórunn Rögnvaldsdóttir, Hjallavegi 52, er andaðist í Borgarspítalan- um 14. apríl, verður jarðsung- inn föstudaginn 23. apríl kl. 1.30 frá Fossvogskirkju. Þórunn Axelsdóttir Kvaran, Þórir Ólafsson, Jón Rögnvaldsson, Kristinn Rögnvaldsson, Rögnvaldur Gunnlaugsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okk- ar og bróður, Guðmundar Kristjánssonar, húsasmíðameistara, Mýrarhúsaskóla- Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Helgi Kristjánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir, Arndís Kristjánsdóttir. t Hjartans þakkir viljum við færa öllum þeim, sem auð- sýndu okkur hlýhug og sam- úð við andlát og jarðarför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Helga Jónssonar. Sigrún Ásmundsdóttir, María Helgadóttir, Gylfi Helgason, Haraldur Einarsson, Rúnar Haraldsson, Helga Haraldsdóttir, Einar Haraldsson, Haraldur Haraldsson. Síðasta skiptið sem ég sá Guð- mund var á laugardagskvöldið fyrir páska. Þá hafði komizt leki í heitavatnskrana heima hjá mér og stíflazt handlaug. Ég var ekki fyrr búinn að segja Guð- mundi frá þessu i sima og beðið um leiðbeiningar, en hann var kominn með konu sinni sunnan úr Kópavogi til þess að gera við þessi tæki hjá mér. Brosandi og glettinn kom hann inn úr dyr unum eins og við ættum fyrir höndum skemmtiferðalag eða kvöldskemmtun eins og svo oft áður. En nú var ekki til setu boðið, hann bað mig visa sér á bilanimar, og sagði svo eftir unnið verk með bros á vör: „Þú varst svei mér heppinn að láta mig gera við þetta strax, því annars hefði getað orðið vatns- flóð hjá þér um páskana og stór tjón.“ Já, ég var heppinn að leita til Guðmundar þá eins og ætíð áður, heppinn að hafa átt hann að tryggum vini og hans fjölskyldu frá okkar fyrstu kynnum. Þetta síðasta samveru- kvöld okkar Guðmundar var langt, því tíminn leið fljótt í fjörugum viðræðum á Víð og dreif. Við vorum rólegdr, því á morgun var páskahátíðin, og við kvöddumst með einlægri ósk til hvor annars um gleðilega há- tíð. Ekki datt mér þá í hug, að það væri í síðasta sinn er ég liti hann hér á jörð. Svo var þó, þvi hann var skyndilega kvadd ur til æðri og fullkomnari starfa á sjálfri hátíð lífsins, páskahá- tíðinni. Eru það ekW tákn ura fögur fyrirheit, að vera burt- kvaddur á slíkri stund. Við hið skyoidilega fráfall Guðmundar er sár harmur kveð inn að eiginkonu hans, syni þeirra hjóna og öðrum ástvinum. Að lokum vil ég, kæri Guðmundur, þakka þér fyrir mína hönd og fjölskyldu minn- ar, af heilum hug, einlæga, trygga og fómfúsa vináttu lið- in ár, og óska þér blessunar Guðs í æðri heimi. Þorsteinn Sveinsson. Nemendur sýna dans Akranesi — 19. apríl SIGVALDI S. Þorkelsson, dans- kennari frá Reykjavík, hefur starfrækt dansskóla hér á Akra nesi í vetur fyrir alla aldurs- flokka. Mikill fjöldi hefur tekið þátt í dansnáminu, allt frá 3 ára aldri til sextugs. 1 gær, sunnu dag, lauk hann vetrarstarfinu með því að halda nemendasýn- ingu í Bíóhöllinni á Akranesi, sem var sérstaklega vel sótt, og urðu margir frá að hverfa. Sýningin var afar skemmtileg, og eru Akurnesingar þakklátir Sigvalda fyrir það starf og þann áhuga sem hann hefur sýnt þessu máli, og fyrir skemmtun- ina, sem haldin var til ágóða fyr- ir sjúkrahúsið hér á AkranesL -hjþ. I SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ER þa<5 ekki rétt, að „Átjánda breytingartillagan“ hafi verið numin úr gildi, af því að vinbannið hafi reynzt gagnslaust? Er ástandið ekki betra nú, eftir að leyfi var gefið til vínsölu? ÞEGAR við lítum á nokkur skjöl, sem birta ýmsar staðreyndir varðandi þrettán ára vínbann í landi okk- ar, kemur þetta í ljós: Á bannárunum fækkaði fangetsunum vegna hvers konar afbrota um 37,7%; vegna drykkjuskapar um 55,3%; vegna illrar hegðunar um 51,1%; vegna flaek- ings um 52,8%. (Úr Prison Census, 1923, bls. 31). Dr. George W. Kirchway, mikiisvirtur sérfræðingur um afbrotamál á þessum tíma, siagði: „Við skulum líta á opinberar skýrsilur um bannárin og gleðjast. Þær sýna greinilega, að glæpum fækkaði almennt í landi okkar um 35—40%.“ Skjalið „House Document 722“ ber með sér, að ágæt- ur félagsfræðingur komst svo að orði, að „eftir fyrstu sex mánuði vínbannsins var engu líkara en ný öld væri upp runnin, og öll lífskjör bötnuðu“. Er ástandið betra nú á dögum? Hópur þeirra, sem neyta áfengra drykkja, stækkar ískyggilega. 56% kvenna drekka nú á dögum, 64% unglinga og 77% nemenda í æðri skólum. Við verjum þrettán billjónum dala til vínkaupa á ári. Sex hundruð þúsund áfengis- sjúklingar bætast við á ári hverju, og það kostar tutt- ugu billjónir dala að hjúkra þeim, miklu meira en við græðum á vínsölunni. Þessar upplýsingar ættu að nægja. t Okkar hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður og mágs, ÁRNA MATTHÍASSONAR, Silfurtorgi 1, fsafirði. Sérstakar þakkir færum við Loftleiðum hf., stjórn þess og starfsfólki þess, hér heima og í Kaupmannahöfn. Bergþóra Ámadóttir, Matthías Sveinsson, Guðríður Matthíasdóttir, Jóhann Guðmundsson. Ál IIIJ* t á I fiv-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.