Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MJDVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 Blað úr Sæmundar-Eddu, úr Vöhispá. Gunnar isnýr aftur. Þetta getur að lesa í neðra hluta dálksins: „G(unnarr) Iiverfr til allra manna er bann var bú- inn, ok gengu menn út með honiim allir. Uann stingr niðr atgeimum og stiklar í söðulinn, ok ríða (þeir Kolskeggr) í brott. Þeir ríða fram með Markarfljóti. I>á drap hestr G(unnars) fæti, ok stökk G(unnarr) ór söðlinum. Honum varð litið til hlíðarinnar ok bæjarins at Hlíð- arenda ok mælti: Fögr er hlíðin svá at mér hefr hon aldri jafnfögr sýnz, bleikir akrar ok slegin tún, ok raun ek ríða heim aptr ok fara hvcrgi. Gerðu eigi þann óvinafagnat, s(egir) Kolsk(eggr), at þú rjúfir sætt þína þvi at þér mundi engi maðr þat ætla, ok máttu þat hugsa at svá mun allt fara sem N(jáll) hefir sagt. Hvergi mun ek fara s(egir) G(unnarr), ok svá vilda ek at þú gerðir. Eigi skal þat, s(egir) Kolsk(eggr), hvárki skal ek á þessu níðaz ok öðru því er mér er til trúat ..." — Ámasafn, AM 132 fol.: Möðruvallabók, mesta og merkasta handrit fslendingasagna, 14. öid. (Mynd og texti eins og hann birtist í bókinni „Handritin og fomsögumar“). Handritin sem koma 1 LÖGUNUM, sem danska þjóðþingið sanaþyikikti um afhendingu handritanna, var sérstaklega tekið fram, að Flat- eyjarbók og Sæmundar-Edda yrðu þar á meðal, en Flateyjarbók hefðum við ekki fengið samkvæmt aðalreglum lag- arurtia og álitamál er um Eddu-handritið. — Þeasar bækur þóttu á hinin bóginin avo dýrmætar, að íslendingar lögðu imegináherzlu á að þær kæmu heim. ★ Konungsbók Eddu-kvæðanna, eða Sæ- mundar-Edda, er skráð um 1270 og þá eftir annarri bók, sem hefur getað verið rituð nokkrum áratugum fyrr og þá senmilegast verið frumrit. Hún er aðal- hanidrit Eddu-kvæðanir.ia, og mörg þeirra eru hvergi varðveitt nema þar. Má þar til dæmis nefna Hávamál, en fremst I handritiinu er Völuspá. Brynjólfur biskup eignaðist handritið að Eddu og sendi það Friðriki konungi III. Síðan hefur bókiin verið varðveitt í Konungsbókhlöðunni í Kaupmanna- höfn. Sú hefð komst á að kalla surnar bækur þar Komungsbækur til aðgrein- iingar frá handritum í öðrum söfnum, en þegar aðeimis er talað um Konungs- bók eða Godex-Regius án frekari skýr- ingar vita allir að átt er við Sæmundar- Eddu, sem er frábærust þeirra allra. ★ Flateyjarbók geymir fyrst og fremst sögu Noregskonunga, en inn í hefur verið aukið ýmsum öðrum sögum og þáttum. Fremst í bókiinni er formáli, sem .segir frá fynsta eiganda henmar og skrifurum. Hún er rituð fyrir Jón Há- konarson, bónda í Víðidalstungu, að mestu árið 1387, en skrifarar voru prestamir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson. Er hún listilega vel gerð, víða með skreyttum og lituðum upp- hafsstöðum. Fortsíða þeissa handrita- blaðs Morgunblaðlsinis er úr hanni. Hún <ír stærst allra íslenzkra handrita, sem varðveitzt hafa, eða 450 blaðsíður. Brotið er mjög stórt, og fengust aðeins tvö blöð úr hverju kálfsiskinná. Um bókina er lítið vitað þar til á 17. öld að hún er í eigu Jóns Finnissoniar, bónda í Flatey. Skrifar hainm á fremstu síðu að hann hafi fengið hana frá föður- föður sínum Jóni Bjötmissyni, sem líka bjó í Flatey á Breiðafirði. Jón Firwnsson gaf síðan Brynjólfi biskupi Sveinissyni bókina, en Brynjólfur lét hana af hendi ; ' fí.i SiiHiÍll við Friðrik III að fyrirmælum harus um afhendingu handrita. ★ En við fáum fleiri handrit en þessar tvær verðmætu bækur. I Árnasaínii eru um 2570 bindi. Liggur engan vegkun fyrir hversu mörg þeirra koma hingað, en ekki er fráleitt að áætla að þau verði 16 — 17 hunidruð. f Ámasafni er mikið af erlendum handritum, til dæmis mjög merkileg dönisk hamdrit og lögbækur danisikar, og verða þær allar eftir. Þá eru og konungasögur. En hinis vegar fáum við allt, sem dkrifað er af íslend- inguim og gerist hérlendis. Meðal þeirra bóka, sem við fáum, eit Lögbók frá Skarði, sem er allt önnur bók en Skarðsbók sú, sem Seðlabanikirm keypti á sínum tíma. Er það eitt feg- ursta handrit, sem íslenzkur maður hefur nolkikru siinim gert. Þá skal og nefna Möðruvallabók, sem varðveitir meðal annars Njálasögu og Egilssögu. Yfirleitt eru frumhandritin glötuð, en elzta handrit, sem vitað er um, er frá miðri 12. öld. Br það brot af bók, sem hafa verið prédikaniir. Kemur það hand- rit væntanlega heim. J Þegar handrita- sáttmálinn var fullgiltur í Kristjáns- borgarhöll ÞAÐ var hátíðleg stund, sem lengi hafði verið beðið eftir, þegar samningurinn milli fslendinga og Dana um afhend- ingu handritanna var staðfestur í há- tíðasölum Kristjánsborgarhallar kl. 11,45 1. apríl si. Fyrstur mætti á staðnum Helge Lar- sen, menntamálaráðherra Dana og Ejl- er Mogensen ráðuneytisstjóri hans, ásamt fleiri embættismönnum ráðu- neytisins. Síðan bættust fljótlega í hóp- inn fulltrúar blaða, útvarps og sjón- varps. Næstir komu nokkrir fulltrúar danska utanríkisráðuneytisins og síðan fslendingarnir Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Sigurður Bjarna- son, sendiherra, Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri og Gunnar Björnsson, ræðis niaður. Þá kom Paul Hartling utanrikis- ráðherra og litlu síðar Hilmar Bauns- gaard, forsætisráðherra. Þegar allir, sem ætlazt var til að við- staddir væru fullgildingarathöfnina voru komnir og höfðu heilsazt hóíst hin formlega athöfn. Menntamáiaráðherr- arnir settust við lítil borð með fullgild- ingarskjölin fyrir framan sig. Helge Larsen reis úr sæti sínu og afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni samninginn á dönsku, undirritaðan af Friðrik Danakonugi. Gylfi Þ. Gíslason afhenti Helge Larsen síðan samninginn á íslenzku, undirrit- aðan af Kristjáni Eldjárn foraeta fs- lands. Athygii vakti að samningseintak Dana var fagurlega innbundið í rautt skinn, en íslenzka eintakið var óinn- bundið. Þá flutti menntamálaráðherra Dana ræðu sína og síðan menntamálaráð- herra íslands eins og áður er frá skýrt. Síðan voru bornar fram léttar veitingar. Lauk athöfninni á tæpum klukkutíma. Var andrúmsloftið í hinum gömlu og fögru sölum Kristjánsborgarhallar af- ar vinsamlegt. —• Um kvöldið hélt Helge Larsen menntamálaráðherra kvöldverðarveizlu fyrir nokkra danska og íslenzka gesti. Helge Larsen, menntamálaráðherra flytnr ræðu sína. Við hlið hans situr Gylfi Þ. Gíslason. Aðrir á myndinni talið fri vinstri: Sigurður Bjarnason, sendi- herra, Birgir Thorlacíus ráðuneytisstjóri, Ejler Mogensen ráðuneytisstjóri, Hilmar Baunsgaard, forsætisráðherra og Paul Hartling, utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.